Morgunblaðið - 30.05.2022, Page 28

Morgunblaðið - 30.05.2022, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Hvítur, svartur að innan. Stór sóllúga, bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, Apple Carplay, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, lane-keeping system, heithúðaður pallur o. fl. o.fl. 3,5 L V6 Ecoboost 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb- ft of torque, 20” álfelgur 2021 Ford F-150 Platinum Litur: Hvítur/ Svartur að innan (nappa leather) Æðislegur fjölskyldubíll, hlaðinn búnaði. 7 manna bíll,Hybrid Bensín, Sjálfskiptur, 360° mynda- vélar, Collision alert system, Harman/Kardon hljómkerfi, Tölvuskjáir í aftursæti VERÐ aðeins 10.390.000 m.vsk 2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited VERÐ frá 18.500.000 m.vsk Litur: Svartur/ svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, sóllúga, heithúðaður pallur, rafmagns opnun og lokun á pallhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. High Country Deluxe pakki. 2022 Chevrolet High Country VERÐ 15.890.000 m.vsk sterka tengingu við karlmenn að nauðsynlegt hef- ur þótt að mynda orðin skáldkona og kvenskáld til að vísa til kvenna. Sama máli gegnir um ýmiss konar aðra málfræðilega flokkun sem hefur tengsl við efnisheiminn – þau tengsl eru sjaldnast alveg föst. Við segjum t.d. að eintala sé notuð til að vísa til eins en fleirtala vísi til fleiri en eins. Samt þekkjum við öll orð eins og buxur og skæri sem vísa til eins hlutar og eru ekki til í ein- tölu. Orð eins og fólk og fjöldi eru eintöluorð en vísa vitanlega til fleiri en eins. Nútíð sagna er ekki bara notuð um það sem stendur yfir held- Málfræðilegt og merkingarlegt kyn Orðið kyn er margrætt. Það getur vísað til líffræðilegs kyns sem ákvarðast af líkamlegum kynein- kennum og kynlitningum, en einnig til kynvitundar, þ.e. upplifunar fólks á eigin kyni. En það vísar líka til málfræðilegs kyns sem í íslensku kemur annars vegar fram í formi og beygingu nafnorða og hins vegar í beygingu lýsingarorða sem eiga við þau og fornöfnum sem notuð eru til að vísa til þeirra. Vissulega eru sterk tengsl milli kynferðis fólks og málfræðilegs kyns í mörgum tungu- málum, þ. á m. íslensku, en þau eru alls ekki algild eins og alþekkt er. Það eru til hvorugkynsorð eins og fljóð og sprund sem vísa til kvenna, og hvorugkynsorðið skáld hefur svo ur líka um liðna og óorðna atburði. Svo mætti lengi telja. Því fer fjarri að málfræðileg kyn í íslensku séu öll jafnvæg. Andstæðan markað : ómarkað er oft notuð til að lýsa venslum innan málkerfisins. Ómarkað merkir þá hlutlaust, það sem er sjálfgefið, en markað er það sem er notað við einhverjar sér- stakar aðstæður – það er eitthvað sem kallar á notkun þess. Hvorug- kynið heitir á latínu neutrum, neut- er á ensku, og það merkir ‘hlut- laust’. Það mætti því búast við að hvorugkynið væri ómarkað kyn í ís- lensku. Á það reynir t.d. þegar vísa þarf til bæði karlkyns- og kvenkyns- orða með einu fornafni eða þegar lýsingarorð í stöðu sagnfyllingar á við bæði karlkyns-og kvenkynsorð. Þá er vissulega oftast notað hvor- ugkyn – Jón og Gunna eru komin (en ekki komnir eða komnar). Þau eru skemmtileg. Þetta er samt ekki alveg einfalt, sérstaklega þegar um safnheiti er að ræða, en það er um- ræða sem ástæðulaust er að fara út í hér. En þarna er um að ræða mál- fræðileg vensl og vísun innan setn- inga eða milli setninga. Öðru máli gegnir um vísun út fyr- ir tungumálið, þegar vísað er til blandaðs hóps karla og kvenna án þess að þau hafi verið nefnd. Þar hefur yfirleitt verið notað karlkyn og sagt Enginn má yfirgefa húsið og Allir tapa á verðbólgunni án þess að í því felist að það séu bara karlmenn í þeim hópi. En það eru sögulegar ástæður fyrir því að ekki hefur verið venja að nota hvorugkyn og segja Öll eru mætt. Í indóevrópska frum- málinu voru tvö kyn – annað var notað um lífverur en hitt um dauða hluti. Hið fyrrnefnda mætti svo sem kalla samkyn en það er sögulega séð fyrirrennari karlkyns, í þeim skiln- ingi að karlkynsbeygingu má hljóð- sögulega rekja til þess. Kvenkyn þróaðist síðan úr hvor- ugkyninu, en þótt kvenkyn væri komið til, fékk það ekki jafnstöðu við karlkynið. Hið gamla samkyn, sem nú var orðið karlkyn af því að kvenkyn var komið til, hélt ýmsum samkynshlutverkum sínum, t.d. því að geta vísað til blandaðs hóps en ekki bara karla. Þess vegna er enn sagt Allir eru mættir og frá mál- fræðilegu sjónarmiði er ekkert at- hugavert við það, þótt verið sé að vísa bæði til karla og kvenna. En málfræðin stjórnar ekki upplifun fólks og ljóst er að notkun karlkyns sem hlutlauss kyns er þyrnir í aug- um margra kvenna og kynsegin fólks. Kynusli Þótt kynbeyging og flokkun orða í kyn sé í grunninn málfræðilegs eðlis verður ekki fram hjá því litið að hún hefur mjög sterk tengsl við kynferði í huga fólks. Mörgum, bæði konum og kynsegin fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar (hvorki sem karlkyns né kvenkyns), finnst á einhvern hátt gengið fram hjá sér með notkun karlkyns sem ómarkaðs (hlutlauss) kyns í fornöfnum og lýs- ingarorðum, og með notkun orðsins maður og samsetninga af því í vísun til allra kynja. Þar er ekki um að ræða einhverja misskilda jafnrétt- isbaráttu eða „mál sértrúarhóps á villigötum“ eins og stundum er hald- ið fram, heldur sanna og einlæga til- finningu sem við þurfum að taka al- varlega og sýna skilning en ekki vísa umsvifalaust á bug. Mér finnst eðli- legt að fólk velti fyrir sér hvort og hvernig sé eðlilegt – eða hægt – að bregðast við þessu. Ef málnotkun eins og Allir þurfa að fara í skimun eða Mönnum er skipað að fara í sóttkví í vísun til blandaðs hóps verkar útilokandi á fólk, má þá ekki bara breyta henni og nota hvorug- kyn í stað karlkyns í fornöfnum og hvorugkynsorð í stað karlkynsorðs- ins maður? Tungumál breytast, líka íslenska. Það er vel hægt að segja Öll þurfa að fara í skimun og Fólki er skipað að fara í sóttkví og ýmsum finnst það sjálfsagt. Annað er erfiðara – mér finnst ekki hljóma vel að segja Ýmis vona að … Og sumt er alveg ómögulegt. Í staðinn fyrir Enginn vill að … er tæpast hægt að segja Ekkert vill að …, en kannski hægt að snúa sig út úr þessu með því að nota fleirtöluna: Engin vilja að … Það er ekki verið að koma með neitt nýtt inn í málið – hvorugkynið er til. Þetta væri ekki beinlínis breyting á málinu heldur á notkun þess. Það er hins vegar ekki einfalt að breyta málnotkun sinni hvað þetta varðar – bæði af því að það er erfitt að breyta málnotkun sinni almennt séð, en ekki síst vegna þess að íslenskan er svo gegnsýrð af mál- fræðilegu kyni og notkun karlkyns sem hlutlauss kyns er inngróin í okkur. Þegar fólk reynir að breyta málnotkun sinni er því hætta á að ýmiss konar ósamræmi og óvissa komi upp. En fólk á að vera frjálst að því að gera slíkar tilraunir með eigin málnotkun án þess að amast sé við því. Því hefur vissulega verið haldið fram að þetta geti skapað óvissu í málnotkun og valdið mis- skilningi. Það má vel vera að slíkt geti gerst tímabundið en ég hef ekki miklar áhyggjur af því – ég held að málsamfélagið ráði alveg við þá óvissu. Ein minnisstæðasta sjónvarps- auglýsing seinni ára er sú þar sem Jón Gnarr í hlutverki prentsmiðju- starfsmanns ræddi í símann við við- skiptavin sem lét sér ekki nægja svarið „Nei, það er ekki hægt“ við einhverri spurningu og spurði hvers vegna það væri ekki hægt. Þá var Jóni nóg boðið og svaraði með þjósti: „Vegna þess að það er ekki hægt.“ Mér dettur þetta oft í hug þegar ég sé fólk agnúast út í einhver tilbrigði eða (meintar) nýjungar í málinu. Fyrir þeirri andstöðu eru ekki alltaf málefnaleg rök, og ef spurt er hvers vegna ekki sé hægt að segja svona verður svarið oft – efnislega – Vegna þess að það er ekki hægt. Látum okkur ekki nægja það svar. Það er nefnilega ýmislegt hægt. Fyrir rúmum 20 árum var stofn- aður stjórnmálaflokkur sem heitir fullu nafni Vinstrihreyfingin – grænt framboð en gekk yfirleitt undir nafninu Vinstri grænir framan af. Karlkynið grænir vísaði auðvitað ekki til þess að eingöngu karlmenn væru í flokknum heldur var það not- að þarna sem hlutlaust kyn – eins og eðlilegt var. Einhvern tíma, líklega kringum 2006 ef marka má fjölda dæma á tímarit.is, var farið að hafa þessa styttingu í hvorugkyni og tala um Vinstri græn í staðinn. Ég man að mér fannst þetta kjánalegt á sín- um tíma og þusaði um það við sam- kennara mína að þetta fólk áttaði sig ekki á því hvernig tungumálið virkaði. Ég er hins vegar löngu bú- inn að venjast þessu og taka það í sátt og nota núna hvorugkynið án umhugsunar. Það hefur líka greini- lega tekist að kenna þjóðinni þetta, eða a.m.k. fjölmiðlum – samkvæmt tímarit.is hefur dæmum um karl- kynið vinstri grænir farið ört fækk- andi á síðustu árum en dæmum um vinstri græn fjölgað að sama skapi. Vissulega er hér um einangrað dæmi að ræða, og auk þess sérnafn en um þau gildir oft annað en um önnur orð. Eigi að síður gæti þetta hugsanlega rutt brautina fyrir meiri breytingar í þessa átt. Framtíðin ein getur skorið úr um það. Innan og utan kynjatvíhyggjunnar Bókarkafli | Alls konar íslenska: Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld er safn þátta um íslensku eftir Eirík Rögnvaldsson. Umfjöllunarefnin eru margvísleg, allt frá eldheitum „málvillum“ og yfir í umræðu um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á 21. öldinni hvað varðar til dæmis viðmið í málrækt, samfélags- og tæknibreytingar og kynjamál og kynhlutleysi í máli. Morgunblaðið/Eggert Alls konar Í bókinni Alls konar íslenska: Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld má finna safn þátta um íslensku eftir Eirík Rögnvaldsson. Eiríkur fjallar m.a. um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á 21. öldinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.