Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
Umhverfisvæna ruslapokann má
nálgast í öllum helstu verslunum
Hugsum áður en við hendum!
Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju
sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess
að valda skaða í náttúrunni.
Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum
og passar vel í ruslatunnur á heimilum.
Bjarni Jónsson furðar sig á at-
burðarásinni í borgarstjórn
þessa dagana í pistli á blog.is.
Hann bendir á að
Reykvíkingar hafi í
kosningunum 14.
maí sl. fellt meiri-
hlutann í borginni
og að þetta sé í
annað sinn í röð
sem borgarbúar
reyni að losna við
borgarstjórann og vinstri meiri-
hlutann með því að fella hann.
- - -
Bjarni heldur áfram: „Þá ger-
ist það, að eini fulltrúi Við-
reisnar, sem inn komst, spyrðir
sig við bandalag vinstri flokk-
anna, sem myndað var um þá
huggulegu fyrirætlun þeirra að
hundsa kosningaúrslitin og gefa
Reykvíkingum langt nef. Þótt
Viðreisn flaggi borgaralegum
gildum og hugmyndum á tylli-
dögum og fyrir kosningar, er nú
ljóst, að ekkert er að marka
hana; hún er ómerk orða sinna
og kom í veg fyrir, að Fram-
sóknarflokkurinn gæti a.m.k. lát-
ið líta út fyrir, að hann vildi
efna kosningafyrirheit sín í
Reykjavík. Viðreisn neitaði að
reyna að verða við ábendingum
kjósenda um nauðsyn róttækrar
stefnubreytingar í Reykjavík og
situr nú brennimerkt í kratasúp-
unni.
- - -
Þessi kratamoðsuða tók 4 nýja
borgarfulltrúa Framsóknar í
gíslingu til að endurlífga gamla
meirihlutann án VG. Það er eins
óbjörguleg byrjun á „samstarfi“
um stjórnun borgarinnar og
hugsazt getur. Þetta er pólitískt
eitrað fyrirkomulag fyrir bæði
Viðreisn og Framsókn, eins og
fljótlega mun koma á daginn.“
- - -
Eflaust er mikið til í því að
Reykvíkingar muni seint
þakka þeim sem endurreisa Dag
og vinstri meirihlutann.
Bjarni Jónsson
Eitruð endurreisn
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Hér í Reykhólasveit er næga atvinnu að hafa en
okkur vantar fleira fólk á svæðið. Því viljum við
svara með húsnæðisuppbyggingu, sem verður
áherslumál hjá okkur,“ segir Árný Huld Haralds-
dóttir. Hún var á dögunum kjörin til embættis
oddvita sveitarstjórnar Reykhólahrepps, annað
kjörtímabilið í röð. Fjórar konur og einn karl
skipa stjórn sveitarfélagsins. Þau eru, auk Árnýj-
ar, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, sem verður vara-
oddviti, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Hrefna
Jónsdóttir og Vilberg Þráinsson.
Reykhólasveit er víðfeðm; nær frá Gilsfjarðar-
botni í vestri til Kjálkafjarðar í austri, tæplega 140
km vegalengd. Í sveitarfélaginu búa um 230
manns, þar af um 100 á Reykhólum.
„Við konurnar hér í sveit höfum meiningar um
það hvernig samfélagið skuli vera og stöndum fast
á okkar. Niðurstaða þess hver voru kjörin í sveit-
arstjórn er því ekki endilega jafnréttisstefna. Við
trúum því líka að hér sé uppbyggingarskeið að
hefjast, með grænum iðngörðum, aukinni þör-
ungavinnslu og vegagerð um Þorskafjörð og
Teigsskóg.“ segir Árný Huld. sbs@mbl.is
Konur ráðandi í Reykhólasveit
- Fjórar í sveitarstjórn
- Með miklar meiningar
Sveitarstjórn F.v. Vilberg Þráinsson, Árný Huld
Haraldsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir,
Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Hrefna Jónsdóttir.
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal fór
fram um helgina í tíunda sinn. Vel á
annað hundrað manns lögðu leið
sína í reiðhöllina Þráarhöll, þar sem
fulltrúar frá 13 handverksbrugg-
húsum, víðs vegar af landinu, höfðu
komið sér fyrir. Gestir hátíðarinnar
gátu smakkað 40 bjórtegundir og
gefið þeim einkunn í leiðinni.
Að mati gesta var besti bjórinn frá
Brother’s Brewery, Baldur Imperial
Stout, sem fékk 1. verðlaun. Tart
Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öli
lenti í öðru sæti og Randy súrbjór
frá Böli Brewing í þriðja sæti.
Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo viður-
kenningu fyrir besta básinn. Önnur
brugghús á hátíðinni voru Bjórsetr-
ið á Hólum, Gæðingur Öl, Segull 67,
Malbygg, Ölverk, Austri Brugghús,
Viking Brugghús, Rvk Brewing Co.
og 6A Kraftöl.
Þrettán brugghús
kepptu á bjórhátíð
Ljósmynd/Bjórsetur Íslands
Bjórhátíð Verðlaunahafar á Hólum, frá Brother’s Brewery, Húsavíkur Öli, og
Böli Brewing, ásamt Bjarna K. Kristjánssyni hátíðarstjóra, lengst t.h. t.hóra.
Í viðtalinu Úr eldflaugum í atómin, sem birtist í Sunnudagsmogganum um
helgina, var rangt farið með nafn Óskars Maríussonar, stundakennara við
Menntaskólanum í Reykjavík og efnaverkfræðings hjá Málningu, heitins.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT