Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 6

Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 STOFNAÐ 1953 Ertu með allt á hreinu? Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Sveppaspretta var með ágætum á Suður- og Vesturlandi í fyrra en norðanlands og austan áttu sveppir fremur erfitt uppdráttar vegna þurrka, að því er segir í ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands 2021. Þar er fjallað um margvís- legar rannsóknir og vöktun. Þrátt fyrir þurrkinn í fyrra fund- ust nokkrir áhugaverðir sveppir. Þar á meðal var hvannarpússryð sem fannst á ætihvönn í Hrísey. Ryðsveppurinn hafði áður fundist á hólma í Laxá í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Spíssblekill fannst í Grasagarði Reykjavíkur í Laugar- dalnum. Mánuði seinna fékk Nátt- úrufræðistofnun mynd af blekli við trjástubb í Grjótaþorpi og var talið að það væri spíssblekill. Þótt talið væri að þessi sveppur yxi hér þá var það ekki staðfest með sýni fyrr en nú. Jarðtunga fannst svo á gras- flöt í garði í Reykjavík en tungur eru flestar fátíðar hér. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur NÍ, notar Face- book til að fræða fólk um sveppi sem það finnur og birtir myndir af í hópnum Funga Íslands – sveppir ætir eður ei. Þar á meðal voru þrjár tegundir sem fundust hér í fyrsta sinn og ein sem fannst í annað sinn hérlendis. Brennisteinsbarði, eld- skrýfa og sólarlagshringlekta fund- ust í fyrsta sinn hér á landi og loga- lekta fannst hér í annað skiptið í fyrra. gudni@mbl.is Ljósmynd/Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Spíssblekill Þessi sveppur fannst í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal. Töluverð gróska í sveppunum 2021 - Kafli um sveppi í ársskýrslu NÍ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frjósemi landans virðist hafa verið með mesta móti í heimsfaraldri Covid-19 en heldur virðist hafa dregið úr henni þegar á veirutímann leið. Þetta má álykta af upplýsing- um um starfsemi Landspítalans, sem finna má á vef sjúkrahússins. Á tímabilinu janúar til maí í ár fædd- ust á sjúkrahúsinu alls 1.310 börn, borið saman við 1.418 börn á þessum sömu mánuðum á síðasta ári, 2021. Á fimm fyrstu mánuðum ársins 2020 voru fæðingar á spítalanum 1.263 talsins. Fæðingar á Landspítalanum allt árið í fyrra voru 3.466, borið saman við 3.288 árið 2020. Munurinn á milli ára er um 5,5%. Fóru að huga að barneignum Á síðasta ári, 2021, voru fæðing- arnar á Landspítalanum flestar í júlímánuði, alls 334. Eru það þá börn sem komu undir níu mánuðum fyrr, það er í október 2020, en á þeim tíma gildu víðtækar sóttvarn- arráðstafanir. Ekki máttu fleiri en tíu manns koma saman, allt íþrótta- starf og sviðslistir voru bannaðar – og víðtæk grímuskylda gilti um alla fimmtán ára og eldri. Ætla má af tölunum að við þessar aðstæður hafi pör gjarnan farið að huga að barn- eignum. Með öðrum orðum; lokan- irnar leiddu af sér barnsfæðingar níu mánuðum síðar. Næstu mánuði eftir þetta voru fæðingarnar talsvert færri, 297 í ágúst 2021 og færri alla mánuði það- an í frá út árið. Voru 245 í desember sl. Það sem af er þessu ári voru fæð- ingar á Landspítalanum flestar í janúar, 265, en síðan þá að jafnaði um 250 í mánuði. Tekið skal fram að tölurnar hér að framan miðast við Landspítalann einan. Þjónusta við sængurkonur er vissulega á sjúkrahúsum í öllum landsfjórðungum en hvergi eru þó fleiri börn í heiminn borin en á þjóð- arsjúkrahúsinu í Reykjavík. Nýburar á Íslandi í fyrra voru 4.579 Fæðingar á landinu öllu í fyrra voru 4.579 og 4.512 árið 2020. Töl- urnar frá næstu árum þar á undan fela engin tíðindi í sér, nema hvað minnast má barnasprengju árið 2009. Þá voru nýburar á Íslandi 5.025 og hefur stundum verið sagt að barnasprengja hafi verið ein af markverðari afleiðingum efnahags- hrunsins. Barnasprengja kom eftir Covid - Færri fæðingar á Landspítala nú en í fyrra - 1.310 börn það sem af er ári Nýburi Fæðingartíðni landans lækkaði eftir frjósaman tíma í fyrra. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verkefnin framundan eru stór og krefjandi. Við stjórn sveitarfélagsins töldum við mikilvægt að mynda sterkt tvíeyki, þar sem jafnræði verður lykilatriði,“ segir Fjóla St. Kristinsdóttir, sem á morgun, mið- vikudag, tekur við starfi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Árborg. Eins og áð- ur hefur komið fram í Morgun- blaðinu, ætla þau Bragi Bjarnason og Fjóla að skipta með sér embætt- um bæjarstjóra og formanns bæjar- ráðs í Árborg. Þau tvö skipuðu 1. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, sem í kosningnum vann hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Þungur rekstur í mínus „Ég verð bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins og Bragi með bæjar- ráðið. Eftir tvö ár höfum við svo sætaskipti, enda þótt við munum deila sömu skrifstofu. Hugsunin með því að Bragi byrji með bæjarráðið, þar sem daglegar ákvarðanir eru teknar, er meðal annars að vinna enn betur að heildarsýn sveitarfélagins, stytta boðleiðir og auka skilvirkni mála inn í stjórnsýsluna. Til þess er hann réttur maður, eftir að hafa ver- ið stjórnandi hjá Árborg sl. fjórtán ár,“ segir Fjóla. Hún heldur áfram: „Rekstur sveitarfélagsins er þungur nú um stundir og uppgjör síðasta árs á A-hluta eru tæpir 2,5 milljarðar króna í mínus. Við þurfum því að endurhugsa reksturinn með hagkvæmni að leiðarljósi, þó ég sé með þeim orðum ekki að boða niður- skurð. Staðan núna endurspeglar- vaxtarverki sem fylgja mikilli fjölg- un hér í Árborg sem nú nálgast 11.000 íbúa markið.“ Fjóla St. Kristinsdóttir er fimm- tug að aldri, fjölskyldukona, fædd og uppalin á Selfossi og hefur búið þar nánast alla sína tíð. Hún er með iðn- menntun í hágreiðslu, er vottaður fjármálaráðgjafi, er með B.Sc. í við- skiptafræði, kennsluréttindi og með MBA gráðu í rekstri og stjórnun frá HÍ. Fjóla starfaði meðal annars á velferðarsviði hjá sveitarfélaginu Árborg, sem viðskiptastjóri á fyrir- tækjasviði hjá Landsbankanum og hefur sinnt kennslu. Betra samráð við íbúa „Ég ákvað snemma á þessu ári að gefa kost á mér í bæjarmálin hér, þar sem það var margt sem ég vildi breyta. Mér hefur til dæmis fundist þurfa meira og betra samráð við íbúa, um bæði ákvarðanir og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir og ber að gera lögum samkvæmt. Það eru allt atriði sem ég þekki vel, sem íbúi hér, foreldri og í gegnum fyrirtækjarekstur,“ segir Fjóla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Forysta Fjóla St. Kristinsdóttir, væntanlegur bæjarstjóri. Gamlar og nýja byggingar í miðbæ Selfoss í bakgrunni. Rekstur sveitarfélags verður endurhugsaður - Tvíeyki tekur við stjórninni í Árborg - Fjóla kemur fyrst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.