Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 19

Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 ✝ Lilja Guðrún Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1932. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Eir 24. maí 2022. For- eldrar hennar voru Eiríkur Krist- jánsson, f. 11. mars 1889, d. 16. júní 1949, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 23. júlí 1903, d. 30. mars 1959. Systkini hennar eru: Guðmunda Sigríður, f. 1929, d. 2015, Óskar, f. 1930, d. 2016, Dagbjört, f. 1934, d. 1947, Bragi, f. 1936, d. 2013, Hulda, f. 1939, og Fríða, f. 1947. Guðrún giftist 24. apríl 1952 Viðari Þorsteinssyni, f. 3. apríl 1931. Foreldrar hans voru Berg- ljót Helgadóttir, f. 17. júlí 1906, d. 14. nóvember 1963, og Þor- steinn Ingvarsson, f. 12. mars 1908, d. 11. mars 1974. Börn þeirra eru: 1) Baldvin, f. 28.5. 1952, 2) Kjartan, f. 15.10. 24.8. 1963, gift Jóni Aðalsteini Hinrikssyni, f. 24.5. 1959, Jón átti fyrir tvær dætur. 5) Helgi Viðarsson, f. 14.3. 1969, kvænt- ur Magdalenu M. Stefaniak, f. 22.10. 1980, dóttir þeirra er Elín María, f. 2011. Guðrún ólst upp við Kirkju- teig í Reykjavík og stundaði nám við Laugarnesskóla. Hún starfaði um tíma hjá Bókbands- stofunni Arnarfelli og þess má geta að þau Viðar kynntust ein- mitt þar, þá 17 og 18 ára gömul. Þau hófu sinn búskap á Lang- holtsvegi 152 árið 1950. Árið 1968 fluttu þau ásamt börnum sínum í Fossvoginn þar sem þau höfðu byggt sér gott heimili í raðhúsi við Hjallaland 16. Þar bjuggu þau til ársins 2004 er þau fluttu að Grænlandsleið í Graf- arholti. Hún starfaði á heimilinu lengst af, tók að sér ýmis verk- efni í gegnum árin og starfaði síðar hjá G. Pálssyni ehf. Áhuga- málin voru margvísleg í gegnum tíðina og má þar nefna hann- yrðir, garðyrkju, krossgátur og golfiðkun. Hún gekk í Golfklúbb Reykjavíkur árið 1973 og vann hún til margra verðlauna á far- sælum golfferli. Útför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. júní 2022, kl. 13. 1955, kvæntur Kristínu V. Sam- úelsdóttur, f. 11.3. 1955, börn þeirra eru: a) Kristinn Viðar, f. 9.7. 1980, kvæntur Guðnýju Huldu Ingibjörns- dóttur, f. 12.4. 1983, dætur þeirra eru Viktoría Hild- ur, f. 2007, og Em- ilía Katrín, f. 2011, b) Anna Lilja, f. 13.9. 1985, í sambúð með Magnúsi Inga Magnússyni, f. 8.2. 1985, sonur þeirra er Kjartan Leó, f. 2020. 3) Lilja, f. 17.12. 1958, gift Skúla Magnússyni, f. 12.6. 1953, þeirra börn eru: a) Magnús Viðar, f. 27.3. 1979, kvæntur Öglu Mörtu Sigurjónsdóttur, f. 1.4. 1977, börn þeirra eru Erna Lilja, f. 2006, og Atli Viðar, f. 2011, b) Guðrún, f. 3.6. 1981, í sambúð með Davíð Ragnarssyni, f. 5.2. 1980, dætur hennar eru Júlía Dagbjört, f. 2002, og Lísa María, f. 2007. 4) Anna Viðarsdóttir, f. Ég horfi á hana hneppa káp- unni, brjóta slæðuna í hyrnu, setja hana á höfuð sitt og binda undir höku. Draga fram bleikan varalit og setja nett á varirnar. Ég tek svo í útrétta hönd hennar og við göng- um af stað út í búð. Þetta er ein af fyrstu minningum mínum um móður mína. Dillandi hlátur og glettið bros einkenndu hana. Úrræðagóð og lausnamiðuð. Ég sá það seinna meir hvað hún hafði gott verkvit og var ráðagóð. Kostir sem ég taldi svo sjálfsagða af því ég þekkti ekk- ert annað og hafði ekki neinn sam- anburð. Hélt að allar mömmur væru svona. Hún var hagsýn og það var hugsað fyrir öllu. Setti sjálf perm- anent í fíngert hárið og klippti sig sjálf. Það var ekki að sjá að ófag- lærður hefði farið um þetta hár, svo flott var þetta hjá henni. Stöku sinnum fór hún með pabba til Kára rakara, vinar þeirra, og hann skerpti á línunum. Hann var alltaf jafn hissa hvað hann þurfti lítið að laga þetta hjá henni. Fyrstu árin var hún dugleg að sauma á okkur systkinin fatnað og prjóna. Hún kenndi mér að prjóna, sauma út og sauma á saumavél. Sjálf sat hún aldrei auðum hönd- um. Alltaf með eitthvert verkefni í höndunum og þau eru ófá handa- vinnuverkefnin sem hún hefur klárað í gegnum ævina. Hún kenndi mér að ráða krossgátur, myndagátur og allskonar þrautir. Seinni árin, þegar handavinnan minnkaði hjá henni, tóku krossgát- urnar alfarið við. Ég man eftir atviki þegar við bjuggum á Langholtsveginum og ég, rúmlega fjögurra ára, hafði læst mig inni á baðherbergi í ein- hverju ógáti og varð hrædd. Þegar mamma áttaði sig á þessu, sótti hún dagblað og prjón. Renndi blaðinu undir hurðina, pikkaði lyk- ilinn úr skránni svo að hann datt á blaðið og hún dró lykilinn yfir til sín og opnaði. Fyrir mér voru þetta eins og galdrar og ég var frelsinu gríðarlega fegin. Eins þegar ég sem unglingur hafði keypt mér nýtt loftljós og var eitt- hvað óþolinmóð í að fá það sett upp. Pabbi vann langan vinnudag og ég sá að ég þurfti að bíða. En mamma náði sér í koll og skrúf- járn. Vippaði sér upp á kollinn, los- aði gamla ljósið niður og upp með það nýja. Ég var svo hissa og hafði ekki hugmynd um að mamma væri rafvirki ofan á allt saman. Ég man á þessu augnabliki hvað ég fylltist mikilli aðdáun á henni og fannst eins og hún gæti hreinlega gert allt. Mamma reiddist mér aldrei, fyrir utan eitt skipti. Þá hafði ég farið í bíltúr sem endaði með óvæntri göngu upp á Esju 1984. Fannst þetta mikið afrek og þegar ég sagði frá afrekum mínum fékk ég skammir. Aldrei að fara neitt svona án þess að láta vita. Hvað ef eitthvað kæmi fyrir? Hverjir viss- um að við værum þarna? Þetta var auðvitað alveg rétt hjá henni og eftir þetta byrjaði þessi dásamlega tilkynningaskylda. Hringja og láta vita þegar farið var í ferðalag og þegar komið var á leiðarenda. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessi samskipti okkar. Stundum símtal, stundum SMS í síma pabba, en svo stór hluti af ferða- laginu. Söknuðurinn er stingandi sár. Glaðlega móðir mín, sem hélt gleðinni fram á háan aldur, er sofn- uð svefninum langa. Nú er aðal- verkefnið að hlúa að elsku pabba. Hvíl í friði. Anna. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn sem gengur með brosið til síð- ustu stundar, fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Elsku mamma mín hefur kvatt okkur að sinni og eftir sitja dásam- legar minningar sem ylja um ókomin ár. Brosmild, glöð og alltaf svo ánægð með fjölskylduna. Hún var svo klár, úrræðagóð og sérlega glögg á margt í tilverunni. Við börnin hennar fengum gott upp- eldi og þótt hún væri ekki að skammast eða skipta sér af öllu, þá vissum við hvað mátti og fengum fyrir vikið meira sjálfstæði og ábyrgðarkennd. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að stíga mín fyrstu skref á golfvellinum undir leiðsögn for- eldra minna. Jafnvel þótt mamma segðist ekki vera góð í að leiðbeina, hef ég nú samt tekið mér hana til fyrirmyndar og hugsa til hennar í hvert sinn sem ég fer á golfvöllinn. Hún hafði einstaka mýkt sem er gott að muna eftir þegar maður þarf að losna við stress eða stíf- leika. Miðað við hvað hún hafði ávallt fallega framkomu, þá kom það aðeins á óvart þegar ég heyrði hana tala við golfkúluna sem hafði farið aðeins af leið. „Jæja, vertu þá þarna“ sagði hún með þjósti og ýmislegt sem við höfum ekki fleiri orð um. Það var svo dásamlegt að kynnast annarri hlið á mömmu og við áttum margar góðar stundir í golfinu. Eftir situr þakklæti fyrir svo margt. Síðustu árin, þegar heilabil- un gerði vart við sig, fékk pabbi nýtt hlutverk og hefur af einstakri nærgætni hugsað vel um mömmu. Við fjölskyldan erum líka einstak- lega þakklát öllu starfsfólkinu í Maríuhúsi og einnig á Eir þar sem hún bjó síðustu tvo mánuðina. Það er huggun harmi gegn að eiga margar og góðar minningar um bestu mömmu í heimi. Lilja. Fyrir rúmum mánuði var haldið upp á brúðkaupsafmæli, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema að þessi tilteknu hjón voru að halda upp á 70 ár í vígðri sam- búð. Þessi hjón eru amma mín og afi. Og ég var stödd, ásamt fjöl- skyldunni, með þeim að fagna þessum merku tímamótum. Amma hafði áhyggjur af því að Kjartan Leó, sonur minn, fengi ekki að borða. Hún skipaði mér að gefa barninu að borða og það næsta sem ég vissi var að flatbrauðssneið með hangikjöti var hent ástúðlega að mér. Ég hló og amma tók undir með sínum einstaka dillandi hlátri en endurtók að gefa barninu sneið- ina. Þetta var síðasta stundin okk- ar saman. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma til ömmu og afa í Hjalló. Dillandi hlátur ömmu lék um heimilið og var afi aldrei langt und- an að taka undir með henni. Jólin voru alltaf haldin hátíðleg og sátu allir saman við langborð. Ófáu hóp- myndatökurnar í stiganum sem enduðu undantekningarlaust í hlátrasköllum. Grettir, heimilis- kötturinn, náði aldrei almennilega beygjunni inn í eldhús og endaði nánast inni í kústaskáp þar sem hann kom á harðaspretti þegar hann heyrði í dósaopnaranum hjá ömmu. Við hlógum alltaf jafn dátt yfir þessu háttalagi hans. Í minningunni fóru þau ósjaldan til útlanda að spila golf. Og þá fékk maður eitthvert extra gott út- lenskt sælgæti þegar heim var komið. Mér þótti það merkilegt og var afar stolt af því að amma spilaði golf og fór holu í höggi á undan afa. Ég óska þess að ég geti eins og amma tekið upp hanskann, kylfu og bolta og slegið jafn mikið í gegn og amma gerði. Ég vona að dillandi hláturinn sem einkenndi ömmu lifi áfram í okkur afkomendum. Góða ferð í sumarlandið þar sem viðrar alltaf vel fyrir níu holur. Og ekki hafa áhyggjur, elsku amma mín, ég skal sjá til þess að Kjartan Leó fái nóg af flatkökum með hangikjöti. Anna Lilja Kjartansdóttir. Amma Gunna er fallin frá, 89 ára að aldri. Við minnumst hennar sem afskaplega hlýrrar og góðrar ömmu sem gegndi stóru hlutverki á uppvaxtarárum okkar, þegar við vorum á leikskólanum Kvistaborg og svo í Fossvogsskóla. Þegar skóladvöl dagsins lauk, fórum við iðulega heim til ömmu og afa í Hjallalandið. Þar tók amma Gunna alltaf brosandi á móti okkur og við settumst uppí stofu og horfðum á Tomma og Jenna á gömlum VHS- spólum. Amma Gunna átti alltaf suðusúkkulaði og laumaði nokkr- um molum í skál til okkar ásamt flösku af kók úr sódastream-tæk- inu. Minningarnar úr Hjallalandi eru margar og góðar, enda safn- aðist fjölskyldan saman þar við ýmis tækifæri. Á sunnudögum var alltaf lamb og við nýttum okkur það óspart ef við vorum ein heima eða bara í nágrenninu. Um jól og áramót hittist öll stórfjölskyldan saman hjá ömmu og afa og ára- mótapartíin munu seint gleymast. Þar fögnuðum við saman, fullorðn- ir og börn, og frændurnir allir jafn spenntir yfir flugeldunum sem ömmu fundust fallegir. Hún hélt sig samt í hæfilegri fjarlægð uppi á svölum eða inni í stofu. Amma var yndislegur gestgjafi og hafði svo gaman af því að vera umkringd fjölskyldunni. Hún tók alltaf fagn- andi á móti okkur og maður fór aldrei svangur frá henni. Amma Gunna var líka mikil barnagæla. Henni fannst fátt skemmtilegra en að hitta okkur barnabörnin og síðar barnabarna- börnin. Við eigum ekki bara ynd- islegar minningar með ömmu sem börn sjálf, heldur vorum við svo lánsöm að hún var langamma barnanna okkar. Gleðin og hláturinn einkenndi ömmu. Við eigum fjölmargar minningar af henni að hlæja að afa eða okkur og henni fannst allt skemmtilegt. Hún var ljúf og ynd- isleg kona. Það fór ekki mikið fyrir henni en hins vegar var hún áhugasöm um mann og hlustaði af athygli, á milli þess sem hún brosti og hló. Það kom okkur því ræki- lega á óvart, fyrir örfáum árum síðan, þegar við spiluðum með henni golf. Þar heyrðum við hana í fyrsta sinn á ævinni blóta og svo mikið að hörðustu sjómenn hefðu roðnað. Það sýndi okkur að hún hafði metnað fyrir golfinu og líka að hún hafði skap, þótt hún sýndi okkur það ekki að öllu jöfnu. Við erum svo þakklát fyrir það að hafa fengið að sjá þessa hlið á ömmu og hefðum viljað fara enn fleiri golf- hringi með henni. Erum þó þakk- lát fyrir þessa sem við fengum en amma og afi stunduðu golfið af miklum áhuga í meira en 40 ár. Síðustu ár hefur heilsan hjá ömmu Gunnu verið brigðul. Fyrir kom að hún áttaði sig ekki á því hver við vorum. En gleðin var aldr- ei langt undan og við fundum að hún var alltaf hamingjusöm að sjá okkur. Við fengum fjölmörg tæki- færi til að hitta hana, enda fjöl- skyldan einstaklega dugleg að hitt- ast þegar einhver á afmæli. Við erum þakklát fyrir hverja stund og munum minnast ömmu með mikilli hlýju. Kæra amma, takk fyrir allt sem þú gafst og gerðir fyrir okkur. Við pössum upp á afa. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. (Job. 1.21.) Magnús Viðar og Guðrún. Hjartahlý, brosmild og alltaf hlæjandi. Þannig minnist ég ömmu minnar. Endalausar góðar minn- ingar úr Hjallalandinu. Ég man eftir mér og frændsystkinum mín- um, búin að sníkja út allt súkkulaði í húsinu, líka bökunarsúkkulaðið. Aldrei sagði hún nei. Stundum þurfti þó að senda hana Guðrúnu frænku ef það þurfti aðeins að sannfæra ömmu. Í Hjallalandinu var ósjaldan risapúsl sem náði yfir allt borðstofuborðið. Þar sátu þau saman, amma mín og afi, samrýmd og flott. Ég heyri ennþá hláturinn hennar þegar hún raðaði niður nokkrum púslum í röð, á meðan aðrir stóðu á gati. Þannig var hún, brosmild og alltaf hlæjandi. Ég fór með þeim og pabba í golf á yngri árum. Mitt verkefni var að draga kerrur. Ég var kannski ekki sá hressasti með það en að loknum hringnum fékk ég oft eitthvert góðgæti úr golfskálanum. Amma sá til þess. Hvíldu í friði elsku amma mín. Við afi eigum eftir nokkur högg áður en við komum yfir á næstu braut til þín. Kristinn Viðar Kjartansson. Elskuleg mágkona okkar, hún Gunna eins og hún var alltaf köll- uð, er látin eftir erfið veikindi. Við vorum ungir sveinar rétt fyrir 1950 þegar Viðar, bróðir okkar, kom með unga stúlku á heimilið í Litla Skipholt á Bráðræðisholtinu. Hann kynnti þessa ungu og ein- staklega fallegu stúlku fyrir for- eldrum okkar. Hún var vinnufélagi Viðars í bókbandsstofunni Arnar- felli og við sáum öll í fjölskyldunni, hvað verða vildi. Þau trúlofuðust fljótlega og um það leyti fór fjöl- skyldan að byggja nýtt hús að Langholtsvegi 152. Á þessum tíma voru peningar af skornum skammti og laun oft greidd mjög óreglulega. Gunna hafði náð að safna nokkrum peningum af spar- semi, sem henni var svo eðlislæg. Hún lagði því peningana til hús- byggingarinnar og árið 1950 flutti fjölskyldan í nýja húsið. Ingvar, elsti bróðir okkar og Lillý, kærasta hans, fengu kjallaraíbúðina. Við ungu sveinarnir fluttum á miðhæð- ina með foreldrum okkar en Viðar og Gunna eignuðust risíbúðina. Hinn 24. apríl 1952 gengu Gunna og Viðar í hjónaband og áttu því 70 ára platínubrúðkaup fyrir stuttu. Ingvar og Lillý voru einnig gift og fljótlega komu mörg börn í húsið og fylltu það gleði og miklu fjöri. Íbúar hússins mynd- uðu eina samhenta stórfjölskyldu. Foreldrar okkar lögðu mikinn metnað í að gera garðinn í kring- um húsið góðan og fallegan og varð hann sannkallaður skrúðgarður sem fékk viðurkenningu frá Fegr- unarfélagi Reykjavíkur. Gunna og Viðar voru mjög hjálpleg í allri vinnu við garðinn. Gunna var afar hlýleg ung kona og mjög elsk að börnum. Börnin þeirra Viðars voru stolt hennar. Gunna og Viðar voru einstaklega samhent hjón með mikinn og góð- an húmor. Þau voru bæði glaðlynd og höfðu góða nærveru. Okkur var öllum ljóst að þau bjuggu í afar ástríku hjónabandi. Líklega hefur Viðari verið ljós hin gullna regla vandaðra samskipta að sé karl- maðurinn sérstaklega góður við eiginkonu sína, með mikilli um- hyggju, kærleika og virðingu, komi það margfalt til baka frá eig- inkonunni. Í slíku umhverfi líður börnum vel og öðlast góðan þroska, enda urðu börn þeirra mannvænleg. Viðar fór að stunda golf af mikl- um krafti í GR og brátt fór Gunna að stunda æfingar með honum og náði góðum árangri. Þau hjón reyndust góðir kylfingar og gaman er að skoða verðlaunagripi þeirra í hillu og glerskáp. Þau stunduðu golfið langt fram eftir aldri. Gunna var greind kona og fróð, enda var hún vel lesin. Bókasafn þeirra hjóna er fjölbreytt og glæsilegt. Þar eru margar bækur sem Viðar batt inn af miklu listfengi. Við vott- um Viðari bróður okkar, börnum þeirra Gunnu, tengdabörnum og öðrum afkomendum okkar dýpstu samúð. Kristinn Björgvin Þor- steinsson og Þorsteinn Helgi Þorsteinsson. Lilja Guðrún Eiríksdóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi SIGURÐUR ODDSSON tæknifræðingur frá Ísafirði og Akureyri. lést laugardaginn 4. júní í Kópavogi. Hrefna H. Hagalín Oddur Sigurðsson Guðbjörg Brá Gísladóttir Kristín Sig. Hagalín Einar Garðar Hjaltason Arna Sig. Hagalín Fjalar Sigurðarson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGI GUNNLAUGSSON, fv. bæjar- og sveitarstjóri, lést 4. júní sl. Útför fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. júní klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. María Busk Ingibjörg Guðmundsdóttir Sveinn Skorri Skarphéðinsson Guðmundur Ingi Guðmunds. Bylgja Brynjarsdóttir María H. Guðmundsd. Busk Daði Sigurjónsson Katrín Ó. Guðmundsd. Busk Íris Guðmundsdóttir Sindri Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ ÞÓRISDÓTTIR, Vallarbarði 9, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans á Hringbraut mánudaginn 30. maí. Útför hennar fer fram í Fríkirkju Hafnarfjarðar fimmtudaginn 9. júni klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Hjörleifsson Helga Laufey Guðmundsd. Arnar Borgar Atlason Róbert Atli Guðmundsson Valgerður María Sigurðard. barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.