Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 27

Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 27
tios Lampropolus hefur gert tveggja ára samning við Þór frá Þorlákshöfn. Hann lék með Njarðvík á síðustu leik- tíð við góðan orðstír. _ Knattspyrnudeild KR hefur ráðið Christopher Harrington sem næsta þjálfara meistaraflokks kvenna hjá fé- laginu. Mun hann þjálfa liðið ásamt Arnari Páli Garðarssyni. Harrington tekur við af Jóhannesi Karli Sigur- steinssyni, sem sagði upp störfum í síðasta mánuði. Harrington, sem er 34 ára gamall Íri, þekkir vel til hjá KR því hann var í þjálfarateymi liðsins á síðustu leiktíð. Hann hefur áður þjálf- að hjá Fram og Tindastóli. _ Hákon Örn Magnússon úr GR fagn- aði sigri á Leirumótinu á GSÍ- mótaröðinni í golfi á sunnudag. Mótið er annað af sex mótum mótarað- arinnar í sumar. Hákon lék hring- ina þrjá á samtals tíu höggum undir pari. Daníel Ísak Steinarsson varð annar og Aron Emil Gunnarsson þriðji. _ Í kvennaflokki vann Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hjá GR. Hún var í topp- sætinu fyrir lokadaginn og vann að lokum með eins höggs mun. Hún lék hringina þrjá á samanlagt ellefu högg- um yfir pari. Ragnhildur Kristins- dóttir úr GR varð önnur á tólf höggum yfir pari og Anna Júlía Ólafsdóttir hjá GKG þriðja á fimmtán höggum yfir pari. _ Körfuknattleiksdeild Þórs á Ak- ureyri hefur ráðið Óskar Þór Þor- steinsson sem þjálfara karlaliðs fé- lagsins. Hann tekur við af Bjarka Ármanni Oddssyni. Óskar kemur til Þórs frá Álftanesi, þar sem hann var aðstoðarþjálfari Hrafns Kristjáns- sonar. Óskar er aðeins 25 ára en hann hefur þjálfað yngri flokka Stjörnunnar í áraraðir, þrátt fyrir ungan aldur. _ Norska liðið Vipers Kristiansand varð í gær Evrópumeistari kvenna í handknattleik annað árið í röð eftir sigur á Györi, 33:31, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Búdapest, frammi fyrir 15.400 áhorf- endum sem er nýtt áhorf- endamet á leik fé- lagsliða í kvenna- flokki. Tékkneska landsliðskonan Markéta Jeráb- ková skoraði sjö mörk fyrir Vipers. _ Elín Jóna Þorsteinsdóttir, lands- liðsmarkvörður í handbolta, verður frá keppni næstu 6-8 mánuði vegna meiðsla í mjöðm. Hún greindi sjálf frá á Instagram. Elín leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing en Lovísa Thompson gekk í raðir félags- ins á dögunum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 KNATTSPYRNA Bandaríkin Houston Dash – Orlando Pride.............. 5:0 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrri hálfleikinn með Orlando. B-deild: Monterey Bay – Oakland Roots ............. 0:2 - Óttar Magnús Karlsson lék allan leikinn og lagði upp mark fyrir Oakland. Svíþjóð Brommapojkarna – Häcken................... 1:5 - Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á 59. mínútu og skoraði. Agla María Alberts- dóttir var ekki í hópnum. Kristianstad – Örebro............................. 3:0 - Emelía Óskarsdóttir kom inn á hjá Kristianstad á 84. mínútu en Amanda Andradóttir var ekki í hópnum. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. - Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik- inn með Örebro. Piteå – Umeå............................................ 3:1 - Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 85 mínúturn- ar með Piteå. B-deild: Uppsala – Älvsjö ...................................... 6:0 - Andrea Thorisson lék allan leikinn með Uppsala. Noregur Brann – Vålerenga.................................. 1:0 - Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 55. mínúturnar með Brann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leysti hana af hólmi. - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Arna-Björnar – Rosenborg .................... 2:4 - Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 64 mínúturnar með Rosenborg. Undankeppni HM karla Umspil, úrslitaleikur: Wales – Úkraína ....................................... 1:0 KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík................ 18 Meistaravellir: KR – Þróttur R........... 19.15 Kópavogur: Breiðablik – Selfoss......... 19.15 Hlíðarendi: Valur – Afturelding.......... 20.15 Í KVÖLD! Ástralía North Adelaide – South Adelaide .... 59:89 - Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók 8 fráköst á 20 mínútum fyrir So- uth Adelaide. >73G,&:=/D Danmörk Undanúrslit, oddaleikur: GOG – Skjern ....................................... 34:29 - Viktor Gísli Hallgrímsson var allan tím- ann á bekknum hjá GOG. _ GOG vann 2:1 og mætir Álaborg í úr- slitaeinvíginu. Þýskaland Bergischer – Melsungen..................... 24:31 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer. - Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyr- ir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson 3. Elvar Örn Jónsson er frá keppni vegna meiðsla. Lemgo – Flensburg ............................. 30:25 - Bjarki Már Elísson skoraði 11 mörk fyr- ir Lemgo. - Teitur Örn Einarsson var ekki í leik- mannahópi Flensburg. Umspil, seinni leikur: Göppingen – Sachsen Zwickau ......... 27:26 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Sachsen Zwickau. _ Zwickau vann 51:48 samanlagt og heldur sæti sínu í efstu deild. B-deild: Ferndorf – Gummersbach.................. 28:32 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrm- isson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Coburg – Eisenach .............................. 25:26 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 3 mörk fyrir Coburg. Frakkland Toulouse – Aix ..................................... 29:33 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Aix. Nancy – Nantes.................................... 24:32 - Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Nancy. Noregur Annar úrslitaleikur: Arendal – Elverum.............................. 29:35 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði 3 mörk fyrir Elverum en Aron Dagur Pálsson ekk- ert. _ Staðan er 2:0 fyrir Elverum. Sviss Annar úrslitaleikur: Pfadi Winterthur – Kadetten............. 20:28 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Staðan er 2:0 fyrir Kadetten. E(;R&:=/D Í LAUGARDAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ungliðar Arnars Þórs Viðarssonar eru að fikra sig upp á næsta þrep í endurbyggingu íslenska karlalands- liðsins í fótbolta. Þeir fylgdu eftir að mörgu leyti ágætum leik gegn Ísrael í Tel Aviv á dögunum með nokkuð ásættanlegri frammistöðu gegn Albaníu á Laug- ardalsvellinum í gær, þegar á heild- ina er litið. Liðin skildu jöfn, 1:1, en vantaði þar, eins og á fimmtudaginn, herslumuninn til að hirða öll þrjú stigin. Jafntefli á heimavelli gegn þjóð á svipuðum stað á Evrópukúrfunni er kannski ekki það sem vonast var eft- ir – þrátt fyrir allt gerum við kröfur um að vinna slíka leiki á Laugardals- vellinum. En ef horft er á björtu hliðarnar þá er Ísland með tvö stig eftir jafn- marga leiki, hefur ekki tapað leik, sem er framför frá síðasta ári og keppnin um efsta sætið í þessum riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar er galopin fyrir seinni tvo leikina gegn Ísrael og Albaníu. Og, í báðum þess- um leikjum hefur liðið lent undir en svarað fyrir sig. Það er dýrmætt. Íslenska liðið var í basli mestallan fyrri hálfleikinn þar sem Albanir voru sterkari aðilinn, en skapaði sér þó þrjú ágætis marktækifæri. Það segir sitt um góðan varnarleik Ís- lands að eina skotið sem Albanir náðu á mark Íslands allar 90 mín- úturnar var það sem þeir skoruðu úr eftir hálftíma leik. Í dag þarf það ekki að koma á óvart að Albanir stjórni leik gegn ís- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalsvöllur Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson í baráttunni við Marash Kumbulla og Berat Djimsiti í leik Íslands og Albaníu í gærkvöldi. lenska landsliðinu á löngum köflum og séu sterkari aðilinn. Þeir eru ein- faldlega með sterkari og reyndari leikmenn en Ísland í dag. Þeir koma frá liðum á borð við Atalanta, Roma, Lazio og Torino. En þeir lentu í vandræðum í seinni hálfleiknum þegar íslenska liðið náði að komast framar á völlinn, pressaði þá betur en í fyrri hálfleiknum og skapaði í framhaldi af því sér mörg ágætis sóknarfæri þar sem herslumuninn vantaði í nokkur skipti til að knýja fram sigurmarkið. Kornungir á lokasprettinum Síðustu 20 mínútur leiksins voru fjórir piltar fæddir 2002 og 2003 inn á hjá íslenska liðinu, Ísak Berg- mann, Hákon Arnar, Andri Lucas og Mikael Egill. Ísak er reyndar nánast kominn í fullorðinna tölu og var í lyk- ilhlutverki á miðjunni allan leikinn. Hákon Arnar er augljóslega mikið efni, hann fylgdi eftir góðri frammi- stöðu í Ísrael og sýndi lipra takta á þessum síðustu 20 mínútum sem hann fékk. Andri Lucas spilaði í 90 mínútur og átti drjúgan þátt í mark- inu sem Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í byrjun síðari hálfleiks. Miðverðirnir Hörður Björgvin og Daníel Leó voru afar traustir og það sést vel á Herði að hann er kominn í sína stöðu á vellinum, eftir að hafa verið notaður til þessa sem bakvörð- ur í íslenska landsliðinu. Þarna á hann heima. Daníel var mjög örugg- ur við hlið hans og Birkir Bjarnason stjórnaði ferðinni fyrir framan þá. Nú fer liðið til San Marínó og þar leikur mikið breytt lið við heima- menn á fimmtudag því meðal ann- arra verða Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin hvíldir í þeim leik. Á leið upp á næsta þrep - Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði gegn Albaníu og lokatölurnar urðu 1:1 á Laug- ardalsvellinum - Tvö stig eftir tvo leiki Íslands í Þjóðadeildinni ÍSLAND – ALBANÍA 1:1 0:1 Taulant Seferi 30. 1:1 Jón Dagur Þorsteinsson 49. M Hörður Björgvin Magnússon Birkir Bjarnason Daníel Leó Grétarsson Ísak Bergmann Jóhannesson Alfons Sampsted Ísland: (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Alfons Sampsted, Daníel Leó Grétarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Ísak B. Jóhannesson, Birkir Bjarnason (Aron Elís Þránd- arson 73), Þórir Jóhann Helgason (Hákon Arnar Haraldsson 62). Sókn: Arnór Sigurðsson (Mikael Egill Ell- ertsson 73), Andri Lucas Guðjohnsen (Sveinn Aron Guðjohnsen 90), Jón Dagur Þorsteinsson (Mikael Ander- son 62). Dómari: Craig Pawson, Englandi. Áhorfendur: 4.333. _ Hörður Björgvin Magnússon lék sinn 40. landsleik og var næsthæstur í íslenska liðinu, á eftir Birki Bjarna- syni fyrirliða sem bætir áfram leikja- metið og spilaði sinn 109. landsleik. _ Jón Dagur Þorsteinsson spilaði sinn 20. landsleik og skoraði sitt þriðja mark. _ Arnór Sigurðsson lék líka sinn 20. landsleik. _ Jafntefli er það fyrsta í átta leikjum Íslands og Albaníu en Ísland hefur unnið fjóra leiki þjóðanna og Albanir þrjá. _ Íslenska liðið fer nú til San Marínó og leikur þar vináttulandsleik á fimmtudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.