Morgunblaðið - 07.06.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.2022, Blaðsíða 14
„Ríkin munu auðvitað öll fá tæki- færi til að koma sínum skilaboðum og áherslum á framfæri. Það sem við höfum lagt höfuðáherslu á er að standa í orði og í verki með Úkraínu þannig að ég geri ráð fyrir að ríkin muni fara yfir með hvaða hætti þau hafa gert það og munu gera áfram. Við vitum að geta úkraínsku þjóð- arinnar til að verjast innrásinni og þessum voðaverkum Rússa er háð stuðningi okkar og vina- og banda- lagsþjóða.“ Mikið magn af matvælum fast í Úkraínu „Þetta er farið að hafa töluverð áhrif á fæðuöryggi og mun hafa. Það er gríðarlegt magn af matvælum fast inni í Úkraínu, fyrst og fremst korn. Ef þau matvæli komast ekki út úr Úkraínu, hefur það veruleg áhrif, bæði á matvælaverð og framboð. Þetta er mál sem er orðið mjög að- kallandi að leysa og það er mjög flók- ið. Það eru nokkrar leiðir til að koma matvælum út úr landinu en þær eru allar mjög flóknar, ýmist tæknilega eða pólitískt. Skilvirkasta leiðin væri að fara í gegnum Odessa og yfir hafið en fólk hefur áhyggjur af því að Rússar muni ekki heimila slíkan flutning. Þannig að áhrifin eru orðin svo mikil og svo víðfem að það verður af nógu að taka á þessum fundi.“ Ben Wallace heldur opinn fund Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, heldur fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 17 og er hann opinn almenningi. „Hann er mjög vel máli farinn og gott og gaman að hlusta á hann. Bretar hafa stigið mjög markviss skref í þessari veröld sem breyttist 24. febrúar og Bretar hafa stutt úkraínsku þjóðina mjög dyggilega. Að mínu mati hafa þeir talað mjög skýrt á hinum al- þjóðlega vettvangi, þannig að þetta verður eflaust mjög áhugaverður fundur, sem ég hvet fólk til að mæta á og hlusta,“ segir Þórdís. Þar muni hann varpa ljósi á stöðu Rússlands, Breta, Vesturlanda og líkt þenkjandi þjóða sem og afleiðingar stríðsins á fæðuöryggi og annað. Vinnukvöldverður verður í Hörpu í kvöld, þar sem ráðherrarnir fá tæki- færi til þess að ræða saman á óform- legri nótum, að sögn Þórdísar. „Það er mikilvægt að ná tíma saman til að styrkja böndin og gerir það að verk- um að maður getur tekið upp tólið þegar eitthvað kemur upp, hvort sem það snýr að Úkraínu eða hverju öðru sem oft þarf að gera til að tryggja hagsmuni Íslands." Funda um afleiðingar stríðsins í Úkraínu AFP Fundur Antti Kaikkonen, varnarmálaráðherra Finnlands, og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, eru meðal þeirra sem funda á Íslandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ben Wallace BAKSVIÐ Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is V arnarmálaráðherrar Norð- urhópsins, óformlegs sam- starfsvettvangs Norður- landanna, Eystrasalts- ríkjanna, Bretlands, Hollands, Póllands og Þýskalands, funda á Ís- landi í dag og á morgun, miðvikudag. Ísland fer með formennsku í hópnum í ár en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fer með varnarmál fyrir hönd landsins og sækir fundinn. „Eðli málsins sam- kvæmt er stríðið í Úkraínu fyrst og fremst á dagskrá, sem og áhrif og af- leiðingar þess bæði á öryggis- og varnarmál almennt og á okkar svæði sem og þær breytingar sem það hef- ur í för með sér, bæði nú og til fram- tíðar,“ segir Þórdís. „Þetta er heil- mikið tækifæri til að eiga þessi samskipti. Hluti fundarins er svolítið óformlegur sem mér þykir alltaf mjög gott, þar sem maður nær dýpra samtali við þessa kollega.“ Áherslur Íslands taki mið af stríðinu Segir Þórdís bæði tækifæri og ábyrgð fylgja því að Ísland fari með formennsku í hópnum. „Helstu áhrif- in eru þau að það opnar dyr fyrir þéttara og ríkara samtali og sam- starfi þegar landið er með for- mennsku. Við berum auðvitað ábyrgð á öllum undirbúningi fyrir þennan fund og aðdragandanum að honum.“ Þá hafi utanríkisþjónustan hér á landi greiðari leið að utanríkis- þjónustu samstarfsríkjanna. Bendir hún á að áherslur Íslands sem for- mennskuríkis taki mið af stríðinu í Úkraínu. „Staðan í Úkraínu tekur eðli máls samkvæmt langmesta at- hygli og tíma og fundurinn þar af leiðandi. Formennskutíð okkar tekur mið af þessari breyttu stöðu. Það breyttist svo ofboðslega margt 24. febrúar og við sjáum að þessi tími verður ekki skammur. Því má búast við langvarandi áhrifum og breyt- ingum. Við erum ennþá að sjá nei- kvæðar afleiðingar og þær eru ekki allar komnar fram, þannig að áhersl- urnar hafa tekið mið af þessari breyttu stöðu.“ Ríkin munu, að sögn Þórdísar, ræða áhrif og afleiðingar stríðsins í Úkraínu og skiptast á upp- lýsingum um það sem koma skal. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margvís- legar rök- semdir hafa í gegnum tíð- ina verið dregnar fram fyrir því að Ísland verði að ganga í Evr- ópusambandið en allar bera þær þess merki að vera settar fram til málamynda, enda hef- ur undirliggjandi ástæða lítið með rök að gera heldur miklu fremur trú. Sumir trúa því að í gegnum þetta yfirþjóðlega samband geti Íslandi farnast vel, þvert á staðreyndir um eðli sambandsins eða árangur þess. Þeir eru tilbúnir til að láta Ísland verða nokkurs kon- ar fylki í þessu ríkjasambandi, og missa þar með stóran hluta fullveldis síns, fyrir þá tilfinn- ingu að vera hluti af einhverri stærri heild, sama hversu illa lukkuð sú heild hefur verið. Augljós ókostur við að ganga í Evrópusambandið er að með því yrði gengið mjög á fullveldi Íslands. Til að svara þessu hefur því verið haldið fram að smáríkið Ísland yrði í raun mjög áhrifamikið innan ESB, enda séu smáríki óvenju- lega áhrifamikil þar. Allir sjá þó hvílík fjarstæða þetta er. Smáríkin hafa engin áhrif. Jafnvel meðalstór ríki mega sín lítils og verða á endanum að lúta vilja hinna stóru. Því var mjög haldið fram fyrir fall bankanna og fyrst á eftir að evran væri allra meina bót. Henni fylgdu lágir vextir og stöðugleiki og með henni yrði Ísland sæluríki efnahags- lega. Svo féllu bankar - ekki aðeins hér á landi - og við- bragðið við því innan evru- svæðisins var að hengja klyfj- ar á sumar þjóðir sem þær hafa ekki enn og munu seint vinna sig út úr. Evrópusam- bandssinnar hér á landi vildu ólmir hengja sams konar klyfj- ar á Íslendinga en varð ekki að ósk sinni. Alla tíð síðan hafa þeir grátið það en hafa af ein- hverjum ástæðum sjaldan orð á þessu baráttumáli sínu. Nýjasta dæmið um röksemd fyrir Evrópusambandinu er stríðið í Úkraínu. Sá harm- leikur á að sanna að Ísland verði að koma sér hið fyrsta undir „verndarvæng“ Evrópu- sambandsins enda sé landið ella í stórkostlegri hættu. Þessu var haldið fram strax í upphafi innrásar en svo fór smám saman að renna upp fyr- ir fólki, jafnvel heittrúuðustu ESB-sinnum, að Evrópusam- bandið er ekki varnarbandalag og er raunar afar veikt hern- aðarlega. Til marks um þetta er svar utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns Við- reisnar fyrir helgi, en þar var þingmaðurinn í hefðbundnum erindrekstri fyrir Brussel- valdið sem þarf aldrei að óttast að missa talsmenn sína í systurflokk- unum, sama hversu illa sam- bandinu gengur. Utanríkis- ráðherra benti á að ríki ESB eru með „innan við 20% af fjármögnun ríkja Atlantshafs- bandalagsins þegar kemur að varnartengdum verkefnum en ríki utan Evrópusambandsins eru með 80%. Við fylgjumst nú með áformum og áætlunum Evrópusambandsins um að styrkja sig á því sviði. Það er þó ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Kannski mun það taka einhverjum breytingum nú,“ sagði ráðherrann, ber- sýnilega ekki bjartsýn um ár- angurinn. Og Þórdís K. R. Gylfadóttir utanríkisráðherra bætti við: „Við erum stofn- aðilar að langöflugasta örygg- is- og varnarsamstarfi í heimi og þar gengur okkur vel. Við erum síðan með varnarsamn- ing við öflugasta ríki heims á því sviði, sem eru Bandarík- in.“ Allt er þetta auðvitað alveg skýrt og augljóst, en þá hrekst þingmaður systurflokksins í það að „stríð framtíðarinnar“ verði „háð með öðrum hætti en við þekktum áður,“ og að varnir í netheimum séu brýnt verkefni. Vissulega er það rétt að net- öryggi skiptir máli og um það eru allir meðvitaðir, á Íslandi, innan Evrópusambandisins og einnig í Atlantshafsbandalag- inu, en þar hefur um árabil verið lögð sérstök áhersla á netöryggismál og bandalagið á raunar í formlegu samstarfi við ESB um netöryggi sam- kvæmt samkomulagi sem gert var fyrir rúmum sex árum. Að netöryggi sé sérstök röksemd fyrir því að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið er hins vegar hrein fjarstæða. Það er líka svo að þó að vita- skuld verði að gæta vel að net- öryggi, þá blasir við okkur að stríð í nútímanum, rétt eins og í fortíðinni, eru háð með hefð- bundnum vopnum þó að þau hafi tekið miklum framförum á síðustu árum og áratugum. Ekkert bendir til að í náinni framtíð verði stríð háð með öðrum hætti þó að netöryggi bætist við sem viðfangsefni. Þess vegna er þar Atlants- hafsbandalagið og varnarsam- starfið við Bandaríkin sem skiptir öllu máli fyrir varnir Íslands og öryggi. Evrópu- sambandið hefur ekkert með varnir landsins að gera og væri óskandi að þeir sem tekið hafa trú á þetta samband létu vera að leika sér með svo mik- ilvægt atriði í áróðri sínum fyrir inngöngu. Varnir Íslands verða ekki tryggðar með falsrökum um ESB} Varnir til framtíðar R áðstöfunartekjur flestra lands- manna minnkuðu í síðustu viku þegar fasteignamat hækkaði um 19,9% og hafði þannig áhrif á fasteignagjöld allra. Fasteigna- mati er breytt samkvæmt lögum um skrán- ingu. Mat fasteigna og fasteignagjöld eru inn- heimt samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hlutur af fasteignamati, allt að 0,5% af íbúðarhúsnæði. Reykjavíkurborg var til dæmis með 0,18% hlutfall, Kópavogs- bær 0,212% og Akureyri með 0,33% árið 2021. Hvaða áhrif hefur þessi hækkun á ráðstöf- unartekjur? Ef við miðum við 50 milljón króna fasteign, sem hækkar um 20%, þá er það 10 milljón króna hækkun. Í Reykjavík þýðir það 18 þúsund króna hækkun á ári eða 1.500 kr. hækkun á mánuði. Í Kópavogi er það 21.200 kr. hækkun (1.766 kr. á mánuði) og á Akureyri 33 þúsund (2.750 kr. á mánuði). Í kjölfar þessara breytinga fór fólk að hafa áhyggjur af því að hækkunin myndi síðan velta út í leiguverðið en eins og sést á þessum útreikningum, réttlætir hækkunin ekki mikið meira en hækkun um tvo til þrjá þúsundkalla á mánuði, sem fólk munar að sjálfsögðu um. Hversu mik- ið? Tekjusagan.is sýnir okkur að ráðstöfunartekjur leig- enda hækkuðu að meðaltali um tæpar fimm þúsund krón- ur á milli áranna 2018 og 2019 sem þýðir að hækkun fasteignamats étur upp um helminginn af þeirri aukn- ingu. Afleiðingin af hækkun fasteignamats er aðallega sú að nú er enn erfiðara fyrir fólk að safna fyrir því að kaupa sér heimili. 10 milljón króna verðhækkun þýð- ir að það þarf tvær milljónir í viðbót fyrir út- borgun, sem eru 167 þúsund krónur sem þarf að leggja aukalega til hliðar í hverjum mánuði á því ári. Ef einhver ætlar að safna sér fyrir innborgun á 10 árum þarf viðkomandi að leggja til hliðar 100 þúsund krónur á mánuði en þurfti áður að spara 83 þúsund. Sam- kvæmt tölum HMS er meðaltal greiddrar leigu á höfuðborgarsvæðinu 205 þ.kr. Framfærsluviðmið hjá barnlausum ein- staklingi miðað við tölur frá umboðsmanni skuldara án húsnæðis eru um 190 þúsund krónur. Til þess að leggja til hliðar 100 þús- und á mánuði, þarf viðkomandi einstaklingur að vera með um 500 þúsund í ráðstöfunar- tekjur á mánuði. Það eru bara um 15% ein- staklinga með slíkar tekjur, samkvæmt tekju- sagan.is. Barnlaust par þyrfti að vera með um 600 þúsund í ráðstöfunartekjur sem er mun auðveldara (25% para nær því ekki), en verður mjög fljótt erfiðara ef börn bætast við. Það skiptir nefnilega máli á Íslandi að eignast skuld- laust þak yfir höfuðið, því þegar fólk kemst á lífeyrisaldur nær það ekki framfærslu ef það þarf að borga leigu líka. Það er nefnilega rekin séreignastefna á Íslandi. Það þýð- ir að þú verður að eiga húsnæði, skuldlaust, fyrir efri ár- in. Annars gengur dæmið ekki upp og enn síður eins og fasteignamarkaðurinn hefur þróast undanfarið. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Laun, leiga, lífeyrir Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.