Morgunblaðið - 07.06.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
✝
Kári Hólmkell
Jónsson fædd-
ist á Vaðstakks-
heiði undir Snæ-
fellsjökli 3. mars
1939. Hann lést á
heimili sínu í Lúx-
emborg þann 7.
maí 2022. For-
eldrar hans voru
Jón Sigurjónsson
bóndi, f. 20.8. 1899,
d. 14.7. 1990, og
Helga Káradóttir húsfreyja, f.
9.4. 1904, d. 31.7. 1981. Systkini
Kára eru Sveinlaug Lilja, f.
1925, d. 1983, Óskheiður Ester,
f. 1926, d. 2011, Þórdís Rakel, f.
1929, Sólveig Benedikta, f.
1930, Svavar Gylfi, f. 1932, d.
2022, Elísa Steinunn, f. 1935, d.
2016, Sigurjón Sveinar Bláfeld,
f. 1939, d. 2016.
Kári eignaðist dótturina Jak-
2) Agnes Káradóttir, f. 1976,
maki hennar er Charles Nusse,
f. 1972. Börn þeirra eru Emm-
anuel, f. 2003, Oliviane, f. 2005,
Paul Helie, f. 2009, Valentine, f.
2015.
Kári bjó með foreldrum sín-
um og systkinum á bænum Vað-
stakksheiði framan af ævi, þar
sem foreldrar hans stunduðu
búskap. Eftir grunnskólanám
fór Kári í Iðnskólann í Reykja-
vík og tók sveinspróf í húsa-
smíði. Eftir það lærði hann sigl-
ingafræði og hóf störf hjá
Loftleiðum sem siglingafræð-
ingur. Síðar lærði Kári flug og
hélt áfram að vinna hjá Loft-
leiðum sem flugmaður á ár-
unum 1964 til 1975. Kári og
eiginkona hans fluttust þá til
Lúxemborgar, þar sem Kári
hóf störf hjá flugfélaginu
Cargolux. Hann tók þátt í að
fljúga fyrstu flugferðina fyrir
Cargolux ásamt góðum vini sín-
um. Kári endaði sína starfsævi
hjá Cargolux.
Kveðjuathöfn fór fram hjá
Fríkirkjunni í Reykjavík 3. júní
2022.
obínu Elvu Kára-
dóttur, f. 1963, gift
Guðmundi Karli
Jónssyni, f. 1964.
Barn þeirra er
Friðrikka Nína
Guðmundsdóttir, f.
2005. Kári var tví-
kvæntur. Fyrri
kona hans er Sidsel
Flake frá Noregi, f.
1943. Þau skildu.
Barn þeirra er
Gunnar Kárason, f. 1966, d.
1988. Kári kvæntist Genevieve
Guignot frá Frakklandi árið
1971. Börn þeirra eru 1) Mat-
hilde Káradóttir, f. 1975, maki
hennar er Emmanuel De La
Rochére frá Frakklandi, f.
1971. Börn þeirra eru Jeanne,
f. 2008, Henri, f. 2009, Thé-
opile, f. 2011, Maximilien, f.
2014.
Í dag kveðjum við vin okkar til
margra ára, Kára H. Jónsson,
sem lést á heimili sínu í Lúxem-
borg 7. maí sl.
Vinátta okkar hvors um sig við
Kára hófst með kynnum á vinnu-
stað, þegar annað okkar var í
sumarvinnu fyrir sjötíu árum hjá
Timburverslun Árna Jónssonar,
þar sem hann vann. Hvað hitt
okkar varðar lágu leiðir saman í
háloftunum hjá Loftleiðum fyrir
sextíu árum. Kári hefur öll þessi
ár verið einn af okkar tryggustu
og traustustu vinum og aldrei
borið skugga á.
Á uppvaxtarárum sínum dvaldi
Kári oft langtímum saman hjá afa
sínum og ömmu, sem bjuggu á
jörðinni Haga í Staðarsveit á
Snæfellsnesi og tengdist hann
Haga sterkum böndum. Snemma
fékk hann mikinn áhuga á flugi og
flugvélum og þegar hann hafði
aldur til hóf hann flugnám, en þar
sem atvinnumöguleikar voru tald-
ir vafasamir, tók hann þá ákvörð-
un að hefja húsasmíðanám jafn-
hliða flugnáminu og lauk því með
miklum ágætum. Það hafði komið
í ljós í flugnáminu að Kári var af-
bragðsflugmaður og að loknu
flugnámi fékk hann starf við flug-
kennslu sem jafnframt gat farið
út í sjúkraflug. Nokkur sumur
flaug hann síldarleitarvélum, sem
gerðar voru út frá Melgerðismel-
um við Akureyri. Þegar milli-
landaflug fór að aukast var Kári
ráðinn til Loftleiða og starfaði þar
í nokkur ár, en skömmu eftir að
hann kvæntist Genevieve sem
hann kynntist í fluginu, bauðst
honum starf flugmanns og síðar
flugstjóra hjá Cargolux. Þá fluttu
hjónin til Lúxemborgar. Þar
byggðu þau hús eftir teikningum
Kára í fallegu og friðsælu um-
hverfi, þar sem hann bjó til
dauðadags.
Eftir að hjónin settust að í
Lúxemborg kom hann oft til Ís-
lands þegar færi gafst og naut
þess að hitta vini og kunningja.
Áhugi hans beindist sterkt að því
að eignast jörðina Haga þar sem
hann hafði slitið barnsskónum, en
hún hafði gengið úr ættinni og var
orðin eyðijörð í eign fjölda aðila
sem litu á Haga sem sportjörð og
stunduðu meðal annars silungs-
veiði í Hagavatni. Kára tókst að
kaupa þessa dreifðu eignarhluta
og var þar með orðinn einn eig-
andi að jörðinni. Hann lét ekki
þar við sitja, heldur beitti sér fyr-
ir því að ná aftur þeim hlunnind-
um sem undan jörðinni höfðu ver-
ið tekin sem var dúntekja í Haga-
vatnshólma og tókst það eftir
málaferli við þá sem þóttust hafa
eignast þau réttindi sem dúntekj-
an er.
Þótt oft væri langt á milli vina,
var það styttra þann tíma sem við
bjuggum í Frakklandi. Það þótti
til dæmis ekkert tiltökumál að
bjóða í flugferð með Cargolux til
Dubai með sex klukkustunda fyr-
irvara. Auk margra annarra
ferðalaga var sú ferð ógleyman-
leg.
Kári var heimsborgari í hugs-
un og fasi, enda mjög víðförull
vegna starfs síns og fáir af stóru
flugvöllunum á heimskortinu sem
hann hafði ekki komið til. Inn við
beinið var hann samt íslenskt
náttúrubarn sem naut þess að
vera í sveitasælu, sökkva sér í
hugsanir hagsýns bónda og sjald-
an var hann ánægðari en þegar
hann stóð í aðgerð eftir góðan sil-
ungsafla úr Hagavatni.
Við vottum Genevieve og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu sam-
úð og kveðjum góðan vin með
þakklæti.
Helga og Júlíus.
Kári var ljúfur og skemmtileg-
ur maður og stóð vinátta föður
míns og Kára áratugum saman,
allt til æviloka. Þeir voru flug-
menn af Guðs náð og tengdi þá
flugið og þeir einstöku eiginleikar
sem þeir voru gæddir, hvor um
sig. Jafnframt voru þeir um tíma
starfsfélagar hjá Loftleiðum og
skipa sess í flugsögu Íslands m.a.
vegna fyrstu ferðar Cargolux sem
var farin 1969. Hafði faðir minn,
Dagfinnur Stefánsson, verið beð-
inn að vera flugstjóri þessa fyrsta
flugs og sagðist hann ganga að því
ef Kári yrði aðstoðarflugmaður.
Það varð úr og með því flugi hófst
hin blómstrandi starfsemi Cargo-
lux, sem er eitt öflugasta fragt-
flugfélag heims í dag. Kára
bauðst síðan staða flugstjóra hjá
félaginu, sem hann þáði og fluttist
búferlum til Lúxemborgar. Átti
hann farsælan starfsferil með fé-
laginu.
Skiptin sem þeir félagarnir
hittust voru óteljandi. Bæði í
flugi, ferðalögum innanlands og
erlendis, þar á meðal skíðaferð-
um, sem ég var svo heppin að fá
að taka þátt í. Þá voru samveru-
stundir við ýmis tækifæri. Ófáa
sumardagana tóku þeir félagarnir
til hendinni við að endurreisa
flugskýli Loftleiða við Miklavatn,
þar sem Loftleiðaævintýrið hófst
með síldarleitarfluginu. Þá voru
einnig farnar ferðir á Snæfells-
nesið, í Haga, þar sem rætur
Kára lágu. Tengsl hans við ís-
lenska náttúru voru sterk. Hann
heillaðist af fegurð landsins og
taldi Íslendinga eiga einstakt
land, gætt einstakri fegurð. Meiri
fegurð og náttúruverðmæti en
þeir gerðu sér grein fyrir.
Í blárri móðu, fagurt eins og fyr
rís fjallalandið mitt úr draumasænum
og vorið gefur vinum sínum byr
og vængir fljúga létt í sunnanblænum
(Davíð Stefánsson)
Undanfarin ár hefur Kári kom-
ið til landsins til sumardvalar og
við pabbi hlökkuðum alltaf til og
tengdum komu hans öðrum vel-
komnum vorboðum, svo sem
rauðmaganum, lóunni og kríunni.
Síðastliðin sumur hef ég notið
góðra stunda í félagsskap Kára og
Geneviève og í samtölum okkar
yfir hafið í vor, var rætt um það
sem við myndum gera skemmti-
legt í sumar. Við hugðumst til að
mynda endurtaka ferðina til
Haga frá því í fyrra og fara lengra
út Snæfellsnesið til að skoða sér-
staka staði. Við Kári deildum
áhuga á mannlífi og öðrum ger-
semum undir Jökli.
Allt er að lifna við hér á norð-
urslóðum og langdregnu myrkri
vetrarins loks farið að létta. Það
er þyngra en tárum taki að áform
okkar nái ekki fram að ganga og
að ekki gefist fleiri tækifæri til að
spjalla um ýmislegt frá því sem
var forðum. En það er alltaf heið-
skírt ofan skýja, þar sem himinn-
inn getur virst svo óendanlega
blár og sólir tveggja heima skína.
Í þakklátum huga svífa minning-
ar um gegnheilan og góðan dreng
sem gaf óspart af vináttu sinni,
gamansemi og fróðleik. Hans er
nú þegar sárt saknað.
Innilegar samúðar- og kær-
leikskveðjur til Genéviève, að-
standenda og vina.
Inga Björk
Dagfinnsdóttir.
Kári Hólmkell
Jónsson
✝
Matthías Pét-
ursson fæddist í
Skjaldabjarnarvík í
Árneshreppi á
Ströndum 22. ágúst
1926. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 21. maí 2022.
Matthías var son-
ur hjónanna Péturs
Friðrikssonar, f. 18.
júní 1887, d. 9. sept-
ember 1979, og Sigríðar Elínar
Jónsdóttur, f. 10. (19.) nóvember
1893, d. 30. mars 1984.
Systkini Matthíasar voru Guð-
mundur, f. 26. febrúar 1917, d.
16. maí 1960, Guðbjörg, f. 28.
mars 1920, d. 13. júní 2010, Jó-
hannes, f. 3. ágúst 1922, d. 5.
september 2000, Friðrik, f. 9.
apríl 1924, d. 30. júlí 2009, og
Jón, f. 27. janúar 1929, d. 31.
október 1997.
Matthías kvæntist 2. ágúst
1952 Kristínu Huldu Þórarins-
dóttur, f. 3. nóvember 1926 á Ríp
í Hegranesi. Börn þeirra: 1) Þór-
ólfur Geir, f. 8. desember 1953,
maki Jóna Guðmundsdóttir, börn
þeirra eru Eirný Þöll og Vala,
eldrahúsum við bústörf. Úr
Reykholtsskóla lá leið hans í
Samvinnuskólann í Reykjavík og
síðar framhaldsdeild sama skóla.
Að loknu samvinnuskólanámi á
Íslandi fór Matthías í samvinnu-
skóla í Stokkhólmi veturinn 1951
til 1952.
Heimkominn frá Stokkhólmi
var hann ráðinn kaupfélagsstjóri
Kaupfélagsins á Hellissandi. Á
Hellissandsárunum tók hann
virkan þátt í þjóðlífinu og sat
meðal annars í sýslunefnd.
Árið 1961 verða kaflaskil.
Matthías réð sig sem skrif-
stofustjóra Kaupfélags Rang-
æinga á Hvolsvelli og gegndi því
starfi þar til hann lét af störfum
sökum aldurs árið 1996.
Matthías tók alla ævi virkan
þátt í félagsstörfum bæði á vett-
vangi Samvinnuhreyfingarinnar
og þeirra byggðarlaga þar sem
hann bjó. Hann var einn stofn-
félaga Rótarýklúbbs Rangæinga
og tók þátt í starfi klúbbsins allt
þar til þau Kristín fluttu í Garða-
bæ snemma árs 2008. Matthías
beitti sér fyrir stofnun Kaup-
félagssafnsins á Hvolsvelli ásamt
Margréti Björnsdóttur. Hann
hafði löngu fyrir starfslok lagt til
hliðar muni til halda við minn-
ingu og sögu kaupfélagsversl-
unar á Suðurlandi.
Útför hans fer fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag, 7. júní
2022, klukkan 13.
fyrir átti Þórólfur
Pál. 2) Sigríður, f.
28. nóvember 1954,
d. 8. janúar 2017,
maki Finnbogi Guð-
mundsson, börn
þeirra eru Ívar
Freyr, Guðmundur
og Sara Kristín. 3)
Guðmundur Pétur,
f. 18. júní 1960, börn
hans og Elísabetar
Arnardóttur eru
Ásta Heiðrún Elísabet, Matthías
og Hildur Ellen Pétursbörn. 4)
Hörður, f. 20. nóvember 1962,
maki Sherry Sawitree, barn
þeirra er Daniel, fyrir átti hann
Kára Ethan og Connor Pétur.
Matthías bjó í Skjaldabjarn-
arvík til átta ára aldurs er fjöl-
skyldan flutti í Reykjarfjörð í
Reykjarfirði syðri á Ströndum. Á
fyrsta degi kynntist hann Skúla
Alexanderssyni, pilti á næsta bæ,
og hélst vinskapur þeirra til ævi-
loka Skúla.
Pétur og Sigríður sendu öll
börn sín í héraðsskóla, Matthías
fór í Héraðsskólann í Reykholti.
Á skólaárunum vann Matthías
í síldarmennsku, á sjó og í for-
Afi ólst upp í Skjaldabjarn-
arvík. Skjaldabjarnarvík er
mjög afskekkt og var nokkurra
klukkustunda gangur yfir úfna
jökulá í næsta bæ, enda fór afi
ekki úr víkinni meðan hann bjó
þar. Það liðu oft mánuðir á milli
þess sem fjölskyldan hitti annað
fólk og fékk fréttir af umheim-
inum. Afi sagði okkur stundum
frá uppvexti sínum þar, sérstak-
lega síðustu ár. Lífið var ekki
auðvelt en í Skjaldabjarnarvík
bjó þó álfkona sem fjölskyldunni
samdi vel við og eitt sinn bjarg-
aði hún þeim um sérhæfða
læknisþjónustu, sem ekki var
auðfengin á svona afskekktum
slóðum. Það er ótrúlegt að
hugsa um hve mikið heimurinn
breyttist á þeim 95 árum sem
afi lifði. Við ræddum oft um
heimsmálin og þær fjölmörgu
breytingar sem orðið höfðu á
þessum áratugum. Koma út-
varpsins með daglegan frétta-
flutning var stór viðburður í
æsku afa. Hann fylgdist vel með
fréttum og pólitík alla tíð og
varð víðsýnni með árunum. Afa
varð gjarnan að orði að hann
hefði óbilandi trú á ungu kyn-
slóðinni og hann trúði á bjartari
tíma framundan. Hann tók sam-
félagslegum breytingum yfir-
leitt af yfirvegun og var jafnvel
farinn að borða ýmislegt skrítið
– eins og pítsu – síðustu árin
(þó eftir nokkra mótstöðu).
Þegar við vorum krakkar,
bjuggu afi og amma á Hvolsvelli
en þar bjuggu þau í næstum
hálfa öld. Amma og afi á Hvols.
Með því að loka augunum er
auðvelt að tilflytjast aftur í tím-
ann og sjá ljóslifandi fyrir sér
munstruð teppi og gardínur,
bókasafnið, styttur og myndir af
fjölskyldunni á veggjum, kassa
með leikföngum sem hafa
þraukað í 60 ár, og leðurstól
sem við vildum öll sitja í og
snúa okkur í hringi.
Þar tókum við þátt í heimilis-
iðnaðinum, tókum slátur, gerð-
um rifsberjahlaup, bökuðum
margar sortir af smákökum og
skárum út laufabrauð. Afi skar
laufabrauðið út í þögn, alltaf
þrjár línur, sem yngri fjöl-
skyldumeðlimum fannst mikið
metnaðarleysi. En afi þurfti
ekkert prjál eða óþarfa, enda
bjó hann að áratugareynslu.
Afi var klár og skynsamur.
Hann var hlýr og uppfullur af
kímnigáfu. Í sumar ætlum við,
nokkur af barnabörnum og
börnum að ganga í Skjalda-
bjarnarvík. Við skulum skila
kveðju til álfkonunnar frá þér,
afi.
Ásta Heiðrún, Sara
Kristín og Matthías.
Í dag kveð ég elsku afa minn,
Matthías Pétursson. Samband
okkar afa hefur alltaf einkennst
af virðingu og væntumþykju,
þrátt fyrir óhefðbundnar fjöl-
skylduaðstæður. Þegar Katrín,
eiginkona mín, hitti afa í fyrsta
skipti, hafði hún orð á því að
þarna sæi hún loksins hvaðan
ég kæmi. Mér þótti vænt um
það og þessa tengingu sem hún
sá milli mín og afa enda fáum
mönnum betra að líkjast.
Ég er afa og ömmu óend-
anlega þakklátur fyrir að hafa
alltaf lagt sig fram við og gætt
þess að halda góðu og hlýju
sambandi við mig í gegnum ár-
in. Alltaf fékk ég afmælis- og
jólagjafir frá þeim en vænst
þykir mér um reglulegu símtöl-
in. Þau hafa líka verið börn-
unum mínum þremur afar kær,
alltaf spurt um þau og fylgst vel
með uppvexti þeirra. Afi hafði
þó sérstaklega gaman af því að
ræða íþróttaafrek þeirra.
Ég náði að heimsækja afa á
Hrafnistu stuttu áður en hann
kvaddi. Þar náði ég að þakka
honum fyrir að vera til staðar
fyrir mig og standa með mér í
gegnum árin. Það verður þó
seint fullþakkað.
Ég kveð þig með þessum orð-
um afi minn, ég veit þú átt góð-
an stað í sumarlandinu og fylgir
okkur áfram þaðan.
Páll Þórólfsson.
Það er ótrúlega dýrmætt að
fá að alast upp í litlu þorpi.
Hver og einn einstaklingur
skiptir miklu máli og fylgst er
með velferð fólks, karakterein-
kennum, hátterni og hegðun.
Íbúar eru gjarnan samhentir og
láta sig varða velferð hver ann-
ars. Í sveitasamfélögunum er
oft mikið um ættartengsl. Þess
vegna er jákvætt og mikilvægt
þegar nýjar fjölskyldur setjast
að. Einstaklingar sem setja svip
á bæinn og samlagast samfélag-
inu. Ein slík fjölskylda flutti á
Hvolsvöll árið 1961. Það var
fjölskylda Matthíasar Péturs-
sonar sem við fylgjum til grafar
í dag. Göturnar á Hvolsvelli
voru þrjár á þessum tíma og
húsið sem skipti mestu máli var
Arnarhvoll, húsið þar sem kaup-
félagsstjórinn hafði búið, ásamt
því fólki sem vann í kaupfélag-
inu. Veggir þess húss varðveita
sögu fólksins sem byggði Hvols-
völl upp. Í þetta hús flutti fjöl-
skyldan sem búið hafði á Hellis-
sandi, þar sem Matthías
Pétursson var kaupfélagsstjóri
en hann hafði verið ráðinn skrif-
stofustjóri Kaupfélags Rang-
æinga. Í hönd fóru miklir upp-
gangstímar á sjöunda og
áttunda áratugnum, þar sem
kaupfélagið byggði m.a. 43 ein-
býlishús á Hvolsvelli og á
Rauðalæk. Samstarfsfólk hrós-
aði Matthíasi fyrir örugga en
milda stjórn og handleiðslu.
Mikilvægt var að halda vel utan
um reikningshaldið. Það gerði
Matthías með sóma.
Matthías var hamingjusam-
lega giftur Kristínu Þórarins-
dóttur, mikilli afbragðskonu.
Þeim varð fjögurra barna auðið,
allt framúrskarandi vel gefið og
mikið ágætisfólk. Á fundi Rót-
arýklúbbs Rangæinga í síðustu
viku minntumst við Matthíasar
en hann var einn stofnfélaga
Rótarýklúbbs Rangæinga og
síðar heiðursfélagi klúbbsins.
Matthías stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti í Borgar-
firði og við Samvinnuskólann í
Reykjavík. Undir handleiðslu
Jónasar Jónssonar frá Hriflu
varð Matthías mikill og sannur
samvinnumaður. Hann nam
einnig við sænska samvinnu-
skólann Vår gård. Matthías lét
sig félagsmál miklu varða. Var
varamaður í sveitarstjórn og
sinnti formennsku í ýmsum
nefndum sveitarfélagsins. Þá
var hann virkur í starfsmanna-
félagi kaupfélagsins og Veiði-
félagi Rangæinga og einn okkar
besti Rótarýfélagi. Hann átti
stærstan þátt í uppbyggingu
Kaupfélagssafnsins á Hvolsvelli
ásamt Margréti Björgvinsdótt-
ur. Starfsmannafélag kaup-
félagsins seldi sumarbústað sinn
í Bifröst og söluverðmætið var
nýtt til uppbyggingar safnsins,
sem er hið eina sinnar tegundar
í landinu. Matthías var djúpvit-
ur húmoristi – átti mjög gott
með að semja og flytja mál sitt.
Glettnin var aldrei langt undan.
Þess nutum við félagar hans í
Rótarýklúbbnum. Rótarýfélags-
skapurinn tengir saman fólk og
byggðir sem eykur velvild og
vinarhug.
Að leiðarlokum þökkum við
okkar góða félaga langa og far-
sæla samfylgd. Kristínu, sem
einnig er heiðursfélagi klúbbs-
ins og einn af hornsteinum
hans, sendum við hugheilar
samúðarkveðjur og fjölskyld-
unni allri.
Far í friði góði félagi.
F.h. Rótarýklúbbs Rang-
æinga,
Ísólfur Gylfi
Pálmason.
Matthías
Pétursson
Ástkær faðir okkar,
EINAR BAXTER
múrari,
lést 31. maí sl. Útför hans fer fram í kyrrþey
að hans ósk.
Bára Einarsdóttir Guðmundur S. Pétursson
Grettir Einarsson Ásdís Clausen
Jóna Einarsdóttir Sigfús Pétursson