Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Félag leiðsögu-
manna fagnaði fimmtíu
ára afmæli gær. Það
var stofnað 6. júní 1972
á Hótel Loftleiðum
þegar hátt í þrjátíu
manns, karlar og konur
sem höfðu unnið við að
lóðsa erlenda ferða-
menn um landið, komu
saman og stofnuðu með
sér félag. Tilgangur fé-
lagsins var að efla samstöðu meðal
leiðsögumanna og vinna að bættum
kjörum, menntun og fagmennsku.
Bjarni Bjarnason kennari var kosinn
fyrsti formaður félagsins og hann
lagði ásamt öðrum stofnfélögum
grunninn að því félagi sem nú er
starfandi, Leiðsögn, félag leiðsögu-
manna.
Fagmennskan í fyrirrúmi
Leiðsögn, félag leiðsögumanna er í
senn fag- og stéttarfélag. Meðlimir
þess eru langflestir faglærðir leið-
sögumenn og bera sérstakan skjöld
því til sönnunar. Það er nokkurs kon-
ar gæðastimpill, tákn um að þarna sé
á ferðinni fagmaður sem farþegar,
ferðaþjónustufyrirtæki og aðrir sam-
starfsaðilar geta treyst. En hann er
líka ákveðið aðhald fyrir okkur fag-
lærða leiðsögumenn sem verðum þá
stöðugt að sýna að við séum trausts-
ins verð.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið
að hleypa einnig ófaglærðum leið-
sögumönnum inn í félagið að upp-
fylltum tilteknum skilyrðum og þeir
jafnframt hvattir til að afla sér fullrar
menntunar á sviði leiðsagnar. Nú er
unnið að því að efla enn menntun
leiðsögumanna í samstarfi við skóla-
kerfið og yfirvöld, meðal annars með
svokölluðu raunfærni-
mati. Tryggja þannig
að gæðin og fag-
mennskan verði höfð að
leiðarljósi en í því felst
að okkar mati ákveðin
neytenda- og nátt-
úruvernd. Þar með
ættu öll alvöru ferða-
þjónustufyrirtæki sem
rekin eru af metnaði og
fagmennsku að geta
ráðið til starfa góða og
faglega leiðsögumenn
og þjónað farþegum
sínum með þeim sóma sem þeim ber.
Fjöltyngdir sérfræðingar
Eins og allir vita hefur ferðaþjón-
ustan gerbreyst á þessum fimm ára-
tugum, vaxið úr því að vera jað-
argrein yfir hásumarið upp í það að
vera einn af helstu burðarásum ís-
lensks atvinnulífs allt árið.
Nú eru félagar í Leiðsögn hátt í
átta hundruð. Flestir leiðsögumenn
eru fjöltyngdir, faglærðir sérfræð-
ingar, hafa háskólanám að baki auk
bóklegs og verklegs sérnáms í leið-
sögn og bera eins og áður segir sér-
stakan skjöld með ártali því til sönn-
unar. Leiðsögumenn vinna við ýmsar
tegundir leiðsagnar eða blanda þeim
saman eftir þörfum og eftirspurn: al-
menna leiðsögn, ökuleiðsögn, göngu-
leiðsögn, jöklaleiðsögn o.s.frv., alls á
annan tug sérsviða.
Framtíðin er björt
Leiðsögumannsstarfið er því gríð-
arlega fjölbreytt og skemmtilegt,
ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur
gaman af því að ferðast um landið
okkar fagra og umgangast fólk hvað-
anæva úr heiminum. Framtíðin er
björt í ferðaþjónustunni, eftirspurn
eftir góðu og vel menntuðu starfs-
fólki er mikil, leiðsögumenn eru
framlínufólkið í þeim geira og því
hvet ég sem flest til að kynna sér í
hverju nám og starf leiðsögumanns-
ins er fólgið. Nánari upplýsingar má
sjá á vefsíðu Leiðsagnar: https://
www.touristguide.is/
Nú eru ferðamennirnir aftur farnir
að streyma hingað til lands og mjög
mikið er að gera hjá leiðsögumönn-
um við að þjóna þeim úti um allt land
næstu mánuðina, fræða þá um land
og þjóð og sjá til þess að þeir njóti
sumarfrísins til hins ýtrasta við
öruggar aðstæður.
Því fögnum við leiðsögumenn af-
mælisdeginum mánudaginn 6. júní
með því að sinna starfinu jafnvel enn
betur en endranær, en svo verður
efnt til veglegrar ráðstefnu og hátíð-
arsamkomu til að fagna fimmtugs-
afmælinu í haust.
Ég vil fyrir hönd Leiðsagnar færa
því metnaðarfulla og framsýna fólki
sem stóð að stofnun félagsins á sínum
tíma bestu þakkir fyrir það merka
framtak. Ennfremur þakka þeim
fjölda félagsmanna sem hafa lagt á
sig ómælt starf í þágu félagsins í
gegnum tíðina. Hjartanlega til ham-
ingju með daginn, kæru leið-
sögumenn!
Félag leiðsögumanna fimmtíu ára í ár
Eftir Friðrik
Rafnsson » Flestir leiðsögu-
menn eru fjöltyngd-
ir, faglærðir sérfræð-
ingar, hafa háskólanám
að baki auk bóklegs og
verklegs sérnáms í leið-
sögn.
Friðrik Rafnsson
Höfundur er formaður Leiðsagnar –
félags leiðsögumanna.
formadur@touristguide.is
Fyrir Alþingi liggur
frumvarp forsætisráð-
herra um breytingu á
lögum um jafna með-
ferð óháð kynþætti og
þjóðernisuppruna.
Lagt er til að fjölga
mismununarþáttum
þannig að lögin gildi
ekki eingöngu um jafna
meðferð einstaklinga
óháð kynþætti og þjóð-
ernisuppruna heldur einnig um jafna
meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun,
aldri, kynhneigð, kynvitund, kynein-
kennum eða kyntjáningu á öllum svið-
um samfélagsins utan vinnumarkaðar.
Það er réttarbót að tryggja að bann
við mismunun taki til mismununar á
grundvelli framangreindra atriða, að
einu undanskildu þó. Ef lögum er
breytt á þann veg að gagnrýni á trúar-
brögð kunni að teljast mismunun,
kann það að leiða til skerðingar á tján-
ingarfrelsi með sama hætti og bann
við guðlasti.
Hér er verið að gera trú, trúar-
tilfinningu og trúarlíf að verndar-
hagsmunum laganna og hegðun
(áreitni) sem hefur þann tilgang eða
þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og
skapa aðstæður sem eru meðal annars
móðgandi vegna trúar einstaklings.
Ekki er útilokað að Alþingi kunni að
lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyr-
ir slysni.
Árið 2015 var bann gegn guðlasti
numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940
lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu
tali kallast guðlast og var eftirfarandi:
Hver, sem opinberlega dregur dár
að eða smánar trúar-
kenningar eða guðs-
dýrkun löglegs trúar-
bragðafélags, sem er
hér á landi, skal sæta
sektum eða fangelsi allt
að þremur mánuðum.
Mál skal ekki höfða,
nema að fyrirlagi sak-
sóknara.
Hvað það merkir ná-
kvæmlega, að draga
dár eða smána trúar-
kenningar eða guðs-
dýrkun löglegs trúar-
bragðafélags, var háð mati hverju
sinni og einungis dómstóla að skera
úr um.
Árið 1984 féll hæstaréttardómur
um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í
máli tímaritsins Spegilsins. Í dóms-
orði sagði að verndarandlag ákvæð-
isins væri trúartilfinning fólks og
réttur þess til að hafa hana í friði.
Taldist því brot að smána trú og
trúarlíf fólks ef verknaðinum fylgdi
ekki framlag til málefnalegrar um-
ræðu.
Í athugasemdum við frumvarp það
sem felldi á brott bann gegn guðlasti
segir að tjáningarfrelsið sé einn af
hornsteinum lýðræðis. Það sé grund-
vallaratriði í frjálsu samfélagi að al-
menningur geti tjáð sig án ótta við
refsingar af nokkru tagi, hvort held-
ur sem er af völdum yfirvalda eða
annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og
því sé viðbúið að tjáning sem einn tel-
ur eðlilega telji annar móðgandi.
Verði frumvarpið að lögum mun
það falla undir áreitni ef einhver mis-
býður virðingu viðkomandi vegna
trúar og skapar aðstæður sem eru
niðurlægjandi, auðmýkjandi eða
móðgandi fyrir viðkomandi vegna
trúar. Hér er kveðið á um sömu
verndarhagsmuni og voru í lögum um
bann gegn guðlasti. Hér er því verið
að lögfesta bann gegn guðlasti aftur
og samhliða því verið að skerða tján-
ingarfrelsi almennings. Í frjálsu sam-
félagi er tjáning án ótta við refsingu
af nokkru tagi, hvort heldur sem er af
völdum yfirvalda eða annarra, grund-
vallaratriði.
Ljóst er af greinargerð frumvarps-
ins að ekki hefur verið athugað hvort
efni þess kunni fela í sér lögfestingu á
banni við guðlasti að nýju. Frum-
varpið er því ekki nægjanlega vel
unnið og ígrundað.
Annað sem sætir furðu við nefnt
frumvarp er að verði það að lögum
verða tvenn lög á Íslandi um jafna
meðferð fólks; annars vegar lög um
jafna meðferð á vinnumarkaði og hins
vegar lög um jafna meðferð utan
vinnumarkaðar.
Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn
veiti fólki sömu réttarvernd með því
að tryggja því jafna meðferð í sam-
félagi innan og utan vinnustaðar. Sé
um sömu réttarverndina að ræða þarf
að svara því hvers vegna verið sé að
kveða á um hana í tvennum lögum.
Skilin á gildissviði laganna þurfa
einnig að vera skýr, það er hvenær
lögin um jafna meðferð utan vinnu-
markaðar gild og hvenær lögin innan
vinnumarkaðar.
Engin nauðsyn er á að tvenn lög
tryggi fólki jafna meðferð í samfélag-
inu, ein utan vinnumarkaðar og önn-
ur lög innan vinnumarkaðar. Það get-
ur skapað misræmi í réttarverndinni
og leitt til mismunandi réttarverndar
í lagaframkvæmd.
Forsætisráðherra virðist hafa lagt
fram ofangreint frumvarp af kannski
meira kappi en forsjá er kemur að því
að lögfesta réttinn til jafnrar með-
ferðar fólks í samfélaginu og án þess
að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis.
Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra
lýðræðissamfélaga. Þau grundvallar-
mannréttindi geta falið í sér rétt og
frelsi til að móðga aðra, að minnsta
kosti þegar kemur að trú líkt og Al-
þingi féllst á árið 2015.
Bann gegn guðlasti lögfest á ný
Eftir Eyjólf
Ármannsson »Með frumvarpi for-
sætisráðherra á að
lögfesta bann gegn guð-
lasti aftur. Vernd-
arhagsmunirnir eru þeir
sömu og áhrifin á tján-
ingarfrelsið þau sömu.
Eyjólfur Ármannsson
Höfundur er þingmaður fyrir Flokk
fólksins og 1. varaformaður alls-
herjar- og menntamálanefndar.
eyjolfur.armannsson@althingi.is