Morgunblaðið - 07.06.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Golfferðir
Haustferðirnarkomnarísölu
Heimsferða
LaManga•LaTorre•Anoreta
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Engin rök eða rannsóknir eru fyrir
því að afnám takmarkana á fjölda
leyfa til leigubílaaksturs á tiltekn-
um svæðum, skili sér í betri þjón-
ustu. Þetta segir í umsögn Har-
aldar Axels Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Hreyfils, við svo-
nefnt leigubílafrumvarp, sem Sig-
urður Ingi Jóhannsson innviða-
ráðherra hefur lagt fram og er nú
til umfjöllunar á Alþingi. Gert hef-
ur verið ráð fyrir að frumvarpið
verði samþykkt á yfirstandandi
þingi og taki gildi 1. september nk.
Inntak frumvarpsins er stórauk-
ið frelsi í öllu sem að leiguakstri
snýr. Gert er til dæmis ráð fyrir að
öll ákvæði sem snúa að lágmarks-
nýtingu atvinnuleyfis verði numin
úr gildi, svo sem að akstur sé aðal-
starf leyfishafa. Þá verða þeir ekki
lengur skyldugir til að hafa af-
greiðslu á leigubílastöð. Sömuleiðis
mætti gefa undanþágu frá skyldu
um notkun gjaldmælis í bíl þegar
ekið er fyrir fyrir fram umsamið
fast gjald.
Öðruvísi atvinnuleyfi
Verði frumvarpið svo að lögum
er ætlunin að gefa út nýjar teg-
undir af atvinnuleyfum til leigubíl-
stjóra. Annars vegar yrðu í boði
leyfi til starfa sem leigubílstjóri,
þrátt fyrir að leyfishafi reki ekki
sjálfur bílinn, og hins vegar leyfi til
þess sem rekur og ekur eigin bíl.
Fyrir liggja upplýsingar um að í
þeim löndum, þar sem akstur og
rekstur leigubifreiða hefur verið
gefinn frjáls, að verð fyrir þjón-
ustuna hefur hækkað, segir í um-
sögn Hreyfils. Er þar bent á
reynslu frá Finnlandi, þar sem
akstur og rekstur leigubíla var gef-
inn frjáls fyrir fjórum árum síðan.
Þjónusta innan tímamarka
„Hreyfill leggur mikla áherslu á
að veita viðskiptavinum sínum
góða og örugga þjónustu, í sam-
ræmi við markmið laga um leigu-
bifreiðar. Í því felst að viðskipta-
vinir upplifi samfellu í þjónustu,
pöntunum sé svarað hratt og
örugglega og þjónustan sé veitt
innan viðunandi viðbragðstíma,“
segir í umsögn leigubílastöðvarinn-
ar. Þar er sömuleiðis undirstrikað
að með stöðvaskyldu leigubílstjóra
sé öryggi viðskiptavina tryggt,
ferðir séu skráðar, sem komi sér
vel þegar upplýsingar þarf um til-
teknar ferðir. Hreyfilsmenn líti
einnig á starfsemi sína sem hluta
af félagslegri ferðaþjónustu fyrir
fólk sem ekki geti ekið bíl eða not-
að strætisvagna. Hér má sem
dæmi nefna blinda, öryrkja og
aldraða.
„Það, að afnema stöðvarskyldu
og draga úr kröfum til bílstjór-
anna, mun að mati Blindrafélagsins
skerða þjónustuna og öryggi far-
þeganna, sérílagi farþega sem til-
heyra viðkvæmum hópum,“ segir í
umsögn þess félags um frumvarpið
– sem send hefur verið Alþingi.
Frelsið tryggir ekki betri þjónustu
- Leigubílafrumvarp innviðaráðherra gagnrýnt - Stöðvaskylda og hámarksfjöldi bíla á tilteknum svæð-
um afnumin - Félagsleg ferðaþjónusta, segir Hreyfill - Skerðir öryggi farþega, segir Blindrafélagið
Morgunblaðið/Unnur Karen
Taxi Leigubílar fara alla leiðina.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimild-
armynda var haldin um helgina á
Patreksfirði. Tíu íslenskar heimild-
armyndir voru frumsýndar, auk
þess sem sex verk í vinnslu voru
kynnt. Þetta segir í tilkynningu frá
framkvæmdateymi hátíðarinnar en
þetta er í fimmtánda skipti sem
Skjaldborgin er haldin.
Hátíðinni lauk formlega á sunnu-
dagskvöld með verðlaunaafhendingu
og lokaballi, þar sem hljómsveitin
Celebs lék og skemmti. Haldið var í
hefðina og fylktu gestir hátíðarinnar
liði í skrúðgöngu frá Skjaldborgar-
bíó í Félagsheimili Patreksfjarðar að
lokinni síðustu mynd og atkvæða-
greiðslu.
Áhorfendaverðlaunin Einarinn
hlaut heimildamyndin Velkominn
Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur
og Allan Sigurðsson. Í myndinni
heyrum við sögu Árna Jóns Árna-
sonar, sem á áttræðisaldri kemst
óvænt að því hver faðir hans var.
Heimildarmyndin Hækkum rána
eftir Guðjón Ragnarsson hlaut dóm-
nefndarverðlaunin: Ljóskastarann.
Myndin fjallar um körfuboltaflokk
8-13 ára stúlkna sem vildu breyta
viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi og
óvenjulegan þjálfara þeirra sem
hækkaði sífellt rána. „Þær voru
þjálfaðar sem leiðtogar utan vallar
og afrekskonur innan vallar,“ segir í
tilkynningunni.
Hvatningarverðlaun Skjaldborgar
hlaut myndin Thinking about the
Weather eftir Garðar Þór Þorkels-
son. Þótti myndin sameina marga
mikilvæga þætti heimildarmynda-
gerðar og fjallar hún um loftslags-
vána sem heimurinn stendur frammi
fyrir. Dómnefnd skipuðu Kristján
Loðmfjörð, Hrönn Sveinsdóttir og
Anna Gyða Sigurgísladóttir. Tækja-
leigan Kukl og eftirvinnslufyrir-
tækið Trickshot veita vinnings-
höfum Einarsins og Ljóskastarans
veglega vinninga í formi inneignar
og Pfaff gefur inneign til vinnings-
hafa hvatningarverðlaunanna.
Velkominn Árni og Hækkum
rána unnu Skjaldborgina
- Hátíð íslenskra heimildarmynda haldin um helgina
Ljósmynd/Aðsend
Bíó Tíu íslenskar heimildarmyndir
voru frumsýndar um helgina.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Ekkert verður af fyrirhuguðum
þinglokum á föstudag ef marka má
forseta Alþingis og helstu þing-
flokksformenn, sem nú reyna að ná
til botns í hinum ýmsu málum áður
en samið er um þinglok.
„Það er alveg ljóst að það bætast
einhverjir dagar við starfsáætl-
unina,“ segir Birgir Ármannsson
forseti Alþingis en fyrirhuguð þing-
lok eru á föstudaginn næsta.
„Það er fullt af málum sem er
auðvitað verið að ræða og reifa.“
Fjöldi mála séu enn til umfjöll-
unar. „Við erum að vinna okkur í
gegnum þann bunka,“ segir Birgir
en þingflokksformenn funda nú
strangt sín á milli, og gerðu það alla
hvítasunnuhelgina. Vonast er eftir
að þinginu ljúki í næstu viku, fyrir
þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Helst er deilt um útlendingamál
að sögn allra þingflokksformanna
sem Morgunblaðið náði tali af. Óli
Björn Kárason, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokks tekur undir orð
flokksbróður síns. „Það er alveg
ljóst að þinglok verða ekki í þessari
viku,“ segir Óli Björn.
Aðspurður jánkar hann því að út-
lendingamálin séu helst til ágrein-
ings. „Já, það er það sem er helst
deilt um en auðvitað eru fleiri at-
riði.“ Um leigubílafrumvarp Sigurð-
ar Inga Jóhannssonar innviðaráð-
herra segir Óli Björn að séu skiptar
skoðanir en það sé þó ekki helsti
hausverkurinn. Þá býst hann sterk-
lega við því að kvikmyndafrumvarp
Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og
viðskiptaráðherra, fari í gegn.
„Að einhverju leyti fer þetta eftir
þeim tímaramma sem við setjum
okkur, þarna eru einhverjir tugir
mála undir.
Það er alveg ljóst að ekki verða
öll mál afgreidd eins og ráðherrar
láta sig dreyma um,“ segir hann og
heldur áfram:
„Ég held það sé bara heill lands
og þjóðar undir, að þetta klárist.“
Hanna Katrín Friðriksson, þing-
flokksformaður Viðreisnar, segir
mikilvægt að finna lendingu um út-
lendingafrumvarp Jóns Gunnars-
sonar dómsmálaráðherra.
Okkur „ekki til sóma“
„Það mál er okkur Íslendingum
ekki til sóma eins og það lítur út
núna,“ segir hún, spurð um afstöðu
Viðreisnar til þess.
Hún segir stofnun ráðherra-
nefndar um útlendingamál hafi
komið eins og „þruma úr heiðskíru
lofti“, inn í vinnu þingflokkanna að
frumvarpinu.
Það skýrist þó á næstu dögum
hvernig það fer. Ráðuneytið sé
komið með breytingatillögu og bolt-
inn sé hjá því. „Við höfum lagt fram
tillögur til breytinga og vonandi ná
þær fram að ganga.“
Helga Vala Helgadóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingar, tekur
í sama streng og segir mest deilt
um útlendingafrumvarp dómsmála-
ráðherra. Helst vilji Samfylking að
það frumvarp verði sett á ís.
„Það eru önnur mál sem að við
viljum mjög gjarnan að komist í
gegn,“ segir Helga Vala og nefnir
sem dæmi rammaáætlun og það að
komið verði í veg fyrir brottvísun
þeirra hælisleitenda sem dvalist
hafa hérlendis í tvö ár vegna farald-
ursins.
Bergþór Ólason, þingflokksfor-
maður Miðflokksins, segir málin
skýrast væntanlega á komandi
fundum og er sammála um að út-
lendingamálin séu helsta stíflan.
Um leigubílafrumvarp Sigurðar
Inga segir hann Miðflokkinn með
efasemdir en það klárist vonandi
sem fyrst. „Við gerum áfram at-
hugasemdir við framgang hvers
máls.“
Þinglok ekki enn í augsýn
- Hart tekist á um útlendingamál - Vonast eftir þinglokum fyrir 17. júní - Leigubílamál „minni haus-
verkur“ - Kvikmyndafrumvarp líklega í gegn - Ráðherranefnd eins og „þruma úr heiðskíru lofti“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Salur Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er helsta stíflan að sögn fjögurra þingflokks-
formanna. Þingi lýkur vonandi fyrir þjóðhátíðardaginn. Fundað var um helgina en þinglok verða varla á föstudag.