Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 28
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það voru fimm á land og fimm
misstir. Þetta var bara nokkuð lífleg
fyrsta vakt,“ sagði Haraldur Eiríks-
son, leigutaki Laxár í Kjós, eftir há-
degi í gær en veiðar hófust þar í
gærmorgun. Segir hann fjörið hafa
verið á fossasvæðinu neðst í ánni.
„Það á enn eftir að kanna efri hluta
árinnar en veiðimaður missti þó
mjög vænan lax í Pokafossi. Við viss-
um að það væri eitthvað af fiski
gengið upp eftir og í Bugðu en það á
eftir að finna þá; menn eru mest hér
niður frá á fyrstu vakt.“
Haraldur segir smálaxana sem
veiddust vera lúsuga en tveggja ára
fiskarnir sem náðust séu nýir en
ekki með lús, hafi því verið einhverja
daga í ánni. „Sá stærsti í morgun var
80 cm og við erum mjög sátt. Þriggja
daga opnun í fyrra gaf til dæmis sex
laxa og ég vona að við gerum betur
en það núna!“ Þess má geta að stór-
streymt var í gær svo nú ætti að
vera von á vaxandi göngum.
Átti von á meiri axjón
„Það komu ekki nema þrír á land í
morgun. Svo sleit einn og það voru
nokkrar tökur,“ sagði Rafn Valur
Alfreðsson, leigutaki Miðfjarðarár,
eftir fyrstu vaktina þar. Og viður-
kendi fúslega að hann hefði alveg átt
von á því að veiðimennirnir á stöng-
unum sex, sem veitt er með fyrstu
vikurnar, hefðu hendur á fleirum.
„Það var já heldur minni axjón en
ég átti von á, ekki síst í Vesturá því
við höfum séð talsvert af fiski í henni
síðustu daga,“ bætti hann við.
Tveir laxanna í gærmorgun veidd-
ust í Horni í Miðfjarðaránni og þá
fékk Rafn sjálfur einn vænan í Kera-
fossi í Vesturá. Veiðimenn voru að
reisa fiska í Göngumannahyl í Aust-
urá og þá lýsti Rafn því að í taglinu á
Hlíðarfossbreiðu hefðu verið sjö lax-
ar sem risu við hverri flugunni á fæt-
ur annarri þar til einn loks tók eina
þeirra – og sleit í tökunni. „Og það
er kominn lax alla leið upp í Túnhyl –
þar er einn nagli, mjög stór.“
Þótt Rafn hafi búist við fleiri tök-
um á fyrstu vakt þá segist hann hafa
verið það lengi í þessum bransa að
þetta komi ekkert á óvart. Hann rifj-
ar upp að í opnuninni árið 2015, sem
var í fyrsta skipti sem Rafn lét hefja
veiðar í ánni 15. júní, og færði hana
fram um tæpa viku, hafi opnunin
verið róleg. „En sumarið endaði
samt í sex þúsund löxum svo ég er
alveg rólegur,“ sagði hann og hló.
„Þetta var allt í lagi“
Veiðin hefst þessa dagana í hverri
laxveiðiánni á fætur annarri og var
byrjað í Laxá í Leirársveit á mánu-
daginn var. „Væntingarnar voru
ekkert mjög miklar en þetta var allt
í lagi,“ segir Haukur Geir Garð-
arsson leigutaki sem var einn þeirra
sem hófu leikinn. „Við settum í sex
laxa og var fjórum landað. Við vor-
um vel sáttir við það,“ segir hann en
dagana á undan hafði sést nokkuð af
fiski í hyljum og voru þeir sýnilega á
ferð upp ána. „En það kom lúsugur
lax úr Vaðstreng og þar misstist
annar, svo kom einn mjög stór úr
Sunnevufossi og við misstum annan,
smálax, þá var gaman að sjá fisk
koma úr Steinsholtskvörn, 60 cm
hæng, eftir hádegishlé, og rétt fyrir
lokun fékk ég þar 74 cm hrygnu.“
Haukur minntist á stórlax og það
var fyrsti 20 punda plús lax sumars-
ins, hvorki meira né minna en 105
cm langur hængur sem Pétur Óð-
insson fékk á hálftommu svartan
Frances kón. „Við sjáum á hverju ári
einhverja svona meterslanga fiska í
ánni, einn og einn veiðist og það er
gaman að ná þeim.“
Þá hófust veiðar í Eystri-Rangá í
gær en þegar rætt var við Guðmund
Atla Ásgeirsson við ána eftir hádegi
í gær sagði hann morgunvaktina
ekki hafa gefið neinn lax. „Það var
ekki mikið að gerast, eitthvað sást af
laxi en við bara bíðum. Það hefur
alltaf veiðst hér í opnun, einhverjir
hljóta að veiðast seinna í dag.“
Í gær höfðu 38 laxar verið færðir
til bókar í Norðurá og hafa fjórir til
sex veiðst á dag síðustu vikuna.
Stærstu „tveir“ voru 69 cm
Meðan laxveiðimenn bíða annars
spenntir eftir því hvenær laxinn
mæti í árnar og í hversu miklu
magni, þá eru margir silungs-
veiðimenn kátir þesa dagana enda
gott líf í ýmsum vötnum og silungs-
veiðiám. Þannig lentu félagar sem
fóru að kynna sér urriðann í Svartá í
Skagafirði í ævintýrum. Þetta eru
vanir veiðimenn, sem hjálpar vissu-
lega því áin er krefjandi, en í á ann-
an áratug hefur veiddum urriða ver-
ið sleppt í Svartá með þeim eðlilega
árangri að fiskanir hafa fengið að
eldast og stækka.
„Þetta endaði í 34 fiskum. 10 af
þeim 60 + og bara þrír undir 50 cm,“
er haft eftir Hrafni H. Haukssyni á
vef Veida.is. „Stærstu „tveir“ voru
69 cm. Sami fiskurinn veiddur með
dags millibili.“
„Bara nokkuð lífleg fyrsta vakt“
- Fimm veiddust á fyrstu vakt sumarsins í Laxá í Kjós en þrír komu á land á sama tíma í Miðfirði
- Fyrsti tuttugu pundari sumarsins veiddist í opnun Laxár í Leirársveit, 105 cm hængur
Lukkulegur Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki Miðfjarðarár, með reffilegan lax sem hann veiddi þar í gærmorgun.
Byrjunin Guðveig Elísadóttir með vænan lax sem hún veiddi við Laxfoss að
sunnanverðu í Laxá í Kjós í gær. Óðinn Elíasson samgleðst henni.
28 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Njótið
sumarsins
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjar-
stjórnar Kópavogs fór fram síðdegis
í fyrradag. Á dagskrá fundarins var
meðal annars ráðning bæjarstjóra
og kosning í ráð og nefndir.
Samþykkt var ráðning Ásdísar
Kristjánsdóttur í stöðu bæjarstjóra
Kópavogs. Hóf hún formlega störf í
gærmorgun.
Sigrún Hulda Jónsdóttir var kosin
forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Fyrsti varaforseti var kosin Helga
Jónsdóttir en annar varaforseti
Hannes Steindórsson. Formaður
bæjarráðs var kosinn Orri Vignir
Hlöðversson.
Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópa-
vogs og er meirihlutinn skipaður
fulltrúum Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks.
Bæjarstjórn F.v.: Kolbeinn Reginsson, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Helga
Jónsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Orri Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson,
Hannes Steindórsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir,
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Andri Steinn Hilmarsson.
Fyrsti fundur bæjar-
stjórnar í Kópavogi
- Ásdís tekin við sem nýr bæjarstjóri