Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
✝
Kristín Re-
bekka Ein-
arsdóttir (Didda)
fæddist 22. maí
1935 á Ísafirði. Hún
lést á Skógarbæ 5.
júní 2022.
Foreldrar Krist-
ínar voru Einar
Þorbergsson og
Sigríður Valdi-
marsdóttir. Kristín
ólst upp á Ísafirði
ásamt systkinum sínum þeim
Valdimari, Camillu, Salvari,
Braga, Bryndísi, Birnu og Ein-
ari S., tvö þau síðastnefndu eru
á lífi.
Á Ísafirði vann Kristín ýmis
störf, síðast hjá Landsbank-
anum sem ritari bankastjóra.
Árið 1955 kynnist hún Guð-
mundi Tryggva (Mugg) frá
Hnífsdal, eiginmanni sínum.
Foreldrar hans voru Sigurður
Sveins Guðmundsson og Aðal-
heiður Tryggvadóttir.
Didda og Muggur gengu í
hjónaband á jóladag 1957 og
bjuggu lengst af í Hnífsdal en
fluttu til Hvammstanga 1990
þar sem Muggur tók við Rækju-
verksmiðjunni Meleyri. Árið
Leo. Tryggvi Snær, f. 1995,
sambýliskona hans er Dagrún
Ósk Jónasdóttir. Faðir þeirra
var Guðmundur Jónas Jóhanns-
son, f. 1959, d. 1998. Eiginmaður
Aðalheiðar Önnu er Jón Ingi
Björnsson, f. 1958. Synir hans
eru Ingólfur Rúnar, f. 1987, og
Jakob Helgi, f. 1992. Sambýl-
iskona Ingólfs er Þóra Lind
Þórsdóttir og eiga þau börnin
Jón Þór og Ingu Rún.
Kristín var mjög virk í félags-
störfum og var heimili þeirra
gestkvæmt. Í Hnífsdal var hún í
stjórn kvenfélagsins Hvatar,
söng með kirkjukórnum, stofn-
aði ljósálfadeild skáta ásamt
vinkonu sinni og var til margra
ára í saumaklúbbi. Þegar hún
fluttist á Hvammstanga söng
hún með kirkjukórnum, gekk í
kvenfélag og saumaklúbb og
eignaðist þar marga góða vini.
Eftir að hún flutti til Reykjavík-
ur gekk hún í kvenfélag Graf-
arvogskirkju.
Kristín var gagnfræðingur,
mjög námfús og sótti sér t.d.
menntun í ensku bæði í Mennta-
skólanum á Ísafirði og bréfa-
skóla og kom málakunnátta
hennar sér vel á ferðalögum
þeirra hjóna. Hennar helstu
áhugamál fyrir utan félagsstörf-
in voru lestur, útsaumur, kross-
gátur og ferðalög.
Úför hennar verður gerð frá
Seljakirkju í dag, 16. júní 2022,
klukkan 13.
2000 flytjast þau til
Reykjavíkur til að
vera nær börnum
sínum og barna-
börnum. Þau eign-
uðust þrjá dætur: 1)
Bjarnveig Brynja, f.
1957, en synir henn-
ar og Ásbergs Pét-
urssonar, fyrrver-
andi eiginmanns
hennar, eru Guð-
mundur Tryggvi, f.
1978, sambýliskona hans er Vig-
dís Theódórsdóttir. Hann á tvær
dætur, þær Ellý Rebekku og
Emmu Elísabetu. Kristján, f.
1984, eiginkona hans Natty
Gmds, börn þeirra eru Diana
Mia og Máni Matikun. Unnusti
Brynju var Jón Valgeir Gíslason,
f. 1959, látinn 2014. 2) Dóttir, f.
1959 og lést hún samdægurs. 3)
Aðalheiður Anna, f. 1962. Synir
hennar eru þrír: Úlfar Óli, f.
1981, sonur Sævars Óla
Hjörvarssonar. Sambýliskona
Úlfars er Laufey Ágústsdóttir
og eiga þau Viktoríu Önnu, Mar-
gréti Ólöfu og Ágúst Ými. Jó-
hann Tómas, f. 1989, eiginkona
hans er María Rosario Blöndal
og eiga þau soninn Guðmund
Að kveðja mömmu sína er sárt,
þótt ég hafi verið svo lánsöm að
eiga hana í tæp 65 ár. Mamma
var rétt orðin 87 ára og síðustu
árin hafði hún verið heilsutæp.
Kvartaði aldrei og sagði alltaf allt
gott.
Mamma var klár og skemmti-
leg kona, hafði sína sérstöku siði
að manni fannst. Hún var sann-
kölluð B-manneskja. Hún fór
hægt af stað inn í daginn, fletti af
handahófi í Nýja testamentinu og
las eina ritningargrein og svo
draumráðningabókina. Eftir
þetta var kominn tími á kaffi og
sígó. Hún hélt því alltaf fram að
hún reykti bara 3-4 á dag, ekki
ætla ég að skemma það fyrir
henni, því hinar hafa sjálfsagt
bara brunnið upp meðan hún las
blöðin eða réð krossgátu.
Mamma las mikið en hún las
öðruvísi en flestir. Alltaf einn
kafla á íslensku og einn á ensku
og svo voru það dönsku blöðin.
Einn dag í viku eldaði hún eftir
uppskrift úr Feminu, svona til að
fá tilbreytingu í eldamennskuna,
því henni fannst hreint ekki gam-
an að elda mat og hrærði oft í
pottunum með bók í hendi.
Hún var mjög félagslynd og
var bæði í kvenfélögum, kirkju-
kórum og saumaklúbbum, orð-
heppin og skemmtilega utan við
sig.
Hún skráði allt á tossamiða,
stundum bara stikkorð sem
þurfti svo að finna út úr hvað
þýddi. Þessi siður vakti oft mikla
kátínu.
Við áttum mjög margar góðar
stundir saman á ferðalögum er-
lendis og hér heima. Þegar
ferðast var í bíl var sungið. Það
voru vísur eins og „Ég langömmu
á“ og „Í dag kom hann Ingólfur
Arnar“, ásamt mörgum öðrum.
Hún var bara svo kát og
skemmtileg. Hún hafði aldrei
þörf fyrir að fara út að hreyfa sig.
Það áttum við erfitt með að skilja.
Það sem hún fór fór hún á bíln-
um.
Hún var afleitur bílstjóri og
lagði bílnum alltaf þannig að hún
þyrfti helst ekki að bakka, tók
frekar aukahring. Eitt sinn var
hún stoppuð af lögreglunni í
Króknum á Ísafirði. Lögreglan
kom að bílnum og ávítti hana fyr-
ir of hraðan akstur. Hún sagði:
„Ég hægði nú strax á mér þegar
ég sá ykkur.“ „Nei,“ sagði lög-
regluþjónninn, „þú jókst hrað-
ann.“ „Æ, þá hef ég stigið á vit-
lausan pedala.“ Mamma og pabbi
voru góðir dansarar og dönsuðu
við hvert tækifæri. Oft var Pres-
ley settur á fóninn og pabbi bauð
sinni upp í dans.
Þau voru af tjúttkynslóðinni.
Takk fyrir allar okkar gleði-
stundir.
Á Skógarbæ söngluðum við oft
saman. En svo fór sjónin og
krafturinn, orkan var ekki meiri
en það að segja: „Brynja mín,
ertu komin? Það er gott.“ Svo
kom stutt þögn. „Haltu í höndina
á mér. Hvenær kemur pabbi
þinn?“ Þá hafði hann rétt brugðið
sér frá, blessaður karlinn.
Pabbi hefur annast sína konu á
aðdáunarverðan hátt í hennar
heilsuleysi. Hún var lánsöm að
eiga hann Mugg sinn, og starfs-
fólkið á Skógarbæ kallaði þau
turtildúfurnar og eiga þau miklar
þakkir skildar fyrir alla þá vænt-
umþykju sem þau sýndu þeim.
En elsku mamma mín. Nú er
kominn tími á að þakka og
kveðja.
Ég bið guð að geyma þig og
allar góðar minningar verða
varðveittar í ótal sögum sem ég
og synir mínir getum rifjað upp
um hana Diddu ömmu, með lang-
ömmubörnunum sem líka sakna
ömmu Diddu.
Góða ferð.
Þín
Brynja.
Maður man ekki eftir ömmu
Diddu öðruvísi en að hafa verið
ávallt létt í lund að dunda sér við
krossgátu eða púsluspil. Við
strákarnir vorum alltaf duglegir
að heimsækja þau hjónin, og það
kom fyrir að afi Muggur var á
einhverju flakki, en þá var amma
Didda ekki lengi að skora á mann
í rommý. Leynibragðið hennar
ömmu var alltaf að halda spilun-
um lengi á hendinni, safna í góðar
runur og loka í einu bragði. Hún
var ekkert að draga úr getu sinni
þó að við værum að stíga okkar
fyrstu skref í spilamennskunni,
en það gerði rimmurnar svo
skemmtilegar og var alltaf mark-
miðið okkar að ná loksins að
vinna. Ef það tókst ekki við
fyrstu 500 stig, þá fengum við að
framlengja í 1.000 stiga leik. Hún
hafði nefnilega endalausa þolin-
mæði fyrir okkur, sem sýndi sig
best þegar hún keppti við okkur í
lönguvitleysu.
Amma var alltaf blíð og góð við
okkur strákana og það er mikill
söknuður að henni. Ömmustrák-
arnir:
Jóhann Tómas Guðmunds-
son, Tryggvi Snær
Guðmundsson og Úlfar
Óli Sævarsson.
Enginn má sköpum renna og
enn fækkar í systkinahópnum.
Það virtust aldrei vera nein
þrengsli á gamla bernskuheim-
ilinu okkar á Ísafirði þrátt fyrir
barnamergð, þótt húsið Fjarðar-
stræti 27 hefði reyndar bara ver-
ið rúmir 60 fermetrar að stærð.
Engu að síður ávallt nægt hús-
rými þegar gesti bar að garði.
Samfylgd okkar systkina
spannar yfir átta áratugi. Því er
margs að minnast frá liðinni
langri tíð. Saman höfum við svo
sannarlega upplifað tímana
tvenna. Mesta umbreytingaskeið
í lífsháttum þjóðarinnar frá upp-
hafi vega og raunar heimsins
alls.
Við vorum átta systkinin, 4
drengir og 4 stúlkur. Ég var ör-
verpið og ólst upp með þremur
systrum og vildi fá að vera með
slaufu í hárinu eins og þær. Flest
hin eldri voru farin að heiman
þegar ég fór að muna eftir mér.
Didda systir eða Didda Stína
brúðumamma, eins og hún var þá
stundum kölluð, var mín aðalfyr-
irmynd. Síðar þekkt sem Didda
Muggs, kennd við eiginmann
sinn, athafnamanninn Guðmund
Tryggva Sigurðsson, eins og títt
var um aðrar konur í Hnífsdal.
Mér er enn í fersku minni hvað
hún var ávallt umhyggjusöm og
passaði litla bróður sinn vel ef
hættu bar að höndum og gætti
þess vandlega að hann færi sér
ekki að voða. Ævinlega svo góð
og blíð, sem mótaði viðmót henn-
ar alla tíð gagnvart fjölskyldu
sinni og öllum vinum hennar og
ættingjum.
Didda systir var mjög eftir-
minnileg og hress kona, ævinlega
létt í lund og með bros á vör á
hverju sem gekk. Lífsgleðin
skein alltaf af þeim hjónum báð-
um og smitaði úr frá sér til okkar
hinna þegar fundum okkar bar
saman, hvort heldur það var í
litla húsinu þeirra, Strýtu í
Hnífsdal, þar sem þau hófu bú-
skap fyrir 66 árum, á Dalvegin-
um, á Hvammstanga og svo síð-
ustu tvo áratugina hér syðra.
Orðheppin og skemmtileg var
hún með afbrigðum. Taldi eitt
sinn að það tæki því vart fyrir sig
lengur að vera að baka, því bakk-
elsið hyrfi alltaf strax eins og
dögg fyrir sólu. Eitt sinn þegar
hún var að fara í hárlagningu inn
á Ísafjörð henti hana það óhapp
að aka út af Hnífsdalsveginum.
Það fór þó betur en á horfðist,
hún rétt náði í tæka tíð og kvað
það mikið lán í óláni að ekki hefði
verið búið að slétta á henni hárið
áður en hún lenti í fjörunni.
En líf hennar var samt ekki
alla tíð dans á rósum og stundum
reyndi mikið á þegar þung áföll
dundu á fjölskyldunni hennar.
Þar kom hin jákvæða og sterka
skaphöfn hennar sér vel á erfið-
um stundum. Síðustu árin hafa
verið henni þung í skauti vegna
lasleika, sem hefur reynt mikið á
þau sem næst henni stóðu, Mugg
og dæturnar og barnabörnin.
Á árum áður voru það hin
stóru fjölskylduboð, skírnir,
fermingar, afmæli og jólaboð sem
tengdu stórfjölskylduna saman
og voru hinir miklu fagnaðar-
fundir. En nú eru breyttir tímar,
niðjar foreldra okkar orðnir vel á
annað hundrað talsins og sam-
skiptin með öðrum hætti. Engu
að síður er það samheldnin, ást-
úðin og gleðin í anda Diddu sem
heldur ættartengslum okkar
saman.
Nú þegar leiðir skilur vil ég
votta fjölskyldu hennar innilega
samúð.
Blessuð sé hin fagra minning
Diddu systur.
Einar S. Einarsson
(Dúddi).
Didda móðursystir mín var
einstök mannkostamanneskja.
Það voru mikil forréttindi okkar
systkinanna fyrir sunnan að eiga
þess kost að fara á sumrum og
heimsækja ömmu og afa og fleiri
ættingja á Ísafirði, og svo Diddu
frænku og Mugg, hennar góða
mann í Hnífsdal, fá að dveljast
hjá þeim dögum saman fyrst í
litla húsinu sem þau kölluðu
Strýtu og svo uppi á Dalbraut eft-
ir að þau voru búin að byggja þar.
Þarna var gaman að leika sér
með vestfirsku frændsystkinun-
um og öðrum krökkum, í kring-
um ána og upp með hlíðum.
Didda var lík móður minni í útliti
en glaðværari í skapi, líklega sú
með léttasta lund af öllum systk-
inunum og merkilegt er til þess
að hugsa að enginn sá hana öðru-
vísi en hún væri í góðu skapi. Það
er sjónarsviptir að þannig fólki
og samúð mín er hjá Muggi,
Brynju og Önnu og þeirra afkom-
endum.
Einar Kárason.
Kristín Rebekka
Einarsdóttir
✝
Elín Sigur-
geirsdóttir
fæddist í Hreið-
urborg í Flóa 21.
febrúar 1922.
Hún lést á Sól-
völlum á Eyrar-
bakka 8. júní
2022.
Foreldrar
hennar voru Sig-
urgeir Ólafsson,
f. 29. júlí 1883, d.
4. apríl 1970, og Sigurlín
Bjarnadóttir, f. 20. júlí 1883,
d. 5. júlí 1970.
Systir Elínar var Jóna, f. 28.
mars 1919, d. 19.
september 2010.
Elín var ógift og
barnlaus.
Hún vann ýmis
störf, m.a. í Selfoss-
bíói, var ráðskona,
við netagerð en
lengst við fiskvinnu
á Eyrarbakka. Hún
bjó í eigin húsi á
Eyrarbakka þar til
vorið 2021 er hún
fór á Sólvelli.
Útför Elínar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag, 16.
júní 2022, klukkan 14.
Elsku Ella okkar, eða Ella
amma eins og við þekkjum þig
best.
Okkur hefur alltaf fundist við
voða heppin að eiga þriðju ömm-
una í þér. Við munum alltaf muna
eftir hversu hörkudugleg kona
þú varst, rífandi upp rabarbara
98 ára úr flotta garðinum þínum
svo við náðum varla að halda í við
þig. Þú ert fyrirmynd okkar og
við vonum að við verðum jafn
hress á eldri árum eins og þú
varst.
Við hlökkuðum alltaf til í
hverri ferð til þín á Eyrarbakka
að rýna í bókaskápinn þinn og
gæða okkur á yndislegu kökun-
um sem þú ein gast bakað. Gest-
risnin var alltaf í fyrirrúmi og
ekki getum við gleymt jólasúk-
kulaðinu sem við vitum ekki
hvernig við komast af án næstu
jól.
Við teljum okkur vera rosa-
lega heppin að hafa fengið að
fylgja þér í þessu lífi og okkur
þykir vænt um hvað við fundum
mikla ást og kærleika frá þér.
Við munum ávallt elska þig og
minnast þín.
Þín barnabörn,
Sigurður Skúli Sigur-
geirsson og Brynja
Pálína Sigurgeirsdóttir.
Mig langar að minnast Elínar
Sigurgeirsdóttur eða Ellu
frænku eins og við kölluðum
hana venjulega. Ella var móður-
systir mín og bjó á Eyrarbakka
frá 1944 er hún flutti þangað með
foreldrum sínum og mömmu frá
Hreiðurborg í hús sem heitir
Björgvin. Ég kom nokkrum sinn-
um á Bakkann sem krakki en ég
kynntist Ellu þó ekki að ráði fyrr
en ég fór Laugarvatn en þá heim-
sótti ég hana stundum um helg-
ar, þá ekki síst þegar mann lang-
aði í góðan mat og kökur. En það
brást ekki hvenær sem maður
kom í heimsókn, þá var alltaf
hlaðið borð af tertum og kökum.
Eftir að ég flutti alveg suður
urðu heimsóknir tíðari og þá
kynntist ég Ellu betur. Það fór
ekki alltaf mikið fyrir henni en
hún var föst fyrir og lét engan
ganga á sinn hlut og þegar ald-
urinn færðist yfir fékk ég stund-
um að aðstoða hana þegar reynt
var að ganga á hennar hlut.
Það varð fastur liður í tilver-
unni að heimsækja Ellu reglu-
lega og alltaf fast fyrir jólin og þá
var sannkallað veisluborð. Eins
var gott þegar gulræturnar fóru
að vaxa því hvergi hef ég fengið
eins góðar gulrætur og úr garð-
inum hjá henni. Ella hringdi allt-
af þegar henni þótti tímabært að
við kæmum að ná í rabarbara hjá
henni, sem við fengum á hverju
ári. Og þá var rokið af stað og
fenginn rabarbari. Hún sleit upp
rabarbarann sjálf þótt hún væri
orðin 98 ára, það kom ekki til
greina að aðrir gerðu það. Og
ekki óðu sveitarstjórnarmenn yf-
ir hana, hún stóð á sínu.
Tvennt sagði hún mér að hún
hefði ætlað að gera þegar hún
færi á eftirlaun og það var að
kaupa tölvu og taka bílpróf en því
miður varð ekki af því.
Eftir að hún flutti á Eyrar-
bakka bjó hún alltaf í sama hús-
inu, Björgvin, allt þar til síðasta
vor er hún fór á Sólvelli þar sem
mjög vel var hugsað um hana.
Einnig naut hún þess að eiga
góða að og ber þar helst að nefna
Diddu dóttur Olgu vinkonu Ellu
til fjölda ára og Hafstein mann
hennar, en þau veittu henni
ómetanlega hjálp sem ber að
þakka. Eins voru nágrannar
hennar duglegir að rétta henni
hjálparhönd ef á þurfti að halda,
ekki síst hjónin í Vestur-Björg-
vin.
Sigurgeir Skúlason.
Elín
Sigurgeirsdóttir
✝
Eggert Egill
Guðmundsson
fæddist á Blöndu-
ósi 21. mars 1937.
Hann lést 29. maí
2022 á sjúkrahús-
inu á Blönduósi.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jónasson, f. 3.
júní 1905, d. 6.
feb 1988, og
Efemía Sigurlaug
Guðlaugsdóttir, f. 18. júlí
1904, d. 15. feb. 2004. Systk-
ini Eggerts eru Sigurlaug
Jóhanna Guð-
mundsdóttir, f. 1.
maí 1941, d. 21.
nóv. 1941, og eft-
irlifandi systir,
Ingunn Guð-
mundsdóttir, f.
10. mars 1943.
Eggert starf-
aði lengst af
sinni starfsævi í
bókhaldsþjón-
ustufyrirtæki
sem hann stofnaði á Blöndu-
ósi, þar sem hann bjó til ævi-
loka.
Eggert frændi eða frændi
eins og þú varst alltaf kallaður
af okkur systkinunum frá Ási.
Þá er komið að kveðjustund,
en minningin um yndislegan
frænda og allt það sem þú
gerðir fyrir okkur krakkana
með alls konar óvæntum gjöf-
um og dekri lifir áfram með
okkur. Þú hafðir svo mikið dá-
læti á börnum og þér þótti svo
gaman að gleðja þau og það
tókst þér svo sannarlega með
okkur systkinin. Hjá okkur
bræðrum standa upp úr, að
öðru ólöstuðu, veiðiferðirnar
sem við fórum með þér, oftast í
Blöndu eða Laxá í Refasveit.
Þetta voru miklar ævintýra-
ferðir sem oft eru rifjaðar upp
og við munum lifa lengi á. Þar
kenndir þú okkur réttu aðferð-
irnar við að veiða í ám, sem
var nýtt fyrir okkur. Auðvitað
gekk veiðin misvel en alltaf
vorum við jafn spenntir að
mæta á bakkann með þér og
svo var auðvitað alltaf brunað
með okkur í veiðihléinu í
Blönduskálann þar sem við
máttum velja okkur eitthvað
gott að borða, sem oftast var
nú Blönduborgari og franskar.
Það verður mikill söknuður
að þér kæri frændi, þú verður
okkur alltaf kær í minningum
okkar.
Þínir vinir og frændur,
Bjarni (Baddi) og
Guðmundur (Gummi).
Eggert Egill
Guðmundsson
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar