Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
Lengjum
helgina og höfumLOKAÐ laugard.
18. júní
Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk
sýnir einleikinn Stelpur og stráka
eftir breska leikskáldið Dennis
Kelly, á þremur stöðum úti á landi í
kvöld, 18. júní og 20. júní. Í kvöld
verður sýnt í Herðubreið á Seyðis-
firði, 18. júní í Valhöll á Eskifirði og
20. júní í Óðali í Borgarnesi. Leik-
stjóri er Annalísa Hermannsdóttir,
íslenska þýðingu gerði Matthías
Tryggvi Haraldsson og Björk Guð-
mundsdóttir leikur.
Einleikurinn heitir á frummálinu
Girls and boys og var fyrst settur
upp í Royal Court Theatre í London
2018. Í verkinu segir frá því hvern-
ig „óvænt stefnumót á flugvelli leið-
ir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi
heitt ástarsamband. Fljótlega tekur
hið eðlilega fjölskyldulíf við. Þar til
heimurinn þeirra fer að molna í
sundur og hlutirnir taka óhugnan-
lega stefnu.“
Miðasala fer fram á Tix.is.
Í einleik Björk Guðmundsdóttir leikkona leikur í Stelpum og strákum.
Stelpur og strákar á þremur stöðum
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
jonagreta@mbl.is
„Ég held að áhorfendur geti búist
við því að ganga inn í annan heim,
inn í ákveðið ástand eða upplifun.“
segir Katrín Gunnarsdóttir dans-
höfundur um verkið ALDA sem er
hluti af Listahátíð Reykjavíkur.
Sýningin fer fram í Gerðarsafni 11.
júní til 4. september frá kl. 10-17.
Hugmyndin að verkinu kviknaði,
að sögn Katrínar, þegar hún vann
að verkinu Crescendo sem var
frumsýnt í Tjarnarbíói árið 2018: „Í
því ferli fann ég að það kallaði á
mig að skapa verk sem var ekki
sviðsverk, þar sem tíminn er
afmarkaður og áhorfendur á
afmörkuðum stað.“ Katrín segir sig
hafa langað að vinna verk, frjálst
frá fyrrnefndum hömlum, en það
hafi tekið nokkur ár í þróun.
Ólíkar upplifanir
Í samvinnu við hina listrænu
stjórnendurna, Baldvin Þór
Magnússon og Evu Signýju Berger,
kom skýrari mynd á verkið að sögn
Katrínar. „Ákveðið var að hafa
verkið á listasafni og vinna með það
í samhengi við alla þessa þrjá þætti;
hið sjónræna, líkamlega og hljóð-
ræna“ segir Katrín.
Að sögn Katrínar má líta á verkið
sem myndlist eða dans eftir því
hvaða gleraugu áhorfandinn setur
upp: „Dansarar eru í rýminu allan
daginn en samt er samsetningin
ólík, dansararnir eru mismargir og
það sem þeir fást við er líka mis-
munandi. Þú getur komið einn dag-
inn og svo þann næsta en þú sérð
ekki endilega það sama. Upplifunin
verður mjög ólík eftir því hvar þú
kemur inn í sýninguna. Það er því
hægt að segja að þetta sé þriggja
mánaða langt dansverk eða innsetn-
ing, eftir því hvernig á það er litið.“
„Fyrir mér er hugtakið kóreó-
grafía nokkuð sem getur farið í önn-
ur listform og sameinast öðrum list-
formum. Margt getur verið
kóreógrafíað þó það sé ekki dans.
Þetta er ákveðin leið til þess að
skapa kerfi og búa til myndir. Það
er orðið algengara að danshöfundar
geri kóreógrafíu fyrir bókverk, flug-
elda eða jafnvel skip. Það er hægt
að nota kóreógrafíu þótt dansarinn
sé ekki manneskja“ segir Katrín.
Kvennastörf kveikja
Spurð um hver sé hugmyndin á
bak við titilinn ALDA segir Katrín:
„Aldan er hreyfiform sem rís og
hnígur og það endurspeglast í því
hvernig dansararnir koma og fara í
verkinu og hvernig við vinnum með
hljóðmyndina í rýminu. Kóreógrafía
verksins er einnig eins og alda, að
sumu leyti alltaf eins og öðru leyti
aldrei eins. Ég vildi búa til eitthvað
sem heldur áfram að þróast, svolítið
eins og vistkerfi sem tekur stakka-
skiptum í gegnum sumarið.“
Katrín segir að titillinn vísi líka í
það hvernig við upplifum tíma:
„Eva Signý Berg notar hálfgegnsæ
tjöld í sjónrænu innsetningunni.
Þar vinnur hún með eiginleika
þeirra tjalda. Ef sett eru upp sífellt
fleiri lög af tjöldunum minnkar
sýnileikinn inni í rýminu. Svolítið
eins og tíminn virkar, við sjáum
ógreinilegar eftir því sem lengra líð-
ur og að lokum hverfur fólkúr aug-
sýn.“
„Ég held að verkið sé svolítið dá-
leiðandi og draumkennt. Upplifunin,
sem við leitumst eftir að framkalla
hjá áhorfendum, er smá núvitund
og einbeiting í rýminu.“
„Verkið ALDA sækir líka inn-
blástur í líkamlega vinnu kvenna í
hefðbundnum kvennastörfum sem
eru oft síendurteknar hreyfingar;
að syngja fyrir svefninn, þvo,
prjóna, klæða o.s.frv.“ segir Katrín.
Að sögn Katrínar urðu þessi
kvennastörf ákveðin kveikja og því
viðeigandi að vera í Gerðarsafni,
safni tileinkað konu: „Við kynntum
okkur sögu safnsins, Gerði Helga-
dóttur myndhöggvara og hennar
feril. Þá komu fram ákveðin form
eins og spíralformið og síhreyfing
sem Gerður vann með í sumum
verkum sínum. Þannig fengum við
innblástur frá safninu.“
Landsliðið í dansi
Í verkinu dansa aðeins konur í
takt við þema verksins. Þær eru
Aðalheiður Halldórsdóttir, Anaïs
Barthe, Halla Þórðardóttir, Heba
Eir Kjeld, Lovísa Ósk Gunnars-
dóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Sól-
björt Sigurðardóttir og Védís Kjart-
ansdóttir.
„Þetta eru ótrúlega flottir
atvinnudansarar úr ólíkum áttum.
Ég myndi kalla þetta landsliðið í
dansi.“
Hljóðverkið í sýningunni er skap-
að úr röddum þeirra að sögn
Katrínar. „Þær bæði humma og
syngja í verkinu en við tókum líka
upp söngva og hljóð með öllum
röddunum. Þær eru því líka í raun
hálfgerður kór.“
Dáleiðandi og
draumkennt verk
- ALDA nefnist þriggja mánaða löng innsetning á mörk-
um dans og myndlistar, sýnd í Gerðarsafni í sumar
Morgunblaðið/Hákon
Tíminn Aðalheiður Halldórsdóttir dansar í verkinu ALDA. Verkið sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna.
Síhreyfing Aðalheiður og Védís Kjartansdóttir dansa í Gerðarsafni.
Sigla binda nefnist samvinnuverkefni
tveggja listhópa, listhópsins Arkir frá
Íslandi og Codex Polaris frá Noregi, og
verður sýning opnuð á verkum þeirra í dag
kl. 17 í sal félagsins Íslensk grafík í Hafnar-
húsinu hafnarmegin.
Listamennirnir sem taka þátt í verkefn-
inu eru tíu, fimm frá hvoru landi, og segir í
tilkynningu að kveikjan að samstarfinu sé
sameiginleg ástríða þeirra fyrir bókverka-
listinni, metnaður til að skapa nýja list og áhugi á samvinnu og samtali um
menningararfinn.
Þátttakendur í sýningunni eru Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður
Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svan-
borg Matthíasdóttir, Nanna Gunhild Amstrup, Solveig Landa, Rita Mar-
haug, Imi Maufe og Randi Annie Strand.
Bókverk sýnd í sal Íslenskrar grafíkur
Bókverk Haf heitir þetta verk
eftir Svanborgu Matthíasdóttur.