Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Besta deild karla ÍBV – Víkingur R. .................................... 0:3 KR – ÍA ..................................................... 3:3 Staðan: Breiðablik 8 8 0 0 25:8 24 Víkingur R. 10 6 1 3 22:16 19 Stjarnan 8 5 2 1 17:10 17 KA 8 5 1 2 12:6 16 KR 9 4 3 2 15:11 15 Valur 8 4 1 3 14:11 13 Keflavík 9 3 1 5 14:17 10 Fram 8 2 2 4 14:21 8 FH 8 2 1 5 12:15 7 ÍA 9 1 4 4 10:20 7 Leiknir R. 8 0 3 5 4:13 3 ÍBV 9 0 3 6 6:17 3 Lengjudeild kvenna Augnablik – Fylkir ................................... 0:2 FH – Grindavík......................................... 6:0 Víkingur R. – HK ..................................... 2:1 Staðan: FH 7 6 1 0 23:4 19 Víkingur R. 7 5 0 2 17:9 15 HK 7 5 0 2 14:8 15 Tindastóll 6 4 1 1 8:4 13 Fjarð/Hött/Leikn. 6 3 2 1 13:6 11 Grindavík 7 2 1 4 6:15 7 Augnablik 7 2 0 5 8:15 6 Fylkir 7 2 0 5 6:13 6 Haukar 6 1 0 5 4:13 3 Fjölnir 6 0 1 5 4:16 1 3. deild karla KH – ÍH..................................................... 2:4 Staðan: Sindri 6 4 1 1 14:9 13 Víðir 6 4 0 2 16:8 12 Dalvík/Reynir 6 4 0 2 13:8 12 KFG 6 4 0 2 12:8 12 Elliði 6 3 1 2 9:7 10 Augnablik 6 3 1 2 8:10 10 Vængir Júpiters 6 3 0 3 9:9 9 KFS 6 3 0 3 10:14 9 Kári 6 2 1 3 6:8 7 ÍH 7 2 0 5 17:18 6 Kormákur/Hvöt 6 2 0 4 10:13 6 KH 7 1 0 6 5:17 3 Noregur Bikarkeppnin, 16-liða úrslit Aalesund – Rosenborg ............................ 1:2 - Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á hjá Rosenborg á 64. mínútu. Grimstad – Vålerenga ............................ 0:1 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Brann – Arna-Björnar ............................ 5:0 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék fyrstu 70 mínúturnar með Brann og skoraði. Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrri hálf- leikinn. >;(//24)3;( Körfuknattleiks- deild Þórs frá Þorlákshöfn hef- ur samið við kan- adíska framherj- ann Alonzo Walker um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Walker, sem er 26 ára, hefur leikið sem at- vinnumaður í Georgíu og Slóvakíu síðan hann útskrifaðist úr Portland State-háskólanum árið 2020. Walker skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Prievidza í Slóvakíu á síðustu leiktíð. Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti á síðasta ári eftir 3:1- sigur í Keflavík í úrslitaeinvígi. Lið- ið tapaði hinsvegar fyrir verðandi Íslandsmeisturum Vals, 0:3, í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. Þórsarar styrkja sig Alonzo Walker Knattspyrna Besta deild karla: KA-völlur: KA – Fram...............................18 Kaplakriki: FH – Leiknir R .................19.15 Keflavík: Keflavík – Stjarnan...............19.15 Hlíðarendi: Valur – Breiðablik............ 20.15 1. deild karla, Lengjudeildin: SaltPay-völlurinn: Þór – Grótta................18 Würth-völlurinn: Fylkir – HK .............19.15 Grindavík: Grindavík – KV...................19.15 Framvöllur: Kórdrengir – Selfoss .......19.15 Vogar: Þróttur V. – Afturelding ..........19.15 2. deild karla: Sandgerði: Reynir S. – Þróttur R. .......19.15 3. deild karla: Fífan: Augnablik – Kári.............................18 Dalvík.: Dalvík/Reynir – Korm./Hvöt .19.15 Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – Víðir19.15 2. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – ÍR ......................19.15 Í KVÖLD! Hjálmar Stefánsson, landsliðs- maður í körfubolta og leikmaður Vals, hefur framlengt samning sinn við Hlíðarendafélagið til næstu tveggja ára. Hjámar er uppalinn hjá Haukum og kom til Vals í febr- úar á síðasta ári frá Carbajosa á Spáni. Hjálmar skoraði átta stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoð- sendingu að meðaltali í leik er hann og liðsfélagar hans hjá Val urðu Ís- landsmeistarar eftir sigur á Tinda- stóli í oddaleik í úrslitaeinvígi. Hjálmar var stigahæstur í odda- leiknum með 24 stig. Áfram hjá meisturunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Hjálmar Stefánsson varð Íslandsmeistari með Val. Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við hina 18 ára gömlu Emmu Sóldísi Hjördísardóttur. Emma er uppalin hjá KR en lék með Fjölni á síðustu leiktíð og varð deildar- meistari með liðinu. Hún skoraði 7,5 stig og tók 3,3 fráköst að meðaltali í leik á seinasta tímabili. Emma hefur verið fasta- maður í yngri landsliðum Íslands. Verður hún hluti af U18 ára lands- liðinu sem leikur á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi í sumar. Þá hef- ur hún einu sinni verið í A-landsliðshópi Íslands. Skiptir úr Fjölni í Hauka Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Haukar Emma Sóldís Svan Hjördís- ardóttir er komin í Hauka. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Eyþór Aron Wöhler átti sannkall- aðan stórleik fyrir ÍA þegar liðið gerði 3:3-jafntefli við KR í 9. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í gærkvöldi. Eyþór Aron skoraði tvö mörk og lagði upp hitt auk þess að vera óþreytandi í að elta hvern einasta bolta og pressa varnarmenn KR við hvert tækifæri. Eyþór Aron kom Skagamönnum í forystu eftir sendingu Steinars Þor- steinssonar en markið hefði þó ekki átt að standa þar sem Gísli Laxdal Unnarsson slæmdi höndinni í andlit Kennie Chopart í aðraganda þess. Í fyrri hálfleiknum gerðu bæði lið tilkall til þess að fá vítaspyrnu en fengu hvorugt. Í báðum tilfellum átti að dæma vítaspyrnu. KR lét þetta ekki á sig fá og sneri taflinu við þökk sé Atla Sigurjóns- syni, sem átti stórleik í liði KR. Atli lagði upp fyrra mark KR fyrir Ægi Jarl Jónasson og skoraði svo sjálfur eftir að hafa farið afskaplega illa með Johannes Björn Vall í vörn ÍA. Skagamenn voru hins vegar ekki hættir og jöfnuðu metin um miðjan síðari hálfleik þegar Eyþór Aron lagði upp mark fyrir áðurnefndan Steinar, sem átti sömuleiðis afar góðan leik. Eyþór Aron kom Skagamönnum svo yfir þegar rúmlega stund- arfjórðungur var eftir eftir góðan undirbúning Gísla. Í uppbótartíma varð Alexander Davey fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og tryggði hann KR þar með jafn- tefli. Leikurinn var hin mesta skemmt- un. Fimm mörk, fullt af færum á báðum endum, vafaatriði og liðin skiptust á að vera með forystu. Eftir leikinn er KR í fimmta sæti með 16 stig og ÍA í tíunda sæti með sjö stig. KR hefur aðeins unnið einn leik á heimavelli í fimm tilraunum í sumar á meðan ÍA hefur aðeins tap- að einum útileik. _ Arnór Sveinn Aðalsteinsson lék sinn fyrsta leik fyrir KR í sumar og var fyrirliði en leikmaðurinn hefur glímt við meiðsli. _ Steinar Þorsteinsson hélt upp á 100. leik sinn í efstu deild með því að skora sitt 15. mark í deildinni. Víkingur upp í annað sæti Íslands- og bikarmeistarar Vík- ings fóru upp í annað sætið með 3:0- útisigri á ÍBV í Vestmannaeyjum. Eftir frekar hæga byrjun á mótinu eru Víkingar að finna vopnin sín á ný, því liðið hefur unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum. ÍBV fékk fín færi til að skora mörk og reyndi þónokkur skot að marki Víkings en án árangurs. Það hefur gengið bölvanlega hjá Eyja- mönnum að skora mörk, því liðið hefur spilað fjóra leiki í röð í deild- inni án þess að koma boltanum í markið. Fyrir lið sem er sigurlaust á botni deildarinnar er það vægast sagt mikið áhyggjuefni. ÍBV verður að ná í stig gegn Fram í næstu um- ferð. Í stöðunni 2:0 gátu gestirnir leyft sér að slaka á og virtist liðið ekki hafa miklar áhyggjur af að fá á sig mark, þrátt fyrir fín færi heima- manna. Víkingar gengu svo frá leiknum með þriðja markinu. Það er komið mikið sjálfstraust í Víkings- liðið og gaman að sjá unga leikmenn byrja að skína. Kristall Máni Inga- son verður bara betri og betri og Ari Sigurpálsson hefur komið skemmtilega inn í liðið. Næst á dagkrá hjá Víkingi er leikur við Eistlandsmeistara Levadia Tallinn í forkeppni Meistaradeildarinnar og verður skemmtilegt að sjá hvernig meisturunum gengur í Evrópu- keppni. _ Sænski varnarmaðurinn Oliver Ekroth skoraði sitt fyrsta mark í deildarkeppninni á Íslandi. Sjálfsmark á ögurstundu - Stórskemmtilegur markaleikur í Vesturbæ - Meistararnir skoruðu þrjú Morgunblaðið/Árni Sæberg Einvígi Sigurður Bjartur Hallsson úr KR og Skagamaðurinn Jón Gísli Ey- land Gíslason eigast við í skallaeinvígi í Vesturbænum í gærkvöldi. Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður Þór/KA, er besti leikmaður níundu um- ferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Andrea átti afar góðan leik fyrir Þór/KA er liðið gerði 3:3-jafntefli við KR í mögnuðum leik á Akureyri í fyrrakvöld. Hún lagði upp tvö síðustu mörk Akureyrar- liðsins og var nálægt því að skora glæsilegt sigurmark í lokin. Andrea var önnur tveggja leikmanna sem fengu þá einkunn en Samantha Leshnak, markvörður Keflavíkur, fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í 1:0-sigri á Stjörnunni. Andrea er í liði umferðarinnar í fyrsta sinn en Leshnak í fjórða sinn. Ásdís Karen Halldórsdóttir, sóknarmaður Vals, er einnig í liði um- ferðarinnar í fjórða sinn. johanningi@mbl.is 9. umferð í Bestu deild kvenna 2022 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-3-3 Samantha Leshnak Keflavík Olga Sevcova ÍBV Hildur Antonsdóttir Breiðablik Ásta Eir Árnadóttir Breiðablik Caroline Van Slambrouck Keflavík Anna Rakel Pétursdóttir Valur Ameera Hussen ÍBV Andrea Mist Pálsdóttir Þór/KA Ásdís Karen Halldórsdóttir Valur Bergdís Fanney Einarsdóttir KR Kristín Erla Ó. Johnson KR 2 2 2 2 3 4 4 Andrea best í níundu umferð ÍBV – Víkingur R. 0:3 0:1 Oliver Ekroth 8. 0:2 Erlingur Agnarsson 29. 0:3 Ari Sigurpálsson 76. M Telmo Castanheira (ÍBV) Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Þórður Ingason (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Oliver Ekroth (Víkingi) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8. Áhorfendur: Um það bil 450. KR – ÍA 3:3 0:1 Eyþór Aron Wöhler 17. 1:1 Ægir Jarl Jónasson 27. 2:1 Atli Sigurjónsson 48. 2:2 Steinar Þorsteinsson 66. 2:3 Eyþór Aron Wöhler 74. 3:3 Sjálfsmark 90. MM Atli Sigurjónsson (KR) Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA) M Kristinn Jónsson (KR) Theodór Elmar Bjarnason (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍA) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 4. Áhorfendur: Um 600. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.