Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Gleðilegan þjóðhátíðardag! Gallerí Fold er lokað föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní Þ ó ru n n B á ra B jö rn sd ó ttir Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Úkraínumenn létu afarkosti rúss- neskra stjórnvalda um uppgjöf her- manna í Azot-köfnunarefnisverk- smiðjunni í borginni Severódónetsk sem vind um eyru þjóta í dag. Eins og hér var fjallað um í gær lagði varnar- málaráðuneyti Rússlands hart að úkraínskum hermönnum í verksmiðj- unni að leggja niður vopn og gefast upp skilyrðislaust, en óbreyttir borg- arar gætu þá á tólf stunda tímabili þegið öruggan flutning til borgarinn- ar Svatóvó. Krefjandi en stöðugt Oleksandr Stryuk, borgarstjóri Severódónetsk, segir rússneska her- menn sækja að borginni úr nokkrum áttum en úkraínski herinn muni verj- ast áfram og séu hermenn hvergi nærri innikróaðir þótt allar brýr í ná- grenni borgarinnar séu rústir einar. „Ástandið er krefjandi en stöðugt,“ sagði borgarstjórinn við úkraínska sjónvarpið í gær, „flóttaleiðir héðan eru háskalegar, en þær fyrirfinnast,“ bætti hann við og minntist ekki á afar- kosti Rússa. Héraðsstjóri Lúhansk- héraðsins, sem Severódónetsk til- heyrir, Serhiy Gaídaí, tekur undir með borgarstjóranum og segir herinn ótrauðan munu verja borgina áfram og um leið hindra sókn Rússa inn í ná- grannaborgina Lísítjansk. Breski varnarmálaráðherrann Llo- yd Austin ávarpaði varnarmálaráð- herra Atlantshafsbandalagsins, NATO, á ráðstefnu þeirra í Brussel í gær og kvað innrás Rússa nú komna að ákveðnum vendipunkti. „Við höf- um ekki efni á því að slaka á klónni og við megum ekki missa móðinn, til þess er of mikið í húfi,“ sagði Austin og Jens Stoltenberg, aðalritari NATO, tók undir og sagði bandalagið „mjög áfram um að auka stuðning- inn“ við Úkraínu. Meiri vígbúnaður Þá hefur Joe Biden Bandaríkjafor- seti tilkynnt um nýjan vopnapakka fyrir einn milljarð Bandaríkjadala sem nú hilli undir, Úkraínumönnum til handa, og kveða heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar þar meðal annars á ferð flugskeytakerfi gerð til að granda skipum auk skotfæra fyrir stórskotalið. Frá Kænugarði berast þær upplýs- ingar að á milli eitt og tvö hundruð úkraínskir hermenn falli nú í bardög- um dag hvern og mörg hundruð sær- ist. Rússar gefa engar opinberar tölur út um sitt mannfall en vestrænir hernaðarfræðingar segja það hljóta að vera umtalsvert eins hatrammlega og Pútín sækir að Donbass-svæðinu. AFP/Sergei Supinsky Sameinuð Starfsmaður leikskóla í Ozerna gengur fram hjá rústum hans. Daufheyrðust við boðinu - Úkraínumenn höfðu afarkosti Rússa að engu - Borgarstjóri segir herinn halda sínu striki - Varnarmálaráðherrar NATO kveðast ekki munu láta sitt eftir liggja Frá og með gærdeginum gilda sömu reglur um áfengisinnihald í blóði fyr- ir ökumenn rafmagnshlaupahjóla og bifreiða í Noregi. Þar með færast hlaupahjólin upp í flokk vélknúinna ökutækja að þessu leyti og leyfilegt áfengismagn í blóði notenda verður 0,2 prómill að hámarki. „Fólk þarf að vera meðvitað um að nú gilda mun strangari reglur en áð- ur,“ segir Runar Karlsen, fagstjóri hjá norska ríkislögreglustjóraemb- ættinu, í samtali við norska ríkisút- varpið NRK, „bæði hvað varðar refs- ingar og missi ökuréttinda.“ Þar með geta stjórnendur hlaupa- hjóla nú fengið óskilorðsbundinn fangelsisdóm, fésekt og ökuleyfis- sviptingu til allt að fimm ára séu þeir gripnir á slíkum færleik með meira en 1,2 prómill vínanda í blóði sínu, skilorðsdóm og sekt fyrir 0,5 til 1,2 prómill og sekt fyrir 0,5 og niður í hið leyfilega hámark 0,2. Farsímanotkun án handfrjáls búnaðar á rafhlaupahjóli færist þá einnig undir sama hatt og væri um bifreið að ræða, sekt upp á 7.450 norskar krónur, jafnvirði 99.000 ís- lenskra króna, ásamt þremur punkt- um í ökuferilskrá. Að lokum verður notkun rafhlaupahjóla nú bundin við lágmarksaldurinn 12 ár og yngri not- endum en 15 ára ber skylda til að hafa hjálm á höfði. Karlsen kveður hverju lögreglu- umdæmi fyrir sig í sjálfsvald sett hve þung áhersla verði lögð á eftirlit með að nýju reglurnar séu í heiðri hafðar, skriflegar leiðbeiningar hafi verið sendar öllum embættum, svo sem um stikkprufur á ástandi öku- manna, en ölvunarakstur rafhlaupa- hjóla skuli þó vera sá eftirlitsþáttur sem höfuðáherslan sé á. „Mörg al- varleg slys hafa hlotist af notkun raf- hlaupahjóla og það er lögreglunnar að afstýra slíku,“ segir hann. Herða reglur um rafhlaupahjól - Ölvunarakstur getur varðað fangelsi Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Hlaupahjól Nýjar reglur gilda nú um notkun þeirra í Noregi. Tveir lögregluþjónar í El Monte í Kaliforníu voru skotnir til bana í út- kalli í gær, í því sem lögreglu- yfirvöld þar kalla fyrirsát. Hafði lög- reglu borist tilkynning um hnífstungu á móteli í bænum. Er lög- regluþjónarnir komu á vettvang beið þar vopnaður maður sem skaut annan lögregluþjónanna inni í her- bergi mótelsins og hinn á bílastæð- inu fyrir utan. Árásarmaðurinn særðist til ólífis þegar lögregluþjón- arnir gripu til vopna sinna en sjálfir voru þeir úrskurðaðir látnir við komu á sjúkrahús. Enginn reyndist hafa verið stunginn á eða við mótelið þegar upp var staðið og telur lög- regla því að þeir sem féllu hafi verið narraðir á staðinn af ráðnum hug. KALIFORNÍA Ljósmynd/Facebook Tveir lögregluþjónar féllu í El Monte. Lögreglu gerð fyrir- sát á móteli Flugumferð í Sviss gekk öll úr skorðum í gær vegna tæknibil- unar í umferðar- stjórnkerfi þar- lendra flugvalla og þurfti á tíma- bili að loka loft- helgi landsins til að tryggja ör- yggi loftfara. Urðu miklar tafir á komum og brottförum á flugvöllunum í Genf og Zürich og gekk flugumferð þar á hálfum dampi yfir gærdaginn. Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol lét þau skilaboð út ganga í gær til allra aðildarríkja að búast mætti við miklum töfum á flugsamgöngum í álfunni og eitt- hvað bjátaði á í Tékkandi líka vegna hugbúnaðargalla þar. SVISS Loka þurfti lofthelgi vegna tæknimála Örtröð á flugvell- inum í Genf í gær. Stjórnendur bresku járnbrautar- fyrirtækjanna hvetja þjóðina til að draga eftir megni úr lestarferðum í næstu viku þegar verkfall allt að 40.000 starfsmanna Network Rail hefst. Fyrirtæki þetta rekur allt annað en sjálfar lestirnar og er eig- andi járnbrautarteina, ganga og merkjakerfis svo eitthvað sé nefnt. Verkfallið stendur þrjá staka daga, þriðjudag, fimmtudag og laug- ardag, og verður öll þjónusta og við- hald í lágmarki þessa daga. Sums staðar ganga engar lestir verkfalls- dagana, svo sem á svæðum norðan við Glasgow og Edinborg í Skot- landi. Þá munu áhrif verkfallsins teygja sig yfir á þá daga sem það stendur ekki og afköst kerfisins verða því aðeins um 60 prósent. Kemst ekki á Rolling Stones Frá stórum lestarfyrirtækjum á borð við Southeastern, TransPenn- ine og Avanti West Coast berast beiðnir um að almenningur noti lest- irnar eingöngu sé það algjörlega nauðsynlegt tímabilið þriðjudag til sunnudags. Linda er ellilífeyrisþegi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við og segir farir sínar ekki sléttar. Hún sé á leið á tónleika Roll- ing Stones í London á laugardaginn í næstu viku og þurfi að komast þang- að frá Great Yarmouth með lestinni. „Rútan er mun dýrari en lestin og tekur auk þess fimm-sex tíma á með- an lestin tekur tvo og hálfan,“ segir hún auk þess sem hún hafi þegar reitt fram 100 pund fyrir tónleika- miðanum. Ekki er hýrara yfir Meg- han, 15 ára gömlum framhalds- skólanema við Bradford-skólann, hún hefur ekki hugmynd um hvernig hún á að komast í skólann. „For- eldrar mínir eru í vinnunni. Mamma er læknir og þarf að mæta mjög snemma, ég verð líklega bara að reyna að fá far einhvers staðar,“ segir Meghan við BBC. Ekki taka lestirnar í næstu viku - 40.000 starfsmenn Network Rail í Bretlandi í þriggja daga verkfall Ljósmynd/Wikipedia Samgöngur Hraðlestir í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.