Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 33

Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Gleðilegan þjóðhátíðardag! Gallerí Fold er lokað föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní Þ ó ru n n B á ra B jö rn sd ó ttir Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Úkraínumenn létu afarkosti rúss- neskra stjórnvalda um uppgjöf her- manna í Azot-köfnunarefnisverk- smiðjunni í borginni Severódónetsk sem vind um eyru þjóta í dag. Eins og hér var fjallað um í gær lagði varnar- málaráðuneyti Rússlands hart að úkraínskum hermönnum í verksmiðj- unni að leggja niður vopn og gefast upp skilyrðislaust, en óbreyttir borg- arar gætu þá á tólf stunda tímabili þegið öruggan flutning til borgarinn- ar Svatóvó. Krefjandi en stöðugt Oleksandr Stryuk, borgarstjóri Severódónetsk, segir rússneska her- menn sækja að borginni úr nokkrum áttum en úkraínski herinn muni verj- ast áfram og séu hermenn hvergi nærri innikróaðir þótt allar brýr í ná- grenni borgarinnar séu rústir einar. „Ástandið er krefjandi en stöðugt,“ sagði borgarstjórinn við úkraínska sjónvarpið í gær, „flóttaleiðir héðan eru háskalegar, en þær fyrirfinnast,“ bætti hann við og minntist ekki á afar- kosti Rússa. Héraðsstjóri Lúhansk- héraðsins, sem Severódónetsk til- heyrir, Serhiy Gaídaí, tekur undir með borgarstjóranum og segir herinn ótrauðan munu verja borgina áfram og um leið hindra sókn Rússa inn í ná- grannaborgina Lísítjansk. Breski varnarmálaráðherrann Llo- yd Austin ávarpaði varnarmálaráð- herra Atlantshafsbandalagsins, NATO, á ráðstefnu þeirra í Brussel í gær og kvað innrás Rússa nú komna að ákveðnum vendipunkti. „Við höf- um ekki efni á því að slaka á klónni og við megum ekki missa móðinn, til þess er of mikið í húfi,“ sagði Austin og Jens Stoltenberg, aðalritari NATO, tók undir og sagði bandalagið „mjög áfram um að auka stuðning- inn“ við Úkraínu. Meiri vígbúnaður Þá hefur Joe Biden Bandaríkjafor- seti tilkynnt um nýjan vopnapakka fyrir einn milljarð Bandaríkjadala sem nú hilli undir, Úkraínumönnum til handa, og kveða heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar þar meðal annars á ferð flugskeytakerfi gerð til að granda skipum auk skotfæra fyrir stórskotalið. Frá Kænugarði berast þær upplýs- ingar að á milli eitt og tvö hundruð úkraínskir hermenn falli nú í bardög- um dag hvern og mörg hundruð sær- ist. Rússar gefa engar opinberar tölur út um sitt mannfall en vestrænir hernaðarfræðingar segja það hljóta að vera umtalsvert eins hatrammlega og Pútín sækir að Donbass-svæðinu. AFP/Sergei Supinsky Sameinuð Starfsmaður leikskóla í Ozerna gengur fram hjá rústum hans. Daufheyrðust við boðinu - Úkraínumenn höfðu afarkosti Rússa að engu - Borgarstjóri segir herinn halda sínu striki - Varnarmálaráðherrar NATO kveðast ekki munu láta sitt eftir liggja Frá og með gærdeginum gilda sömu reglur um áfengisinnihald í blóði fyr- ir ökumenn rafmagnshlaupahjóla og bifreiða í Noregi. Þar með færast hlaupahjólin upp í flokk vélknúinna ökutækja að þessu leyti og leyfilegt áfengismagn í blóði notenda verður 0,2 prómill að hámarki. „Fólk þarf að vera meðvitað um að nú gilda mun strangari reglur en áð- ur,“ segir Runar Karlsen, fagstjóri hjá norska ríkislögreglustjóraemb- ættinu, í samtali við norska ríkisút- varpið NRK, „bæði hvað varðar refs- ingar og missi ökuréttinda.“ Þar með geta stjórnendur hlaupa- hjóla nú fengið óskilorðsbundinn fangelsisdóm, fésekt og ökuleyfis- sviptingu til allt að fimm ára séu þeir gripnir á slíkum færleik með meira en 1,2 prómill vínanda í blóði sínu, skilorðsdóm og sekt fyrir 0,5 til 1,2 prómill og sekt fyrir 0,5 og niður í hið leyfilega hámark 0,2. Farsímanotkun án handfrjáls búnaðar á rafhlaupahjóli færist þá einnig undir sama hatt og væri um bifreið að ræða, sekt upp á 7.450 norskar krónur, jafnvirði 99.000 ís- lenskra króna, ásamt þremur punkt- um í ökuferilskrá. Að lokum verður notkun rafhlaupahjóla nú bundin við lágmarksaldurinn 12 ár og yngri not- endum en 15 ára ber skylda til að hafa hjálm á höfði. Karlsen kveður hverju lögreglu- umdæmi fyrir sig í sjálfsvald sett hve þung áhersla verði lögð á eftirlit með að nýju reglurnar séu í heiðri hafðar, skriflegar leiðbeiningar hafi verið sendar öllum embættum, svo sem um stikkprufur á ástandi öku- manna, en ölvunarakstur rafhlaupa- hjóla skuli þó vera sá eftirlitsþáttur sem höfuðáherslan sé á. „Mörg al- varleg slys hafa hlotist af notkun raf- hlaupahjóla og það er lögreglunnar að afstýra slíku,“ segir hann. Herða reglur um rafhlaupahjól - Ölvunarakstur getur varðað fangelsi Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Hlaupahjól Nýjar reglur gilda nú um notkun þeirra í Noregi. Tveir lögregluþjónar í El Monte í Kaliforníu voru skotnir til bana í út- kalli í gær, í því sem lögreglu- yfirvöld þar kalla fyrirsát. Hafði lög- reglu borist tilkynning um hnífstungu á móteli í bænum. Er lög- regluþjónarnir komu á vettvang beið þar vopnaður maður sem skaut annan lögregluþjónanna inni í her- bergi mótelsins og hinn á bílastæð- inu fyrir utan. Árásarmaðurinn særðist til ólífis þegar lögregluþjón- arnir gripu til vopna sinna en sjálfir voru þeir úrskurðaðir látnir við komu á sjúkrahús. Enginn reyndist hafa verið stunginn á eða við mótelið þegar upp var staðið og telur lög- regla því að þeir sem féllu hafi verið narraðir á staðinn af ráðnum hug. KALIFORNÍA Ljósmynd/Facebook Tveir lögregluþjónar féllu í El Monte. Lögreglu gerð fyrir- sát á móteli Flugumferð í Sviss gekk öll úr skorðum í gær vegna tæknibil- unar í umferðar- stjórnkerfi þar- lendra flugvalla og þurfti á tíma- bili að loka loft- helgi landsins til að tryggja ör- yggi loftfara. Urðu miklar tafir á komum og brottförum á flugvöllunum í Genf og Zürich og gekk flugumferð þar á hálfum dampi yfir gærdaginn. Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol lét þau skilaboð út ganga í gær til allra aðildarríkja að búast mætti við miklum töfum á flugsamgöngum í álfunni og eitt- hvað bjátaði á í Tékkandi líka vegna hugbúnaðargalla þar. SVISS Loka þurfti lofthelgi vegna tæknimála Örtröð á flugvell- inum í Genf í gær. Stjórnendur bresku járnbrautar- fyrirtækjanna hvetja þjóðina til að draga eftir megni úr lestarferðum í næstu viku þegar verkfall allt að 40.000 starfsmanna Network Rail hefst. Fyrirtæki þetta rekur allt annað en sjálfar lestirnar og er eig- andi járnbrautarteina, ganga og merkjakerfis svo eitthvað sé nefnt. Verkfallið stendur þrjá staka daga, þriðjudag, fimmtudag og laug- ardag, og verður öll þjónusta og við- hald í lágmarki þessa daga. Sums staðar ganga engar lestir verkfalls- dagana, svo sem á svæðum norðan við Glasgow og Edinborg í Skot- landi. Þá munu áhrif verkfallsins teygja sig yfir á þá daga sem það stendur ekki og afköst kerfisins verða því aðeins um 60 prósent. Kemst ekki á Rolling Stones Frá stórum lestarfyrirtækjum á borð við Southeastern, TransPenn- ine og Avanti West Coast berast beiðnir um að almenningur noti lest- irnar eingöngu sé það algjörlega nauðsynlegt tímabilið þriðjudag til sunnudags. Linda er ellilífeyrisþegi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við og segir farir sínar ekki sléttar. Hún sé á leið á tónleika Roll- ing Stones í London á laugardaginn í næstu viku og þurfi að komast þang- að frá Great Yarmouth með lestinni. „Rútan er mun dýrari en lestin og tekur auk þess fimm-sex tíma á með- an lestin tekur tvo og hálfan,“ segir hún auk þess sem hún hafi þegar reitt fram 100 pund fyrir tónleika- miðanum. Ekki er hýrara yfir Meg- han, 15 ára gömlum framhalds- skólanema við Bradford-skólann, hún hefur ekki hugmynd um hvernig hún á að komast í skólann. „For- eldrar mínir eru í vinnunni. Mamma er læknir og þarf að mæta mjög snemma, ég verð líklega bara að reyna að fá far einhvers staðar,“ segir Meghan við BBC. Ekki taka lestirnar í næstu viku - 40.000 starfsmenn Network Rail í Bretlandi í þriggja daga verkfall Ljósmynd/Wikipedia Samgöngur Hraðlestir í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.