Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Áttu rétt á veitingahúsa- eða viðspyrnustyrk? Nánari upplýsingar á skatturinn.is skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Umsóknarfrestur er til 30. júní 2022 SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vonast er til að íslenskt lambakjöt fái evrópska upprunatilvísun fyrir lok ársins. Umsókn markaðsstofunn- ar Íslenskt lambakjöt hefur verið í ferli hjá Evrópu- sambandinu í hálft annað ár. Er þetta fyrsta og eina íslenska upp- runatilvísunin sem er í þessu ferli. Hafliði Hall- dórsson fram- kvæmdastjóri segir að evrópsk vottun auki virði afurðanna og stuðli að neytendavernd. Umsóknarferlið er langt og strangt að sögn Hafliða. Markaðs- stofan þarf að sýna fram á sérstöðu íslensks lambakjöts. Á þeim tíma sem umsóknin hefur verið til um- fjöllunar hefur markaðsstofan svar- að tveimur athugasemdum og þriðja svarið fer í þessari viku. „Við töldum að þetta myndi ganga hraðar í gegn. Nálaraugað er greinilega að þrengj- ast því gerðar eru ítarlegri kröfur en stundum áður,“ segir Hafliði en hann telur öruggt að vottun fáist en reiknar þó ekki með henni úr þessu fyrr en seint á árinu. Umsóknin er gerð á grunni þeirr- ar vinnu sem þegar hefur farið fram hér á landi með íslenskri uppruna- merkingu lambakjöts. Lambið er fyrsta afurðin sem hefur fengið þá stöðu, enn sem komið er. Skilti um vottunina má sjá á mörgum veitinga- stöðum og Kjarnafæði Norðlenska er byrjað að merkja framleiðsluvör- ur sínar með merkinu. Spurður að því hvað vinnist með því að fá evrópsku upprunatilvís- unina segir Hafliði að hún sé hugsuð til að vernda afurðina gagnvart stað- gönguvörum, ábyrgjast uppruna og tengja neytendur við frumfram- leiðslu. Reynslan sýni að hún auki virði matvælanna um 15-20%, fram yfir staðgönguvörur. Íslenskar markaðsrannsóknir gefi til kynna að neytendur séu tilbúnir að greiða 10- 15% hærra verð fyrir vörur sem hafi fengið þessa viðurkenningu. Hafliði segir að evrópska upp- runatilvísunin hafi á sínum tíma ver- ið svar við þeirri þróun sem verið hefur og er enn í gangi að keðjur stórmarkaða vilja helst láta fram- leiða vörur undir eigin merki, það henti þeim betur en að vera með vörur úr ýmsum áttum. Verið sé að vernda vörur sem hafa sérstöðu, vísa annaðhvort til landsvæðis, stofna eða hefða. Nefna má parmaskinku og parmesanost frá Ítalíu, fetaost frá Grikklandi og kampavín og camem- bert-ost frá Frakklandi. Eingöngu framleiðendur á viðkomandi svæð- um mega nota heitið. Þetta þekkjum við vel hér á landi, þar sem MS má ekki selja fetaost heldur verður að nota annað heiti á afurðina, í því til- viki salatost. Lambið skorar hátt Segir Hafliði að umsókn fyrir ís- lenska lambakjötið grundvallist á því að kjötið sé einstök afurð, af sauð- fjárstofni sem verið hefur hér í 1100 ár án aðflutts erfðaefnis. Kindurnar búi við mikið frelsi og rými, geti valið sér beit í grasi, villtum jurtum og berjum og hafi nægt aðgengi að hreinu vatni. Lömbin séu 4-6 mán- aða við slátrun sem er mun yngra en þekkist víðast hvar erlendis. Þá skorar kjötið hátt hjá matgæðingum og í alþjóðlegum samanburðarrann- sóknum. „Vegna þess að bannað er að flytja inn erfðaefni hafa íslenskir sauðfjár- bændur þurft að vera ansi klárir í starfi við kynbætur á fjárstofnum sínum. Þeir eru leiðandi í Evrópu á sínu sviði og hér er kjöt eftir hverja kind 30% meira en hjá þeirri þjóð sem vermir annað sætið. Lykillinn er skýrsluhald þannig að menn geti val- ið bestu gripina til ræktunar. Hér eru 97% kindanna ættbókarfærð en Norðmenn sem koma næstir okkur eru með 50% af sinni sauðfjárrækt í skýrsluhaldi,“ segir Hafliði. Áhersla á ferðamenn Markaðsstofan Íslenskt lamba- kjöt vinnur aðallega á innanlands- markaði og áherslan hefur verið á að ná til erlendra ferðamanna. „Besti útflutningurinn er að selja erlendum ferðamönnum lambakjöt,“ segir Hafliði og telur að vel hafi tekist til með það. Kannanir sýna að salan til ferðafólks jókst um 5% á milli ár- anna 2017 og 2019. Á kórónuveiru- árinu 2020 minnkaði salan um 20% í magni sem hann segir að sé nálægt neyslu ferðafólks 2019. Telur hann líklegt að heildsöluverðmæti afurð- anna hafi minnkað meira en nemur magninu því samdrátturinn hafi orð- ið á dýrari hlutum skrokksins sem seldur er veitingahúsum og ferða- þjónustufyrirtækjum. Hafliði bendir loks á að á tíma- bilinu 2017 til 2019 var lambakjöt alltaf sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn neyttu, að jafnaði 56% svarenda, en á eftir komu þorskur, lax og skyr. Þetta hlutfall var komið upp í 70% á síðasta ári samkvæmt neyslukönnun Gallup. Einnig kom fram að þeir ferðamenn sem þekktu merki Íslensks lambakjöts og skildu merkingu þess voru mun líklegri til að neyta lambakjöts oftar en einu sinni. Evrópsk upprunatilvísun fyrir lamb - Búist við að evrópsk upprunatilvísun fyrir íslenskt lambakjöt fáist á árinu - Unnið að því að skýra sérstöðu afurðanna - Fer í flokk með parmaskinku, fetaosti og kampavíni - Virði afurðanna eykst Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt Lambasteik Um 70% erlendra ferðamanna sem hingað koma fá sér lamba- kjöt að borða. Markaðsrannsóknir benda til að sumir panti sér oft lamb. Hafliði Halldórsson „Þetta skilti er reyndar búið að standa þarna í nokkur ár, en það var á sínum tíma sett þarna upp vegna ákveðins vandamáls … já, fólk var að gera þarfir sínar þarna,“ segir Jón Ben. Einarsson, byggingar- fulltrúi Suðurnesjabæjar, spurður út í ástæður þess að skiltið, sem sést á myndinni hér til hliðar, var sett upp. Skilti þetta stendur við hvíldar- stæði nærri Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, innan landsvæðis Suðurnesja- bæjar. Þarna geta bílstjórar slakað á enda ekki mikið pláss fyrir bíla í biðstöðu fyrir utan flugstöðina sjálfa. Jón segir umgengni við stæðið, einkum á tímum fyrir kórónuveiru- faraldur, hafa verið þannig að fólki hreinlega blöskraði. Þá segir hann skiltið sjálft vafalaust vekja sömu viðbrögð hjá einhverjum. Bannið virðist skila árangri „Við gripum til þessara aðgerða til að sjá hvort við gætum ekki aðeins hamið þetta ástand og það virðist al- veg hafa virkað,“ segir Jón um gagn- semi skiltisins. Þá segir Jón notkun á stæðinu hafa aukist mjög undanfarið og kann það eitt og sér að hafa haft áhrif, enda betra fyrir fólk að vera í góðu skjóli við þessa iðkun sína. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóðaleg hegðun kallaði á skiltið - Fólk gekk örna sinna á bílastæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.