Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Fyrir Alþingi hafa komið frumvörp um áfengissölu og gengið misvel. Meðal annars var leitað umsagnar Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins, en Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, fann auknu frjálsræði í þeim efnum flest til for- áttu, enda telur hann sérhvert skref í þá átt grafa undan einkarétti ÁTVR til smásölu með áfengi. Það er eðlilegt að leita álits stofnana á auknum verkefnum, breyttu verk- lagi og umhverfi eða fjárhags- legum afleiðingum lagabreytinga, en þær eiga ekki að reyna að svara pólitískum álitaefnum fyrir löggjaf- ann. Um slíkt á aðeins Alþingi að fjalla. - - - Það er þó hátíð hjá hinu, þegar stöku forstöðumenn og stofnanir hins opinbera beita fjárlaganefnd og Alþingi þrýstingi með fjölmiðla- herferðum í fjárlagavinnunni, þar sem upp koma árviss, skipulögð neyðarástönd af ýmsu tagi. Það er óþolandi og rétt að draga úr fjár- veitingum til yfirstjórnar og veita viðkomandi áminningu (og leysa frá störfum láti þeir sér ekki segj- ast) fyrst þeir hafa tíma og peninga í ólýðræðislega undirróðurs- starfsemi af því tagi. - - - Hvers vegna er liðið að stofnanir eða fyrirtæki hins opinbera séu að skipta sér af störfum löggjafans með þessum hætti? Það er ekki í verkahring stofnana að hlutast til um grundvöll sinn, hlutverk eða markmið, hvað þá að segja þinginu fyrir verkum. Vilji forstöðumenn- irnir skipta sér af pólitík eiga þeir að skipta um starfsvettvang og bjóða sig fram í stað þess að kaupa viðamiklar álitsgerðir, lögfræðiálit og otun um eigið mikilvægi, eins og þeir séu hagsmunaaðilar. Allt auð- vitað á kostnað skattgreiðenda, sem alltaf fá að borga brúsann. Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR Ríkið í ríkinu gegn ríkinu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Hópur vísindamanna og annars starfsfólks sem stendur að um- fangsmiklum innviðaverkefnum við Háskóla Íslands tók við svo- nefndum ársfundarverðlaunum skólans í hátíðarsal aðalbygg- ingar í gær að viðstaddri Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra. Innviðirnir snerta vísindastarf á öllum fræðasviðum skólans. Verðlaunin voru nú afhent í fjórða sinn en þau eru veitt ár- lega á ársfundi skólans til hópa eða teyma sem þykja hafa sýnt sérstakt frumkvæði og forystu við uppbyggingu framúrskarandi starfs innan skólans. Handhafar ársfundarverðlauna HÍ eru valdir í sameiningu af rektor og for- setum allra fimm fræðasviða Há- skóla Íslands. Átta aðilar fengu verðlaun að þessu sinni. Verðlaun fyrir vísinda- starf í Háskóla Íslands Ljósmynd/Háskóli Íslands Verðlaun Handhafar verðlauna Háskóla Íslands ásamt Jóni Atla rektor og Áslaugu Örnu, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eldur Ólafsson er á stöðugum þeyt- ingi milli Bretlands, Íslands, Græn- lands og Kanada. Það krefst mikils undirbúnings að ræsa að nýju aflagða gullnámu í Grænlandi. Fyrirtæki hans, sem þar til í dag nefndist AEX Gold, en heitir nú Amaroq Minerals, hefur uppi stórtæk áform um gull- vinnslu á stærstu eyju veraldar en þau ná ekki aðeins til hins glóandi málms heldur einnig silfurs og jarðefna sem í dag eru lífsnauðsynleg til framleiðslu rafhlaðna í Teslur og aðra rafknúna bíla. Þessir málmar eru því forsendan fyrir orkuskiptunum sem kallað er eftir. Eldur er gestur Dagmála í dag og ræðir þar tilurð fyrirtækisins og hvernig hann hefur flækst milli landa, m.a. alla leið til Kína þar sem hann kom að uppbyggingu jarðvarmavirkj- ana. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir, búsettur í Vesturbænum, en vegna gullleitarinnar þarf hann að sinna skyldum bæði vestan- og austanhafs. Af lýsingum hans að dæma er einskonar gullæði í farvatn- inu á Grænlandi en æðið tengist ekki síður fyrrnefndum góðmálmum. Hann bendir á að það sé ekki tilviljun að Jeff Bezos og Bill Gates líti nú til tækifæra á Grænlandi. Þar sé næsta stóra sókn í þessi mögnuðu efni. Þar liggja tæki- færi Grænlendinga en einnig fyrir- tækja á borð við Amaroq Minerals. Líkt og Eldur lýsti fyrir blaðamanni Morgunblaðsins um liðna helgi gætu tækifærin einnig verið Íslendinga, sé rétt á málum haldið og komið fram af virðingu við Grænlendinga. Gullvinnslan mun hefjast á næsta ári - Áætlað magn í jörðu hefur aukist að undanförnu Leit Eldur Ólafsson er jarðfræð- ingur. Hann stofnaði Amaroq M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.