Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Sextíu og tvær kanínur úr Elliðaár- dalnum hafa nú fengið skjól vegna tilraunaverkefnis sem Dýrahjálp Ís- lands, Villikanínur og Dýraþjónusta Reykjavíkur standa á bak við. Kan- ínurnar voru veiddar og þeim veitt skjól þar sem lífskjör eru slæm í dalnum en borgin hefur unnið að verkefninu síðan í nóvember. Mark- miðið með verkefninu er fyrst og fremst að finna gott heimili fyrir kanínurnar og veita þeim betra líf. „Það eru ýmsar hættur sem þessar kanínur glíma við. Svo dæmi sé nefnt eru annars vegar bílar fyrir ofan dalinn og hins vegar hjólastíg- ur fyrir neðan hann. Þetta skapar hættu fyrir bæði fólk og kanínur. Dýrin í kring eru líka ákveðin hætta við kanínurnar en þær eru t.d. í mik- illi samkeppni við gæsirnar um mat á svæðinu og svo tekur mávurinn mikið af kanínuungum á sumrin,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, verkefnastjóri og sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands og Villikanínum, í viðtali við Morgunblaðið. Gréta seg- ir þetta vandamál sem herji á menn jafnt sem dýr, en Reykjavíkurborg hefur borist töluverður fjöldi kvart- ana undan kanínum sem eyðileggja gróður og margir segja þær trufla umferð. Meðalaldur kanína sem fæðast og lifa inni er 12-14 ár en Gréta tekur fram að elsta kanínan sem þau fylgdust með í Elliðaárdal hafi aðeins náð tveggja ára aldri og meðalaldurinn sé mun lægri. „Algjör misskilningur að svæðið henti kanínum“ Hægt er að sækja um hjá Dýra- hjálp.is sem annars vegar fóstur- heimili fyrir kanínur og hins vegar sem framtíðarheimili: „Þótt við ger- um ekki of miklar kröfur þá þarf heimili vissulega að vera ásættan- legt en einnig má hafa í huga að kanínur eru félagsverur og þess vegna sniðugt að taka þær að sér tvær og tvær saman. Sjálf tók ég 18 kanínur í fóstur en það þurfa að sjálfsögðu ekki allir að gera,“ bætir Gréta við. Ekki er þörf á áhyggjum yfir hreinlæti dýranna því kan- ínurnar eru auðvitað allar bólusett- ar, geldar, ormahreinsaðar og ör- merktar. Gréta segir að nú sé meira um það að fólk sleppi kanínum út á vor- in og það sé algjör misskilningur að svæðið henti þeim þar sem þær geta auðveldlega nælt sér í sýkingar og feldur kanína sé ekki gerður fyrir ís- lenskan vetur. Morgunblaðið/Hákon Vinir Gréta Sóley Sigurðardóttir, verkefnisstjóri átaksins, er mikill dýravinur. Hún fóstrar 18 kanínur heima hjá sér. Kanínurnar í Elliðaárdal leita sér að nýju heimili - Kanínurnar eru vandamál sem herja á fólk jafnt sem dýr Villikanínur Markmiðið með verkefninu er að finna kanínunum gott heimili. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir atvinnu- leysi ganga hraðar niður en útlit var fyrir í vor. Ein meginskýringin sé endurkoma ferðaþjónustunnar enda sé hún mannaflsfrek grein. Samkvæmt maískýrslu Vinnu- málastofnunar var 3,9% atvinnuleysi í maí og er það í fyrsta sinn síðan í október 2019 sem það mælist undir 4%. Með því eru tímabundin áhrif kórónuveirufaraldursins á vinnu- markaðinn gengin til baka. Nú innan við 3% víða um landið Sé horft til landshluta reynist at- vinnuleysið vera komið undir 2% á Vesturlandi, á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Þá er það milli 2% og 3% á Austurlandi, á Suður- landi og á Norðurlandi eystra. Spurð hvort hægt sé að ræða um eiginlegt atvinnuleysi í þessum landshlutum segir Unnur að það sé vafamál. Mikil eftirspurn sé enda eftir vinnuafli á þessum svæðum. Almennt var 3,4% atvinnuleysi á landsbyggðinni en 4,2% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sem er lang- stærsta atvinnusvæði landsins. Úr 24,5% niður í 6,6% Atvinnuleysi í faraldrinum varð mest á Suðurnesjum í janúar 2021, eða 24,5%, en það var 6,6% í maí. Unnur segir stofnunina fá margar ábendingar um laus störf. Alls voru 643 atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok maí og fækkaði um 249 milli mánaða. Þá voru alls 7.713 án vinnu í lok maí, 4.205 karlar og 3.508 konur, og fækk- aði atvinnulausum körlum um 846 frá apríllokum og atvinnulausum konum fækkaði um 517. Atvinnuleysi er áfram á niðurleið - Forstjóri Vinnumálastofnunar segir atvinnuleysi hafa minnkað hraðar en stofnunin áætlaði í vor - Það var 3,9% í maí og fór síðast undir 4% í október 2019 - Það er komið undir 7% á Suðurnesjum 17,8% 13,0% 9,6% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% 12,1% 12,8% 12,5% 12,1% 11,5% 10,0% 7,4% 6,1% 5,5% 5,0% 4,9% 4,9% 4,9% 5,2% 5,2% 4,9% 4,5% 3,9% 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 1,4 10,6 1,4 10,7 1,2 11,6 11,4 11,0 10,4 9,1 7,4 6,1 5,5 5,0 4,9 4,9 4,9 5,2 5,2 4,9 4,5 3,9 Þróun atvinnuleysis frá apríl 2020 2020 2021 2022 apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Heimild: Vinnumálastofnun Höfuðb.sv. Landsbyggðin Vesturland Vestfirðir Norðurl.vestra Norðurl.eystra Austurland Suðurland Suðurnes Almennt atvinnuleysi eftir landshlutum 4,7 4,2% 4,0 3,4% 2,2 1,9% 2,4 1,9% 2,0 1,2% 3,5 2,9% 2,5 2,1% 3,4 2,8% 7,6 6,6% Apríl 2022 Maí 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Stjórn Hollvinafélags Austur- bæjarskóla biður alla velunnara skólans að stuðla að því að Skóla- munastofan fái að vera í skólanum a.m.k. þar til viðunandi húsnæði fyrir hana finnst. Verði safngripum troðið ofan í kassa og inn í geymslu er ekki víst að þeir sjáist framar,“ segir í bréfi Hollvinafélagsins til velunnara skólans. Dagný Marinósdóttir, formaður Hollvinafélagsins og fyrrverandi kennari við skólann, kvaðst hafa fengið símtal frá starfmanni á skóla- og frístundasviði 16. júní sl. sem sagðist vera búinn að útvega geymslu fyrir safngripi Skóla- munastofunnar og fólk til að pakka þeim og flytja. Því á að ljúka fyrir skólabyrjun í haust. „Skóla- og frístundasvið borg- arinnar virðist alltaf hafa verið á móti Skólamunastofunni,“ segir Dagný við Morgunblaðið. Í bréfinu kemur fram að sviðið hafi viljað að Skólamunastofan færi úr skólanum veturinn 2021. Hollvinafélagið brást hart við. Borgarstjóri ákvað að engu yrði hent út þá og kom Skólamunastofunni í samband við Borgarsögusafn. „Þarna er geymd mikil og merki- leg saga þar sem þekktir skóla- menn eins og Aðalsteinn Sigmunds- son, Sigurður Thorlacius og Stefán Jónsson koma við sögu. Meira að segja er þarna skrifborð Stefáns,“ segir Dagný. Skólamunastofan var sett upp í risi Austurbæjarskóla 2010 að frumkvæði Guðmundar Sighvatssonar, fv. skólastjóra, og Arnfinns Jónssonar, fv. kennara. Hún geymir fjölda muna eins og húsgögn, kennslugögn, sýning- arvélar og fleira sem aðallega var notað í Austurbæjarskóla en einnig í Miðbæjarskóla. Stofan hefur verið til sýnis á vorhátíðum Austurbæjar- skóla. Hugmynd um skólaminjasafn Dagný telur að þægilegast verði að skrá safngripina þar sem þeir eru nú og auðvelt að komast að þeim, en ekki að setja þá í kassa og ætla að skrá þá seinna. „Austurbæjarskóli er kominn í brýna þörf fyrir að geta tekið upp nýja þætti í skólastarfi sem tengjast tölvu- og upplýsingatækni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Hann segir að skólahúsnæði þurfi að nýtast sem best fyrir skólastarf. Undanfarin misseri hefur skóla- og frístundasvið átt í samskiptum við menntamálaráðuneytið og Kennarasamband Íslands (KÍ) um hvort mögulega sé hægt að setja upp skólasögusafn í gamla kenn- arahúsinu við Laufásveg. Árbæjar- safn á marga muni úr skólastarfi og hefur komið að þessari vinnu. Velja þarf safngripi „Eins og málið blasir við okkur þá er þetta spurning um hvað þarna er af munum sem við teljum hafa sögulegt gildi,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgar- sögusafns, um Skólamunastofuna. Hann segir að í safnkosti Borgar- sögusafns sé töluvert af skólaminj- um. Starfsfólk Borgarminjasafns er reiðubúið að veita ráðgjöf ef óskað verður eftir því. Gefin hafa verið vilyrði fyrir því. „Við höfum ekki bolmagn til að taka við þessu öllu sem heild. Það þarf að fara fram eitthvert val. Við eigum nú þegar töluvert af minjum úr ýmsum öðrum skólum.“ Skólamunastofu þarf að rýma fyrir haustið - Austurbæjarskóla vantar húsnæðið - Ræða hugmynd um skólaminjasafn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skólamunastofan Skólinn þarf að nota húsnæðið fyrir kennslu..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.