Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 ✝ Sigurður Oddsson fædd- ist á Ísafirði 13. september 1944. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 4. júní 2022. Foreldrar Sig- urðar voru Oddur Oddsson, bakari, f. 10.04. 1913, d. 18.10. 1998, og Sigrún Árnadóttir, húsfreyja, f. 15.11.1914, d. 21.06. 2004. Systir Sigurðar er Árný Her- borg Oddsdóttir, f. 2.1. 1942, eiginmaður hennar er Kristján Friðbjörnsson, f. 2.5. 1942. Hinn 3.10. 1964 kvæntist Sigurður Hrefnu Kristínu Hrafnsdóttur Hagalín, f. 21.5. 1942. Börn þeirra eru Oddur, f. 18.1. 1965. Eiginkona hans er urður Patrik. Áður átti Arna dótturina Hrefnu Hagalín. Sambýlismaður hennar er Ingi Lárusson, dætur þeirra eru Heiða Ísey og Milla Sóley. Áður átti Fjalar soninn Atla Óskar. Sigurður ólst upp á Ísafirði. Eftir hefðbundna skólagöngu fór hann í Iðnskólann á Ísafirði og lærði netagerð hjá Netagerð Vestfjarða. Vann hann við það í nokkur ár. Hann dreif sig svo til Noregs í tækniskóla og lærði byggingartæknifræði sem hann lauk við vorið 1971. Var hann þá búinn að ráða sig hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri. Hann vann þar til ársins 2008. Eftir það var hann með sjálf- stæðan rekstur, eða þar til hann veiktist í mars 2010. Sigurður var ötull í félags- málum og var t.d. formaður íþróttafélagsins Þórs 1980- 1984. Hann var gerður að heið- ursfélaga þar árið 2020. Sig- urður gekk í Oddfellowregluna árið 1984 og gegndi þar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Útför hans fer fram í Digra- neskirkju í dag, 21. júní 2022, klukkan 13. Guðbjörg Brá Gísladóttir, f. 11.4. 1978. Börn þeirra eru Alfa Brá, Hrafn og Yrsa. Áð- ur átti Oddur börnin Sigurð, Rúnu og Maren. Sigurður er kvænt- ur Önnu Löllu Patay og synir þeirra eru Marinó og Leó. Kristín, f. 5.6. 1968, eig- inmaður hennar er Einar Garð- ar Hjaltason, f. 21.1. 1955, þeirra börn eru Viktor Máni og Hrafnhildur Eva. Áður átti Einar börnin Hjalta, Eddu Katrínu og Kolbein sem er lát- inn. Arna Sigrún, f. 16.1. 1970, eiginmaður hennar er Fjalar Sigurðarson, f. 27.1. 1964. Börn þeirra eru Helga Rakel og Sig- Í dag fylgjum við pabba til hinstu hvílu. Hetjunni okkar, sem er búinn að berjast í tæp 13 ár. Okkur varð það ljóst snemma á lífsleiðinni að pabbi var enginn venjulegur maður. Hann varð alltaf að prófa allt og fór stundum offari í því. Hann er einn af fáum sem fór fram af brjótnum í Bol- ungarvík á dráttarvél og hrygg- brotnaði hann við það. Lengi gat hann ekki gengið en hann var þrjóskur og komst í gegnum þetta á unglingsárum sínum. Þegar við systkinin lítum til baka þá hellast yfir okkur minn- ingar og alltaf er pabbi önnum kafinn. Ef eitthvað bjátaði á, hvort sem það var stórt eða smátt, þá var pabbi alltaf fyrstur til að koma manni til aðstoðar. Hann var mjög ráðagóður og eng- in verkefni voru honum óleysan- leg. Hann hlustaði á okkur og var fljótur að taka ákvarðanir og leysa málin. Hans aðaláhugamál var vinnan og aftur vinnan og félagsstörfin, fyrst sem formaður Þórs og svo í Oddfellow. Svo Garðshorn eða bústaðurinn. Hann þurfti að stækka því barnabörnunum fjölg- aði ört. Síðan breyttist allt þegar hann fékk fyrstu heilablæð- inguna. Pabba verðum við ævinlega þakklát fyrir svo margt. Þakklát fyrir lífið sem hann gaf okkur, fyrir allt sem hann kenndi okkur, fyrir trúna sem hann hafði á okk- ur og ástina sem hann sýndi okk- ur. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Fótspor pabba verða aldrei fyllt og hans er sárt saknað. Oddur, Kristín og Arna. Mágur minn og vinur, Sigurð- ur Oddsson, er allur. Eftir 13 ára erfið veikindi hefur hann fengið hvíldina, hvíldina sem hlýtur að vera góð eftir þessi erfiðu ár. Sigga hef ég þekkt nær alla mína ævi – og frá öndverðu höfum við saman deilt henni Hrefnu systur minni. Veikindin ollu miklum breytingum á högum þeirra hjóna því að hann var ávallt orkumikill, vinnusamur og félagslyndur, og lék á als oddi í spjalli við vini og kunningja. Sem unglingur var Siggi í ýms- um störfum, en fór svo að starfa hjá Netagerð Vestfjarða hjá þeim Guðmundi Sveins, Muggi og fleiri góðum mönnum. Eljusemin var þar mikil en líka gjarnan slegið á létta strengi og var Siggi sæll með sinn hlut þar. Segja má að í netagerðinni hafi sagnaheimur- inn verið griðastaður sem veitti hvíld frá hefðbundnum lögmál- um. Hrefna studdi Sigga til mennta og velgengni í starfi og fjöl- skyldulífi. Svo fór að þau fluttu til Noregs þar sem hann nam tækni- fræði. Þau fóru utan ásamt börn- um sínum, Oddi og Kristínu, og dvöldust þar næstu árin. Börnun- um fjölgaði ytra því að meðan á námsdvölinni stóð fæddist svo hún Arna Sigrún. Að námi loknu héldu þau til Akureyrar og varði Siggi starfsævinni sem deildar- stjóri hjá Vegagerðinni en sá vinnustaður skipaði fyrir vikið stóran og mikilvægan sess í lífi fjölskyldunnar. Siggi var ötull í félags- og trún- aðarstörfum. Hann var meðal annars virkur í oddfellowstarfi og þá var hann formaður íþrótta- félagsins Þórs á níunda áratugn- um. Fyrir framlag sitt fékk hann gullmerki félagsins og hlaut svo sæmdarheitið heiðursfélagi Þórs fyrir tveimur árum. Hvort tveggja mikil viðurkenning sem hann mat mikils. Það var gaman að heimsækja þau norður og þaðan var farið í margar ferðirnar um Norður- landið, Siggi gjörþekkti bæði náttúruna og svo fólkið sem við hittum í sveitunum – það var sem hann þekkti hvern einasta karl á Norðurlandi! Þau eignuðust líka yndislegan sumarbústað í Fnjóskadalnum, þar áttum við margar góðar stundir. Hann var líka mikið fyrir að vera með barnabörnunum sem voru líf hans og yndi. Gaman var að fylgjast með honum gantast og leika við börnin en hann var einstaklega þolinmóður við þau og lét margt eftir þeim sem þau höfðu gaman af. Krakkarnir fundu líka að það var gott að vera í faðmi afa og voru fljót að hlaupa til hans þegar þau hittu hann og áttu einstakt samband við afa sinn. Skemmtilegasta ferðin sem við Snorri fórum í með þeim Sigga og Hrefnu var þó Noregsferðin okk- ar. Fórum við þá með Norrænu til Bergen og var bíllinn hans Sigga með í för, frá Bergen var svo farið í vikukeyrslu til Oslóar, víða stansað á leiðinni og margt skemmtilegt og fróðlegt skoðað, heimsóttum m.a. Þóru vinkonu mína Þórleifs í Jessheim. Já, þetta var einhver skemmtilegasta ferð sem við höfum farið og auð- vitað átti alltaf að fara í aðra! Elsku Siggi minn, hjartans þakkir fyrir allt sem við áttum saman og ég bið góðan Guð að fylgja þér í ferðinni sem þú legg- ur í núna. Elsku Hrefna mín, Oddur, Kristín, Arna og fjölskyldur, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra, hugurinn verður með ykk- ur. Auður H. Hagalín. Þakka þér fyrir afi hversu góð- ur þú varst við okkur barnabörn- in. Alltaf tilbúinn að leika og bralla eitthvað með mér. Áhuga- málin okkar voru bílar, sleðar, fjórhjól og má ekki gleyma Garðshorni eða fara með þér í bú- staðinn. Ég gleymi aldrei ferðinni okkar til Ólafsfjarðar á sleða- keppnina þar. Og dýrasta pylsan í heiminum var keypt. Afi var alltaf aðeins að drífa sig og keyrði inn á Dalvík aðeins of hratt og var stoppaður af löggunni 25000 kall kostaði þessi pylsa hann elsku afa minn. Það sem við gátum hlegið að þessu öllu saman seinna meir. Síðast rifjaði ég þetta upp með þér á Landakoti um jólin og þú fórst að hlæja. Ég gleymi líka aldrei bíltúrunum okkar afa sem enduðu alltaf annað hvort í ís í Brynju eða pylsu í Olís. Pylsu með kartöflusalati, nammi namm. Árin tvö sem ég bjó hjá ykkur ömmu voru yndisleg. Þá varst þú mér sem pabbi og stóðst með mér í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Auðvitað breyttist allt við áfallið en alltaf þegar við hittumst kom fallega brosið. Ég vildi hafa þetta stutt en þegar við hittumst næst verður aftur gaman og leikið og við fáum okkur ís eða pylsu. Saknaðarkveðjur Viktor Máni. Við Siggi Odds ólumst báðir upp á Ísafirði og við urðum bestu vinir áður en við byrjuðum í skóla. Við vorum heimagangar hvor á annars heimili og foreldrar hans voru mér góðir. Siggi var alltaf vel til fara og mamma hans prjón- aði á hann fínar peysur. Eitt sinn var ég heima hjá honum og mamma hans sýndi mér fallega útprjónaða peysu sem hún var að klára á Sigga. Ég hafði misst mömmu 10 ára en þetta var eitt- hvað seinna og ef til vill hefur hún lesið eitthvað úr svipnum mínum því seinna færði hún mér alveg eins peysu sem mér fannst stór- kostlegt. Þetta er mér enn minn- isstætt á gamals aldri. Siggi var hugmyndaríkur, skemmtilegur og óvanalega kappsamur. Þegar unglingsárin byrjuðu fórum við að æfa Atlas heima hjá Sigga og fannst við styrkjast mjög og verða voða flottir. Við eins og krakkar á Ísafirði unnum við hvað sem var á sumrin og stundum á skólatíma ef landburður var af fiski. Kappið í Sigga var svo mikið að til dæmis ef við vorum að binda skreið vildi hann keppa að því að binda flesta baggana yfir daginn eða ef við vorum að vinna í löndun þá var mikið mál að vera fyrstur með stíuna. Það var gaman að kappinu í honum og hann varð dugnaðarmaður. Ég held að þetta kapp og að geta gert það sem maður setur sér hafi fylgt honum alla tíð. Við unnum saman við byggingu brjótsins í Bolungarvík og þá vorum við sko orðnir karlar í krapinu. En í þeirri vinnu slas- aðist Siggi alvarlega, hann hrygg- brotnaði og alveg ótrúlegt að hann skyldi ná sér af þeim meiðslum. Að lokinni skólagöngu fór ég suður til náms og nokkrum árum seinna fór Siggi til Noregs að læra tæknifræði, þá orðinn fjölskyldumaður. Það var mjög gaman að örlögin færðu okkur saman á ný í Noregi þar sem ég starfaði í þrjú ár. Þetta var alveg sérstakt því á þessum tíma bjuggu systir mín og mágur með sína fjölskyldu í Osló, en þau voru vinir Hrefnu og Sigga. Ég í bjó Dröbak og Hrefna og Siggi í Gjö- vík. Milli okkar varð ótrúlega mikill samgangur miðað við fjar- lægð og gaman að umgangast á ný. Sérstaklega er gott að minn- ast heimsókna okkar til Gjövík. Hrefna og Siggi einstök að heim- sækja, vináttan endurlífguð og sérstakt að eiga þennan tíma saman fullorðnir. Þegar Siggi lauk námi hóf hann störf hjá Vegagerðinni staðsettur á Akur- eyri. Hann var deildarstjóri yfir framkvæmdum á Norðuraustur- landi. Starfstími hans allur varð á Akureyri. Mikið varð ég glaður þegar minn gamli vinur þáði boð í sjötugsafmælið mitt. Hann hafði orðið fyrir heilablóðfalli nokkrum árum árum áður og hann vissi al- veg hvað það hafði skert hann mikið. En þarna kom hann í fjöl- skylduna mína sem hann um- gekkst í uppvextinum, þekkti alla og umvafði ekki síst Helgu systur sem var húsmóðir á heimilinu mínu fram að fermingu. Þetta varð mikil gæðastund fyrir okkur báða. Margt var brallað á árunum okkar Sigga og margt er orðið gleymt en minning um dugmik- inn, skemmtilegan og kappsfullan mann sem náði sínum markmið- um situr eftir. Ég votta Hrefnu, Oddi, Krist- ínu og Örnu og þeirra börnum innilega samúð og þakka allt sem var. Gunnbjörn Guðmundsson. Siggi vinur okkar er fallinn frá. Siggi var maðurinn hennar Hrefnu æskuvinkonu minnar á sjötta áratug og hann var á sínum tíma heimagangur á æskuheimili mínu. Siggi var hár og spengileg- ur maður, frekar hnarreistur og flottur á velli. Hann var metnað- argjarn og dugmikill og mjög fylginn sér. Hann var í eðli sínu fyrirliði, það sást strax í uppvext- inum þegar maður fylgdist með vinahópnum en hann og Gunn- björn bróðir voru bestu vinir. Við Sverrir vorum flutt frá Ísafirði þegar Hrefna og Siggi urðu par en vorum svo lánsöm að seinni þrjú árin sem við bjuggum í Nor- egi féllu með námsárum Sigga í Gjövík í Noregi. Síðan hefur okk- ur alltaf fundist að við þekktum börnin þeirra svo vel þótt við byggjum alltaf í sitt hvorum landshlutanum heima og heiman. Það var sérstakt að vera með þeim í Gjövik og við eigum frá þessum tíma einstakar minning- ar. Þau voru svo heppin að fá rað- hús til leigu svo virkilega fór vel um þau á námstímanum og í lengjunni þeirra bjuggu t.d. kennarar í skólanum. Þessu fólki kynntumst við öllu enda var um- gengni þeirra við Hrefnu og Sigga á jafnréttisgrundvelli sem er merkilegt þegar við hugsum til baka. Þegar Arna litla var fædd ræddum við nafn á hana eins og við öll ættum sérstaka hlutdeild í barninu og dóttir okkar eignar sér reyndar nafnið. Þetta voru dásamleg ár sem gott er að dvelja við. Eftir að Hrefna og Siggi fluttu heim og til Akureyrar, en þar vann hann sem deildarstjóri hjá Vegagerðinni, héldum við góðu sambandi. Sigga hundleidd- ist í Reykjavík og vildi alltaf drífa sig norður. Í minningunni eru samverustundir fyrir sunnan færri og óminnisstæðari en heim- sóknir okkar til Akureyrar alveg eins og í Gjövik áður. Siggi var óþreytandi í vinnunni sinni og ég held hann hafi elskað hana. Hann var virkur í félagslífi, m.a. í Odd- fellow, og í Þór er hann fyrrver- andi formaður og seinna heiðurs- félagi. Alls staðar eignaðist hann vini og alls staðar vildi fólk fá hann með. Fyrir svona mann var gífurlegt áfall að fá alvarlegt heilablóðfall fyrir 12 árum svo vel á sig kominn að öllu leyti. Honum var kippt úr sambandi. Öll þessi ár hefur líf hans verið annað, brotthvarf úr vinnu, breytt staða í félagslífi og hægfara dregið sig í hlé frá vinum. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvað Hrefna hefur staðið þétt við hlið hans á þessum tíma þegar þátttakan í samfélaginu þvarr hægt og hægt með óviðráðanleg- um afleiðingum. Allt þar til í haust bjó Siggi heima án dagvist- ar eða annarra úrræða og Hrefna var stoð hans og stytta. Ég hlakk- aði mikið til þegar þau ákváðu að flytja suður en þau voru varla bú- in að koma sér fyrir þegar covid skall á með öllum sínum takmörk- unum. Síðastliðið haust fékk Siggi aftur áföll og komst ekki heim eftir það. Hann var nýkom- inn á Sunnuhlíð þegar hann lést. Elsku vinkona og kæru Oddur, Kristín og Arna. Við vottum ykk- ur og fjölskyldum ykkar innilega samúð við leiðarlok pabba ykkar. Hann var mikill sómamaður. Jóna, Kristján, Orri, Geirný, Jón Einar og Rannveig senda samúð- arkveðjur. Rannveig Guðmundsdóttir og Sverrir Jónsson. Mig langar til að minnast vinar míns og fyrrverandi samstarfs- félaga, Sigga Odds, í nokkrum orðum. Leiðir okkar Sigga lágu fyrst saman á Vegagerðinni á Ak- ureyri þegar hann kom þangað til starfa sem tæknifræðingur. Ég var þá með vinnuflokk og var Siggi minn yfirmaður. Mér leist nú ekkert of vel á hann í byrjun en við náðum fljótt saman, enda var gott að eiga við Sigga því hann tók alveg tillit til þess sem undirmenn hans lögðu til. Þá var hann alltaf boðinn og búinn að leysa úr hvers kyns vandamálum og skipti þá engu hvort hlutirnir voru gerðir alveg eftir bókinni eða ekki. Siggi fann alltaf lausn og hikaði ekki við ákvarðanatök- ur. Siggi Odds var einn af mínum bestu samferðamönnum í lífinu og við höfum brallað margt sam- an, bæði í tengslum við vegagerð, sem og utan vinnu. Mér eru sér- lega minnisstæð ýmis atvik þegar upp komu ágreiningsmál er tengdust landeigendum eða bíl- stjórum í vegagerðinni. Siggi náði alltaf að leysa úr öllum vanda enda var hann mjög góður í mannlegum samskiptum og sér- lega lunkinn við að lempa ýmis mál. Einu sinni var kvenkyns landeigandi afar ósáttur yfir framkvæmdum á hennar landi. Þá hringdi ég í Sigga og bað hann koma til að miðla málum. Siggi hreinlega tók konuna, sem var hálfskælandi yfir öllu saman, á hné sér, þerraði tárin og leysti málið. Eftir þetta náðum við land- eigandinn vel saman, ég drakk margoft kaffi hjá henni og kláraði vegaframkvæmdina án frekari vandræða. Siggi átti það til að taka rispur, eins og það var kallað, og tók ég oft þátt í því. Enginn erfði vitleys- isganginn í slíkum rispum við hann, því hann reyndist fólki allt- af vel og var sérlega greiðvikinn. Sem dæmi um greiðvikni Sigga þurfti konan mín einu sinni að fara suður til læknis og ég var eitthvað tvístígandi með það að fara frá vinnu og heimilinu í viku. Þá sagði Siggi: „Þú átt ekki að láta svona drengur. Þú ferð suður með konuna og ég sé um hitt.“ Siggi stóð við þetta og kom við á heimilinu og kíkti á krakkana á hverjum degi en við vorum svo gott sem nágrannar þegar hann bjó í Löngumýrinni. Eftir að Siggi fékk heilablæð- inguna fórum við oft í bíltúra saman eitthvað út í sveit og með- an hann bjó enn á Akureyri náði ég í hann einu sinni í mánuði og við fórum saman í kaffi uppi á Vegagerð. Þá var alltaf gott að koma í kaffi til Hrefnu og Sigga en í mörg ár hafði ég þann sið að drekka kaffi með þeim á gamlárs- dag. Takk fyrir samfylgdina kæri vinur. Við tökum kannski rispu síðar. Hrefnu og börnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingi Ragnar Sigurbjörnsson. Sigurður Oddsson ✝ Hreinn Guð- bjartsson fæddist 4. júlí 1938. Hann lést 26. maí 2022. Foreldrar hans voru Karítas Hann- esdóttir, f. 16. okt. 1908, d. 19. jan. 1980, og Guðbjart- ur Jónas Jóhann- esson, f. 9. nóv. 1909, d. 5. maí 1997. Hreinn ólst upp í Miklagarði í Dalasýslu hjá foreldrum sín- um og systkinum. Systkini hans eru: Haukur, f. 28. sept. 1930, d. 4. jan. 2013. Reynir, f. 21. okt. 1934, d. 17. okt. 2019. Hall- dóra, f. 24. sept. 1936. Hrafn- hildur, f. 2. mars 1941. Svan- hildur, f. 7. des. 1942. Margrét Indríður, f. 9. júní 1948. Jó- hannes Smári, f. 11. sept. 1953. Hreinn giftist Ásgerði Ásmunds- dóttur, f. 6. janúar 1940, d. 10. febr- úar 2021. Dætur þeirra eru: 1) Kristín, f. 2. nóvember 1960, d. 26. júlí 2021. 2) Guðrún, f. 15. októ- ber 1961. 3) Mar- grét Guðfinna, f. 9. janúar 1963. 4) Hrefna, f. 27. febrúar 1968. Hreinn og Ásgerður skildu. Hreinn giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Sæ- björnsdóttur. Hún á þrjá syni; Guðbjart, Gunnar og Óla. Hreinn hvílir í Útskála- kirkjugarði. Útförin fór fram í kyrrþey 9. júní 2022. Elsku bróðir minn, Hreinn Guðbjartsson frá Miklagarði í Dalasýslu, síðast í Melteigi 19 í Garði, er látinn. Hann fékk að kveðja okkur í svefni á uppstign- ingardag, 26. maí 2022. Ég vil kveðja hann og óska að hann hvíli í friði. Vertu sæll elsku bróðir minn, þessi kveðja er frá systur þinni Svanhildi og fjölskyldum mínum. Aðstandendum þínum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Svanhildur Guðbjartsdóttir. Hreinn Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.