Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Hluthafafundur Klakka ehf. 29. júní 2022 Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn miðvikudaginn 29. júní 2022 að Smáratorgi 3 (9. hæð), 201 Kópavogur á skrifstofu Deloitte ehf. og hefst fundurinn kl. 09:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2021. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2021 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun afkomu ársins. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðunarfélags. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Óskað er eftir að framboð til stjórnar félagsins berist skriflega til stjórnar að lágmarki fimm dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundardegi. Fundurinn mun fara fram á ensku. Kópavogur, 21. júní 2022. Stjórn Klakka ehf. Klakki ehf. Sími: 550-8600 www.klakki.is Greinarhöfundur skrifaði grein í Morg- unblaðið hinn 27. apríl sl. þar sem fjallað var um ásýnd Ríkisend- urskoðunar og þá stað- reynd, að hið háa Al- þingi hefur um nokkurra ára skeið þverbrotið greinar nr. 2 og nr. 6 í lögum um endurskoðendur nr. 94/2019. Efnislega fjalla þessar greinar um þá staðreynd, að enginn má kalla sig endurskoðanda eða gefa slíkt í skyn nema hafa til þess löggildingu. Þetta ákvæði fékkst loks tekið inn í íslenska löggjöf eftir áralanga baráttu forsvarsmanna endurskoðendastéttarinnar en fram að því gat nánast hver sem er kallað sig endurskoðanda án þess að upp- fylla þetta skilyrði. Frá árinu 2018 þótti skyndilega ekki lengur ástæða til að virða þetta skilyrði við ráðn- ingu ríkisendurskoðanda. Síðan fyrrnefnd grein mín birtist hafa orðið stórtíðindi á þessum vett- vangi með ráðningu nýs „ríkis- endurskoðanda“. Þeg- ar staðan var auglýst sóttu 12 einstaklingar um, þar af sex löggiltir endurskoðendur og aðrir sex með ýmsa aðra menntun. Nið- urstaða Alþingis varð síðan að ráða stjórn- málafræðing sem „endurskoðanda“ en þeir sex einstaklingar, sem að mínu mati voru þeir einu sem uppfylltu skilyrði ráðningar, máttu bíta í það súra epli að vera hafnað. Lítilsvirðingin við endurskoð- endastéttina og þær gríðarlegu kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem öðlast vilja löggildingu, er al- gjör. Ég væri ekki hissa þótt þeir frumkvöðlar stéttarinnar sem ég lærði af og börðust fyrir lögvörðum réttindum hennar væru nú búnir að snúa sér nokkra hringi í gröfinni eftir fyrrnefnda atburði. Í samræmi við framangreint – væri þá ekki heppilegt t.d. þegar næst þarf að ráða ríkisskattstjóra að fá t.d. góðan skipstjóra til að gegna starfinu? Þeir eru jú vanir að stjórna fólki. Eða fá góðan stýri- mann til að verða tollstjóri þegar þar að kemur? Þannig mætti áfram telja. Að allri hótfyndni slepptri þá er hér, að mínu mati, um gríðarlega al- varlega og neikvæða þróun að ræða í þessum málum og full ástæða til að staldra við og spyrna við fótum. Heiður stéttarinnar og trúverðug- leiki eru að veði. Að öðru leyti vísa ég enn til fyrr- nefndrar greinar minnar í Morgun- blaðinu. Endurskoðendastéttin niðurlægð Eftir Guðmund Jóelsson » Lítilsvirðingin við endurskoðenda- stéttina og þær gríð- arlegu kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem öðlast vilja löggild- ingu, er algjör. Guðmundur Jóelsson Höfundur var löggiltur endur- skoðandi 1975 til 2019. Í viðauka Skarðs- árbókar segir að vet- urinn 975 til 976 hafi Íslendingar verið svo aðframkomnir af hungri og illu árferði að „þá átu menn hrafna og melrakka og mörg óátan ill var etin. Sumir létu bera út börn, drepa gam- almenni, ómaga og hrinda fyrir hamra.“ Síðan eru liðin mörg ár. Hins vegar, ef marka má fréttaflutn- ing seinustu vikurnar, sést að íslenskir fjöl- miðlar stunda þessa fornu íþrótt af kappi. Þeir eta hrafna og melrakka og hrinda gamalmennum fyrir hamra þegar þeir hafa ekkert annað að naga en gúrkur. Óshlíðarmálið svokallaða hefur verið mikið í fréttum undanfarið og er allt hið sorglegasta. Það er ekki auðvelt að missa ástvini og þegar spurningum er ósvarað leita menn að svari, að sjálfsögðu. Ég ætla ekki að reifa það mál, enda veit ég ekki meira um það en hver annar. Ég spyr hins vegar um siðferði fjölmiðla og lögreglunnar á Vest- fjörðum. Æ ofan í æ, þegar fjallað er um Óshlíðarmálið, beinist athygli máls- ins að bílstjóranum og hann nafn- greindur aftur og aftur. Gefið er í skyn í fjölmiðlum að eitthvað vafa- samt hafi átt sér stað og að fram- burðir hafi breyst, eins og hvort maðurinn hafi ekið á 40 km eða 60 km hraða. Hinir og þessir sófa- spekingar eru fengnir til að tjá sig um ástand bílsins og svo mætti lengi telja. Þá er reglulega hringt í bílstjórann með gruggugar spurn- ingar og þegar hann verður leiður á aðdróttununum er það notað gegn honum. Hann er ítrekað nafn- greindur en aðrir málsaðilar halda oftast nafnleynd. Vangaveltum er hellt í miðlana svo fólk smelli á, lesi. Gamalmenni er hrint fyrir hamar í krafti auglýsingagróða og gúrkutíðar. Óshlíðarmálið er lögreglumál og hefði átt að haldast slíkt. Þess í stað hefur myndast skrípaleikur þar sem slúður og rógur halda uppi hitunni. Væri ekki ráð að bíða með hasar- fréttaflutning af mál- inu þar til rannsókn er lokið? Hvað þá að nafngreina menn og gefa hitt og þetta í skyn? Er um að ræða einhverja úrkynjaða eftir-metoo-frétta- mennsku þar sem fjöl- miðlar geta dregið hvern sem þeir vilja í miskunnarlaust gin kjaftagangs og get- gátna? Kaffistofusl- úður í boði virtra fréttamiðla? Hver ber ábyrgð? Er það lögreglan á Vestfjörðum sem hefði mátt vita að málið er viðkvæmt og hefði þar af leiðandi átt að halda leynd yfir því eða að minnsta kosti aðeins gefa út þær upplýsingar sem henni bar lagaleg skylda til? Eða eru það gjallarhorn hungr- aðra blaðamanna sem bera ábyrgð? Kannski hvort tveggja? Ég veit það ekki en veit fyrir víst að títtnefndur bílstjóri ber þunga þessa fjölmiðlafárs á sínu baki. Að hafa þurft að fara í gegn- um þennan harmleik á sínum tíma hlýtur að hafa verið hræðilegt en að þurfa að endurupplifa allt saman 50 árum seinna hlýtur að vera óbærilegt og það fyrir framan al- þjóð undir vökulum augum sjálf- skipaðra rannsóknarlögreglu- manna. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Nú er ég ekki hlutlaus í þessu máli og þekki bílstjórann ágætlega en ég var svo heppinn að kynnast honum þegar ég bjó vestur á fjörð- um og get ekki annað sagt um þann mann en að hann er ljúfling- ur, góðmenni og mesti dýravinur sem ég hef fyrirhitt. Spurt skal að leikslokum, því hvorki hann né nokkur annar á skilið að lenda í hakkavél fjölmiðla- manna sem hafa fátt annað máli sínu til stuðnings en að þeir sjálfir séu orðnir leiðir á gúrkum og hrafnakjöti og hafi þess vegna óstjórnlega þörf fyrir að hrinda gamalmennum fyrir hamra. Krossfesting í Óshlíð Eftir Einar Ísaksson »Hasarflutn- ingur frétta- manna af Ós- hlíðarmálinu er yfirgengilegur. Einar Ísaksson Höfundur er fornleifafræðingur. einar.ingunarson@gmail.com Það hefur átt sér stað mikil aukning í fiskeldi á síðustu árum og útflutnings- verðmæti eldisafurða námu um 35 millj- örðum króna á síðasta ári. Vöxtinn má að mestu rekja til fjög- urra laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu er- lendra aðla. Það eru miklir hagsmunir und- ir og öflug hagsmunagæsla. Spilling gagnrýnd Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem átti sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna í hálfu starfi við Samfélagsverkefni gegn spillingu. Tekið skal skýrt fram að höfundur nýtur ekki fjárhagslegs stuðnings í þessu verkefni. Mér hreinlega ofbýður þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð og er það ástæðan fyrir því að stigið er fram. Opinber gagnrýni mín hófst fyrst í byrjun ársins 2019 og vegferðinni má skipta í þrjá áfanga: Beiðni um opinbera rannsókn Gerðar voru alvarlegar athuga- semdir við frumvarp um fiskeldi, öll- um alþingismönnum sendar ítarleg- ar greinargerðir um málið, ítrekað voru sendir tölvupóstar til stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar Alþing- is og auglýst í blöðum þar sem hvatt var til opinberrar rannsóknar. Eng- in viðbrögð fengust við þessari beiðni. Jafnt voru fjölmiðlar hvattir til að fara í faglega rannsóknavinnu varðandi þetta mál. Eini fjölmiðillinn sem hefur sýnt málinu áhuga er Stundin, sem hefur fjallað um af- markaða þætti þess. Upplýsingar til almennings Skrifaðar voru fjölmargar greinar til að upplýsa og vekja athygli á þeirri spillingu sem var viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fisk- eldi. Almennt var það verklag haft að tekin voru fyrir umhverfismálin í Bændablaðinu og spillingin í Morg- unblaðinu. Jafnframt var málið kynnt á samfélags- miðlum og fjöldi tölvu- pósta sendur til ákveð- inna markhópa. Fjölmargir hafa haft samband og lýst undr- un sinni á þeim vinnu- brögðum sem hafa við- gengist, en enginn hefur fram að þessu lagt í að stíga fram og taka undir mína gagn- rýni opinberlega. Sjálfstæð rannsókn Þar sem ekki var orðið við þeirri beiðni minni að fram- kvæmd yrði opinber rannsókn á spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi ákvað undirritaður að hefja umfangsmikla rannsókna- vinnu í upphafi þessa árs. Seinna ákvað nýr matvælaráðherra að fá Ríkisendurskoðun til að framkvæma stjórnsýsluúttekt á málefnum fisk- eldis. Úttekt stofnunarinnar verður væntanlega að mestu að skoða hvort markmið laga um fiskeldi hafi náðst og skila skýrslu í haust. Gert er ráð fyrir að rannsókn höfundar verði á töluvert breiðari grunni. Þið félluð á prófinu Snemma í minni vinnu var ákveðið að fara hefðbundnar leiðir til að koma athugasemdum á framfæri. Allir eiga að hafa sömu möguleika á að koma sínum athugasemdum á framfæri, óháð bakgrunni eða tengslum. Of mikil tengsl skapa of mikla nánd og geta stuðlað að óheppilegu hagsmunapoti og spill- ingu, sem mín gagnrýni gengur að stórum hluta út á. Það er nú full- reynt að hefðbundnar aðferðir skila litlu sem engu; enginn stjórn- málamaður hefur haft fyrir því að hafa samband við undirritaðan og þannig fallið á prófinu. Það er sér- staklega athyglisvert í því samhengi að undirritaður hefur unnið fjölmörg fiskeldisverkefni fyrir stjórnvöld, m.a. komið að gerð laga og reglu- gerða. Vinnan fram undan Á þessu ári verður unnið að því að skrifa rannsóknaskýrslur um ein- stök laxeldisfyrirtæki í meiri- hlutaeigu erlendra aðila og önnur mál er tengjast undirbúningi og gerð laga um fiskeldi. Rannsóknaskýrsl- urnar verða viðaukar eða vinnuskjöl við fyrirhugaða bók, Lög um fiskeldi – „Þetta hefur eftirmál“. Vinnu- brögðin við undirbúning, gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt hafa lagt grunn að áhugaverðri sögu sem mikilvægt er að festa á blað. Haft skal í huga að þetta mál hleypur ekki í burtu frá okkur og mun koma upp aftur og aft- ur á næstu árum og áratugum. Aðrar aðgerðir Samhliða rannsókn og skrif á bók verða beiðnir eða kvartanir sendar til ýmissa stofnana. Kvörtun verður send til Samkeppniseftirlitsins er varðar hindranir settar m.a. af ákveðnum hagsmunaaðilum í lög og reglugerðir eða það sem er e.t.v. at- hyglisverðara, hvernig íslenskir leppar erlendra fjárfesta komu í veg fyrir að hindranir væru settar sem hefðu komið í veg fyrir mikinn fjár- hagslegan ávinning. Umboðsmaður Alþingis hefur alltaf sýnt þá kurteisi að svara mínum póstum. Áfram verður reynt og umboðsmanni verð- ur sent beinskeyttari og ítarlegri beiðni. Á seinni stigum rannsóknar minnar verður skoðað hvort vísa eigi málinu til lögreglu. „Þetta hefur eftirmál“ Heiti bókarinnar, „Þetta hefur eft- irmál“, tekur mið af sms frá Kjartani Ólafssyni, stjórnarformanni Arn- arlax og fulltrúa í opinberum stefnu- mótunarhópi, eftir að höfundur sendi inn athugasemdir við fiskeld- isfrumvarpið snemma á árinu 2019. Því miður er þetta mál eitt af fjöl- mörgum sambærilegum málum þar sem ákveðnir aðilar hafa misnotað aðstöðu sína, sér og sínum til mikils fjárhagslegs ávinnings. Lög um fiskeldi og samfélags- verkefni gegn spillingu Eftir Valdimar Inga Gunnarsson » Á seinni stigum rannsóknar minnar verður skoðað hvort vísa eigi málinu til lög- reglu. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdimar@sjavarutvegur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.