Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Ítalski sundmaðurinn Thomas Ceccon sló heimsmet í 100 metra baksundi í karlaflokki á heims- meistaramótinu í 50 metra laug í sundi í Búdapest í gær. Hann synti vegalengdina á 51,60 sekúndum. Hann bætti met Bandaríkja- mannsins Ryans Murphys um 0,25 sekúndur. Murphy, sem hafði sett sitt met á Ólympíuleikunum í Ríó, hafnaði í öðru sæti í sundinu í gær á 51,97 sekúndum. Metið er fyrsta heimsmetið á mótinu til þessa en nokkur mótsmet hafa fallið síðustu daga. Fyrsta heims- metið á HM AFP Heimsmet Thomas Ceccon sló heimsmet á HM í Búdapest í gær. Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, ein besta spretthlaupakona landsins, náði góðum árangri í 100 metra hlaupi er hún kom þriðja í mark á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn. Hún hljóp á 11,71 sekúndu, sem er hennar besti tími á árinu. Dagbjartur Daði Rúnarsson var í þriðja sæti í spjótkasti á sama móti en hann kastaði lengst 71,40 metra. Þá varð Íslandsmethafinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir í sjöunda sæti í sleggjukasti með kast upp á 60,56 metra. Tiana á besta tíma ársins Ljósmynd/Þórir Tryggvason Þriðja Tiana Ósk Whitworth varð í þriðja sæti á sínum besta tíma í ár. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik er komið með átta stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir sannfærandi 4:1-sigur á KA á heimavelli sínum í gær- kvöldi. Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum í síðustu umferð gegn Val, en Kópavogsliðið svaraði með stæl og var sigurinn afar öruggur. Ísak Snær Þorvaldsson fór enn og aftur á kostum hjá Breiðabliki, skoraði eitt mark og lagði upp tvö til viðbótar. Ísak er orðinn gríðar- lega góður og hefur hann flest sem einkennir góðan knattspyrnumann. Mosfellingurinn er snöggur, klókur, útsjónarsamur, byrjaður að klára færin sín af stakri snilld og þá er hann einn líkamlega sterkasti leik- maður deildarinnar. Ísak er einn markahæstur í deildinni með tíu mörk, en Guðmundur Magnússon jafnaði hann í stutta stund í gær- kvöldi, meira um það síðar. Eftir flotta byrjun í sumar er KA í brasi. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum. Með sigri í gær hefði KA getað minnkað muninn á Breiðablik í fjögur stig, en Akureyrarliðið var aldrei líklegt í gærkvöldi. _ Anton Logi Lúðvíksson var í byrjunarliði í efstu deild í fyrsta skipti í gær. Hann hafði áður komið sjö sinnum inn á sem varamaður með Breiðabliki. _ Hinn 16 ára gamli Willian Cole Campbell lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik. Atli bjargvættur KR-inga Atli Sigurjónsson reyndist bjarg- vættur KR er liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæinn. Daníel Finns Matthíasson kom Stjörnunni yfir á 14. mínútu. Stefndi í að það yrði sigurmarkið en Atli jafnaði í uppbótartíma og þar við sat. Theó- dór Elmar Bjarnason negldi yfir úr víti í millitíðinni. Markið var högg í maga Stjörnumanna, sem hafa nú gert tvö jafntefli í röð eftir þrjá sigra í röð þar á undan. Stjörnu- menn verða að sigla sigrum í höfn í svona stöðum ætli liðið sér að eiga einhvern möguleika á að ná Breiða- bliki í toppsætinu. KR hefur ekki tapað síðan í 3. umferðinni í apríl en liðið gerir of mikið af jafnteflum. Jafntefli er þó skárra en tap og annan leikinn í röð tryggði KR sér eitt stig með marki í uppbótartíma. Því ber að hrósa. _ Daníel Finns Matthíasson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna. Nýi völlurinn lofar góðu Þá gerðu Fram og ÍBV 3:3- jafntefli í mögnuðum leik á nýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Staðan var orðin 1:1 eftir tæpar þrjár mínútur. Guðmundur Magn- ússon og Andri Rúnar Bjarnason skiptust á að skora þangað til Alex Freyr Hilmarsson jafnaði í 3:3 og þar við sat. Það væri óskandi að all- ir leikir á vellinum yrðu eins skemmtilegir. Fram hefur leikið fjóra leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þar á undan stóð Fram í Breiða- bliki á útivelli en tapaði að lokum 3:4. Framarar eru á ágætis róli. Takist Framliðinu að laga varn- arleikinn verða stigin mikið fleiri en markatalan í síðustu fimm leikjum er 14:13. Eyjamenn eru eflaust svekktir með að ná ekki í fyrsta sigurinn. Liðið komst í tvígang yfir, en hefði samt getað tapað leiknum. Eyja- menn hafa nú leikið tíu leiki án þess að fagna sigri og er útlitið ekki sérlega bjart. Eftir þrjú töp í röð í öllum keppnum er eitt stig vissu- lega betra en ekki neitt. Eyjamenn þurfa hins vegar fleiri og biðin eftir fyrsta sigrinum má ekki verða mik- ið lengri. _ Guðmundur Magnússon skor- aði sína fyrstu þrennu í efstu deild. Breiðablik svar- aði með stæl - Atli bjargaði stigi fyrir KR - Marka- súpa á nýjum velli - Ísak fór á kostum Morgunblaðið/Hákon Kópavogsvöllur KA-maðurinn Rodrigo Gómez leitar leiða framhjá Viktori Erni Margeirssyni úr Breiðabliki á Kópavogsvell í gærkvöldi. Jasmín Erla Ingadóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fót- bolta, var besti leikmaður tíundu umferðarinnar að mati Morgunblaðsins. Jasmín skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 4:0-heimasigri á ÍBV í fyrra- kvöld og fékk 2 M fyrir frammistöðuna. Hún er nú komin með sjö mörk í deildinni. Rasamee Phonsongkham hjá KR fékk einnig 2 M fyrir frammi- stöðu sína í 3:1-sigri liðsins á útivelli gegn Keflavík. Fjórir leikmenn eru í liði umferðarinnar í þriðja skipti. Ásamt Jasmín er samherji hennar Arna Dís Arnþórsdóttir í liðinu í þriðja sinn, eins og Natasha Anasi og Karitas Tómasdóttir hjá Breiðabliki. Ásdís Karen Halldórsdóttir hjá Val er hins- vegar í fimmta skipti í liði umferðarinnar. johanningi@mbl.is 10. umferð í Bestu deild kvenna 2022 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Eva Ýr Helgadóttir Afturelding Bergdís Fanney Einarsdóttir KR Birta Georgsdóttir Breiðablik Karitas Tómasdóttir Breiðablik Ásdís Karen Halldórsdóttir Valur Jasmín Erla Ingadóttir Stjarnan Cyera Hintzen Valur Arna Dís Arnþórsdóttir Stjarnan Natasha Anasi Breiðablik Jade Gentile Afturelding Rasamee Phonsongkham KR 2 2 2 3 3 3 3 5 Jasmín best í tíundu umferð FRAM – ÍBV 3:3 0:1 Andri Rúnar Bjarnason 2. 1:1 Guðmundur Magnússon 3 1:2 Andri Rúnar Bjarnason 21. 2:2 Guðmundur Magnússon 39. 3:2 Guðmundur Magnússon 49. 3:3 Alex Freyr Hilmarsson 60. MM Guðmundur Magnússon (Fram) Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) M Hlynur Atli Magnússon (Fram) Indriði Áki Þorláksson (Fram) Tiago Fernandes (Fram) Fred Saraiva (Fram) Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) Telmo Castanheira (ÍBV) José Sito (ÍBV) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 4. Áhorfendur: 1722. BREIÐABLIK – KA 4:1 1:0 Ísak Snær Þorvaldsson 24. 2:0 Jason Daði Svanþórsson 65. 3:0 Viktor Karl Einarsson 70. 4:0 Jason Daði Svanþórsson 81. 4:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 89. MM Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki) M Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Rodrigo Gomes (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 9. Áhorfendur: 1352. STJARNAN – KR 1:1 1:0 Daníel Finns Matthíasson 14. 1:1 Atli Sigurjónsson 90. M Björn Berg Bryde (Stjörnunni) Daníel Finns Matthíasson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjörn.) Aron Kristófer Lárusson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Finnur Tómas Pálmason (KR) Hallur Hansson (KR) Theodór Elmar Bjarnason (KR Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8. Áhorfendur: 867. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Besta deild karla Fram – ÍBV............................................... 3:3 Breiðablik – KA........................................ 4:1 Stjarnan – KR........................................... 1:1 Staðan: Breiðablik 10 9 0 1 31:12 27 Stjarnan 10 5 4 1 20:13 19 Víkingur R. 10 6 1 3 22:16 19 KA 10 5 2 3 15:12 17 Valur 9 5 1 3 17:13 16 KR 10 4 4 2 16:12 16 Keflavík 10 3 2 5 16:19 11 Fram 10 2 4 4 19:26 10 FH 9 2 2 5 14:17 8 ÍA 9 1 4 4 10:20 7 Leiknir R. 9 0 4 5 6:15 4 ÍBV 10 0 4 6 9:20 4 2. deild kvenna ÍA – ÍH ...................................................... 8:1 Staðan: Fram 4 4 0 0 12:2 12 Grótta 5 3 2 0 21:3 11 ÍR 4 3 1 0 11:6 10 Völsungur 3 2 1 0 9:3 7 KH 4 2 1 1 13:8 7 ÍA 3 2 0 1 10:4 6 Sindri 5 2 0 3 8:18 6 Álftanes 5 1 1 3 9:12 4 ÍH 5 1 1 3 11:20 4 Einherji 4 1 0 3 4:10 3 Hamar 4 0 1 3 4:10 1 KÁ 4 0 0 4 4:20 0 Noregur B-deild Skeid – Sogndal 2:3 - Jónatan Ingi Jónsson lék allan leikinn fyrir Sogndal og skoraði. Valdimar Þór Ingimundur lék einnig allan leikinn en Hörður Ingi Gunnarsson var allan tímann á bekknum. Staða efstu liða: Brann 26, Mjölndalen 22, Ranheim 20, Stabæk 19, Sandnes 19, KFUM Oslo 18, Sogndal 17. 0-'**5746-' _ Handknattleiksmaðurinn Aron Dag- ur Pálsson hefur gert tveggja ára samning við Val. Hann kemur til félag- inu frá Elverum í Noregi, þar sem hann varð norskur meistari á síðustu leiktíð. Aron hefur einnig leikið með Alingsås, Stjörnunni og Gróttu. _ Knattspyrnuþjálfarinn Sigurvin Ólafsson mun stýra liði KV í síðasta skipti á morgun gegn Þrótti úr Vogum í Lengjudeildinni og svo færa sig um set í Kaplakrikann og verða aðstoðar- maður Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Sigurvin þekkir vel til FH en hann lék með liðinu frá 2006 til 2007 og varð Íslandsmeistari fyrra árið. _ Júlíus Orri Ágústsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfu- knattleiksdeild Stjörnunnar. Júlíus er 21 árs gamall bakvörður, uppalinn hjá Þór Akureyri. Hann var fyrirliði Þórs aðeins 19 ára gamall. Júlíus á að baki 52 leiki með Þór í efstu deild og þá hefur hann einnig leikið með Caldwell- háskólanum í New Jersey, þar sem hann var á síðustu leiktíð. _ Ryan Giggs hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Wales í knatt- spyrnu. Giggs hefur ekki þjálfað liðið að unfanförnu vegna ásakanna um of- beldisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að hann vildi ekki trufa undirbúning velska liðsins fyrir heims- meistaramótið í Katar. Wales tryggði sér farseðilinn til Katar með því að vinna Úkraínu, 1:0, í úrslitaleik. _ Elías Már Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning við norska félagið Fredrikstad Ballklubb og mun hann halda áfram þjálfun meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Nýr samningur Elíasar gildir til 2025. Elías þjálfaði karlalið HK og kvennalið Hauka áður en hann hélt til Noregs. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.