Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar þriggja tannlæknastofa í
Búdapest, sem selja Íslendingum
þjónustu, segja eftirspurn frá Ís-
landi vera að fara í fyrra horf eftir
mikinn samdrátt í kórónuveiru-
faraldrinum.
Fjallað var um þessi viðskipti í
ViðskiptaMogganum í fyrrahaust
en Morgunblaðið heimsótti stofurn-
ar á ný í sumarbyrjun. Var þá að
lifna yfir ferðaþjónustunni í Búda-
pest.
Hjalti Garðarsson, annar eigenda
Íslensku klíníkurinnar, segir
bókunarstöðuna mjög góða.
„Það sem hamlar okkur núna er
að okkur vantar fleiri munngerva-
sérfræðinga. Af þeim völdum erum
við að keyra á hér um bil 50% af
mögulegri getu miðað við stærð
stofunnar, tæki og fleira. Árin 2020
og 2021 eru ekki viðmiðunarhæf
vegna lokunar stofunnar í faraldr-
inum.
Fleiri pantanir en í júní 2019
Það sem af er árinu eru 14%
færri [komur] en á sama tíma 2019
og það sem af er árinu er hlutfall
nýrra viðskiptavina 83%. Horfurn-
ar fyrir sumarið eru mjög góðar.
Við erum með bókanir í hverri viku
út árið. Nú þegar eru fyrsta og
þriðja vika júnímánaðar fullbókað-
ar. Pantanir í júní 2022 eru núna
11% umfram pantanir í júní 2019,“
sagði Hjalti.
Loks segir hann aðspurður
gengisþróun hafa lítil áhrif á að-
sókn.
Loránd Horváth, fulltrúi tann-
læknastofunnar Madenta, segir
kórónuveirufaraldurinn hafa reynt
mikið á fyrirtækið. M.a. hafi komið
sárafáir sjúklingar frá Skandinavíu.
„Sem betur fer þurftum við ekki
að fjárfesta í fyrirtækinu og það
hjálpaði mikið að stjórnvöld létu
frysta afborganir af lánum.
Það hefur hins vegar ekki verið
talað um faraldurinn frá og með
mars á þessu ári og fólk ber ekki
lengur grímur. Ferðamenn sem
kaupa tannlæknaþjónustu eru jafn-
an með þeim fyrstu sem leggja land
undir fót þegar tækifæri gefst enda
hafa þeir mikla ástæðu til að
ferðast. Síðustu tveir mánuðir hafa
verið mjög góðir og næstu ár ættu
að vera mjög góð,“ segir Horváth.
Hann bendir svo á að myndast
hafi uppsöfnuð þörf fyrir tann-
læknaþjónustu í faraldrinum sem
eigi sinn þátt í eftirspurninni.
Fyrstu vikuna í júní hafi Madenta
haldið sína aðra tannlæknaviku fyr-
ir Íslendinga í ár en sú fyrri var
haldin samtímis EM í handbolta í
janúar. Um 15 Íslendingar hafi
mætt á tannlæknavikuna í júní.
Loks segir Horváth verðskrána
hafa hækkað lítillega vegna verð-
bólgu og hærra verðs á aðföngum.
Stríðið skapaði óvissu
Grímur Axelsson, umboðsmaður
fyrir Ísland hjá tannlæknastofunni
Kreativ Dental, segir bókunarstöð-
una fyrir sumarið býsna góða, sér-
staklega að teknu tilliti til ytri þátta
eins og faraldursins og stríðsins í
Úkraínu. Stríðið hafi skapað tölu-
verða óvissu í febrúar og mars og
dregið úr ferðavilja fólks.
„Eftir því sem
hættan af far-
aldrinum minnk-
ar, og fólk áttar
sig á að átökin í
Úkraínu hafa
ekki bein áhrif út
fyrir Úkraínu,
finnum við fyrir
jákvæðni og
ferðagleði og að
fólk er aftur farið
að setja tannheilsu sína á dagskrá.
Til dæmis komu um hundrað gestir
í tannlækningar til Kreativ Dental í
maí,“ segir Grímur um eftir-
spurnina í vor.
Buðu akstur frá Vínarborg
– En hvernig skyldi eftirspurnin
vera miðað við 2019, 2020 eða 2021?
„Miðað við árið 2019 þegar ekk-
ert stríð var í Evrópu og enginn
heimsfaraldur þá voru bókanir Ís-
lendinga um 50% fleiri en þær eru í
maí í ár. Frá apríl 2020 varð svo
hrun í bókunum þegar flugfélög
tóku að loka flugleiðum. Yfir sum-
artímann þegar faraldurinn var í
lægð á Íslandi þá komu þó nokkrir
tugir í hverjum mánuði til Kreativ
Dental. Um tíma var alþjóðaflug-
völlurinn í Búdapest lokaður. Þá
bauð Kreativ Dental gestum sínum
að sækja þá til Vínarborgar og
keyra til baka þeim að kostnaðar-
lausu þar sem enn var flogið til Vín-
arborgar. Þá þjónustu kunnu við-
skiptavinir Kreativ Dental, sem
vildu og þurftu að komast til Krea-
tiv Dental strax, vel að meta. Frá
júní 2021 og til apríl 2022 hefur að-
sóknin aukist jafnt og þétt samhliða
því sem fleiri eru bólusettir eða
hafa fengið veiruna.“
Hlutfallið verið um 50%
„Hlutfall nýrra viðskiptavina hef-
ur verið stöðugt í þau tæpu sjö ár
sem Kreativ Dental hefur boðið
þjónustu sína á Íslandi og er um
50% í hverjum mánuði. Um helm-
ingur gesta Kreativ Dental er að
koma í sína fyrstu heimsókn og um
helmingur er að koma til að halda
áfram meðferð eða til að ljúka með-
ferð.
Horfur fyrir sumarið eru góðar
fyrir Íslendinga og Kreativ Dental.
Allir þeir reyndu tannlæknar sem
hafa starfað sem teymi með
reynslumiklum tannsmiðum af
tannsmíðaverkstæði Kreativ Den-
tal í 10-15 ár eru enn starfandi þar.
Hjá Kreativ Dental er nánast engin
starfsmannavelta sem segir ýmis-
legt og því mikil þekking og reynsla
þar innanhúss.“
– Hefur gengið áhrif á aðsókn?
„Þegar Kreativ Dental hóf að
bjóða Íslendingum þjónustu árið
2016 kostuðu 1.000 ungverskar for-
intur um 500 krónur. Nú kosta
1.000 forintur um 355 krónur …
Það er því hagkvæmara fyrir Ís-
lendinga að koma til Kreativ Dental
en það var árið 2016 þegar við byrj-
uðum. Því ekki hef ég heyrt að verð
á Íslandi hafi svo til staðið í stað sl.
sjö ár eða verð hjá keppinautum
okkar í Búdapest og víðar í Evr-
ópu.“
Streyma til Búdapest á ný
Morgunblaðið/Baldur
Tannlækningar Madenta-tannlæknastofan er í miðborg Búdapest.
- Faraldurinn dró úr aðsókn Íslendinga á tannlæknastofur í Búdapest en aðsóknin er að aukast á ný
- Gengisþróun sögð hafa lítil áhrif á eftirspurnina - Hátt hlutfall nýrra viðskiptavina hjá stofunum
Hjalti
Garðarsson
Loránd
Horváth
Grímur
Axelsson
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Íslenska krónan hefur styrkst tals-
vert gagnvart erlendum gjald-
miðlum á undanförnum misserum.
Frá því í mars hefur krónan styrkst
um tæp fjögur prósent sem má m.a.
rekja til meiri aðsóknar ferðamanna
til landsins. Öll veikingin sem kom í
kjölfar faraldursins er nú gengin til
baka.
Krónan hafði styrkst mikið í byrj-
un árs en veiktist svo stutt við innrás
Rússa í Úkraínu, en er nú komin aft-
ur í þann farveg sem við sáum við
upphaf árs. Krónan er enn mun
veikari en hún var árin 2017 og 2018
og þyrfti að styrkjast talsvert til
þess komast aftur á þann stað sem
hún var þau ár.
„Við búumst við áframhaldandi
styrkingu krónunnar og þá sérstak-
lega þegar ferðaþjónustan tekur við
sér, sem hún er þegar farin að gera,
en það verður meira í sumar,“ segir
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræð-
ingur hjá Greiningu Íslandsbanka, í
samtali við Morgunblaðið.
Bergþóra segir ákjósanlegt að
krónan haldist í jafnvægi fyrir út-
flutningsgreinarnar og ferðaþjón-
ustuna. Of mikil styrking geri Ísland
að dýrari áfangastað fyrir ferða-
menn og þar með myndi draga úr
eftirspurn eftir ferðum hingað.
Magnús Stefánsson, hagfræðingur
Landsbankans, segir styrkingu
krónunnar skýrast meðal annars af
gríðarlegri aukningu í framvirkum
gjaldeyrissamningum sem fara beint
út í gjaldeyrisflæðið.
Dragi úr útflutningi
Seinustu mánuði hefur gengið
styrkst hraðar en Hagfræðideild
Landsbankans átti von á. Það þykir
undarlegt sérstaklega þar sem á síð-
asta ársfjórðungi var einn mesti við-
skiptahalli sem hefur sést frá hruni,
um 50,3 milljarðar.
Hallinn skýrist meðal annars af
betri afkomu innlendra fyrirtækja í
erlendri eign, eins og til dæmis ál-
framleiðenda. Sá halli sem myndast
sökum þessa hefur því engin áhrif á
krónuna fyrr en hagnaðurinn er inn-
leystur að sögn Magnúsar.
Hagfræðideild Landsbankans
spáir því að raungengi krónunnar
verði það sama 2024 og árið 2017
þegar hún var gríðarlega sterk. Að-
spurður segir Magnús að ef það
raungerist muni það draga úr út-
flutningi og auka innflutning. „Það
er tilgangurinn með genginu. Verð
endurspeglar framboð og eftirspurn,
ef það vilja margir koma hingað og
eyða peningum, þá hækkar raun-
gengið og þannig myndast nýtt jafn-
vægi.“
Gengi krónunnar komið á
sama stað og fyrir faraldurinn
- Spá því að raungengi 2024 verði það sama og árið 2017
Morgunblaðið/Eggert
Peningar Vaxtamunur hefur einnig haft áhrif á gengi krónunnar.
« Hagnaður samstæðu DK hugbúnaðar
nam á síðasta ári 264,3 milljónum króna
og jókst um tæpar 50 milljónir króna á
milli ára. Tekjur félagsins námu á árinu
um 1.960 milljónum króna og jukust um
tæpar 300 milljónir. Eigið fé félagsins var
í árslok 109 milljónir króna en handbært
fé frá rekstri um 400 milljónir. Félagið
greiddi eiganda sínum, TSS Blue
Dynasty Holding, 219 milljónir króna í
arð á árinu og lagt er til að greiddur verði
út 100 milljóna króna arður á þessu ári.
DK hugbúnaður hagnast
21. júní 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.21
Sterlingspund 160.72
Kanadadalur 102.26
Dönsk króna 18.485
Norsk króna 13.147
Sænsk króna 12.857
Svissn. franki 135.57
Japanskt jen 0.9946
SDR 175.87
Evra 137.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.6068