Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslenska óperan hlaut um helgina verðlaun á vegum Samtaka evr- ópskra óperuhúsa, Opera Europa, og Fedora í flokki sem nefnist New stage. Opera Europa eru regnhlífar- samtök allra óperuhúsa í Evrópu og Fedora er einn af bakhjörlum sam- takanna og hlýtur styrki frá Evrópu- sambandinu árlega til að úthluta til valinna óperuverkefna, að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra sem tók við verðlaun- unum fyrir hönd Íslensku óperunnar við hátíðlega athöfn í Rudolfinum- tónlistarhúsinu í Prag í Tékklandi á laugardag. Sjálfbærni og þróun Verðlaunin voru veitt í flokknum „Next stage“ og voru 48 listastofn- anir frá 16 löndum tilnefndar fyrir 15 verkefni sem eiga það sameiginlegt að móta framtíð óperulistformsins og stuðla að sjálfbærni óperustofnana í framtíðinni. Verkefnið sem hlaut verðlaunin er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Óperunnar í Leipzig og segir Steinunn Birna að hin tilnefndu verkefni hafi öll verið samstarfsverkefni. Verkefni Íslensku óperunnar og Óperunnar í Leipzig heitir „sustain- able costumes“ eða sjálfbærir bún- ingar og felst í þróun kerfis sem mið- ar að því að skrásetja búninga og búa til hringrásarhagkerfi, að sögn Stein- unnar Birnu. Mikil búningasöfn Steinunn Birna segir mikla þörf á slíku kerfi þar sem óperuhús sitji á miklum söfnum búninga sem verði aldrei notaðir aftur. „Sumir af þess- um búningum eru höfundarréttar- varðir og það þarf að gera þetta hár- rétt þannig að við höfum með okkur mjög fært fólk,“ segir hún. Verðlaunin sem verkefnið hlaut gera það að verkum að það er nú að fullu fjármagnað. „Það er rosalega mikill heiður og líka hvatning,“ segir óperustjórinn. Við sama tilefni var tilkynnt að ný ópera, Agnes, sem Íslenska óperan pantaði af tónskáldinu Daníel Bjarnasyni, er tilnefnd til eftirsóttra verðlauna, Fedora Opera Price. Óperan sú verður frumsýnd haustið 2024 og fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi sem fór fram 12. janúar 1830 en þá voru tekin af lífi Agnes Magn- úsdóttir, vinnukona á Illugastöðum, og Friðrik Sigurðsson, bóndasonur frá Katadal. Voru þau dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum. „Hún er tileinkuð öllum konum sem ekki hafa rödd í eigin örlögum. Hún fékk aldrei að segja sína sögu,“ segir Steinunn Birna um Agnesi. „Þetta var fyrsta hugmyndin sem ég fékk þegar ég tók við þessu starfi eða markmið, að koma þessari sögu í óperu, sem er að verða að veruleika. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á þessari óperu sem er mjög gleði- legt.“ En hvað er óperan langt komin? Steinunn Birna segir allri rannsókn- arvinnu lokið, líbrettóið – eða öllu heldur fyrsta útgáfa af því – tilbúið og búið að leiklesa það og Daníel á fullu að semja. Líbrettóið skrifar þekktur kanadískur höfundur, Royce Valvek, sem hefur skrifað líbrettó fyrir fjölda ópera, m.a. JFK, Break- ing the Waves og Dog Days. Heiður og hvatning - Íslenska óperan hlaut verðlaun á vegum Opera Europa og Fedora - Agnes tilnefnd til Fedora Open Price Viðurkenning Óperustjóri Óperunnar í Leipzig, Tobias Wolf, og Steinunn Birna með verðlaunin sem veitt voru í Prag um helgina. Enski leikarinn Simon Pegg, sem leikið hefur á móti hinum banda- ríska Tom Cruise í nokkrum mynda Mission: Impossible, virðist óvart hafa afhjúpað heldur ógeðfellda hlið á Cruise í viðtali við enska dagblaðið Times sem birt var nýliðna helgi. Sagði Pegg að það besta sem Cruise hefði kennt sér væri að axla aldrei ábyrgð á eigin mistökum. „Ef eitt- hvað fer úrskeiðis og það er honum að kenna þá neitar hann því hrein- lega. Og ef einhver leiðréttir hann þá blikkar hann mig bara og segir „jamm“,“ sagði Pegg um Holly- wood-stjörnuna. Cruise hafi þannig alltaf yfirhöndina og valdið, þ.e. með því að bera aldrei ábyrgð á eigin mistökum. Segir í frétt The Guardian að Cruise hafi tekist, áratugum saman, að halda lífi sínu svo til leyndu og það hafi hjálpað til við að móta ímynd hans sem hinnar fullkomnu kvikmyndastjörnu. Í raun viti fólk lítið sem ekkert um hann og ferill hans aðeins farið niður á við þegar fólk fékk innsýn í hans einkalíf og þá m.a. trú hans á kenningar Vísinda- kirkjunnar. Eftir það var dyrunum lokað og hefur Cruise haldið öllum sínum einkamálum leyndum til fjölda ára. Því hafa ummæli Peggs farið eins og eldur í sinu um netið. Pegg var fljótur að bregðast við afleiðingum viðtalsins og sagði nokkrum klukkstundum eftir birt- inguna í vídeói að þetta hefði bara verið grín milli þeirra Cruise. „Hættið að taka allt svona andskoti bókstaflega,“ sagði Pegg og veltir blaðamaður The Guardian fyrir sér hvort hann hafi fengið símtal frá Cruise og verið beðinn að bjarga málunum eða hvort þetta hafi raun- verulega verið sagt í gríni. Samvinna Pegg og Cruise í vanda í Mission: Impossible – Rogue Nation. Pegg segir Cruise ekki axla ábyrgð Rithöfundurinn Ruth Ozeki hlýtur ensku bókmenntaverðlaunin Women’s Prize for Fiction í ár fyrir fjórðu skáldsögu sína, The Book of Form and Emptiness. Ozeki er bandarísk-kanadísk og auk þess að skrifa skáldsögur starfar hún við kvikmyndagerð og er auk þess búddistaprestur. Í verðlaunafé hlýt- ur Ozeki 30 þúsund sterlingspund, jafnvirði um fimm milljóna króna. The Book of Form and Emptiness fjallar um 14 ára dreng sem fer að heyra raddir eftir að faðir hans deyr. Raddir þessar berast frá hin- um ýmsu hlutum á heimili hans og verða sífellt ágengari þegar söfn- unarárátta grípur móður hans. Þarf hann að leita skjóls á bóka- safni og hittir þar fyrir margt sér- kennilegt fólk sem kennir honum að hlusta á það sem skiptir raunveru- legu máli. Verðlaunuð fyrir bestu skáldsöguna Ljósmynd/Wikipedia/Latrippi Verðlaun Ozeki að árita eintök af bók sinni, A Tale for the Time Being, árið 2013. Spænski vatnslitamálarinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu á verkum sínum 17. júní í Gallerí Grásteini við Skólavörðustíg. Í til- kynningu segir að Fuentes hafi náð miklum árangri í listinni, byrjað að mála sex ára og strax þá sýnt gífur- lega hæfileika. Hann hafi sótt sér menntun hjá meisturum vatnslita- málunar og náð mögnuðum tökum á miðlinum, þrátt fyrir ungan ald- ur. Þá hafi hann hlotið fjölda verð- launa víða um lönd. Feuntes er sagður hafa heillast af íslenskri náttúru fyrir nokkrum ár- um og þá sér í lagi fjölbreyttum veðrabrigðum. Hann hefur komið hingað á hverju ári til að mála í náttúrunni og nú má sjá nokkur þeirra verka. Sýningu lýkur 5. júlí. Heillaðist af íslenskri náttúru Á Íslandi Vicente Garcia Fuentes. Franski kvikmyndaleikarinn og -stjarnan Jean-Louis Trintignant er látinn, 91 árs að aldri. Í frétt AP um andlátið segir að hann hafi öðlast frægð fyrir leik sinn í óskarsverð- launamyndinni Un homme et une femme, eða Karl og kona, frá árinu 1966. Trintignant hafi leikið fram í háa elli og m.a. fjallað um miskunn- arleysi hennar. Er kvikmyndin Amour þar einna þekktust. Trintignant hóf ferilinn aðeins 19 ára og lék í yfir l00 kvikmyndum. Af verðlaunum sem hann hlaut má nefna Silfurbjörninn í Berlín, Cés- ar-verðlaunin frönsku og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Jean-Louis Trintignant látinn FP/Anne-Christine Poujoulat Stjarna Trintignant í Cannes árið 2017. Við eina þeirra mynda sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, mánu- dag, var ranglega farið með nafn á konu sem var gestur á sýningu á verkum Kjarvals. Rétt nafn kon- unnar er Þórunn Magnea Magnús- dóttir og er hún leikkona. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.