Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
✝
Fjóla Krist-
insóttir fæddist
25. apríl 1930 á
Kálfavöllum í Stað-
arsveit á Snæfells-
nesi. Hún lést 9. júní
2022 á heimili sínu í
Þórufelli 16,
Reykjavík.
Fjóla var dóttir
hjónanna Guðjóns
Kristinssonar, f.
21.2. 1898, d. 16.2.
1954 og Geirþrúðar Geirmunds-
dóttur, f. 22.10. 1898, d. 26.2.
1981.
Fjóla var sjötta í röð átta
systkina, en af þeim eru tvö á lífi.
Systkini Fjólu eru: Kristín Þór-
unn, f. 1921, d. 1955, Jón, f. 1923,
d. 2020, Guðjón, f. 1925, d. 2006,
Börn Aníta Björk, eiginmaður
Jón Valgeir Björnsson, börn
Helgi Snær Agnarsson og Hrafn
Ingi Agnarsson; Hrafnhildur,
eiginmaður Sindri Freyr Jóns-
son, börn Freyja Þórisdóttir,
Kristín Þórisdóttir og Júlíana
Sindradóttir; Fjóla Kristín, eig-
inmaður Þorgrímur Ingason,
börn Róbert Orri Stefánsson og
Emma Þorgrímsdóttir.
Fjóla fluttist að Ytri-Knarrar-
tungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi
með foreldrum sínum og bjó þar
þangað til hún fluttist ung kona
með dætur sínar til Reykjavíkur,
en ræturnar voru fyrir vestan og
mikið farið á sumrin, eða þegar
færi gafst.
Fjóla vann ýmis störf, en
lengst af sem matráðskona í
Heyrnleysingjaskólanum og
einnig í Borgarspítalanum, þar
til hún hætti störfum vegna ald-
urs.
Útför Fjólu fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag, 21. júní
2022, klukkan 11.
Danlína Hulda, f.
1927, d. 2002, Elí-
veig, f. 1932 og
Bjarni, f. 1938.
Fjóla á eina dótt-
ur og eina fóstur-
dóttur:
Berglind Stef-
ánsdóttir, f. 17.2.
1960. Synir hennar
eru Ómar Brynj-
ólfsson, eiginkona
hans er Áslaug Lár-
usdóttir, börn þeirra Hilmir, Rú-
rik og Hafdís Júníana; Jóel
Brynjólfsson, unnusta Ingibjörg
Friðriksdóttir, sonur Rökkvi
Sveinn Jóelsson.
Kristín Þórunn H. Helgadótt-
ir, f. 24.12. 1954, eiginmaður
Helgi Kristjánsson, f. 4.1. 1954.
Elsku fósturmóðir mín Fjóla
Kristinsdóttir er látin, 92 ára að
aldri. Hún tók mig í fóstur þeg-
ar ég var aðeins kornabarn og
gekk mér í móðurstað þegar
systir hennar, móðir mín, féll
skyndilega frá, frá sex börnum.
Mamma Fjóla var þarna ung
kona, aðeins 25 ára að aldri.
Fimm árum seinna eignast hún
Bettý (Berglindi), en faðir
hennar var Stefán Halldórsson
frá Dagverðará. Samband
þeirra var ekki langt, svo
mamma var einstæð móðir með
tvær ungar dætur, sem ekki var
auðvelt í þá daga. Fyrstu árin
bjó hún með okkur hjá móður
sinni, henni Geiru ömmu, á
Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík,
Snæfellsnesi. Þegar Bettý var
4-5 ára gömul kom í ljós að hún
var með talsvert skerta heyrn
og þyrfti því að fara í Heyrn-
leysingjaskólann í Reykjavík,
sem þýddi að hún yrði að einnig
að dvelja ein á heimavist í skól-
anum, eins og tíðkaðist þá fyrir
börn með skerta heyrn. Þetta
reyndist mjög erfitt fyrir
mömmu, að skilja fimm ára
gamalt barn eftir í Reykjavík,
og ekki var það síður erfitt fyrir
Bettý að aðlagast þessum nýju
aðstæðum, en hún hafði mikla
heimþrá og grét mikið, sem
ekki er skrítið.
Mamma dó ekki ráðalaus,
sótti um vinnu sem matráðs-
kona í Heyrnleysingjaskólanum,
sem hún fékk, og í framhaldinu
fluttum við saman til Reykja-
víkur. Hún vann þarna í fjölda-
mörg ár og var elskuð fyrir góð-
an mat og einnig reyndist hún
mörgum börnum skólans vel.
Alltaf vorum við systur í ný-
saumuðum fötum sem mamma
saumaði á okkur. Aldrei gleymi
ég þegar ég var um 10 ára og
mamma fór í siglingu með Gull-
fossi til Hollands og kannski
víðar, sem ekki var mjög al-
gengt í þá daga. Þegar hún kom
til baka var hún með heilu
dressin á okkur Bettý og mikið
var ég montin þegar ég mætti í
skólann, klædd samkvæmt nýj-
ustu tísku í útlöndum. Sjálf var
hún einnig ávallt vel til fara,
glæsileg og flott. Fram á síð-
asta dag var passað upp á að
fara ekki út nema varaliturinn
væri í lagi og þar fram eftir göt-
unum.
Eftir að hún flutti í Þórufellið
elskaði hún að fara að dansa
einu sinni í viku með vinkonum
sínum í félagsmiðstöð eldri
borgara á Vitatorgi og víðar og
fór í messur á sunnudögum í
Kolaportinu þegar hægt var.
Ekki má gleyma heita læknum í
Öskjuhlíð sem hún sótti í mörg
ár.
Ófáar ferðir fór hún til sólar-
landa; bara pantaði ferð og
skellti sér ein í sólina og naut í
botn. Mjög sjálfstæð kona hér á
ferð.
Ekki má gleyma öllum ferð-
unum sem hún fór með barna-
börnin á bindindismótin í Galta-
læk um verslunarmannahelgina
og fáum við að heyra reglulega
skemmtilegar sögur úr þeim
ferðum frá dætrum okkar.
Elsku mamma, það er enda-
laust hægt að rifja upp góðar
minningar frá liðnum árum. Það
er með söknuði að ég kveð þig
og miklu þakklæti fyrir það sem
þú hefur gert fyrir mig frá því
ég var lítil og alla tíð, en nú er
komið að kveðjustundinni og ég
veit að það verða margir til að
taka brosandi á móti þér í Sum-
arlandinu.
Hvíldu í friði og takk fyrir
allt.
Þín fósturdóttir,
Kristín (Stína).
Elsku mamma mín. Nú ertu
farin í sólarlandið sem kom mér
á óvart því ég trúði því að þú
yrðir 100 ára eins og þú ætlaðir
þér. Það gleður mig afskaplega
að ég hafi flutt heim frá Noregi
og átt tvö ár með þér, miklar
gæðastundir. Ég sá að þú hafðir
ekkert breyst, alltaf svo sjálf-
stæð, við vorum að tala um ferð
til Kanarí núna um jólin, þú
varst alveg tilbúin í það. Vanda-
málið var að þú hafðir þínar eig-
in ferðareglur; nokkra aðlögun-
ardaga, nokkra daga að komast
inn í sólarlífið og nokkurra daga
heimferðarundirbúning. Við
gátum oft hlegið að þessum
reglum.
Frelsi var þér mikilvægt,
jafnvel þó að við keyrðum þig
og þú notaðir ferðaþjónustu
fannst þér alltaf mikilvægt að
eiga gilt strætókort. Aldurinn
92 ára skipti engu máli; þú fórst
oft í göngutúr og svo strætó
heim.
Mamma hafði ákveðnar skoð-
anir á öllu, hvort sem var fata-
val eða annað. Hún var alltaf
glæsilega til fara og fólk átti
bágt með að trúa því að hún
væri orðin þetta öldruð. Það var
ekki síður fyndið að hún vildi
oft stjórnast í því hvernig ég
klæddi mig og átti það til að
mótmæla fatavali mínu kröft-
uglega og mikil ósköp hafði hún
gaman af því að tala um klæðn-
að á fólki í sjónvarpi og ekki
síst í söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Mamma
klippti enn út úr Morgunblaðinu
alls konar mataruppskriftir en
endaði alltaf með lambalæri
með öllu upp á gamla mátann.
Ein jólin hafði hún áhyggjur af
matarvali hjá barnabarninu sínu
og tók með sér með innpakkað
lambalæri með meðlæti og hafði
það í bílnum, til öryggis. Ef
maturinn skyldi nú misheppnast
þá var hún tilbúin að bjarga jól-
unum.
Elsku mamma, svo margar
skemmtilegar minningar í fjöl-
skyldunni, mikið sem við gátum
hlegið að ákveðnu skoðununum
þínum og staðfestu. Það stend-
ur upp úr að mamma var mér
alltaf mikil fyrirmynd, einstæð
móðir með tvær dætur; hún
keyrði bíl eins og ekkert væri,
ferðaðist um allan heim, ávallt
glæsilega til fara. Hún var góð
móðir og kenndi mér að vera
góð. Hún var með ákveðnar
reglur, hvað má og hvað ekki,
aldrei vorkenndi hún mér. Hún
gerði miklar kröfur til mín og
gerði mig að því sem ég er í
dag.
Ég veit að mamma vildi læra
táknmál en á þeim tíma var
táknmál bannað. Hún átti
heyrnarlausa vinkonu, sem hún
heimsótti stundum þegar ég var
lítil, og kunni þó nokkur tákn
sem hún notaði i samskiptum
okkar. Hún bannaði mér aldrei
að tala táknmál við systur mína
en hún var ekki alveg sátt með
svipbrigðin sem ég notaði og
benti mér oft á að það væri
betra að minnka þau, eða hætta
alfarið að nota þau, því annars
fengi ég hrukkur, strax sem
ung kona.
Sjálf vildi hún ekki viður-
kenna að heyrninni væri farið
að hraka og vildi alls ekki fara í
heyrnarmælingu. Eitt skipti
þegar ég þurfti að fara sjálf til
að kaupa batterí á Heyrnar- og
talmeinamiðstöð trúði hún mér
ekki og hélt ég væri að plata sig
og sat sem fastast í bílnum og
vildi fá að sjá sönnun fyrir
kaupunum.
Elsku mamma, ég elska þig,
við sjáumst í sólarlandinu.
Berglind Stefánsdóttir.
Elsku fallega Fjóla amma er
farin.
Margar dýrmætar minningar
sem við eigum um ömmu rifjast
nú upp, sérstaklega þegar við
vorum litlar stelpur að dúllast
með henni.
Amma var hógvær og lét lítið
fyrir sér fara en fylgdist þó vel
með öllu og var til í flest. Hún
naut þess að keyra hvert á land
sem var, flautandi í litla bílnum
sínum.
Amma var alltaf vel tilhöfð,
með varalit og ekki mátti hatt-
urinn eða slæðan gleymast. Að
koma heim til ömmu var alltaf
notalegt, heimili hennar var
fullt af áhugaverðum hlutum og
blómum út um allt og amma
elskaði að sýna okkur gamlar
myndir sem mjög gaman var að
skoða með henni. Í eldhúsinu
var hún snillingur í að finna til
ýmislegt góðgæti um leið og
hún flautaði og spjallaði við
páfagaukinn, Fjóluömmukakan
með hvíta kreminu var uppá-
haldið okkar.
Amma var ævintýrakona og
náttúruunnandi og fengum við
að njóta góðs af því. Útileg-
urnar voru eftirminnilegar og
allar ferðirnar í heita lækinn í
Öskjuhlíð ógleymanlegar.
Elsku fallega Fjóla amma,
takk fyrir dýrmætar minningar.
Þínar ömmustelpur,
Aníta, Hrafnhildur
og Fjóla.
Bókin
Hver dagur er blað í bókinni þinni,
þú berð hana með þér þótt ævinni
linni
.Þín arfleifð til lífsins er öll þar skráð
og enginn fær stafina af henni máð.
Því ber oss að vanda hvert verk og
orð,
veginn að rata þótt dimmi á storð.
Þótt lífið sé erfitt er ljós fyrir stafni,
leiðina þræðum í drottins nafni.
(Úr heftinu Ljóð og lausavísur
eftir Björgu Guðfinnsdóttur)
Þessi orð Bjargar koma mér
til hugar þegar ég minnist Fjólu
frænku, eins og hún er kölluð í
ættinni, þar sem bókinni er líkt
við lífsins veg. Líf Fjólu móð-
ursystur minnar var ekki alltaf
auðvelt. Hún var fædd inn í
góða fjölskyldu og var sjálfstæð
og dugleg. Hún eignaðist dótt-
urina Berglindi og ól hana upp
ein. Bettý fæddist heyrnardauf
og sótti skóla í Heyrnleysingja-
skóla Brands Jónssonar. Fjóla
sóttist eftir því að fá vinnu við
skólann til að geta verið með
dóttur sinni og var ráðin þar
sem matráður. Hún þurfti því
ekki að skilja við dóttur sína,
heldur bjuggu þær mæðgur
saman þarna í mörg ár.
Við systkinin tengdumst
Fjólu móðursystur okkar vel
þegar hún kom inn á heimilið 25
ára gömul eftir fráfall systur
sinnar, Kristínar Þórunnar, en
hún dó aðeins 34 ára frá sex
börnum. Þá var ég elst, 12 ára,
og systir mín Kristín yngst,
þriggja mánaða. Fjóla og
ömmufjölskyldan mín í Ytri-
Knarrartungu í Breiðuvík héldu
vel utan um okkur börnin fyrst í
stað ásamt pabba og yndislegu
fólki í Ólafsvík. Fjóla tók Stínu
systur mína að sér, ætlunin var
að hún yrði hjá frænku sinni í
einhvern tíma en Stína ólst upp
hjá Fjólu og flutti með henni til
Reykjavíkur.
Fjóla frænka er ein af hvunn-
dagshetjum þessa lands. Ég
man þegar Fjóla kom til okkar,
hvað hún var falleg, glaðleg og
skemmtileg. Fyrirmynd mín í
svo mörgu. Hún vann verk sín
vel og öllum til góðs, æðrulaus
og án þess að ætlast til þakk-
lætis á móti. Fjóla var sjálfstæð
og víðförul á litla bílnum sínum.
Hún var hamingjusöm með fjöl-
skyldunni sinni, dætrunum
Bettý og Stínu, barnabörnum
og fjölskyldum þeirra.
Ég er þakklát fyrir tímann
sem ég átti með henni en fyrir
nokkrum dögum fórum við sam-
an í búðarferð og á kaffihús. Við
nutum þess að vera þar smá-
stund og spjalla. Hún var svo
hress og það hvarflaði ekki að
mér að þetta væri síðasta
stundin okkar saman.
Ég minnist Fjólu frænku sem
yndislegrar manneskju og er
þakklát fyrir þær stundir sem
við höfum átt saman og fyrir
umhyggju hennar og elsku til
systur minnar sem hún reyndist
svo vel. Ég hef aldrei þakkað
henni nóg fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur þegar við
misstum mömmu. Ég votta
elsku Bettý, Stínu og fjölskyld-
um innilega samúð. Einnig eft-
irlifandi systkinum hennar Elí-
veigu, Bjarna og fjölskyldum
þeirra.
Guð blessi minningu elsku
frænku minnar.
Ragnheiður S.
Helgadóttir (Heiða).
Fjóla
Kristinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma okkar kæra.
Þú best varst í okkur að færa
ást, umhyggju, grín og gaman
pönnsur, kjötsúpu allt saman.
Matargerð þín yljaði manni um
hjartarætur.
Við munum sakna þín allar lífsins
nætur.
Ómar og Jóel.
Það eru liðin um
25 ár síðan ég átti
leið um hlaðið á
Syðri-Rauðalæk í
Holtum og hitti
fyrst Runólf Har-
aldsson. Ég var í útreiðatúr frá
næsta bæ, sem kunningjar mínir
áttu. Þetta var ekki fyrsti útrei-
ðatúrinn um þessar slóðir og oft
lá leiðin niður með Rauðalækn-
um og um land Syðri-Rauðalækj-
ar sem þá var ekki girt með sama
hætti og nú. Og það sem dró að
var að þarna var ekki það sama
flatlendi og ætla mátti ef horft
var frá þjóðveginum. Þarna hafði
mótast landslag með farvegi
Rauðalækjar með giljum og
skorningum og ekki skemmdi
fyrir að njóta fjallasýnar þegar
komið var upp á grasi grónar
grundirnar.
Þennan dag voru þau úti við á
hlaðinu hjónin á bænum, Run-
ólfur og Elsie. Við tókum tal
saman og ég heyrði á þeim að
þau voru farin að huga að öðrum
viðfangsefnum og búsetu. Ég
hafði á orði að ef þau hygðust
selja jörðina mættu þau gjarnan
láta mig vita. Þrátt fyrir að ég
hefði í störfum mínum sem lög-
fræðingur í landbúnaðarráðu-
neytinu og lögmaður komið á vel-
flesta sveitabæi landsins og
þekkti því vel til á mörgum jörð-
um og í sveitum landsins hafði
Syðri-Rauðalækur náð að vekja
áhuga minn ef til þess kæmi að
ég réðist sjálfur í jarðakaup. Það
var ekki síst fyrir áðurnefnt
landslag á flatlendi Suðurlands
og fjallasýnina. Og ekki skemmdi
kyrrðin fyrir þegar komið var
heim á bæ enda bæjarhúsin í
hæfilegri fjarlægð frá þjóðvegin-
um og þaðan mátti fylgjast með
Runólfur
Haraldsson
✝
Runólfur Har-
aldsson fæddist
26. október 1941.
Hann lést 28. maí
2022. Útför fór
fram 4. júní 2022.
lífinu í nágrenninu
og sjá ljósin á næstu
bæjum. Ég hafði
líka farið um of
margar heimreiðar
sem menn deildu
með öðrum jörðum
og áttu því ekki kost
á að haga umgengni
að eigin vali, en sú
var ekki raunin með
heimreiðina að
Syðri-Rauðalæk.
Haustið 1999 hringdi Runólfur
og lét mig vita að þau hjónin
hefðu ákveðið að selja Syðri-
Rauðalæk. Þau höfðu munað eft-
ir samtali okkar á hlaðinu þótt
nokkur tími væri liðinn frá því.
Það gekk svo eftir að undan-
gengnu söluferli að ég og Ragn-
hildur kona mín keyptum Syðri-
Rauðalæk í samvinnu við ná-
granna okkar, sem tóku land
jarðarinnar sunnan Rauðalækj-
ar. Vorið 2000 fluttu Runólfur og
Elsie svo á Selfoss og við tókum
við jörðinni. Við hjónin verðum
þeim ávallt þakklát fyrir að hafa
munað eftir samtalinu og gefið
okkur kost á að kaupa Syðri-
Rauðalæk.
Eftir að Runólfur flutti á Sel-
foss starfaði hann við Essó-stöð-
ina (síðar N1) og í Húsasmiðj-
unni. Það var ekki laust við að
heimsóknir mínar á þessa staði
yrðu fleiri og tækju stundum
nokkurn tíma meðan Runólfur
starfaði þar. Ég fór ávallt fróðari
af þessum fundum okkar. Það
var sama hvort ég spurði um ör-
nefni eða annað á Syðri-Rauða-
læk, það stóð ekki á svörum, og
ef umræðuefnið voru vélar eða
viðgerðir þá hýrnaði yfir Runólfi.
Þar hitti ég fyrir manninn sem
nágrannar mínir þekktu vel og
minntust oft á.
Við Ragnhildur sendum Elsie,
dætrum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur við
fráfall Runólfs frá Syðri-Rauða-
læk.
Tryggvi Gunnarsson.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
BRYNJAR VATNSDAL
DAGBJARTSSON,
Billi,
lést þriðjudaginn 14. júní.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. júní
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Bandalag íslenskra skáta
og Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Guðrún Kristinsdóttir
Dagbjartur Kr. Brynjarsson Elsí Rós Helgadóttir
Dagbjört V. Brynjarsdóttir Páll S. Magnússon
Þorleifur J. Brynjarsson Villimey Elfudóttir
og barnabörn
Útför okkar ástkæra
VIGGÓS M. SIGURÐSSONAR,
fv. framkvæmdastjóra og kaupmanns,
sem lést á Hrafnistu mánudaginn 13. júní,
verður haldin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 23. júní klukkan 15.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar