Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir fáeinum
vikum
hljóðnuðu
þær raddir að
mestu sem töldu
það hugsanlega
raunhæft mat, þeg-
ar sérfræðingar tilkynntu það
álit að Úkraína hefði óvænt náð
frumkvæðinu af rússnesku
herjunum og ætti því loks sig-
urvon. Þótt þeir væru til sem
töldu þessar fréttir sennilega
komnar út á ystu nöf. Vissulega
hafði Úkraínu vegnað betur en
áður. Rússneska innrásarliðinu
hafði einnig orðið margt á.
Skipulag Rússa reyndist göt-
ótt, vopnabúnaðurinn úr sér
genginn og óheppilegur fyrir
þau verkefni sem hernum var
falið. Mikið mannfall kom á
óvart því nútímalegur og öfl-
ugur vopnabúnaður, einkum frá
Bandaríkjamönnum og Bret-
um, kom Rússum í opna
skjöldu.
Spár um að Úkraína myndi
missa allt þrek við uppstillingu
ofureflis, svo sem tuga kíló-
metra af vígdrekum, stóðust
ekki. Rússar færðu því vígvöll-
inn til. Það tók drjúgan tíma að
breyta um stríðsáætlun. Yfir-
menn hers og leyniþjónustu
Rússlands voru eftir atvikum
reknir eða fangelsaðir og nýir
settir til áhrifa og þeir vissu til
hvers væri ætlast.
Í apríl varð Rússland fyrir
töluverðum álitshnekki þegar
eitt af þekktustu herskipum
þess, sem bar nafn höfuðborg-
arinnar Moskvu, varð fyrir
árás. (Deilt er um hvort og þá
hversu þétt bandarískar leyni-
þjónustur komu að aðgerð
Úkraínu.) Neptune-flaug var
skotið frá landi og herskipið
fékk engum vörnum komið við
og sökk í kjölfarið. Upplýsingar
stríðsaðila um mannfall skips-
hafnar stangast á og eins um
hvort skipið hefði sokkið sam-
stundis. Rússar segja að nærri
allri áhöfninni hafi verið bjarg-
að og skipið verið í togi þegar
það sökk. Hvað sem þessum
viðkvæmu þáttum líður var
þetta ein stærsta stund hers
Úkraínu og fyllti landsmenn
stolti og von. Orðrómurinn um
kúvendingu í stríðinu fékk því
byr.
Hinn 20. maí afhenti Ítalía
friðaráætlun í fjórum greinum,
í knöppum texta, frá Mario
Draghi, forsætisráðherra Ítal-
íu. Vitað var að Draghi hafði átt
símtal við Pútín forseta áður en
hann kynnti áætlun sína. Fátt
var látið uppi um viðbrögð
hans, en skilja mátti að honum
hafi þótt lítið til koma. Orð
Draghis um „ósannindamann-
inn“ Pútín virtust ýta undir hið
sama. En hvort tveggja gat ver-
ið hluti af leikþætti. Frá Úkra-
ínu heyrðist fátt annað en end-
urteknar yfirlýsingar Selenskís
og manna hans um
að ekki yrði litið á
tilögur um að
Úkraína gæfi eftir
hluta lands. Þriðji
liður ítölsku til-
lagnanna varðar
þann þátt og er ætlað að fara
sem köttur í kringum heitan
graut. Þar segir að í tvíhliða
samkomulagi Rússlands og
Úkraínu skuli ákvarða framtíð-
arstöðu Krímskaga og Don-
bass. Heimildir segja að á
svæðinu skuli gilda ótakmarkað
frelsi fólks, fjár og framleiðslu
og svæðið að þessu leyti og öðru
hafa nánast ótakmarkaða sjálf-
stjórn, þar með taldar varnir,
en teldist að öðru leyti hluti af
Úkraínu. Í fljótu bragði virðist
ítalska tillagan hafa gufað upp.
En á það er bent að henni hafi
ekki verið hafnað. Þá vakti at-
hygli að Draghi var í hópi leið-
toga ESB-ríkja sem sóttu for-
seta Úkraínu heim á dögunum.
Þykir umræðustjórum það
segja nokkra sögu. Strax dag-
inn eftir þann fund var Boris
Johnson óvænt mættur til
Kænugarðs og er gefið í skyn
að þangað hafi hann jafnframt
farið í umboði Bandaríkja-
stjórnar. Framhaldið næstu
vikur gæti því markað tímamót.
Talsmenn Úkraínu sögðu um
svipað leyti að vopnaskortur
væri tekinn að há þeim óþyrmi-
lega. Mörgu hefði verið lofað en
aðeins brot verið efnt. Biden
forseti tilkynnti um líkt leyti að
hann hefði samþykkt nýjar
vopnasendingar fyrir milljarð
dollara. En nú er á það bent að
þótt nafn Bidens sé komið á
skjalið muni vopnin ekki skila
sér næstu vikur. Varnarmála-
ráðuneytið þurfi að fara í gegn-
um sitt verkefni. Leita þurfi og
nálgast einstakar vopnasend-
ingar í dreifðum vöruhúsum
hersins um Bandaríkin og
tryggja að rétt sé að öllum
flutningi staðið. Þá þurfi að
koma vörunum í sérhæfðar
pökkunarstöðvar og loks flytja
varninginn austur um haf. Og
þar er einnig margs að gæta,
þótt á endastöð utan Úkraínu
sé komið. Nú þurfi að koma hin-
um dýrmæta farmi til viðtak-
enda, sem geti ráðið við hann.
Mannfall hefur verið mjög mik-
ið í úkraínska hernum. Þar hef-
ur margur fallið sem hlotið
hafði flókna skyndiþjálfun í
meðferð sértækra vopna. En að
koma vopnunum til hermanna
sem við þau ráða er meira en að
segja það. Um þann varning er
setið og of oft með góðum
árangri.
Baráttan um Úkraínu er nú á
ögurstund. Það er á þess háttar
stund sem margra vikna bið
eftir nýjum vopnum gæti hæg-
lega þýtt að þau komist aldrei í
brúk. Og við vitum hvað það
þýðir.
Stundum eiga gestir
það erindi eitt að
telja kjark úr gest-
gjafa sínum}
Ögurstundin
U
ndanfarin ár hafa flokkarnir þrír
í ríkisstjórn haft þann háttinn á
að geyma erfiðustu og umdeild-
ustu þingmálin til loka þings á
hverju ári til þess að komast
hjá allri umræðu um málin. Það er voðalega
þægilegt að geta stillt stjórnarandstöðu og
eigin þingmönnum upp við vegg yfirvofandi
þingloka, þannig að ef einhver vill taka um-
ræðuna í þingsal, gera breytingar, melta mál-
in með gestum og á grundvelli umsagna sem
berast utan úr samfélaginu og í raun ræða
málin ítarlega í nefnd er sá hinn sami sakaður
um tilraun til málþófs, að koma í veg fyrir
þinglok samkvæmt starfsáætlun og halda öðr-
um frá fyrirframbókuðum sumarfríum sínum.
Með þessu renna ótrúlegustu mál í gegn án
nokkurrar eða mikillar umræðu.
Til dæmis má nefna rammaáætlun um orkunýtingu
sem kláraðist nú rétt fyrir þinglok. Ramminn tók tölu-
verðum breytingum í blálok meðferðar nefndarinnar, í
raun við afgreiðslu nefndarálits, án þess að nein raun-
veruleg umræða hefði átt sér stað um þær breytingar í
nefndinni. Það sem verra er að breytingarnar voru gerð-
ar eftir að þinglokasamningar höfðu verið gerðir en þeir
takmörkuðu mjög svigrúm til umræðu í þingsal.
Annað dæmi er leigubílafrumvarpið, þar sem formað-
ur Framsóknarflokksins ætlaði sér að umbylta reglu-
verki leigubílaaksturs án nokkurrar umræðu í þingsal.
Enginn gestur hafði heldur verið kallaður fyrir umhverf-
is- og samgöngunefnd fyrir áætluð þinglok til að ræða
um málið, ekki einn. Engu skiptir í því ljósi að
málið hafi áður verið rætt á vettvangi nefndar
fyrri þings, enda nefndin þá skipuð allt öðru
fólki en það sem nú var kosið til að fara með
löggjafarvaldið.
Undarlegasti flótti ríkisstjórnarflokkanna
frá sjálfum sér við þessi þinglok var þó þegar
kom að þingsályktunartillögu um einföldun
regluverks, sem Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Miðflokksins, mælti fyrir.
Miðflokkurinn hafði lagt áherslu á það við
þinglokasamninga að málið kæmist til at-
kvæða í þingsal enda mál sem allir ættu að
geta fellt sig við – hver vill ekki einfalda
regluverk? Jú, í ljós kom að Sjálfstæðisflokk-
urinn vill það ekki, heldur vísaði málinu frá.
Það var reyndar gert án þess að láta Mið-
flokkinn, sem lagði málið fram, vita fyrir fram
sem verður að teljast alveg ný gerð af dónaskap – en
lengi skal manninn reyna. Flokkurinn lætur sér nú
nægja einhverjar sýndaraðgerðir í þágu einföldunar
regluverks þar sem löngu úreltar reglugerðir eru „af-
numdar“ og lifir svo á sjálfshólinu á samfélagsmiðlum.
Það væri þannig óskandi að stjórnarflokkarnir og Al-
þingi legðu meira upp úr umræðu um málin, stór sem
smá. Sýndu á spilin sín og fólkinu í landinu væri ljóst úr
sal Alþingis hver væri sannfæring þingmanna – tekist
væri á um hugmyndir og stefnur í málum sem varða líf
okkar allra. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Flótti frá umræðu við þinglok
Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
A
llt bendir til þess að veiði-
heimildum í makríl verði
úthlutað vel umfram ráð-
gjöf eins og fyrri ár þar
sem strandríkin sex auk Evrópu-
sambandsins hafa ekki komið sér
saman um skiptingu aflahlut-
deildar. Um er að ræða rúmlega
331 þúsund tonn eða 42% umfram
ráðgjöf.
Á fundi sínum í London 27.
október í fyrra komu strandríkin
sex og Evrópusambandið sér sam-
an um að úthlutun veiðiheimilda
ætti að byggjast á ráðgjöf Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins (ICES) sem
nemur 794.920 tonnum. Það hefur
hins vegar engin áhrif á útgáfu
aflaheimilda ríkjanna til sinna út-
gerða sem halda áfram að úthluta á
grundvelli sinna krafna en sam-
anlagt hafa heimildir verið langt
umfram ráðgjöf.
Færeysk yfirvöld tilkynntu á
dögunum um útgáfu tæplega 156
þúsund tonna makrílkvóta til fær-
eyskra skipa á grundvelli kröfu
þeirra um 19,6% hlut af ráðlagðri
hámarksveiði. Um er að ræða sama
hlut og krafist var í fyrra en þá
höfðu Færeyjar aukið úthlutun sína
um 55% frá árinu 2020.
Úthlutun færeyskra yfirvalda
er 6,7% minni en á síðasta ári þeg-
ar færeysk skip fengu 167 þúsund
tonn í sinn hlut. Það er í samræmi
við lækkun ráðgjafar milli ára og
kveðst Árni Skaale, sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja, í tilkynningu á
vef færeyskra yfirvalda vona að á
næstu samningafundum verði kom-
ist að samkomulagi milli strand-
ríkjanna fyrir árið 2023.
Líklega 278 þúsund tonn
Norsk yfirvöld gáfu fyrir síð-
ustu makrílvertíð út 298 þúsund
tonna makrílkvóta sem var 55%
aukning eins og í tilfelli Fær-
eyinga. Í kjölfar vertíðarinnar
kváðust norsk yfirvöld þó binda
vonir við að tækist að semja um
skiptingu aflahlutdeildar fyrir mak-
rílvertíðina 2022 og gáfu 22. des-
ember á síðasta ári út 100 þúsund
tonna bráðabirgðakvóta í makríl.
„Mikilvægt er að setja bráða-
birgðakvóta frá 1. janúar svo þeir
sem þess óska geti hafið veiðar
snemma árs,“ sagði Bjørnar
Skjæran, sjávarútvegsráðherra
Noregs. „Ég mun tryggja að end-
anlegur landskvóti fyrir árið 2022
verði ákveðinn með góðum fyrir-
vara áður en meirihluti norskra
makrílveiða hefjist sumarið 2022.“
Norski ráðherrann hefur ekki
gefið út endanlega reglugerð en
búist er við henni á næstunni. Ef
Norðmenn gefa út heimildir í sam-
ræmi við hlutdeild þeirra af ráð-
gjöf á síðasta ári má gera ráð fyrir
að norsk skip fái 278 þúsund tonna
makrílkvóta sem er 35% af ráðgjöf-
inni. Telja Norðmenn sig eiga tölu-
vert tilkall í makrílinn vegna svo-
kallaðrar svæðistengingar
stofnsins.
Mikið í húfi
Íslensk yfirvöld hafa gefið út
að þau standa fast á 16,5% hlut af
ráðlagðri heildarveiði og vænta ís-
lensk skip að fá 131 þúsund tonna
kvóta vegna veiðanna í ár. Þó tókst
íslenskum skipum illa að ná úthlut-
uðum heimildum á síðasta ári og
fengu íslenskar útgerðir heimild til
að færa allt að 15% af aflaheim-
ildum í makríl milli ára.
Engar vísbendingar eru um að
Íslendingum takist eitthvað betur
nú að ná úthlutuðum aflaheimildum
í makríl en í fyrra, enda sést sífellt
minna af makríl umhverfis Ísland.
Einmitt á grundvelli þessa heyrast
raddir um hvort Íslendingar hafa
misst af tækifærinu til að ná í
samningum ásættanlegri hlutdeild.
Strandríkin eru því litlu nær í
samningsgerðinni og ljóst að veitt
verður langt umfram ráðgjöf. Ekki
hefur það einungis áhrif á makríl-
stofninn heldur einnig markaðs-
horfur tegundarinnar. Stórir kaup-
endur uppsjávarafurða – 40
verslunarkeðjur og matvælafram-
leiðendur – tilkynntu 2021 að þau
gæfu strandríkjum í norðaustur-
hluta Atlantshafs þrjú ár til að
tryggja að veiðar á makríl, síld og
kolmunna verði innan vísindalegrar
ráðgjafar. Annars muni fyrirtækin
leita að öðru hráefni og lækka
kaupverð.
Makrílveiðar áfram
umfram ráðgjöf
Úthlutaðar heimildir og veiðiráðgjöf fyrir makrílveiðar 2021
og hugsanleg úthlutun 2022 miðað við ráðgjöf
2021 2022*
Tonn Hlutfall Tonn
Ráðgjöf ICES 852.000 794.920
Veiðiheimildir 1.207.627 1.126.722
Bretland 222.000 26,1% 207.127
Evrópusambandið 200.000 23,5% 186.601
Færeyjar ** 167.000 19,6% 155.812
Grænland 60.000 7,0% 55.980
Ísland 140.627 16,5% 131.206
Noregur *** 298.000 35,0% 278.035
Rússland 120.000 14,1% 111.961
Umfram ráðgjöf 355.627 42% 331.802
*Veiðiheimildir 2022 í sama hlutfalli af ráðgjöf 2021.
**Færeyjar hafa þegar gefið út heimildir í samræði við 19,6% hlutdeild í stofninum.
***Norðmenn hafa gefið út 100 þúsund tonna makrílkvóta til bráðabirgða.
H
ei
m
ild
:I
C
ES
,s
tjó
rn
ar
rá
ð
st
ra
nd
rík
ja
nn
a
Lækkun milli
ára um 57 þús.
tonn eða 6,7%