Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022 Arctic Fish er með leyfi fyrir um 21 þúsund tonnum í sjó og vonast er til að leyfi fyrir 10 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi berist á næstunni. Áætlanir gera ráð fyrir 13 þúsund tonna slátrun á næsta ári og 24 þús- und tonna slátrun á árinu 2024. Þrjú önnur sjóeldisfyrirtæki eru á norðanverðum Vestfjörðum, bæði í laxi og regnbogasilungi, og eru þau öll í vexti. Spurður hvort til standi að slátra fyrir aðra, segir Daníel að vinnslan sé byggð upp með þarfir fyrirtækisins sjálfs í huga. Ljóst sé þó að afkastageta sé í upphafi um- fram þarfir og ef einhver af hinum fyrirtækjunum sýni því áhuga, sé velkomið að ræða það mál. Hugað að frekari stækkun Daníel segir að tiltölulega auðvelt ætti að vera að stækka athafnarým- ið við höfnina með því að færa grjót- varnargarðinn einhverja tugi metra í norður. Það myndi skapa aukið at- hafnarými fyrir Arctic Fish og önn- ur fyrirtæki sem eru með aðstöðu við höfnina. Segir hann að þetta sé til athugunar hjá sveitarfélaginu en vonast er til að hægt verði að taka næstu skref við þróun sláturhússins með stækkun innan tveggja til þriggja ára. Búið er að semja um kaup á öllum helstu tækjum í húsið og uppsetning hefst í desember. Daníel segir að all- ur búnaður sé af nýjustu og bestu gerð. Vélbúnaðurinn sé afkastamik- ill og hannaður með það í huga að útrýma einhæfum störfum. Áætlað er að 25-30 starfsmenn starfi hjá fyrirtækinu þegar vinnsla hefst. Sett verður upp vatns- hreinsikerfi í húsið, samkvæmt norskum og evrópskum stöðlum. Vatnið á að fara frá húsinu jafn hreint og það kemur. „Það er sjálf- sagt óhætt að segja að þetta verður ein tæknivæddasta laxavinnsla í heimi og auðvelt verður að þróa hana áfram,“ segir Daníel. Þurfa að selja frá sér seiði Arctic Fish hefur verið að bíða eftir að fá rekstrar- og starfsleyfi til eldis í Ísafjarðardjúpi. Daníel segir að álit Skipulagsstofnunar hafi legið fyrir í janúar 2021 og vanalega fylgi önnur leyfi í kjölfarið. Þau hafa hins vegar dregist af ýmsum ástæðum. „Við gerum okkar áætlanir tvö ár fram í tímann og töldum okkur hafa réttmætar væntingar um fá útgefin leyfi fyrir löngu. Við erum komin með seiði sem átti að setja út nú í vor, töldum óhugsandi annað en að leyfi yrðu komin. Nú er orðið ljóst að það gerist ekki næstu tvo mánuði, að minnsta kosti, og því útilokað að við komum út fiski þar í sumar,“ segir Daníel. Hann segir að Arctic eigi kvíaból í Tálknafirði, sem hægt verði að nota fyrir seiði sem tilbúin verða í haust. Hins vegar er viðfangsefnið að koma út seiðum nú í sumar en þau eru að sprengja allt utan af sér í seiðastöð- inni. Segir Daníel að eftirspurn sé eftir seiðum og segir hugsanlegt að selja þau. Það sé slæmt fyrir fyrir- tækið að geta ekki nýtt þau sjálft. Hins vegar telur hann að vonbrigðin séu meiri fyrir samfélagið, að enn tefjist uppbygging eldis í Djúpinu. „Við treystum á að fá þessi leyfi í Djúpinu og höfum trú á svæðinu. Við höfum fjárfest mikið, og einnig önnur sjóeldisfyrirtæki. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki náð að fylgja okkur eftir með útgáfu leyfa og virð- ast ekki hafa neinar áhyggur af því. Við teljum að það þurfi að vera hald- góð rök fyrir því að draga útgáfu leyfa.“ Teitur Björn Einarsson, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur flutt þingsályktunartillögu um að gert verði burðarþolsmat fyrir Jökulfirði og aðra firði sem eftir eru á þeim hluta strandlengjunnar sem ekki er lokuð fyrir fiskeldi. Eldi þar er um- deilt mál. „Við erum ekki sérstakir baráttumenn fyrir fiskeldi í Jökul- fjörðum en teljum að samfélagið þurfi að fara í gegnum þá umræðu, skoða bæði kosti og galla, áður en lokað verður varanlega fyrir eldi þar. Til skemmri tíma litið finnst mér að stjórnvöld ættu að einbeita sér að því að laga þá galla sem eru á kerfinu nú. Miklar takmarkanir eru til dæmis í Ísafjarðardjúpi, sem draga verulega úr nýtingu þess fyrir fiskeldi. Okkar hlutverk er síðan að standa okkur vel í eldinu, ganga vel um Djúpið og sjá til þess að fiskur sleppi ekki upp í árnar,“ segir Daní- el. Uppbygg- ing á fullu í Bolungarvík - Arctic Fish kemur sér upp einni tæknivæddustu laxavinnslu í heimi Tölvuteikning/Arctic Fish Laxavinnsla Framendi laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungarvík mun líta þannig út. Þessi hluti hússins er risinn en verið er að byggja breiðari byggingu sem sést í fjær. Sláturlínan verður í þeim hluta hússins. Skipulag Slátrun fer fram í þeim hluta hússins sem er til hægri á myndinni en pökkun og afgreiðsla afurða í mjórri hlutanum. Reiknað er með að hægt verði að stækka húsið þegar grjótgarður hafnarinnar verður færður. Áform eru uppi í ríkisstjórninni um að hækka fiskeldisgjaldið. Fram hefur komið að fiskeldismönnum líst illa á það, nú þegar þeir standa enn í miklum fjárfestingum. Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish er einn af þeim. „Við hjá Arctic greiðum þá skatta sem okkur er gert að greiða. Sem íbúi á svæðinu og áhorfandi á sam- keppnisumhverfi heimsins, tel ég að stjórnvöld ættu að einbeita sér að því að stækka kökuna með því að gera eldið arðbært og sam- keppnisfært, áður en farið er að borða kökuna með því að innheimta hærri skatta. Ég tel að sú aðgerð, að hafa stighækkandi fiskeld- isskatt, hafi verið skynsamleg leið sem gerir fyrirtækjunum kleift að fjárfesta, stækka og vinna betur að málum. Vissulega fellur talsverður kostnaður til hjá ríkinu og sér- staklega sveitarfélögunum og þau þurfa sitt. Það má hins vegar ekki ganga svo hart fram í skattlagningu að það bitni á framtíðinni,“ segir Daníel. Ætti frekar að stækka kökuna AUKIN SKATTLAGNING BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arctic Fish er í viðræðum við Bol- ungarvíkurkaupstað um möguleika á því að færa sjóvarnargarðinn við höfnina, svo hægt sé að stækka lóð fyrirhugaðs laxasláturhúss félags- ins. Í viðbyggingu væri þá hægt að koma upp aðstöðu fyrir frekari full- vinnslu afurða og pökkun í neyt- endaumbúðir en einnig hugsanlega kassagerð og mjöl- og lýsisvinnslu úr afskurði frá sláturhúsinu. Arctic Fish keypti hús við höfnina í Bolungarvík og framkvæmdir við stækkun þess eru hafnar. Verið er að steypa sökkla og efnið í stálgrind- arhúsið hefur verið pantað. Tvær hæðir eru í meginhluta húsanna og er heildargólfflötur nærri 5.000 fer- metrar. Stækkað eftir þörfum Stefnt er að því að opna slát- urhúsið í byrjun næsta árs með 25 þúsund tonna sláturgetu á ári, að sögn Daníels Jakobssonar, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Er þá miðað við að unnið verði á einni vakt. Það dugar fyrirtækinu fyrst um sinn, miðað við þau eldisleyfi sem það hefur yfir að ráða. Þegar fram í sækir og þörf fyrir laxaslátr- un eykst, er mjög auðvelt að bæta við vélum og auka sláturgetu í 50 þúsund tonn á ári. Húsnæðið er hannað með þá framleiðslugetu í huga og innviðir miðast við það. Það telur Daníel að gerist smám saman, eftir því sem þörfin eykst. Starfsemi » Arctic Fish er með sjóeldi í Patreksfirði, Tálknafirði, Arn- arfirði og Dýrafirði og undirbýr eldi í Ísafjarðardjúpi og Önund- arfirði. » Seiðaeldisstöð er í Tálkna- firði, fóðurmiðstöð í Dýrafirði og skrifstofur á Ísafirði og í Hafnarfirði. Unnið er að bygg- ingu sláturhúss í Bolungarvík. » Starfsmenn eru 62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.