Morgunblaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
✝
Guðlaug Jóna
Sigurðardóttir
fæddist á Jaðri í
Hrútafirði 14. júní
1933. Hún lést á
HSV Hvamms-
tanga 10. júní
2022.
Guðlaug (Lilla)
var dóttir Krist-
ínar Jónsdóttur og
Sigurðar Hjart-
arsonar sem
bjuggu alla sína tíð á Jaðri í
Hrútafirði. Systir Lillu er
Hólmfríður H. Sigurðardóttir,
f. 24.2. 1936, búsett á Hvamms-
tanga.
Eiginmaður Lillu er Baldur
Ingvarsson, f. 19. febrúar 1933
á Kistu á Vatnsnesi (Þverár-
hrepp). Baldur og Lilla eign-
uðust þrjú börn, þau eru:
1) Sigurður Kristinn, f. 2.4.
1958, maki Sigríður Sigurð-
ardóttir, f. 30.8. 1960, dóttir
þeirra er Bára Marsibil, f. 16.1.
2001. Dóttir Sigurðar og Guð-
rúnar K. Ívarsdóttur er Íris
þeirra eru: Reynir Logi, f.
2003, Birkir Ívar, f. 2008, og
Eyþór Ingi, f. 2013. b) Sonja
Petra, f. 28.6. 1986, sambýlis-
maður hennar Tryggvi Pálsson,
f. 1986, synir þeirra eru: Axel
Þór, f. 2016, og Ágúst Darri, f.
2019. c) Sandra Lind, f. 6.8.
1991. d) Haraldur Andri, f.
26.7. 1993, sambýliskona Hera
Hlín Svansdóttir, f. 1995, synir
þeirra eru: Arnór Trausti, f.
2019, og Hólmar Breki, f. 2021.
3) Bára, f. 4.10. 1963, d. 1.8.
1996, sambýlismaður hennar og
barnsfaðir Gunnar K. Valsson,
f. 1961. Synir þeirra eru: a)
Karl Róbert, f. 5.12. 1985. b)
Einar Valur, f. 27.7. 1989, sam-
býliskona hans er María Þor-
valdsdóttir, f. 1991, börn þeirra
eru: Lovísa Líf, f. 2015, og Ótt-
ar Rafn, f. 2020. c) Baldur Jón-
as, f. 26.6. 1994.
Lilla stundaði grunnnám í
farskóla í Hrútafirðinum og
var síðan einn vetur í Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri.
Hún stundaði almenna verka-
mannavinnu á Hvammstanga
og var verkstjóri á saumastof-
unni Drífu til loka starfsævinn-
ar.
Útförin fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 21.
júní 2022, klukkan 14.
Dögg, f. 21.7. 1977,
hennar synir eru
Ísak Aron, f. 2005,
Arnar Freyr, f.
2012, og Baldur
Helgi, f. 2018.
Börn Sigurðar og
Kristínar Maríu
Jónsdóttur (d.
2021) eru: a) Jón
Óskar, f. 19.7.
1975, hans börn
eru: Viktor Ingi, f.
1999, sambýliskona hans er
Dagrún Sól Barkardóttir, f.
2000, Vala Björk, f. 2005, og
Sara Kristín, f. 2010. Barns-
móðir Jóns Óskars er Ólafía
Rósbjörg Ingólfsdóttir, f. 1974.
b) Baldur Ingvar, f. 30.12.
1980. c) Tinna Rós, f. 13.6.
1988, sambýlismaður hennar er
Friðrik H. Pálsson, f. 1989.
2) Inga Sesselja, f. 28.6.
1960, maki Stefán Logi Har-
aldsson, f. 16.11. 1962. Börn
þeirra eru: a) Heiðar Örn, f.
4.2. 1981, maki Gunnhildur Ása
Sigurðardóttir, f. 1981, synir
Fallin er frá tengdamóðir mín,
Guðlaug Jóna Sigurðardóttir,
eftir langvinn veikindi. Lilla, eins
og hún var ætíð kölluð, var ein-
staklega ljúf kona og ljós hennar
skein hógvært, en ætíð bjart.
Hún tók mér fagnandi inn í fjöl-
skyldu sína árið 1996 og var mér
sannur vinur ætíð síðan. Hennar
gjafir voru margar og gefnar af
kærleika til mín, Sigurðar sonar
hennar og Báru, dóttur okkar
Sigurðar. Í mörg ár fórum við í
vikuferð í sumarbústað við Vest-
urhópsvatnið, í boði Lillu og
Baldurs. Andlit Lillu ljómaði af
gleði þegar nær öll hennar
barnabörn voru mætt þangað í
veiðiferðir, berjatínslu, leiki,
grill og fjör. Hennar yndi var að
stjana við og í kringum barna-
börnin, með sinn góða mat og
sína frábæru súkkulaðitertu.
Lilla var mikil barnagæla og
hafði einstakt lag á að laða smá-
fólkið að sér. Og þau elskuðu
hana öll.
Nú er glettið blikið horfið úr
augum Lillu og mild rödd henn-
ar þögnuð. Hennar verður sárt
saknað, en minningin um ynd-
islega konu lifir.
Sigríður (Sigga).
Þá er kveðjustundin komin,
hjartans kæra tengdamóðir.
Hugur minn reikar aftur til loka
ársins 1979 þegar ég kom í
fyrsta sinn með Ingu í Melland
til Lillu (Guðlaugar) og Baldurs,
sem síðar urðu tengdaforeldrar
mínir. Lilla var einstakleg ljúf
manneskja, full af væntumþykju
og hlýju, sem maður skynjaði frá
fyrstu kynnum. Aldrei hallaði á
þá tilfinningu í okkar samskipt-
um og kynnum. Það var ekki
leiðinlegt að byrja kynnin á því
að skella sér á áramótaballið
með fjölskyldunni og fá að taka
dansspor við verðandi tengda-
móður mína, sem þó var við það
að enda með ósköpum þegar ég
var rétt búinn að ryðja henni um
koll á dansgólfinu með klaufaleg-
um danstöktum mínum. Mikið
sem hún hló og hafði gaman af,
þótt ég hefði gjarnan viljað geta
horfið niður úr gólfinu af
skömm. Lilla elskaði að vera
samvistum við fjölskylduna sína.
Einnig höfðu þau Baldur ein-
staklega gaman af því að ferðast
í góðra vina hópi, fóru til Kanarí
á hverju ári, frá fimmtugsafmæl-
isárinu þar til heilsan leyfði ekki
meiri ferðalög erlendis. Oft var
einnig skroppið til annarra staða
erlendis á milli Kanaríferða. Þá
slógu þau ekki slöku við í ferða-
lögum sínum innanlands og þá
kom sér vel að eiga „Rósina“,
húsbílinn góða, sem þau elskuðu
að ferðast um landið sitt á og
hitta fjölmarga vini sem þau
voru alltaf rík að. Toppurinn á
hverju ári, til margra ára, var
síðan vikudvöl í sumarbústað við
Vesturhópsvatn, þar sem flestir í
fjölskyldunni mættu til þeirra og
áttu með þeim yndislegar og gef-
andi stundir við leik og slökun.
Slökunin var þó ekki alltaf hjá
Lillu, þar sem hún var á útopnu
að fæða hópinn og hafa í reglu,
en þetta voru henni óendanlega
dýrmætar stundir og fátt sem
hún elskaði meira. Ég get ekki
sleppt því að minnast sumarsins
1998, þegar þau Lilla og Baldur
heimsóttu okkur til Svíþjóðar.
Það voru ógleymanlegar vikur
og mikill gæðatími sem við átt-
um þar fjölskyldan. Lilla var ein-
staklega vinnusöm kona, með
góða nærveru og endalausa um-
hyggju fyrir samfélaginu sínu og
fólkinu sínu. Hún var verkstjóri í
saumastofunni lengi vel. Þar til
starfsævi hennar lauk skynjaði
ég að þar fór leiðtogi sem leið-
beindi sínu fólki af ástúð og um-
hyggju. Ég hef trú á því að
hennar samstarfsfólk hafi ávallt
borið mikla virðingu fyrir henni
og hennar verkstjórn verið
áreynslulaus og í mikilli sátt og
samvinnu við sitt fólk. Lilla átti
gæfuríka ævi, þótt vissulega hafi
heilsufar hennar síðustu árin
verið þungur baggi að bera og
haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra
heiðurshjóna og áform um sam-
veru við fjölskyldu og vini. Mikill
harmur var þó að þeim kveðinn
þegar Bára dóttir þeirra féll frá,
langt um aldur fram, og engin
leið að ímynda sér þá miklu sorg
sem því fylgdi út lífshlaup Lillu.
Væntumþykja hennar til allra
barnabarna og barnabarnabarna
sem á eftir hafa fylgt hefur verið
hennar leið til að lækna þau
hjartasár. Ég kveð þig hjartans
kæra tengdamóðir mín, með
þessum fátæklegu minninga-
brotum, og bið algóðan guð að
vernda þig og þína ástvini og
geyma minningu þína.
Þinn tengdasonur,
Stefán Logi
Haraldsson.
Amma, ég man þegar ég var
lítil og heimsótti þig á Hvamms-
tanga, þá spilaðir þú heilu kvöld-
in við mig ólsen ólsen upp og nið-
ur, lönguvitleysu og þú kenndir
mér manna þegar enginn annar
nennti að spila við mig. Og þegar
Baldur bróðir eignaðist svörtu
tíkina, Dimmu, fórum við oft út
að labba saman með hana, alla
leið upp í Hvamm. Þú eldaðir
besta grjónagraut í heimi og
steiktir dásamlegar kleinur. Hér
í Reykjavík fórum við saman
með mömmu í Elliðaárdalinn,
gengum um og dáðumst að
trjám og blómum. Þú varst svo
stór hluti af bernsku minni og
unglingsárum. Þú varst alltaf að
gefa mér eitthvað fallegt,
hringja í mig og létta mér lund-
ina, þótt þú værir orðin mikið
veik sjálf. Ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa átt ömmu eins og þig.
Sakna þín endalaust.
Bára.
Elsku amma Lilla er farin í
draumalandið. Minningarnar
streyma fram og ylja okkur um
hjartarætur, allar svo dýrmætar.
Amma Lilla var engin venjuleg
kona, hún var harðduglegt
hörkutól sem tók alltaf þarfir
annarra fram yfir sínar eigin.
Hún hafði jákvæðnina að leið-
arljósi, var mikill húmoristi og
með hjarta úr gulli. Hún gerði
allt fyrir barnabörnin sín, hvort
sem það voru loðnir fjórfætling-
ar eða mannabörn.
Það var allt leyfilegt hjá
ömmu og afa á Kirkjuveginum,
minnisstæðir eru allir kónguló-
arvefirnir sem við gerðum í stig-
anum, amma hafði endalausa
þolinmæði fyrir okkur og lét það
ekki á sig fá þó við værum langt
komin með garnlagerinn hennar
og búin að leggja undir okkur
stigann í kóngulóarvef, eða það
að hún þurfti nánast að skríða
upp í gegnum allt garnið til þess
að komast upp á efri hæðina.
Hún hvatti okkur áfram í leikn-
um og lét okkur bara hafa meira
garn. Amma gat líka læðst um
eins og ninja þegar allur stiginn
var undirlagður af spilaborgum
sem máttu sko alls ekki falla.
Sundferðirnar með ömmu og afa
voru svo skemmtilegar og sér-
staklega var gaman að hlusta á
bullið í fullorðna fólkinu í pott-
inum.
Amma var mikill blómaunn-
andi og hafði græna fingur, það
var alltaf svo gaman að kíkja
með henni í gróðurhúsið, þar
fékk maður að smakka alls kon-
ar ferskt góðgæti og fékk
fræðslu um hinar og þessar jurt-
ir. Hún hugsaði einstaklega vel
um garðinn sinn og hann var
alltaf jafn glæsilegur, sérstak-
lega á sumrin þegar öll fallegu
blómin sprungu út og garðálf-
arnir voru komnir á sinn stað, þá
breyttist garðurinn í ævintýra-
veröld.
Amma var mjög ævintýra-
gjörn, hún elskaði að ferðast
hvort svo sem það var út í hitann
til Kanaríeyja eða í útilegum á
húsbílnum innanlands. Minnis-
stæðar eru allar dásamlegu sum-
arbústaðarferðirnar að Vestur-
hópsvatni, þar hittist
stórfjölskyldan og eyddi gæða-
stundum saman. Farnar voru
óteljandi ævintýraferðir upp í
Kirkjuhvamm, þá var amma oft-
ast búin að lauma einhverju góð-
gæti með úr búrinu. Við minn-
umst þess öll systkinin hversu
spennandi búrið hjá ömmu var.
Það var alltaf fullt af alls konar
kökum og kræsingum og alltaf
til ís í frystikistunni.
Amma gerði bestu skúffuköku
í öllum heiminum, oft voru heilu
kökurnar borðaðar í kvöld-
kaffinu, það var ekkert vanda-
mál, amma átti þá bara til aðra
niðri í búri sem hún skellti kremi
á í einum grænum. Amma gerði
líka besta grjónagraut í heim-
inum sem hún kallaði reyndar
alltaf velling.
Síðustu jólin okkar saman
voru svo dásamleg, það var ekki
jafn formlegur bragur á þeim
jólum og vanalega vegna þess að
við systkinin tókum upp á því að
græja ljót jólanáttföt á alla fjöl-
skylduna, hlátrasköllin og gleðin
þegar allir komu saman í eins
náttfötum var ómetanleg.
Elsku amma, þakklæti er okk-
ur efst í huga þegar við hugsum
til þín, við erum svo lánsöm að
hafa átt þig sem ömmu, þú
kenndir okkur svo margt og átt
stóran part í okkur öllum.
Við kveðjum þig með söknuði
og trega en minningarnar munu
alltaf lifa áfram í hjarta okkar.
Heiðar, Sonja, Sandra
og Haraldur.
Elsku amma Lilla, í stað þess
að taka upp símann í kvöld og
hringja í þig og óska þér til ham-
ingju með daginn sit ég hér á af-
mælisdegi þínum og skrifa minn-
ingargrein og reyni að finna
orðin til að þakka þér fyrir allt
það sem þú hefur gefið mér. Það
sem ég var heppin að vinna ykk-
ur afa í ömmu-og-afa-lottóinu.
Fyrst og fremst koma upp í hug-
ann öll þau sumur sem ég fékk
að eyða hjá þér, afa og lang-
ömmu á Hvammstanga í Mell-
andi frá tveggja ára aldri alveg
fram á unglingsárin. Allar útileg-
urnar, dagsferðirnar þar sem
var bara keyrt af stað eða bara
labbað upp í Hvamm með teppi
og nestiskörfu og nutum þess að
vera saman einhvers staðar niðri
í fjöru eða bara þar sem okkur
leist vel á að stoppa hverju sinni.
Mikið sem ég er glöð að dreng-
irnir mínir hafi fengið að kynn-
ast þér eins og ég og upplifa ár-
legu sumarbústaðarferðirnar við
Vesturhópsvatnið undir Borgar-
virkinu með allri stórfjölskyld-
unni, þvílíkur draumastaður fyr-
ir börn að koma á, synda í
vatninu veiða og allar bátsferð-
irnar. Amma, þú varst alveg ein-
stök kona með einstakt hjarta,
þolinmæðin og dugnaðurinn og
alltaf skein í gegn hvað þú elsk-
aðir að hafa okkur öll hjá þér og
vildir að við kæmum sem oftast í
heimsókn á Hvammstanga sem
hefði mátt vera mun oftar síð-
ustu árin. Baldur Helgi bað mig
að senda með sér hjarta til
ömmu Lillu í kvöld sem við gerð-
um áður en hann fór að sofa.
Amma/langamma við elskum
þig og söknum þín, munum aldr-
ei gleyma þér og öllu því sem þú
hefur gert fyrir okkur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna
og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín
Íris Dögg, Ísak Aron, Arnar
Freyr og Baldur Helgi.
Guðlaug Jóna
Sigurðardóttir
Elsku mamma, tengdamamma, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR FRIÐSEMD
SIGURÐARDÓTTIR,
Árskógum 6, Reykjavík,
lést föstudaginn 17. júní á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurbjörg Ágústsdóttir Vilberg Ágústsson
Sigþór K. Ágústsson
Elín Ágústsdóttir Hrafn Ingimundarson
Steindór R. Ágústsson
Jónína Ágústsdóttir Logi Sigurfinnsson
Halldór Ágústsson Ingunn Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VIÐAR ÞÓRÐARSON
skipstjóri,
lést laugardaginn 7. maí á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Viðarsson Guðrún Ruth Viðarsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ELBERG BALDVINSSON,
Lækjasmára 102,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Jórunn Magnúsdóttir
Baldvin Jónsson Kristina Jónsson
Helga Elínborg Jónsdóttir Jón Hafþór Þorláksson
Torfhildur Jónsdóttir Rúnar Helgi Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN SIGFÚSSON,
fyrrverandi forstöðumaður,
lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild
Landspítalans þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 7. júlí klukkan 13.
Helga Garðarsdóttir
Erlingur Davíðsson Billie Janene Davidsson
Linda Þorsteinsdóttir Ómar Sigurðsson
Valgeir M. Valgeirsson Birna Sigfúsdóttir
Rafn Þorsteinsson Katrín Jósefsdóttir
Þór Þorsteinsson Hrafnhildur Þorsteinsdóttir
Guðný Þorsteinsdóttir Páll Liljar Guðmundsson
afa- og langafabörn
Elskuleg systir og frænka okkar,
ENGILRÁÐ INGA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést 14. júní á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 28. júní klukkan 13.
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
og ættingjar
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BRANDUR JÓNSSON,
lést föstudaginn 17. júní á Dvalarheimilinu
Höfða Akranesi. Útför fer fram frá
Akraneskirkju mánudaginn 27. júní
klukkan 13.
Salvör Lilja Brandsdóttir Björn Þorri Viktorsson
Sveinn Brandsson Olga Grevtsova
Jón Brandsson Bergný Dögg Sophusdóttir
Heiðdís Björk Brandsdóttir