Morgunblaðið - 21.06.2022, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2022
✝
Jóhannes P.
Kristinsson
fæddist í Haukadal
í Dýrafirði 12.
ágúst 1928. Hann
lést á Landspít-
alanum 5. júní
2022.
Foreldrar hans
voru Jón Kristinn
Elíasson úr Arn-
arfirði, f. 1894, d.
1945, og Daðína
Matthildur Guðjónsdóttir frá
Arnarnúpi í Keldudal f. 1903, d.
1999.
Systkini hans eru: Elsa, f.
1927, d. 2022, Halla, f. 1930, d.
2016, Baldur, f. 1932, d. 1982, og
Lára, f. 1938.
Faðir hans lést sumarið 1945
og þá flutti Daðína með börnin
til Reykjavíkur. Jóhannes fór í
Iðnskólann og lærði trésmíði og
varð síðar húsasmíðameistari.
Árið 1952 kvæntist hann Láru
Benediktsdóttur frá Fáskrúðs-
firði, f. 1933. Jóhannes og Lára
skildu.
Börn þeirra eru:
1) Margrét, f. 1952,
gift Eyjólfi Guð-
mundssyni, og á
hún fjögur börn. 2)
Hörður, f. 1954,
kvæntur Sigríði
Hjaltadóttur og
eiga þau þrjú börn.
3) Daði, f. 1955,
kvæntur Ernu Guð-
mundsdóttur og
eiga þau einn son.
4) Valur, f. 1957, í sambúð með
Sólrúnu Jónsdóttur, þau eiga
tvo syni. 5) Elsa, f. 1961, gift
Clemens Van der Zwet, hún á
tvær dætur. 6) Gauti, f. 1964,
kvæntur Berglindi Einars-
dóttur, þau eiga tvö börn.
Jóhannes starfaði við hús-
byggingar og smíðar allan sinn
starfsferil. Lengst af var hann
með eigin rekstur í Reykjavík
og veitti alhliða þjónustu varð-
andi parketgólf.
Útför hans verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 21. júní
2022, klukkan 15.
Pabbi var á nítugasta og fjórða
aldursári þegar kallið kom. Að-
dragandinn var stuttur. Lang-
legusjúklingur vildi hann ekki
verða og alls ekki upp á aðra
kominn. Hann var því sáttur þeg-
ar hann fékk að fara eftir stutta
sjúkrahúsvist.
Hann var sjálfstæður og dug-
legur að bjarga sér. Hann missti
föður sinn ungur, flutti suður og
fór að búa einn, 17 ára gamall, og
hélt eigið heimili upp frá því.
Hann byggði í Heiðargerðinu á
sjötta áratugnum, eins og margir
aðrir. Í atvinnuleysi upp úr 1960
fór hann með fjölskylduna austur
á Hornafjörð þar sem næga
vinnu var að hafa. Þegar við flutt-
um suður aftur hóf hann eigin
rekstur. Hann var smiður og
meistari í þeirri grein í öllum
merkingum þess orðs. Hann
veðjaði á parketið í lok sjöunda
áratugarins, keypti tæki, og
hætti ekki að vinna fyrr en sjö-
tugur.
Ég vil minnast hans og hvern-
ig hann var okkur systkinunum
sem faðir og vinur. Þau mamma
skildu. Hann hélt áfram heimili
með okkur strákunum og eftir að
hann varð einn hafði hann rúmt
um sig því hann vildi hafa pláss
fyrir sitt fólk. Allt snerist um að
hafa fólkið sitt hjá sér. Á stóraf-
mælum hans var gjarnan efnt til
ferðalaga með börnum og barna-
börnum. Hann gerði lítið fyrir
sjálfan sig án þess að hafa fjöl-
skylduna með. Álfkonan sem
birtist honum í bernsku virðist
hafa fylgt honum, svo oft og mik-
ið talaði hann um hana. Hann var
góðmenni og vildi öllum vel.
Hjálpsemi hans var slík að allir
nutu hennar, ekki bara við heldur
líka nágrannar og vinir. Nánast
öll stórfjölskyldan hefur notið að-
stoðar hans með einum eða öðr-
um hætti. Umhyggja hans og vel-
vilji var alltaf skilyrðislaus, hann
ætlaðist ekki til neins í staðinn.
Hann var kærleikurinn holdi
klæddur.
Hann vitnaði stundum í Guð-
björgu Jónsdóttur föðurömmu
sína, sem var mögnuð kona, fædd
um miðja nítjándu öld. Hún
kenndi honum margt og hann
lagði sig fram um að fara að
hennar ráðum. Hann kom eins
fram við alla, háa sem lága, en
umhyggjan fyrir þeim sem minna
máttu sín var ósvikin.
Uppeldið af hans hálfu fólst
líklega að miklu leyti í því að sýna
gott fordæmi. Hann var ekki
skaplaus en ég man ekki eftir að
hafa séð hann reiðast. Hann var
heiðarlegur og skilvís í viðskipt-
um. Við strákarnir höfum allir
unnið hjá honum. Hann kenndi
umfram allt vönduð vinnubrögð,
snyrtimennsku og góða um-
gengni á vinnustaðnum. Við
lærðum vinnusiðferði af honum;
að mæta snemma og byrja á rétt-
um tíma, vanda sig og skilja vel
við. Hann var gamaldags um
sumt, en kurteisi og rétt fram-
koma, ekki síst við konur, var það
eina sem ég man að hann beinlín-
is predikaði þegar við vorum ung-
ir. Hann gerði hiklaust kröfur til
fólks, á sama hátt og hann gerði
kröfur til sjálfs sín. Hann var
stoltur og ætlaðist til þess að
menn stæðu í lappirnar. Ef að-
stæður buðu upp á umræður um
grundvallaratriðin og lífsviðhorf
þá gat hann látið í sér heyra, ann-
ars ekki, enda alla jafna hlédræg-
ur og kurteis.
Nú hefur hann lokið lífinu hér
á jörðinni en hann lifir áfram, ef
ekki í okkur þá í minningum sem
hvert og eitt okkar geymir.
Hörður Jóhannesson.
Jóhannes Kristinsson, tengda-
faðir minn, hefur nú kvatt þessa
jarðvist á 94. aldursári eftir frem-
ur stutta sjúkrahúslegu. Fyrir
hartnær hálfri öld var ég svo lán-
söm að kynnast honum, þegar við
Daði byrjuðum að stinga saman
nefjum. Jóhannes var mikill fjöl-
skyldumaður, vildi allt fyrir alla
gera og á hann ófá handtökin á
heimilum okkar flestra, auk þess
sem heimili hans stóð öllum opið.
Honum lét alltaf betur að gefa en
þiggja. Ég minnist þess aldrei að
hafa komið til Jóhannesar án
þess að hann reiddi fram veiting-
ar og standast skonsurnar sem
hann bakaði samanburð við hvað
sem er. Í mörg ár hélt hann höfð-
inglega áramótaveislu fyrir stór-
fjölskylduna, auk þess sem hann
tók vinum barna sinna sem sjálf-
sögðum gestum, kæmu þeir við.
Síðustu stórveisluna hélt Jóhann-
es í tilefni níræðisafmælis síns.
Ótal fallegar minningar af ferð-
um stórfjölskyldunnar innan-
lands og utan í kringum önnur
stórafmæli hans koma upp í hug-
ann.
Eftir að við Daði fluttum í
Stykkishólm, vann ég enn um
skeið í Reykjavík og fékk þá að
búa hjá Jóhannesi. Hafi honum á
einhvern hátt mislíkað við sam-
búðarkonuna þennan tíma, lét
hann það ekki uppi. Sambúð okk-
ar þótti mér einstaklega góð og
ég naut þess að kynnast tengda-
föður mínum enn betur.
Frá því að Gauti sonur okkar
fæddist árið 1995 eyddi Jóhannes
jólunum með okkur fjölskyldunni
og voru jólin með afa því nauð-
synlegur hluti af eðlilegu jóla-
haldi. Með veru hans hjá okkur
mynduðust skemmtilegar jóla-
hefðir sem ég vil halda í eins og
kostur er. Ein þessara hefða var
að setja lifandi ljós í lítinn kletta-
skúta fyrir utan húsið okkar og
láta það loga á jólanótt. Jóhannes
sá um að útbúa umgjörð ljóssins
og koma því fyrir. Þetta ljós ylj-
aði ekki aðeins okkur, heldur
einnig þeim bæjarbúum sem áttu
leið hjá. Í ellefu ár eyddi móðir
mín líka jólunum með okkur. Jó-
hannes vissi hvað hún hafði gam-
an af því að spila rommý og það
lýsir tengdaföður mínum vel að
hann spilaði við hana heilu dag-
ana. Svo stíft var stundum spilað,
að hægt er að tala um vertíð, þar
sem þau rétt tóku sér matar- og
kaffihlé. Allt var talið og skráð en
Jóhannes sá um það bókhald. Að
hans frumkvæði skiptust þau á að
skrifa uppgjörspistla í vertíðar-
lok. Bókhald og pistla geymdum
við á milli ára og gögnin eru
ómetanleg minning um ánægju-
lega tíma.
Ekki þurfti mikið til að gleðja
Jóhannes og mér er sérstaklega
minnisstæð hrifning hans þegar
þeir feðgar fóru á sjó til veiða í
blíðskaparveðri á níutíu ára af-
mælisdegi hans. Til er falleg
mynd af þeim þar sem þeir sitja í
ágústblíðu fyrir utan hús að veið-
um loknum og hafa eflaust verið
að ræða upplifun dagsins.
Að leiðarlokum kveð ég
tengdaföður minn Jóhannes með
þakklæti fyrir langa og ljúfa sam-
leið.
Erna Guðmundsdóttir.
Afi minn getur spilað á sög!
hugsaði ég með mér, svo stolt, er
ég sá afa Jóhannes spila á sög í
fyrsta sinn. Elsku afi, þú varst
höfðingi heim að sækja á Sund-
laugaveg 14. Þú varst alltaf svo
reffilegur, vandvirkur, vinnusam-
ur og sjaldan lástu á skoðunum
þínum. Þú talaðir oft við mig um
lífið fyrir vestan og sagðir sögur
af þér og samferðafólki þínu þeg-
ar þú varst strákur í Haukadal og
Keldudal. Smaladrengurinn Jó-
hannes sem gekk við fjallsrætur
Hundshorns, fylgdist með huldu-
fólki við vinnu, gæddi sér á blá-
berjum og sá loksins, eftir langa
bið, bláu álfkonuna svo undur-
fagra.
Þegar við Krissi keyptum okk-
ur heimili hér í Bolungarvík
heyrði ég í þér í síma, þá sagðir
þú við mig að þegar þú varst ung-
ur strákur í Haukadal hefðu rifs-
berjarunnar verið í öllum betri
görðum. Þegar símtali okkar lauk
hafði ég samband við Ellý, sem
færði mér síðar tvær rifsberja-
plöntur sem ég vonast til að verði
prýði að í náinni framtíð. Ég hef
reynt að rækta bóndarósir í garð-
inum mínum við lakan árangur.
Ég er samt svo áfjáð í að hafa
bóndarósir í garðinum þar sem
ég sé fyrir mér rósirnar sem voru
í garðinum við Sundlaugaveg 14.
Fallegu bóndarósirnar sem ilm-
uðu svo vel.
Takk fyrir öll samtölin afi, fal-
legu orðin til mín og fjölskyldu
minnar, sögurnar af Djassa og
hans ævintýraheimi, áramóta-
veislurnar, handverkið, karlakór-
ana, kaffið, bílrúntana um alla
Reykjavík að sjá húsin þar sem
þú hefur lagt parket, pönnsurnar,
píanótónlistina, gistinæturnar,
gönguna upp á topp Esju, morg-
unverðinn afa Jóhannes sem
samanstendur af cheerios, púður-
sykri og súrmjólk, veiðisögurnar,
ferðirnar í Gaulverjabæ og spila-
kvöldin, eigum við ekki að segja
að spilið hafi endað með jafntefli?
Þú manst að ég ætla í göngu-
ferð um Gjálpardal í sumar. Lýs-
ingar þínar á dalnum hafa heillað
mig og verð ég því að sjá fossinn
og ána sem liðast svo stillt fram
dalinn. Þú hjálpar mér með veðr-
ið, við vorum búin að semja um
það.
Eftir því sem ég hef elst hef ég
fengið betri yfirsýn yfir margt
sem lífið hefur haft upp á að
bjóða. Elsku afi, takk fyrir þig.
Takk fyrir það öryggi, skjól og
traust sem þú bauðst þegar
þurfti. Takk fyrir okkur mæðgur,
mig, mömmu og Ellý. „Þótt ég sé
ekki alltaf að hringja þá fylgist ég
með þér og þínum,“ sagðir þú
einu sinni við mig, þú heldur því
vonandi áfram. Ég er þakklát
fyrir að hafa getað sagt þér að ég
elska þig þegar ég vildi, finna
traust og kærleik okkar á milli.
Takk fyrir allt afi, sjáumst síðar.
Þín
Guðbjörg Stefanía.
Elsku afi á 14, mikið er ég er
lánsöm að hafa átt þig að fram á
fullorðinsár. Þú varst sá besti.
Við fórum margt saman, minn-
ingar um samveru okkar og vin-
áttu mun ég eiga alla tíð.
Við vorum virkir þátttakendur
í lífi hvort annars og nutum þess
að eyða tíma saman.
Sultugerð, afmælin þín, ráð
með viðhald, rækjubrauðtertur,
afmæli, verslunarferðir og rúntur
niður á Granda eða út fyrir borg-
ina. Fermingin mín, skírn og
ferming barnanna minna, litli
putti, steiktur fiskur með miklum
lauk.
Samvera okkar á brúðkaups-
daginn okkar Sigurðar var ein-
stök, ferðin á Þingvöll er með
þeim fallegri sem ég hef farið og
enn fallegri af því við fórum hana
saman.
Það hefur verið yndi að fylgj-
ast með ykkur Elsu Eir. Þú varst
heima hjá mér þegar við komum
heim af spítalanum þegar hún
fæddist með stærsta blómvönd
sem ég hef séð og tvær malt. Ég
hef sjaldan séð þig jafn stoltan og
spenntan.
Okkur þótti ekkert leiðinlegt í
eldhúsinu og ekki hægt að eiga
betri sessunaut þegar skatan var
borðuð á Þorláksmessu.
Elsku afi, þú sýndir mér styrk,
traust, hugrekki og vináttu og
kannski smá þrjósku á köflum.
Ég vissi ekki að það væri hægt
að sakna einhvers svona mikið
eins og ég sakna þín.
Ég mun minnast þín með
þakklæti um ókomna tíð.
Þín
Ellý.
Appelsínur skornar í fernt og
geymdar í ísskáp. Vínber og mel-
ónur. Rótsterkur „Jóhannes“
sem var blár uppáhelltur Bragi
og te fyrir sérviskupúkann.
Spjallað um börnin og barna-
börnin, rifsberjasultugerð, fiski-
bollur, bláklæddu álfkonuna,
parket, Katarínur og gamlar
minningar.
Ég minnist Jóhannesar þegar
hann var kominn á níræðisaldur
uppi í stiga í sex metra hæð á
Hlauphólum og þegar hann bað
mig að kaupa handsápu til að
renna til uppistöðunum í skemm-
unni í Brandshúsum. Ég man eft-
ir sextugsafmælinu á Vatni þegar
flestir fengu matareitrun, heil-
steiktum grís á Majorca þegar
hann varð sjötugur og töffaran-
um með fráhneppt niður á bringu
á blæjubíl á leið á veitingastað í
Króatíu í tilefni af áttræðisaf-
mælinu. Skemmtilegustu ára-
mótaveislur sem Breiðholtsstelp-
an hafði farið í gleymast líka
seint.
Jóhannes kenndi mér svo
margt og var einstök fyrirmynd
fyrir mig og mína. Vestfirska
þrjóskan kom honum langt en
þvældist líka stundum fyrir sem
og einstrengingslegar skoðanir
fortíðar sem hann burðaðist með
gegnum kynslóðaskipti samtím-
ans. En þær skyggðu þó aldrei á
réttsýnina. Hann gerði sitt besta
til að tileinka sér byltingarkennd-
ar tækniframfarir líðandi stund-
ar. Lærði á skype til að geta haft
samband við okkur í Kína og fór á
FB löngu á undan mér til að geta
fylgst með fólkinu sínu sem hann
lifði fyrir.
Afi Jóhannes var máttarstólpi
fyrir mína fjölskyldu. Fyrir það
verð ég ævinlega þakklát.
Berglind Einarsdóttir.
Orðstír fagur aldrei deyr
óhætt má því skrifa
á söguspjöldum síðar meir,
sagan þín mun lifa.
Elsku frændi hefur fengið
hvíldina og er kominn í hóp ást-
vina sinna í sumarlandinu. Margs
er að minnast og margt ber að
þakka. Frændi minn var einstakt
gæðablóð sem ég reyndi að finna
svo oft ég sem gat. Milli okkar
ríkti mikil vinátta. Það má eig-
inlega segja að hann hafi ungur
að árum orðið örlagavaldur í lífi
litlu systur sinnar Láru, hún þá á
sautjánda aldursári. Bóbó frændi
vann við smíðar með pabba mín-
um, sem var um tvítugt þá.
Frænda leist vel á pabba og sagð-
ist hafa fundið sálufélaga fyrir
hann og tilvonandi eiginkonu.
Bóbó bauð því pabba á Dýrfirð-
ingaball í Austurbæ á þessum
tíma. Þar hófst upphafið að sam-
bandi foreldra minna sem stend-
ur enn í dag.
Mikill samgangur var í stór-
fjölskyldunni á árum áður þar
sem ættmóðirin hún amma
Dadda passaði vel upp á að fólkið
sitt hittist reglulega. Bóbó kom
mjög oft í Huldulandið til for-
eldra minna. Við systurnar
skemmtum honum gjarnan með
því að láta páfagaukana okkar
sýna listir sínar. Hláturinn hans
frænda var einstaklega smitandi
og skemmtilegur.
Fagmaður var hann fram í
fingurgóma í starfi sínu og hand-
bragð hans einstakt. Hann var
fljótur að hlaupa til þegar fjöl-
skyldu mína vantaði hjálp eða
ráðleggingar varðandi parket og
ýmsa útfærslu á smíðavinnu.
Þegar við hjónin fluttumst í Ása-
kórinn var Bóbó hættur að vinna.
Hann hringdi reglulega í pabba
til að fá að vera hluti af parket-
lagnarteyminu. Þar áttum við
notalega samveru með þeim
gömlu. Að hlusta á þá spjalla
saman var dásamlegt því tals-
máttinn var afar sérstakur vægt
til orða tekið. Bóbó kom alloft til
okkar í kaffi og mat. Hann þver-
tók fyrir allar greiðslur fyrir
vinnu sína svo við gáfum honum
samveru og fleira sem hann var
sáttur með. Jói heitinn bróðir
minn átti líka alltaf fallegt sam-
bandi við Bóbó frænda sem var
gagnkvæmt.
Ég og frændi áttum svo marg-
ar magnaðar og minnisstæðar
stundir saman á Sundlaugaveg-
inum. Hann var góður heim að
sækja og snöggur að gera innlit
að veislu. Allt lék í höndum hans,
ekki síst matreiðslan. Seinasta
heimsókn mín til hans var á af-
mælisdegi móður minnar, 4. mars
síðastliðinn. Veisla var haldin af
okkur fjölskyldunni á Mörkinni
mömmu til heiðurs. Ég hafði
slökkt á farsímanum svo ekkert
truflaði samveruna. Þegar ég leit
á símann eftir veisluna voru sex
ósvöruð símtöl frá Bóbó frænda.
Ég vissi að hann vildi fá fréttir af
systur sinni. Í stað þess að
hringja fór ég til hans og sýndi
honum allar myndirnar sem
teknar voru í afmælisveislunni.
Þakklætið var mikið og stundin
okkar dásamleg að venju. Ég hef
haft það fyrir sið í mörg ár að
heimsækja gamla fólkið mitt á
seinasta kennsludegi fyrir jól.
Færði þeim lítilræði með jóla-
kortinu. Þessar heimsóknir hafa
gefið mér mikla gleði og hlýtt í
hjarta.
Á tveimur mánuðum hafa þrjú
af þeim fjórum sem ég hef heim-
sótt kvatt. Það verður skrýtið að
hitta þau ekki fyrir næstu jól.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra ástvina Jóhannesar Krist-
inssonar frá Láru systur og fjöl-
skyldu.
Fallegar minningar lifa.
Metta.
Jóhannes P.
Kristinsson
Það er með
djúpri virðingu að
ég minnist Ólafs
Friðrikssonar, Óla
á Esjubergi, sem
ég er búinn að
þekkja bróðurpart ævi minnar
eða í 55 ár.
Ótal minningar koma upp í
hugann. Óli tók að sér að
byggja Gagnfræðaskólann í
Mosfellssveit á sínum tíma. Þar
var mikið fjör og mikil vinna og
sýndi Óli þá mikla útsjónarsemi
við bygginguna, til dæmis með
því að láta bera mótaolíu á allt
timbur sem notað var í steypu-
mótin sem aftur þýddi að timbr-
ið entist betur og auðvelt var að
hreinsa eftir mótarif.
Óli var vandvirkur smiður og
honum mislíkaði fúsk af öllu
tagi. Þá var einstaklega gott að
leita til hans þegar mann vant-
aði ýmis spýtukallaráð. Óli var
áhugamaður um tónlist og
græjur. Hann keypti sér fjög-
urra rása JVC- græjur sem
Ólafur Friðriksson
✝
Ólafur Frið-
riksson fæddist
16. mars 1941.
Hann lést 28. maí
2022. Útför fór
fram 9. júní 2022.
voru einstakar á
sínum tíma, fjórir
hátalarar og tón-
listin flæddi um
rétt eins og í
stórum hljómleika-
sal, þetta var í
kringum 1970,
mörgum árum áður
en svokallaðar
bíógræjur fóru að
sjást. Mér er minn-
isstætt þegar hann
gaf mér plötuna Tubular Bells
vegna þess að hann hafði keypt
aðra skorna fyrir nýju græjurn-
ar. Plötuna á ég enn. Eitt sinn
stóð hann fyrir sveitaballi í
Fólkvangi en hann hafði hrifist
af súpergrúppunni Icecross en
hljómsveitin var ekki sveita-
ballahljómsveit og ekki er ég
viss um að Óli hafi haft mikið
upp úr krafsinu! Þegar ég var
orðinn yfirvélstjóri á togara
hafði hann á orði að gaman væri
að prufa að fara einn túr á sjó
en Óli var sem ungur maður á
vertíðarbát í Vestmannaeyjum.
Það varð úr að Óli fór með mér
þrisvar á sjó á nokkurra ára
fresti. Ég kastaði því fram í
gamni að skilyrðið sem ég setti
fyrir því að hann kæmi með
væri að hann hefði með sér
verkfærakistuna sína. Sem varð
jú úr. Hann lagfærði skápa,
hurðir, skúffur, pússaði og lakk-
aði bestikkið svo eitthvað sé
nefnt. Síðasti túrinn sem hann
fór með mér á sjó var norður í
Barentshaf. Langur tveggja
mánaða túr. Hann var munstr-
aður bræðslukarl. Lítil veiði var
á tímabili þannig að bræðslu-
karlarnir fóru í það að skipta
um einangrun og klæða fiski-
mjölsþurrkarann með ryðfrýju
stáli. Allt gert í höndunum og
þá kom vel í ljós hversu útsjón-
arsamur Óli var við að mæla,
teikna, klippa og beygja alls-
konar manséttur, hólka og
beygjur utan um rör og hyrnur
og draghnoða þetta allt saman.
Gríðarlega vönduð vinna sem
ekkert lét á sjá næstu 15 árin.
Á sjónum gafst tími til þess að
ræða öll hugsanleg málefni,
landsmálin, pólitíkina, innan-
sveitarmál og hreinlega bara
allt milli himins og jarðar. Óli
var réttsýnn, víðsýnn, trúaður,
vel lesinn, hafði skoðanir og
aldrei man ég eftir því að hann
talaði illa um nokkra einustu
manneskju né heldur þröngvaði
sínum skoðunum upp á aðra.
Hvíl í friði, elsku vinur, og ég
er viss um að nú geturðu siglt
um, kíkt í bók og smíðað að vild.
Við Steinunn vottum öllum
aðstandendum innilega samúð.
Georg Magnússon.