Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 1

Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 1
M Á N U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 160. tölublað . 110. árgangur . KOMINN TIL AÐ HJÓLA HRINGINN Á ÖÐRUM FÆTI GÆÐINGAR OG GLEÐI UM HELGINA GOTT INNLEGG Í BÓKMENNTA- SÖGUNA LANDSMÓT 6 ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR 28ANDREA DEVICENZI 4 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur keypt allt hlutafé sjávarút- vegsfyrirtækisins Vísis hf. í Grindavík fyrir 20 milljarða króna. Vaxtaberandi skuldir Vísis hf. nema um 11 milljörðum króna og nema viðskiptin því samtals um 31 milljarði króna. Síldarvinnslan og Vísir eru sam- mála um að með viðskiptunum sé staða beggja félaga styrkt til fram- tíðar. Verði viðskiptin staðfest af hluthafafundi Síldarvinnslunnar og Samkeppniseftirlitinu er útlit fyrir að núverandi fiskveiðiheimildir Síldarvinnslunnar verði lítillega yfir gildandi viðmiðunarmörkum, segir í tilkynningunni. Komi til þess hefur félagið sex mánuði til að laga sig að þessum viðmiðum. Veiðiheimildir í upp- sjávartegundum, einkum loðnu, eru breytilegar milli ára og hafa því óhjákvæmilega áhrif á kvóta- þak frá ári til árs. Tekið er fram að enn ríki óvissa um úthlutanir í aflaheimildum upp- sjávarfisks á næsta ári. Höfuð- stöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnsl- unnar eru sagðar verða hjá Vísi í Grindavík og Pétur Hafsteinn Pálsson áfram framkvæmdastjóri Vísis. Mestu máli skiptir fyrir Grinda- víkurbæ að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir verði þar áfram starfandi með tilheyrandi mannskap, búnaði og skipum, að mati Fannars Jón- assonar bæjarstjóra í Grindavík. Efli bæjarfélagið og atvinnulíf Kaupin voru tilkynnt Fannari í gær en á næstu dögum verður hon- um gerð enn betur grein fyrir ákvörðuninni. „Mér skilst að það eigi bara að bæta í, svo ef það gengur eftir þá verður þetta til þess að efla bæjarfélagið og at- vinnulíf á staðnum.“ Fannar segir Vísi öflugt fyrir- tæki, vel tækjum búið og þar starfi gott fólk. Það skipti því öllu máli að það verði áfram rekið af sama myndarskap og verið hefur. »2 Síldarvinnslan hf. festir kaup á Vísi hf. - Viðskiptin nema 31 milljarði króna - Áfram í Grindavík Eftir jafntefli gegn Belgum í Manchester í gær í fyrstu um- ferð D-riðils Evrópumóts kvenna í fótbolta, 1:1, er allt galopið í baráttunni um að komast í átta liða úrslit keppninnar. Frakkar eru með undirtökin í riðlinum eftir stórsigur á Ítöl- um, 5:1, í Rotherham í gærkvöld en á fimmtudag mætast Ís- land og Ítalía í algjörum lykilleik riðilsins. Sveindís Jane Jóns- dóttir fór oft illa með varnarmenn Belga og var útnefnd besti leikmaður vallarins af UEFA í leikslok. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Íslands í og bætti þar fyrir vítaspyrnu sem var varin frá henni í fyrri hálf- leik. Belgar náðu að jafna úr vítaspyrnu og íslenska liðinu tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir góð færi. »26 og 27 Morgunblaðið/Eggert Allt galopið á EM eftir jafntefli gegn Belgum í fyrsta leik Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Flugfélög og flugvellir í Evrópu og N-Ameríku glíma við manneklu og hefur verið mikið um tafir og afbók- anir ferða af þeim sökum. Icelandair hefur þurft að grípa til þess ráðs að senda eigið starfsfólk úr landi til að aðstoða við hleðslu flugvéla og afgreiðslu farangurs. Hafa áhafnir jafnvel tekið málin í sínar hendur og hlaðið og afhlaðið vélar félagsins til að halda áætlun. Engin röskun hefur orðið á starf- semi Keflavíkurflugvallar og ís- lensku flugfélögin ekki þurft að af- boða flug í sama mæli og önnur flugfélög. Birgir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Play, segir það m.a. skýrast af því að íslenskir flugvellir og flugfélög greiði hærri laun en tíðkast á meginlandi Evrópu og eigi því auðvelt með að manna lausar stöður. Hann bendir á að Brexit skýri að hluta vanda breskra flug- valla sem reiddu sig áður á vinnuafl frá Austur-Evrópu til að vinna sum erfiðustu störfin. Viðskiptamódel beggja félaga byggir að miklu leyti á því að flytja farþega yfir Atlantshafið með við- komu á Keflavíkurflugvelli og getur það reynst félögunum dýrt ef tafir valda því að farþegar missa af tengi- flugi. Jón Bjarnason, framkvæmda- stjóri rekstrar hjá Icelandair, segir það auðvelda félaginu að bregðast við töfum að bjóða upp á flug tvisvar á dag til margra áfangastaða. »12 Dýrt fyrir félögin að tapa tengingu - Icelandair sent eigið fólk úr landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.