Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022
SAMAN Í SÓL
19. - 26. JÚLÍ
CORAL LOS ALISIOS 3*
SVÍTA MEÐ SUNDLAUGARSÝN
VERÐ FRÁ105.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 138.500 KR. Á MANNM.V. 2 FULLORÐNA
28. JÚLÍ - 08. ÁGÚST
PIERRE VACANCES 3*
ÍBÚÐ MEÐ 2 HERBERGJUM
VERÐ FRÁ105.900 KR
Á MANN M.V. 3 FULLORÐNA OG 3 BÖRN
VERÐ FRÁ 153.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS
11
D
A
GA
R
TILBOÐ
TAKMARKAÐ
FRAMBOÐ
TENERIFE ALMERÍA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup
á öllu hlutafé Vísis hf. Mun Vísir
þar með verða dótturfélag Síld-
arvinnslunnar en hluthafar Vísis fá
hlut í Síldarvinnslunni.
„Við teljum að þessi sátt í sam-
félaginu byggi svolítið á því að
þessi fyrirtæki fari á markað.
Hluthafar Vísis eru komnir með
sitt fyrirtæki á markað í gegnum
Síldarvinnsluna og uppbygging
sameiginlegs félags er þá í bolfisk-
inum hérna,“ segir Pétur Haf-
steinn Pálsson, framkvæmdastjóri
Vísis, í samtali við Morgunblaðið.
„Við erum búnir að vera að
styrkja stoðir félagsins lengi. Mið-
að við þær viðmiðunarreglur sem
gilda í dag um kvóta má segja að
við séum að taka stórt skref,“ seg-
ir Gunnþór Ingvason fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Miklar sveiflur á kvótanum
Í tilkynningu um kaupin kom
fram að útlit sé fyrir að fiskveiði-
heimildir Síldarvinnslunnar verði
lítillega yfir viðmiðunarmörkum.
Gunnþór og Pétur telja ómögu-
legt að segja til um hversu mikið
heimildirnar komi til með að fara
yfir viðmiðunarmörkin.
„Loðnukvótinn er mjög hár
núna og það er talsverð sveifla í
honum. Við vinnum bara eftir þeim
reglum sem gilda á hverjum tíma
en það veit enginn hversu mikið
þetta verður fyrr en búið er að út-
hluta og svo eru ígildisstuðlarnir á
mikilli hreyfingu,“ segir Pétur.
Sterkt bolfisksfélag
Gunnþór telur mikil tækifæri
fólgin í samlegð félaganna. „Það
liggur fyrir að síldarvinnslan hefur
bætt við sig heimildum í bolfiski, á
meðan Vísir er sterkt bolfisksfélag
og lagt mikið í hátæknivinnslu í
Grindavík.“
Pétur segir Grindavík bjóða upp
á mikla vaxtarmöguleika. „Við er-
um með staðsetninguna, nálægt
útflutningshöfnum og flugvellin-
um, hátæknivinnslur sem búið er
að fjárfesta í og þjálfaðan
mannafla.“
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í
Grindavík, kveðst þá í samtali við
Morgunblaðið vonast til að þessi
kaup verði til þess að starfsemin
eflist enn frekar.
Vaxtarmöguleik-
ar í Grindavík
- Stórt skref miðað við kvótareglur
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Steinþór Stefánsson
Utanríkisráðherra segir mikilvægt að
gera grein fyrir þeirri áhættu sem
kann að felast í því að stunda viðskipti
við ríki þar sem réttarríkið á undir
högg að sækja. Aðilum sé þó frjást að
eiga viðskipti þar sem þeir kjósa en
ábyrgðina bera þeir sjálfir.
Þetta segir Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir ráðherra í svari við fyr-
irspurn mbl.is.
„Þetta er raunin um Rússland“
Í grein Þórdísar sem birtist í
Sunnudagsblaðinu ritar Þórdís að við-
skipti við ríki, sem byggja auð sinn
fyrst og fremst á gjörnýtingu nátt-
úruauðlinda, verði gjarnan til þess að
festa ennþá frekar í sessi þá einstak-
linga sem njóta pólitískra og efna-
hagslegra valda í krafti tengsla og
spillingar.
„Þetta er raunin um Rússland, og
afleiðingar þess að koma ekki auga á
það blasa nú við,“ skrifar Þórdís.
Áhættuna verði aðilar að meta sjálfir.
Á móti nefnir hún að viðskipti við
Suður-Kóreu og Japan hafi verið til
gagns fyrir fólk í þeim ríkjum.
Hún segir mikilvægt að draga af
þessu lærdóm og „gera greinarmun á
milli þess að eiga viðskipti við lönd
sem byggja á frjálsu markaðshag-
kerfi hugvitsdrifinnar nýsköpunar og
þeirra þar sem atvinnulíf er bein eða
óbein framlenging á stefnu ólýðræð-
islegra stjórnvalda og byggist á gjör-
nýtingu auðlinda eða rányrkju“.
Einstaklingar verði að bera áhætt-
una af viðskiptunum sjálfir.
Íslenskt athafnalíf eigi
möguleika sem allra víðast
Spurð hvort hún sé á móti viðskipt-
um við ríki sem uppfylla ekki skilyrði
um mannréttindi og lýðræði, segir
Þórdís:
„Einstaklingum og fyrirtækjum er
frjálst að eiga viðskipti þar sem þeir
kjósa, að því gefnu að það stríði ekki
gegn lögmætum þvingunaraðgerðum
eða öðrum slíkum takmörkunum.“
Bætir hún við:
„Áhættuna, sem getur falist í því að
eiga viðskipti á svæðum þar sem
mannréttindi eru ekki virt og réttar-
ríkið er ófullkomið, verða þessir aðilar
þó að bera sjálfir.“
Þórdís nefndi í grein sinni að við-
skipti við Suður-Kóreu og Japan hafi
verið til gagns fyrir fólk í þeim ríkj-
um, eins og áður sagði. Spurð um af-
stöðu hennar til viðskipta við Kína
segir hún:
„Almennt séð er það mín skoðun að
stjórnvöld eigi ekki að leika stórt hlut-
verk í því að skipuleggja viðskipti eða
beina viðskiptum í tilteknar áttir um-
fram aðrar. Ég tel að það sé eðlilegt
markmið utanríkisstefnunnar að
tryggja að íslenskt athafnalíf eigi
möguleika á að eiga í sem hindrana-
lausum alþjóðlegum viðskiptum sem
allra víðast um heiminn.“
Áhætta en frjálst að eiga viðskipti
- Utanríkisráðherra segir að fara þurfi varlega í viðskipti við ríki þar sem réttarríkið á undir högg að
sækja - Viðskipti við Rússland ekki verið af hinu góða - Öðru hafi gegnt um Suður-Kóreu og Japan
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðskipti Þórdís telur stjórnvöld
eiga að hafa lágmarksafskipti.
Gríðarleg stemning var á EM-
torginu í miðbæ Reykjavíkur í gær
þegar fyrsti leikur Íslands á Evr-
ópumótinu í Englandi fór fram
gegn Belgum. Mæting mætti teljast
góð þrátt fyrir að þungskýjað væri
og ljósta að landsmenn vilja ólmir
styðja við bak stelpnanna okkar.
Áhorfendur fögnuðu dátt þegar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
skoraði á 50. mínútu, stuttu eftir
að síðari hálfleikur hófst. Spennan
magnaðist síðan að nýju þegar
Belgum tókst að jafna metin. Ís-
land átti fjöldan allan af færum út
seinni hálfleikinn en tókst ekki að
komast aftur yfir og endaði leik-
urinn með jafntefli 1-1. Næsti leik-
ur Íslands er gegn Ítalíu á fimmtu-
dag.
Rífandi
stemning á
EM-torginu
Morgunblaðið/Kristvin