Morgunblaðið - 11.07.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 nt vi llu r. He im sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á slí ku .A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir vva Finnum rétta taktinn 25. ágúst í 11 nætur með Kollu Grasa á Krít 595 1000 www.heimsferdir.is Verð frá kr. 359.900 brún Björnsdóttir rir va ra um pr e l aaaaa Myrion Beach Hotel Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Íbúar á og í grennd við veghelgunarsvæði fyr- irhugaðs Arnarnesvegar um Vatnsendahvarf hyggjast kæra málið til úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála. Þetta staðfestir Helga Kristín Gunnarsdóttir, sem komið hefur fram fyrir hönd íbúasamtaka sem kalla sig Vini Vatnsendahvarfs. Kærendur eru nú orðnir um þrjátíu talsins. Samtökin höfðu áður lagt fram kæru vegna fyrirhugaðra framkvæmda, en var henni þá vísað frá á þeim grundvelli að þau gætu ekki talist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta af úrslausn málsins. Þessi kæra er því undirrituð af mun fleiri íbúum sem búa nær framkvæmda- svæðinu, Hollvinasamtökum Elliðarárdals og svo Vinum Kópavogs, að sögn Helgu. Umferðarspáin löngu sprungin Í kærunni verður meginkrafan sú að fram- kvæmt verði nýtt umhverfismat, en í dag á að byggja framkvæmdirnar á umhverfismati sem framkvæmt var fyrir nítján árum. „Einnig vilj- um við að vegalagningin verði endurskoðuð þannig að vegurinn verði lagður að mestu leyti í gegnum stokk eða göng og gatnamótunum breytt, svo þetta verði ekki ljósastýrð gatna- mót, enda mun það ekki anna þessari umferð.“ Skipulagsstofnun hefur lýst því yfir að hún telji sig ekki eiga rétt á því að kalla eftir nýju umhverfismati. „Það er rangt því þeir hafa allt- af rétt á að kalla eftir nýju umhverfismati. Þetta mat er frá árinu 2003 og það er bara ekki rétt að byggja svona stóra framkvæmd á tveggja áratuga gömlu mati.“ Helga er sannfærð um að útkoman yrði önn- ur ef framkvæmt væri nýtt umhverfismat í dag. „Umferðarspáin í þessu eldra er löngu sprungin. Í raun hefur Vegagerðin ekki rétt á því að byggja þennan veg. Við teljum að ástæð- an fyrir því að þeir vilja ekki fara í þetta nýja umhverfismat, sé sú að þá falli niður þessar forsendur sem þeir eru að byggja framkvæmd- ina á.“ Það skortir allt tillit til umhverfis og íbúa, að mati Helgu. „Það virðist ekkert mega hafa áhrif á eða tefja þessa framkvæmd.“ Hún telur hin ýmsu atriði illa ígrunduð og heildarmyndin hafi ekki verið skoðuð nægi- lega. Kæran verður lögð fram í lok vikunnar eða í þeirri næstu. Samtökin eru nú að vinna að því að ganga frá undirskiftum og fínpússa þau atriði sem bent er á í kærunni. Frá því að kæra var lögð fram í fyrra skiptið hefur heilmikið bæst við, að sögn Helgu. Enginn sáttur nema borgarráð „Það er enginn sáttur í dag nema borgarráð, ég vona að nefndin sjái hve öfugsnúið þetta er.“ Helga bendir á að kostnaðaráætlun fyrir fram- kvæmdina hljóði upp á sextíu til sjötíu millj- arða. „Þetta er bruðl í boði borgarinnar. Þetta er ekki besta lausnin.“ Málsmeðferð fyrir úr- skurðarnefndinni er jafnan þrír til fjórir mán- uðir, að sögn Helgu. Framkvæmdir við Arn- arnesveg eiga að hefjast strax í haust. Helga segist ætla að reyna að fá flýtimeðferð, eða jafnvel lögbann á framkvæmdir, uns niður- staða liggur fyrir. Samþykki keyrt í gegn í Kópavogi Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs, hafði orð á því í viðtali við Morg- unblaðið að hann hafi verið ósáttur við vinnu- brögð meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs vegna fyrirhugaðs Arnarnesvegar. „Við vildum frest til þess að geta lesið betur um þann gjörning áður en okkur yrði gert að greiða um hann atkvæði, en meirihlutinn virti þá ósk að vettugi. Þannig var samþykki keyrt í gegn hvað varðar Kópavogshlutann.“ »8 Kæra og krefjast nýs umhverfismats Morgunblaðið/Eggert Vatnsendahvarf Deiliskipulag fyrir þriðja áfanga vegarins var samþykkt á fimmtudag. - 30 að baki kærunni - Vilja skoða stokk eða göng - Óverjandi að byggja á tveggja áratuga gömlu umhverfismati - Forsendur brostnar fyrir framkvæmdinni - Íhugar ósk um flýtimeðferð eða lögbann Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Atvik þar sem hópur ungra karl- manna gelti á tvo karla, þar sem þeir fögnuðu saman brúðkaupsafmæli sínu á föstudag, vakti mikla athygli í kjölfar umfjöllunar mbl.is um helgina. Síðan þá hafa fleiri stigið fram og greint frá svipuðum atvikum á sam- félagsmiðlum. Íris Ellenberger, dósent í sam- félagsgreinum við Háskóla Íslands með sérhæfingu í sögu hinseiginleik- ans, segir bakslag í réttindabarátt- unni hafa orðið til þess að hatur í garð hinsegin fólks komist frekar upp á yfirborðið en tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Hún segist sjálf þekkja til til- viks þar sem gelt var á tólf ára barn fyrir það eitt að „falla ekki að kynj- uðum útlitsstöðl- um“. „Hún birtist á alls konar hátt, þessi stjórnun, eða ögun, á hin- seginleikanum. Með fúkyrðum, með því að upp- nefna fólk, með því að beita það ofbeldi,“ segir Íris í samtali við Morgunblaðið. Af jaðrinum í almenna umræðu Hún segir öfgahyggju nú sam- þykktari en hún var og að umræðan hafi færst af jaðrinum og inn í hina al- mennu stjórnmálaumræðu. „Maður sér bæði stjórnmálafólk og ýmsa opinbera aðila tala gegn hinseg- in fólki, sem síðan gefur öðrum leyfi til þess að feta sömu leið,“ segir hún og bætir við að víða sé grafið undan réttindum hinsegin fólks. Dæmi séu um að aðilar sem tala gegn réttindum hinsegin fólks fái grundvöll fyrir skoðanir sínar í fjölmiðlum í Banda- ríkjunum, Bretlandi og nú nýlega Noregi. „Kollegar mínir hafa meðal annars bent á það að það að hluti af því að skotárásin í Noregi varð að veruleika sé að það sé samþykktara en áður að rökræða tilvistarrétt hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks, og veita þannig hinseginfóbíu ákveðið lög- mæti. Þannig það er ýmislegt sem þarna kemur saman. Það er almenn íhaldssöm sveifla í gangi, sérstaklega í hinum vestræna heimi, sem er fjand- samleg minnihlutahópum yfir höfuð.“ „Sveifla sem er fjandsam- leg minnihlutahópum“ - Gelt á tvo karlmenn sem fögnuðu brúðkaupsafmæli sínu Íris Ellenberger Hinn ítalski Andrea Devicenzi ætl- ar á næstu rúmu þremur vikum að hjóla hringinn í kring um landið. Ferðalagið er um 2.200 kílómetrar að lengd og að mestu á fjallvegum. Devicenzi missti annan fótinn í mót- orhjólaslysi þegar hann var 17 ára gamall en hefur ekki látið það stoppa sig til þess að lífinu til fulls, að eigin sögn, og hjálpa öðrum þar sem hann er þjálfari. Hann hefur ferðast um heiminn á hjóli og tekist að vinna hin ýmsu þrekvirki, oftar en ekki einn síns liðs. Ferðalagið hófst á Klambratúni klukkan 10 í gærmorgun og á kapp- inn vægast sagt von á stóru verk- efni, enda má vænta þess að tvisvar sinnum erfiðara sé að hjóla með einum fæti en tveimur. ari@mbl.is Morgunblaðið/Kristvin Hjólar einfættur um landið Kappi Devicenzi ásamt föruneyti þegar lagt var í hann. Næstu 23 daga mun hann hjóla um landið í óspilltri náttúru. Sex jarðskjálftar urðu í sunn- anverðum og miðjum Mýrdals- jökli rétt fyrir klukkan fimm í gær. Sá stærsti reyndist 3 að stærð klukkan 16.50, sá næst- stærsti var af stærðinni 2,8 klukkan 16.48 en aðrir skjálftar voru minni en 2,5 að stærð. Í tilkyningu frá Veðurstofu Ís- lands segir að skjálftarnir hafi verið grunnir og líklega afleiðing úrkomu og hlýinda. Það geti leitt til aukins vatnsþrýstings sem hvetur til skjálftavirkni. Engar vísbendingar eru um óróa á svæðinu. „Við erum búin að vera að fá staka skjálfta síðustu daga í Mýr- dalsjökli í minni kantinum en þetta eru fimm skjálftar sem koma núna í röð temmilega stór- ir,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðs- dóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Morgunblaðið. anton@mbl.is Sex jarðskjálftar í Mýrdalsjökli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.