Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar vinnuföt fást einnig í Mikið úrval af öryggisvörum HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga Í pistli hér í blaðinu á laugardag fjallar Bergþór Ólason alþing- ismaður um það sem hann kallar hvalreka eftirlitsiðnaðarins. Þar ræðir Bergþór um reglugerð- ardrög matvælaráðherra þar sem gert sé ráð fyrir að „einn úr áhöfn hvers hvalveiðiskips verði tilnefndur dýravelferð- arfulltrúi og sá sæki námskeið sem Mat- vælastofnun sam- þykkir um velferð hvala og hvaða at- riði þarf að hafa í huga þegar þeir eru aflífaðir og að hon- um beri að taka upp á myndband allt ferlið, frá því veiði hefst og þangað til hvalurinn er kom- inn upp úr bátnum og þessum myndböndum verði síð- an skilað til eftirlitsdýralækna MAST,“ eins og matvælaráðherra orðaði það. Og á næsta ári er ætl- unin að ganga enn lengra og hafa „eftirlitsdýralækna“ um borð í hvalveiðiskipum! - - - Bergþór segir ljóst að meg- inmarkmið matvælaráðherra sé að „þyngja róður hvalveiða þannig með eftirlitsiðnaði að þær hreinlega leggist af á endanum, jafnvel strax eftir tvö ár.“ - - - Hann bendir einnig á að nái þessi áform fram að ganga þá geti hvað sem er orðið eftirlitsiðn- aðinum að bráð næst. „Kostnaður- inn eykst, báknið stækkar og þau lífsgæði sem felast í því að fólki sé treyst til að sinna ýmist vinnu sinni af heilindum eða öðrum hugð- arefnum í frístund eiga undir högg að sækja frá vinstri,“ segir Berg- þór. - - - Full ástæða er til að taka undir þær áhyggjur. Bergþór Ólason Hvalræði? STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kötlusetur í Vík í Mýrdal fagnaði því um helgina að 50 ár væru liðin frá því að Bandaríkjamaðurinn Bobby Fisher og hinn sovéski Boris Spasskí mættust við taflborðið í Ein- vígi aldarinnar. Um er að ræða opn- un á sýningu tileinkuðu einvíginu. Við opnunina ávarpaði Guð- mundur G. Þórarinsson, þáverandi formaður Skáksambands Íslands og framkvæmdastjóri einvígsins, gesti sagði nokkur orð um upphaf skák- listarinnar. Þá var brjóstmynd af Fisher afhjúpuð auk þess sem grísk- ir tónlistarmenn af svæðinu léku tónlist fyrir gesti. Hinn spænski Albert Cañagueral lýsti sinni reynslu af einvíginu en hann vann hér á landi í fiski sam- hliða blaðamennskunámi í heima- landinu en hann greindi frá einvíg- inu í spænskum blöðum. Cañagueral sér um sýninguna ásamt Kötlusetri. Hið fyrsta hraðskákmót Kötluset- urs fór síðan fram þar sem keppt var í barna, unglinga og fullorðinsflokki, unnið í samvinnu við Skákskóla Ís- lands. „Þetta var frábært og það komust eiginlega færri að en vildu. Fólk tefldi við gamla bátinn í Skaft- fellingsbúð,“ segir Harpa Elín Har- aldsdóttir, forstöðumaður Kötluset- urs, sem vonar að þetta verði árlegur viðburður. ari@mbl.is „Þetta verður vonandi árlegt“ - Skákmót og sýning á 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar - Mikil stemning Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mát Keppt var í þremur aldurs- flokkum við gamla bátinn. Baráttu Vina Kópavogs, sem snýr að uppbyggingu í Hamraborg, er hvergi nærri lokið þrátt fyrir úrskurð úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Vinir Kópavogs kærðu, ásamt nánar tilgreindum fasteigna- eigendum, framkvæmdir þær sem fyrirhugaðar eru í Hamraborginni í Kópavogi. Nefndin vísaði frá kæru Vina Kópavogs, á grundvelli aðild- arskorts, en tók málið engu að síður til efnislegrar meðferðar enda var fallist á að hinir tilgreindu fasteigna- eigendur ættu lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn þess. „Úrskurð- arnefndin segir að þegar fram- kvæmdum verður lokið, standist allt sem varðar aðgengismál fatlaðra, en í úrskurðinum er hvergi tekin afstaða til framkvæmdatímans,“ segir Kol- beinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs og einn kærenda. Hann telur að uppbygging hús- næðis, líkt og þess sem áformað er í Hamraborginni, taki fimm til tíu ár, enda sé þar gert ráð fyrir 130 íbúðum og svæðið skilgreint sem þróun- arreitur. Á meðan þurfi að tryggja fötluðum íbúum aðgengi að húsnæði sínu með bílastæðum sem megi ekki vera lengra frá en 25 metra. Í höndum framkvæmdaaðila Í úrskurðinum setur nefndin það í hendur framkvæmdaaðilanna að leggja fram tillögur fyrir bæj- arstjórn, um það hvernig megi leysa úr þessum aðgengisvanda fatlaðs fólks, meðan á framkvæmdum stend- ur. Kolbeinn kveðst hafa fulla ástæðu til þess að ætla að framkvæmdaað- ilarnir reyni að koma fram með ólög- legar tillögur, enda séu hér miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. tho- rab@mbl.is Efast um að lögleg- ar tillögur berist - Vantar afstöðu til aðgengis fatlaðra á framkvæmdartíma Morgunblaðið/Hari Kópavogur Horft niður Kringlu- mýrarbraut undir Hamraborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.