Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ekkert lát er á vandræðum flugfélaga
og flugvalla í Norður-Ameríku og
Evrópu og reglulega berast fréttir
sem sýna langar biðraðir í flug-
stöðvarbyggingum og heilu breið-
urnar af töskum sem ekki komust á
áfangastað á réttum tíma. Mannekla,
verkföll og tæknilegir örðugleikar
hafa valdið alls kyns töfum og erfið-
leikum með tilheyrandi tjóni fyrir
flugfélögin sem sitja uppi með kostn-
aðinn af niðurfellingu fluga og
greiðslu bóta til óánægðra farþega.
Í Bandaríkjunum sá t.d. flugfélagið
Delta sig knúið til að fella niður 50
flugferðir á dag frá Newark-flugvelli
en þar hefur þjónustan raskast vegna
skorts á flugumferðarstjórum. Í síð-
ustu viku varð verkfall flugmanna til
þess að SAS neyddist til að aflýsa um
það bil helmingi flugferða og bæði
lággjaldaflugfélögin EasyJet og
Ryanair sjá fram á hrinu verkfalla í
sumar. Vegna mönnunarvanda ákvað
British Airways fyrr í þessum mánuði
að fella niður 10.300 flugferðir á tíma-
bilinu ágúst til október og hefur flug-
félagið þá fellt niður um það bil 30.000
ferðir á þessu ári eða um 13% af fyrir-
huguðum ferðum.
Af flugvöllum Evrópu þykir
ástandið einna verst á Heathrow og
Schiphol en mikil mannekla hefur
valdið því að báðir flugvellirnir hafa
þurft að biðja flugfélög að fækka
komum flugvéla svo að starfsfólk ráði
betur við álagið.
Þarf að ráða, þjálfa og
gera öryggisúttekt
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir
vandann margþættan. „Í Bandaríkj-
unum voru t.d. nýverið gerðar breyt-
ingar á reglugerð í þá veru að til að
mega vinna við farþegaflutninga
þurfa flugmenn að eiga að baki að lág-
marki 1.500 flugtíma í stað 1.000 áður
og torveldar þetta nýliðun í flug-
mannastétt. Þegar kórónuveirufar-
aldurinn hófst ákváðu margir eldri
flugmenn vestanhafs að hætta störf-
um fyrr en þeir hefðu ella gert, og sjá
flugfélögin nú fram á mikinn vanda
við að krafsa sig út úr skorti á flug-
mönnum. Skyndilega er allt komið á
fulla ferð og þarf að gera með miklum
hraði eitthvað sem áður hefði verið
nokkurra ára ferli,“ segir hann.
„Meira að segja þeir flugmenn sem
enn eru starfandi þurfa ákveðna þjálf-
un áður en þeir fara aftur í loftið eftir
langt hlé og hjá stóru flugfélögunum
þar sem starfa margar þúsundir flug-
manna er það ekki eitthvað sem ger-
ist bara á einni viku.“
Birgir segir vanda flugvallanna í
Evrópu m.a. stafa af því að flugvallar-
starsfólkið sem missti vinnuna í upp-
hafi faraldursins virðist hafa tak-
markaðan áhuga á að snúa aftur, en
nýja starfsmenn þarf að þjálfa frá
grunni og láta þá gangast undir
öryggisúttekt. Hann bætir við að
störf á flugvöllum á meginlandi Evr-
ópu þyki alla jafna ekki mjög vel laun-
uð og kalli iðulega á að vinna vakta-
vinnu sem nær yfir alla daga ársins og
alla tíma sólarhringsins. Þá sé oft
langt fyrir fólk að sækja vinnuna enda
flugvellirnir fjarri þéttbýli, og gott
framboð af lausum störfum annars
staðar.
„Í Bretlandi er ástandið sérstak-
lega slæmt út af Brexit því þar var
það iðulega fólk frá fátækari löndum
Evópu sem vann líkamlega erfiðustu
störfin á flugvöllunum. Margt af
þessu fólki er núna horfið á brott og
gæti ekki komist aftur til Bretlands
þótt það vildi.“
Félögunum dýrt ef tengingin í
Keflavík gengur ekki upp
Engin röskun hefur orðið á starf-
semi Keflavíkurflugvallar og segir
Birgir að hjálpi eflaust að laun þar
eru hærri en gengur og gerist á flug-
völlum Evrópu. Þá greiði íslensku
flugfélögin há laun og eigi ekki í nein-
um vanda með að fá erlenda flugmenn
og flugþjóna til starfa ef þess þarf.
Vandræðin á flugvöllum erlendis hafa
þó óneitanlega sett strik í reikninginn
hjá Play og segir Birgir að Dyflinar-
flugvöllur hafi einkum verið flugfélag-
inu til ama. „Við höfum farið betur út
úr þessu ástandi en mörg flugfélög á
meginlandi Evrópu og ekki staðið fyr-
ir jafn svakalegum niðurfellingum á
flugi,“ segir Birgir. „Hins vegar er
eins og meira sé um klaufaleg mistök
en áður, t.d. þar sem það gerist að
búnaður og farartæki nuddast utan í
flugvélar, með tilheyrandi skemmd-
um og töfum.“
Þá kunna tafirnar að vera hlutfalls-
lega dýrari fyrir íslensku flugfélögin
enda byggja þau viðskiptamódel sitt
að miklu leyti á að ferja fólk yfir Atl-
antshafið með viðkomu í Keflavík.
Segir Birgir að það geti þá gerst að ef
t.d. vél seinkar frá París verði að
seinka brottför vélar frá Keflavík til
Bandaríkjanna. „Og ef ekki er hægt
að láta vélarnar bíða til að láta teng-
inguna ganga upp þarf stundum að
tryggja ferðalöngum gistingu og
uppihald og greiða bætur sem geta
verið á bilinu 300 til 600 evrur á hvern
farþega. Getur það því orðið mjög
dýrt ef áætlunin raskast,“ útskýrir
Birgir en bætir við að samkvæmt nýj-
ustu tölum mælist stundvísi Play 80%
en stundvísi Icelandair í kringum
70%. „Þetta eru ágætistölur og ekki
eins og allt sé í kaldakoli.“
Hafa sent fólk út til
að aðstoða við hleðslu
Jens Bjarnason, framkvæmda-
stjóri rekstrar hjá Icelandair, segir
ástandið misslæmt eftir flugvöllum en
víða hafi fluggeirinn þurft að takast á
við bratta aukningu í eftirspurn á
mjög skömmum tíma. „Það er hins
vegar ekki hægt að segja að ríki
neyðarástand og hefur okkur t.d. tek-
ist að halda ágætisreglu á komum og
brottförum okkar véla frá Schiphol.
Við höfum fundið fyrir töfum í Man-
chester og Dyflinni en þar sem flugið
þaðan til Keflavíkur tekur skemmri
tíma þá hefur leiðakerfið í heild sinni
ekki verið viðkvæmt fyrir þeirri rösk-
un,“ segir Jens og bætir við að í sum-
um tilvikum hafi Icelandair þurft að
grípa til þess ráðs að senda eigið
starfsfólk til að aðstoða við hleðslu
flugvéla og afgreiðslu farangurs. Þá
hafi áhafnir á flugum sem lent hafa í
seinkunum stundum tekið málin í sín-
ar hendur og hlaðið og afhlaðið vél-
arnar á flugvöllum erlendis.
Icelandair flýgur í dag frá Reykja-
vík og Keflavík til 27 áfangastaða í
Evrópu, 15 staða í Bandaríkjunum og
Kanada, fjögurra bæja á Grænlandi
og þriggja á Íslandi. Segir Jens að
fjöldi flugferða hjá félaginu sé nú um
80% af því sem var fyrir kórónuveiru-
faraldur og bókunarstaðan mjög góð
en nýjar tengingar við Róm og Nice
hafa fengið góðar viðtökur.
Hann segir flugfélagið forðast það í
lengstu lög að farþegar missi af teng-
ingum, bæði vegna þeirra óþæginda
og kostnaðar sem því fylgir, en einnig
vegna þess að gististaðir á SV-horn-
inu eru nánast uppbókaðir svo að
væri nær ómögulegt að finna laus
herbergi fyrir fulla vél af farþegum.
„Það hjálpar okkur að vera með flug
tvisvar á dag til margra staða; þar
sem fyrsta hollið flýgur frá Keflavík á
milli 7 og 8 á morgnana, og svo annað
holl þremur tímum síðar, og því oft
hægt að færa fólk í flug seinna um
daginn ef seinkun á einum fluglegg
raskar tengingum. En við lentum
samt í því um daginn að svo mikil
seinkun varð á flugi, og útilokað að
finna gistingu fyrir farþega á leið
vestur um haf, að við þurftum að taka
á okkur verulega röskun á öllu okkar
kerfi til að koma öllum á áfangastað.“
Útlit er fyrir áframhaldandi basl út
sumarið en Jens segir flugvelli og
flugfélög vera smám saman að ná tök-
um á vandanum. „Í lok sumars verður
búið að þjálfa og öryggisvotta mikið
af nýju fólki og á sama tíma mun
draga úr eftirspurn og ætti ástandið
þá að lagast.“
„Dýrt ef áætlunin raskast“
AFP
Ami Beðið í röð á flugvelli í BNA. Ferðasumarið hefur byrjað með látum og bæði flugvellir og flugfélög átt erfitt
með að ráða við álagið. Hægt gengur að manna stöður og tekur tíma að þjálfa og öryggisvotta nýja starfsmenn.
- Icelandair hefur sent starsfólk út til að aðstoða við afgreiðslu farangurs - Brexit eykur á mönnunar-
vanda breskra flugvalla - Hægara sagt en gert að finna laus hótelherbergi fyrir strandaða farþega
Jens
Bjarnason
Birgir
Jónsson
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
11. júlí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 137.26
Sterlingspund 164.92
Kanadadalur 105.67
Dönsk króna 18.744
Norsk króna 13.593
Sænsk króna 13.078
Svissn. franki 140.72
Japanskt jen 1.0105
SDR 180.95
Evra 139.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.7162