Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 13

Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is K 7 Compact Háþrýstidæla Sumarverð 69.990 kr. Stjórnvöld Írans vörpuðu um helgina ljósi á nýja tækni í auðg- unarferli úrans í landinu, en stjórn- völd halda nú ótrauð áfram kjarn- orkustefnu sinni og fresta sífellt tilraunum Vesturlanda á samningi um kjarnorkumál landsins frá árinu 2015. Umræddur samningur felur í sér ákveðin takmörk á auðgun úrans í Íran og að hún haldist undir 3,67%, en í janúar árið 2021 greindi Íran frá því að nýting í kjarnorkuveri í land- inu væri komin yfir 20% og örfáum mánuðum síðar hafði annað íranskt kjarnorkuver náð 60% auðgun. Í Te- heran hefur ríkisstjórnin ætíð neitað sök og segir Íran ekki stunda til- raunir til framleiðslu á kjarnorku- sprengju, en til þess þarf 90% auðg- un. Nýjar aðferðir munu auðvelda Íran auðgunarferlið á úran og mun hagnýting frumefnisins ná nýjum hæðum. Rafael Mariano Grossi, fram- kvæmdastjóri Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, staðfesti þetta í nýjustu skýrslu sinni til Sameinuðu þjóðanna og greindi frá því að þess- ar breytingar á auðgunarferlinu hefðu átt sér stað í kjarnorkuveri sem liggur suður af höfuðborginni Teheran. Joe biden, forseti Bandaríkjanna, segir að meginerindi sitt í heimsókn- um sínum til Ísrael og Sádi-Arabíu í vikunni verði endurvakning á samn- ingnum, en árið 2018 gengu Banda- ríkin úr samningnum. Íran gekk út í beinu framhaldi, en þótt landið hafi undanfarið sýnt áhuga á inngöngu og átt í viðræðum við eftirstandandi aðildarlönd, þá hafa engar tilraunir til samninga gengið eftir. AFP Kjarnorkuveldi? Bandaríkin og Íran gengu úr samkomulaginu. Íran færist nær kjarnavopnum - Nýjar aðferðir við auðgun úrans Stjórnvöld í Portúgal hafa sett á „viðbúnaðarástand“ í kjölfar bar- áttu við skógar- og gróðurelda á norðurhluta landsins í gær. Um 1.500 slökkviliðsmenn börðust við eldana sem hafa logað á nokkrum svæðum í Portúgal síðan á fimmtu- dag, en þeir koma í kjölfar mikillar hitabylgju í landinu. Eldarnir hafa eyðilagt að minnsta kosti tvö hús,en á annan tug slökkviliðsmanna og um 20 almennir borgarar hafa slas- ast vegna þeirra. Flestir hafa feng- ið aðhlynningu á staðnum. PORTÚGAL Skógareldar eftir mikla hitabylgju AFP Barátta Um 1.500 slökkviliðsmenn börðust við skógarelda í Portúgal. Alls voru nítján skotnir til bana á tveimur krám í Suður-Afríku um helgina. Í Soweto-bæ skammt frá Jóhann- esarborg létust 12 í skotárásum á laugardagskvöld í kjölfar þess að árásármenn komu keyrandi á smárútu og hófu skothríð á kráar- gesti. Ellefu voru fluttir á spítala en þrír þeirra létu þar lífið. Svo virðist vera sem fórnarlömb hafi verið val- in af handahófi. Í Pietermaritzburg í austurhluta landsins voru fjórir skotnir til bana og átta særðir eftir að tveir menn gengu inn á bar og skutu tilvilj- unarkennt að viðskiptavinum áður en þeir flúðu vettvang. Árásirnar eiga sér stað aðeins tveimur vikum eftir að 21 ung- menni lést á dularfullan hátt í öld- urhúsi í borginni Austur-London í suðurhluta landsins. Líklegt þykir að um einhvers konar eitrun hafi þar verið að ræða. SUÐUR-AFRÍKA Nítján látnir eftir skotárásir á krár Mótmælendur gerðu á laugardag ákaft áhlaup á aðseturstað Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og neita að víkja þaðan. Forsetinn hefur tilkynnt að hann muni segja af sér embættinu á miðvikudag, en hann flúði heimili sitt á suðurhluta eyjunn- ar á laugardag með skipi sjóhersins í kjölfar áhlaupsins. Atburðarás helgarinnar var ákveð- inn hápunktur margra mánaða mót- mæla í landinu, en íbúar hafa lengi sýnt gremju sína vegna efnahags- kreppu í landinu og spillingu Raja- paksa-ættarinnar. Hundruð þúsunda manna söfnuðust saman fyrir utan forsetahöllina um helgina og kröfðust þess að Rajapaksa tæki ábyrgð á skorti á lyfjum, mat og eldsneyti í landinu. Ósáttir íbúar réðust inn í höllina á meðan hópur aðgerðasinna hengdi upp mynd af Rajapaksa við klukkuturn nálægt höllinni í mót- mælaskyni. Óhætt er að segja að mót- mælendur hafi leyft sér að láta eins og heima hjá sér í höllinni á sunnudag, en margir fóru í gegnum föt forsetans og fjöldi barna gerði sér þann leik að snúa sér í forsetastólnum. Hershöfðingi biður um ró Aðgerðasinnar í Sri Lanka mót- mæltu einnig öðrum í ríkisstjórninni yfir helgina, en kveikt var í aðsetri Ranil Wickremesinghe forsætisráð- herra jafnvel eftir að hann bauðst til að segja af sér. Lögreglan handtók þrjá menn í tengslum við íkveikjuna í gær. Öryggissveitir reyndu að dreifa mannfjöldanum á laugardag og olli það talsverðum átökum. 105 manns voru fluttir á spítala í kjölfar mótmælanna og einn var al- varlega særður af skoti. Eftir mið- nætti á laugardag gaf æðsti herfor- ingi Sri Lanka, Shavendra Silva, út yfirlýsingu í sjónvarpi og bað fólk um að sýna ró „til að hægt sé að leysa kreppuástandið á friðsamlegan og stjórnarskrárbundinn hátt“. Fá ekki björgun vegna umróts Ríkisstjórn Sri Lanka hefur ekki staðið í skilum með erlendar skuldir sínar að andvirði 51 milljarðs banda- ríkjadala og hefur beðið um björgun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, en stofnunin kvaðst í gær fyrst vonast eftir lausn á núverandi ástandi sem geri þeim kleift að hefja viðræður að nýju. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að tak- markanir Rússa á útflutningi úkra- ínsks korns og verðhækkunin í kjöl- farið „kynnu að hafa stuðlað að efnahagslegu umróti á Sri Lanka“. gsa@mbl.is Yfirtóku forsetahöllina - Neita að yfirgefa höllina á Sri Lanka - Mótmæla efnahagskreppu og spillingu - Forseti flúði með flotaskipi - Mótmælendur kveiktu í aðsetri forsætisráðherra AFP Mótmæli Forsetinn flúði höllina á laugardag vegna mótmæla. Að minnsta kosti 15 manns létu lífið í loftárásum rússneska hersins á fjölbýlishús í bænum Tjasív Jar í austurhluta Úkraínu í gær. „Í björgunaraðgerðunum fund- ust 15 manns látin og fimm manns var bjargað undan rústunum,“ seg- ir í tilkynningu frá viðbragðs- aðilum á svæðinu. Pavló Kírílenkó ríkisstjóri Dó- netsk sagði á samkiptamiðlinum Telegram að í það minnsta 30 aðrir væru undir rústum fimm hæða byggingarinnar. Rússar notuðu Úragan-flugskeyti í árásinni sem eyðilagði fjölbýlis- húsið að hluta til. Rússar hafa eytt miklu púðri í að ráðast á Lúgansk- héraðið en beina nú spjótum sínum að Dónetsk-héraði, en saman mynda þau Donbas-svæðið. Rússar halda áfram árásum sínum á almenna borgara í Úkraínu 15 létu lífið í loftárásum á fjölbýlishús AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.