Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 16

Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 ✝ Árni Stefán Gunnarsson fæddist á Ísafirði 14. apríl 1940. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfara- nótt 1. júlí 2022. Foreldrar hans voru Gunnar Stef- ánsson, f. 24. mars 1915, d. 31. janúar 1951, og Ásta Árna- dóttir, f. 6. júlí 1911, d. 4. júní 2002. Systir Árna er Valgerður Þor- björg Gunnarsdóttir, síðar Fri- driksson, f. 8. desember 1942. Maki hennar var Jónas Gunnar Friðriksson, f. 16. ágúst 1932, d. 20. ágúst 2018. Þeirra synir eru Gunnar, Friðrik og Jónas Fri- driksson. Öll eru þau búsett í Bandaríkjunum. Árni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Hrefnu Filipp- usdóttur, f. 30. janúar 1942, og voru þau gift í hartnær sex ára- tugi. Dætur þeirra eru: 1) Sigríð- ur Ásta, f. 14. október 1963. Maki Rúnar J. Aðalsteinsson, f. 17. október 1957. Börn þeirra ingar sf. ásamt öðrum og rak í rúmt ár. Þá starfaði hann á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunnar árið 1985 við hjálparstarf í Eþí- ópíu. Hann var framkvæmdastjóri hjá Slysavarnafélagi Íslands 1991-1992 og síðan fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði til ársins 2004. Árni var í bæjarstjórn Reykja- víkur 1970-1974 áður en hann var kjörinn alþingismaður Norð- urlands eystra árin 1978-1983. Árin 1987-1991 sat Árni á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var forseti neðri deildar 1979 og 1989-1991. Árni sinnti auk þessa marg- víslegum öðrum störfum og fé- lagsmálum. Hann var meðal ann- ars formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins og Blaðamanna- félags Íslands í nokkur ár, í stjórn Landverndar og í landnýt- ingarnefnd og ritari Alþýðu- flokksins um árabil. Hann gegndi einnig stjórnarstörfum í Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands um hríð og var formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna. Hann var virkur í starfi Sam- fylkingarinnar frá stofnun henn- ar, sem og formaður Bók- menntafélags jafnaðarmanna. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 11. júlí 2022, klukkan 13. eru Árni Að- alsteinn, f. 8. febr- úar 1996, og Hrefna Kristín, f. 26. júlí 2002. 2) Gunn- hildur, f. 17. nóv- ember 1983. Árni lauk mið- skólaprófi í Reykja- vík og stundaði síð- an flugnám um tíma. Þá kynnti hann sér fjölmiðla og blaðamennsku í Bandaríkj- unum. Stundaði nám í heilsu- hagfræði við Endurmennt- unarstofnun Háskóla Íslands 1995-96. Hann var blaðamaður við Al- þýðublaðið og síðar fréttastjóri 1959-1965, ritstjóri 1976-1977 og 1985-1987. Þá var hann einnig fréttamaður og varafréttastjóri við Ríkisútvarpið 1965-1976 og fréttastjóri um hríð. Árið 1976 var hann fréttaritstjóri Vísis. Hann var fréttamaður Rík- isútvarpsins á vettvangi þegar eldgos hófst í Heimaey í janúar 1973 og skrifaði bókina Eldgos í Eyjum. Árni stofnaði Útvarpsauglýs- Elsku hjartans pabbi minn. Ég skrifa til þín til að kyrra hugann þessa undarlegu daga sem liðnir eru frá því þú kvaddir. Til þín, sem var minn besti vinur og ráðgjafi. Til þín, sem ég gat leitað til með allar mínar sorgir og gleði, reiði og uppgjöf, vand- ræði, valkvíða, ákvarðanir og ástríðu. Til þín sem gerðir allt gott, gafst ráð og bentir mér á valkosti. Og hlustaðir umfram allt. Við vorum tengd í huga og hjarta. Í uppvexti pabba voru erfið- leikar og sorg og lítið fé milli handa. Hann missti föður sinn í flugslysi tíu ára gamall, föður sem hann dáði og saknaði alla tíð. Ólst upp hjá einstæðri móður ásamt yngri systur við sífellda flutninga á milli leiguíbúða, strit móður við að hafa í sig og á, kröpp kjör og litla skólagöngu. Það lýsir líðan hans best þegar hann stóð upp í Dómkirkjunni, við minningarathöfn um þá sem fórust með Glitfaxa, flugvél Flug- félags Íslands, gekk út áður en séra Bjarni las upp nafn föður hans og fór að selja dagblaðið Vísi sem hann gerði eftir skóla. Þá var engin áfallahjálp og að- stoð við börn í erfiðum aðstæð- um. En pabbi átti skjól hjá góðu fólki, systkinum í Næfurholti á Rangárvöllum hvar hann dvaldi mörg sumur og leið undur vel. Hann hélt alla tíð tryggð við bæ- inn og fólkið og afkomendur þess og fór svo að ég dvaldi þar sjálf mörg sumur sem barn og dóttir mín einnig. Öll þrjú deildum við sömu hlýju minningunum þaðan þó lífsbaráttan væri ólíkt sú sama. Jöfnuður, samhygð, náunga- kærleikur og aðstoð við þá sem minna mega sín. Allt þetta ein- kenndi líf pabba. Hann tók víða að sér verkefni sem flest voru í nafni mannúðar, réttlætis og jöfnuðar. Hann vildi gera gagn, bæta hag og tækifæri fólks, skilja, hlusta og vera til staðar, sýna í verki umhyggju og bæta stöðu svo fremi hann gat og gerði ekki mannamun. „Hann var drengur góður“, voru orð sem rituð voru frá vin- konu í samúðarkveðju til mín eft- ir að hann kvaddi. Það eru orð að sönnu. Nú hefði pabbi sagt komið gott af mærð í hans garð. Tæpan mánuð vantað uppá sextíu ár af hjónabandi foreldra minna.Hann var gæfumaður að deila lífinu með mömmu og við systur að eiga þau sem foreldra, tvö nánast einbirni, sem fædd- umst með tuttugu ára millibili. Pabbi var besti afi í heimi og mikill barnakall, allir fengu sinn tíma, hlýju, samtal, heilræði, sög- ur og samveru. Hann var til stað- ar fyrir alla, reynslubankinn allt- af opinn og vel sóttur af fjölskyldu og vinum. Við sem stóðum honum næst sitjum eftir tóm og sorgmædd en samt svo full af góðum minning- um. Hann tók snarpa glímu við veikindi síðustu mánuði þó upp- haf þeirra megi rekja tvö ár aft- ur. Hann fékk ekki ósk sína upp- fyllta, vildi fara snögglega ef á annað borð yrði hann sóttur. En englar í mannsmynd á líknar- deildinni gerðu allt sem hægt var, fyrir það vil ég þakka þeim af öllu mínu hjarta. Við pabbi áttum ekkert ósagt er hann kvaddi. Fuglasöngur og friður fyllti bjarta sumarnóttina. Það verður erfitt að kveðja og enginn kemur í hans stað. Farðu í friði elsku pabbi, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Ásta. Elsku pabbi Mikið er það nú skrýtið að sitja hérna og skrifa um þig minning- argrein. Um þig er svo ótalmargt hægt að skrifa, enda hefur þú átt bæði langa og viðburðarríka ævi. Erfið barnæska við kröpp kjör hafði á þig mikil áhrif og fylgdi þér að vissu leyti til dauðadags. En þessi lífsreynsla tók einnig þátt í að móta þig og gera þig að þeim mikla jafnaðarmanni sem þú varst. Þú máttir ekkert aumt sjá og tókst oftar en ekki að þér að hjálpa öðrum, bæði mönnum og málleysingjum. Þú varst ráða- góður og alltaf til í að hlusta, ræða og hugga. Ég vil þakka þér fyrir öll okkar samtöl í gegnum tíðina, þau hafa verið mér lær- dómsrík og góð. Ég þakka einnig fyrir það góða pólitíska og móralska uppeldi sem ég hef fengið hjá þér. Sann- girni, réttlæti og jöfnuður voru orð sem höfð voru að leiðarljósi. Einnig sú staðreynd að allir menn séu jafnir, en að ekki allir hafi fengið líkum möguleikum út- hlutað í lífinu. Þú vannst ötullega að því alla ævi að reyna að jafna kjör og möguleika fólks, hvar sem það var á lífsstiganum. Þessa hugsjón vona ég og trúi að ég taki með mér út í lífið. Þú þreyttist aldrei á því að segja okkur systrum hversu stoltur þú værir af okkur. Þínir eigin takmörkuðu möguleikar til skólagöngu urðu til þess að það var þér kappsmál að við myndum mennta okkur og læra eins mikið og við mögulega gætum. Þú ósk- aðir þess oft að þú hefðir sótt skóla lengur og betur, enda varð skortur á skólaskírteinum þér stundum fjötur um fót í atvinnu- lífinu. En þrátt fyrir það þá komstu þér vel fyrir og áttir lang- an og farsælan feril sem bæði blaðamaður, alþingismaður og framkvæmdastjóri. Síðastliðna viku hafa margir af þínum fyrr- verandi starfsmönnum haft sam- band við mig og lýst því hversu góður yfirmaður þú varst, rétt- látur og sanngjarn og alltaf til í að hlusta. Þú áttir góðan lífsins förunaut í henni mömmu. Ykkur vantaði aðeins nokkra daga upp á 60 ára hjónaband, það er ákveðið afrek sem ber að minnast. Ég lýk mínum orðum með ljóði skáldsins Erlu, sem mér finnst lýsa þér og þínum hugsjónum vel: Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér Lát ei sorg né böl þig buga baggi margra þyngri er Vertu sanngjarn, vertu mildur vægðu þeim sem mót þér braut Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er En þú hefur afl að bera orka blundar, næg í þér Þerraðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans Gunnhildur Árnadóttir (Gunnsa). Elsku afi minn. Orð geta ekki lýst sorgartilfinningunni sem ég fann fyrir þegar símtalið barst mér til Danmerkur um að þú værir farinn. Minningar flæddu inn í hugann, af barnæskunni sem ég var svo heppin að eyða með ykkur ömmu. Veiðiferðin að Þingvallavatni sem ég vildi svo mikið endurtaka á þessu ári, bíl- túrarnir í Næfurholt þegar þú spilaðir gamlar sinfóníur og dæg- urlög allt of hátt og tún ferðirnar með hundinn okkar Mars þar sem við gátum talað endalaust um allt og ekkert. Kvöldið sem þú fórst sat ég ein við höfnina í Svendborg með fæt- urna í sjónum og horfði á him- ininn sem þú litaðir svo fallega appelsínugulan. Einmanna mar- glytta strauk sér þá við fæturna mína og flaut í kringum mig rest- ina af kvöldinu. Þú vissir að mar- glyttur væru uppáhaldsdýrið mitt og er ég er sannfærð um að þetta hafi verið þín hinsta kveðja áður en þú færir eitthvert sem við mannkynið ekki vitum hvað eða hvar er. Ég mun líklegast aldrei hætta að heyra setninguna „sæl gullið mitt“ í huganum en þannig byrj- uðu öll símtöl og tölvupóstar frá þér. Ég fann alltaf sömu tilfinn- ingu um að vera elskuð af þér þegar þetta beið mín á hinum enda símans. Þú kenndir mér að lifa lífinu einn dag í einu og ekki hugsa um mistök fortíðinnar. Þú kenndir mér að nýta hvern dag eins og það væri enginn morgundagur. Þú kenndir mér að það að leyfa slæmum hugsunum og sorg að taka yfir hugann væri tíma- eyðsla. Þú varst hugulsamur, gjaf- mildur og yndislegur. Það mun enginn koma í stað- inn fyrir þig elsku afi minn. Ég lofa þér að hugsa vel um hann Mars sem þér þótti svo óendan- lega vænt um og ömmu sem var þín fyrsta og hinsta ást. Við munum aldrei hætta að sakna þín. Hrefna Kristín. Elsku afi. Það er með kærleik og þakk- læti í hjarta sem ég skrifa þessi orð til þín. Þau 26 ár sem ég fékk með þér einkenndust af góðri vin- áttu og væntumþykju sem ég mun hugsa til daglega það sem eftir er. Mars liggur hérna hjá mér og starir tómlegum augum út í loftið, það er greinilegt að hann finnur til söknuðar enda varst þú hans bjargvættur og elskaðir hann eins og þitt eigið barn. Dagurinn í dag er dagurinn sem ég vildi að kæmi aldrei en þarf nú að horfast í augu við það að veiðiferðirnar okkar, sögu- stundir og hlátursköst verði ekki fleiri í bili allavega. Ég myndi sennilega fylla Moggann ef ég ætti að telja upp alla þá mikilvægu hluti sem þú kenndir mér en það allra mikil- vægasta sem ég tek frá þér er að við hvert einasta fall er ekkert annað í stöðunni en að standa upp og halda áfram vegferð sinni. Þennan hugsunarhátt tók ég með mér út í lífið og lifi eftir þegar upp koma erfiðir tímar. Ég naut síðustu dagana með þér þrátt fyrir erfiða tíma, við hlustuðum saman á tónlist, tón- list sem þú sagðir að minnti þig á gamla tíma og spjölluðum um skemmtilegar minningar sem við áttum saman. Ég sagði þér að ég elskaði þig og að þú hafir verið mér góður afi, daginn eftir sofn- aðir þú svefninum langa vitandi að þú stóðst afahlutverkið og gætir lokið jarðvist þinni í sátt og samlyndi. Takk fyrir allt saman afi, takk fyrir að vera trúr þér og þínum og hafa alltaf verið til staðar fyrir þína nánustu. Sú skilyrðislausa ást og þolin- mæði sem þú sýndir mér alla tíð hjálpaði til við að móta manninn sem ég er í dag og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklátur. Þinn dóttursonur, Árni Aðalsteinn. Elsku bróðir minn Minn besti vinur allt frá barn- æsku. Ég man ekki eftir sjálfri mér án þess að þú sért þar með í minningunni. Þú varst ekki hrif- inn af því að hafa litlu systur hangandi á eftir þér, en ég fann alltaf felustaðina þína. Allt breyttist svo þegar pabbi fórst í flugslysinu, þú varst tíu ára og ég átta. Þá byrjuðu flutn- ingarnir á milli íbúða sem voru vandfundnar í þá daga. Við fund- um griðastað í Næfurholti á Rangárvöllum hjá því yndislega fólki sem þar bjó, og reyndist okkur betur en nokkur fjöl- skylda. Mamma okkar barst fyrir því að halda okkur fjölskyldunni saman og tókst það fyrir hennar dugnað, en ungur fórst þú að vinna, til þess að hjálpa til. Þú fórst á rækjubáta 13 eða 14 ára gamall, við seldum blöð, happadrættismiða eða hvað ann- að sem hægt var að selja. Þig langaði alltaf að mennta þig, en það varð að bíða. Samt sem áður menntaðir þú þig sjálfur, last allt sem þú náðir í og var ekki neglt niður. Þú kenndir sjálfum þér á ritvél og ég dáðist að því hvernig fingurnir flugu þegar þú þurftir að koma frá þér grein. Þú varst nýorðinn 19 ára þegar þér bauðst nokkurra vikna námskeið í blaða- mennsku í Bandaríkjunum, og eftir það varst þú óstöðvandi. Þú kynntist og giftist þinni frá- bæru konu Hrefnu Filippusdótt- ur hún studdi þig og styrkti í einu og öllu. Þið eignuðust tvær dæt- ur, Sigríði Ástu og Gunnhildi, sem ávallt hafa verið mér og okk- ur eins og okkar eigin dætur. Ég þarf ekki að rekja þau margvíslegu störf og fram- kvæmdir bróður míns, það munu áreiðanlega aðrir gera, en það var svo margt sem hann gerði, sem lýsir honum sem manneskju. Hann var svo sannarlega maður margra hæfileika. Hann mátti ekkert aumt sjá, ferðalög hans sem fréttamaður til Víetnam og síðar í hjálparstörf til Eþíópíu höfðu áhrif á hann til æviloka. Hann styrkti foreldra- lausa stúlku frá Eþíópíu, sá um uppihald og námskostnað í mörg ár. Hann aðstoðaði ungan mann frá Eþíópíu, kom honum til Ís- lands til menntunar, hann sá um að margt ungt fólk frá Ungverja- landi kom til Íslands með hans hjálp til vinnu yfir sumartímann, og svo ótrúlega margt annað sem hægt væri að telja upp. Hann elskaði íslensku náttúr- una og að fara í veiði, þekkti hverja á og átti sína uppahalds- staði. Hann var mikill unnandi lista og tónlistar. Í þau tæpu 60 ár sem ég hef búið erlendis slepptum við aldrei hendinni hvort af öðru. Fyrir tíma tölvunnar hringdumst við eða skrifuðumst mikið á milli. Þau hjónin/fjölskyldan komu oft í heimsókn til okkar og við fór- um heim. Þegar tölvubylgjan kom, var hann ekki lengi að kynna sér það og gerði það okkur auðveldara að hafa samband. Við töluðumst við tvisvar til þrisvar í viku. Rifumst um pólitík, ástand- ið í heiminum og persónuleg mál- efni. Stundum ósammála en kvöddumst alltaf í kærleika. Ég mun sakna þess að heyra ekki rödd hans á línunni með orð- unum: „Hæ ástin mín,“ og svo ótalmargs annars. Guð blessi minningu þína og færi þínum elskuðu frið. Valgerður Gunnarsdóttir Fridriksson. Hann Árni Gunnarsson mágur minn er látinn eftir erfið veikindi. Langskólagenginn var hann ekki en lærði þeim mun betur í skóla lífsins. Hann ólst upp í Reykjavík, bar út blöð, seldi Vísi, stundaði skíði og handbolta, fór á leiklistarnámskeið hjá Ævari, söng í kór, en sumrin voru best er hann dvaldi í Næfurholti. Það var hans uppáhaldsstaður í heimin- um alla tíð. Hann hóf blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu, þá frétta- mennsku við Ríkisútvarpið, ritaði bók um Heimaeyjargosið, ferðað- ist um Viet Nam í stríðinu, vann fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu og fyldist með Kröflueldum, varð ritstjóri á Vísi, alþingismaður og loks framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar í Hveragerði og hér er stiklað á stóru. Ferðalög voru hans yndi, inn- an lands og utan. Við fórum til Washington DC á 200 ára afmæli Bandaríkjanna með fjölskyldum okkar og ferðuðumst víða um fylkin í kring. Meðal annars um Buffalo Gap í Virginíu, þar sem við gengum á fjöll með skógfræð- ingum og Íslandsvininum Earny Dickerman. Ógleymanlegt. Hrefna og Árni byggðu sér hús í Ungverjalandi í samvinnu við Svavar Jónatansson verkfræðing og konu hans Mörtu Magnúsdótt- ur. Þangað var gaman að koma. Húsið var suðvestan við Balaton vatn og þaðan var auðvelt að ferðast um sléttur Ungverjalands eða til nágrannaríkja, eins og Króatíu, en þar fórum við eftir há- lendinu í suður og síðan heim með ströndinni. Nú verða ferðalögin ekki fleiri en minningin lifir um góðan vin og traustan. Haukur Filippusson. Nýorðinn 82 ára er mágur minn Árni Gunnarsson fallinn frá. Margir munu minnast hans enda vinmargur og vel kynntur hvar- vetna sem hann kom að málum í okkar litla þjóðfélagi. Og hann kom víða við. Starfsævi hans var einstaklega fjölbreytt og spann- aði blaða- og fréttamennsku, stjórnmálastörf, rekstur heilsu- stofnunar og alþjóðlegt hjálpar- starf svo stiklað sé á stóru. Árni var sjálfmenntaður í bestu merkingu þess orðs, mikill lestrarhestur og fjölfróður, og kom þar víða við í fagurbók- menntum sem og sögu og hvers- kyns fróðleik. Í þessum línum vil ég einkum minnast eins þáttar í fari hans sem á síðari árum tengdi okkur betur en áður og var hans sterk- asta hugsjón. Hann var jafnaðar- maður og áhugamaður um fram- gang jafnaðarstefnunnar. Hann mun snemma hafa tekið þátt í starfi ungra jafnaðarmanna og hann var enn ungur að árum er hann var kjörinn á þing fyrir Al- þýðuflokkinn 1978. Það hljóta að hafa verið spennandi tímar fyrir unga menn þegar flokkurinn sóp- aði til sín fylgi og náði að mynda 14 manna þingflokk. Við tóku erf- iðir tímar og sviptingar í lands- málum en Árni átti eftir að vinna þingsæti aftur í tvígang. Árni var eins og áður segir jafnaðarmaður að lífsskoðun og var svo til hinstu stundar. Fyrir nokkrum árum bar ég undir hann skjöl sem ég hafði rekist á á vef Alþjóðasambands jafnaðarmanna og voru frá þeim tíma þegar Willy Brandt stýrði þeim samtökum. Árni þekkti þessi skjöl og sagði þau hafa haft mikil áhrif á sig þegar hann las þau fyrst. Það varð úr að skjölin voru þýdd og birt á vef Bók- menntafélags jafnaðarmanna en það félag hafði Árni ásamt nokkr- um félögum nýlega endurvakið en upphaflega var félagið stofnað um 1930. Við vorum á einu máli um nauðsyn þess að efla fræðslu um grundvallarhugmyndir jafnaðar- stefnunnar, sem oft vilja gleym- ast eða eru rangtúlkaðar í al- mennri umræðu. Fyrir nokkrum misserum kom upp sú hugmynd að rétt væri að gefa út að nýju bók Gylfa Þ. Gísla- sonar um jafnaðarstefnuna en bókin hafði lengi verið ófáanleg. Að fengnu leyfi afkomenda Gylfa tók Árni að sér að sjá um verkið. Hann réðst einnig í að rita for- mála um Gylfa að endurútgáfunni og var því verki nánast lokið er hann féll frá. Tveim vikum fyrir andlát hans áttum við gott samtal og þar var hugurinn enn við póli- tíkina, flokkinn og jafnaðarstefn- una. Við vorum sammála um að engin friðarhreyfing væri öflugri en hin alþjóðlega hreyfing jafn- aðarmanna. Árni var skemmtilegur í við- ræðu og góður sögumaður. Gam- an var að vera nálægt þegar hann komst á flug við að segja sögur af mönnum og atvikum, ekki síst frá árunum er hann starfaði við Rík- isútvarpið. Allt sagt með góðum húmor en góðvilja til samstarfs- manna lífs og liðinna. Nú er góður maður genginn og hans verður þannig minnst. Árni Stefán Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.