Morgunblaðið - 11.07.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022
Besta deild karla
KA – ÍBV................................................... 4:3
Víkingur – ÍA............................................ 3:2
Staðan:
Breiðablik 12 10 1 1 35:12 31
Víkingur R. 12 8 1 3 28:18 25
KA 12 6 3 3 20:16 21
Stjarnan 11 5 5 1 21:14 20
Valur 11 6 2 3 20:15 20
KR 12 4 4 4 16:19 16
Keflavík 11 4 2 5 19:20 14
FH 11 2 4 5 16:19 10
Fram 11 2 4 5 20:29 10
ÍA 12 1 5 6 13:25 8
Leiknir R. 11 1 4 6 8:17 7
ÍBV 12 0 5 7 12:24 5
Lengjudeild karla
Grindavík – Grótta ................................... 3:1
Kórdrengir – Þróttur V. .......................... 1:0
Vestri – HK............................................... 3:3
KV – Selfoss.............................................. 1:2
Fjölnir – Afturelding................................ 2:1
Fylkir – Þór............................................... 4:0
Staðan:
Fylkir 11 6 3 2 30:12 21
Selfoss 11 6 3 2 23:14 21
Grótta 11 6 1 4 24:15 19
HK 10 6 1 3 20:15 19
Grindavík 11 4 5 2 18:13 17
Fjölnir 11 5 2 4 22:20 17
Kórdrengir 11 4 4 3 15:14 16
Vestri 11 4 4 3 18:25 16
Afturelding 11 3 4 4 15:16 13
Þór 11 3 2 6 16:23 11
KV 11 2 1 8 14:27 7
Þróttur V. 10 0 2 8 2:23 2
2. deild karla
KFA – Reynir S........................................ 4:0
Staðan:
Njarðvík 11 10 1 0 39:8 31
Ægir 11 8 1 2 21:13 25
Þróttur R. 11 8 1 2 19:11 25
Völsungur 11 5 3 3 23:17 18
Haukar 11 4 4 3 14:12 16
KFA 11 4 3 4 21:19 15
ÍR 11 4 2 5 16:19 14
KF 11 2 5 4 19:24 11
Víkingur Ó. 11 2 3 6 16:22 9
Höttur/Huginn 11 2 3 6 12:20 9
Magni 11 1 3 7 9:29 6
Reynir S. 11 1 1 9 10:25 4
3. deild karla
KH – Kormákur/Hvöt.............................. 1:3
Víðir – Kári ............................................... 2:2
ÍH – Sindri ................................................ 1:3
KFG – Elliði.............................................. 7:2
Vængir Júpíters – KFS ........................... 3:6
Augnablik – Dalvík/Reynir...................... 1:2
Staðan:
KFG 11 7 2 2 26:14 23
Víðir 11 6 3 2 24:13 21
Sindri 11 6 3 2 25:16 21
Dalvík/Reynir 11 6 1 4 23:19 19
Kári 11 5 2 4 20:18 17
Elliði 11 5 2 4 21:20 17
KFS 10 5 0 5 19:23 15
Kormákur/Hvöt 11 4 2 5 20:22 14
Augnablik 10 3 3 4 13:18 12
Vængir Júpiters 11 3 1 7 19:28 10
ÍH 11 3 0 8 25:30 9
KH 11 2 1 8 11:25 7
2. deild kvenna
Sindri – Fram ........................................... 0:1
Grótta – Völsungur .................................. 2:3
Staðan:
Fram 7 7 0 0 21:2 21
ÍR 7 5 2 0 22:8 17
Grótta 7 4 2 1 29:7 14
Völsungur 6 4 2 0 16:5 14
Álftanes 8 3 1 4 17:19 10
ÍA 5 3 0 2 15:9 9
Sindri 8 3 0 5 13:22 9
KH 4 2 1 1 14:8 7
ÍH 6 1 1 4 11:27 4
Einherji 5 1 0 4 4:11 3
Hamar 6 0 1 5 7:22 1
KÁ 7 0 0 7 5:34 0
Noregur
Bodö/Glimt – Sarpsborg ........................ 4:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Lilleström – Viking ................................. 0:1
- Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á
hjá Lilleström á 86. mínútu.
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking og Samúel Kári Friðjónsson kom
inn á eftir 65 mínútna leik.
Molde – Tromsö ....................................... 5:1
- Björn Bergmann Sigurðarson hjá Molde
er frá keppni vegna meiðsla.
Strömsgodset – Odd................................ 0:0
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset.
Vålerenga – Kristiansund ...................... 3:0
- Brynjar Ingi Bjarnason var varamaður
hjá Vålerenga og kom ekki við sögu.
- Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 62
mínúturnar með Kristiansund.
Staða efstu liða:
Molde 14 9 3 2 28:13 30
Lillestrøm 14 9 3 2 27:13 30
Viking 15 7 4 4 26:18 25
Bodø/Glimt 13 6 4 3 28:18 22
Rosenborg 13 5 6 2 23:17 21
Strømsgodset 14 6 3 5 20:21 21
Hvíta-Rússland
Minsk – BATE Borisov ........................... 2:2
- Willum Þór Willumsson var ekki í leik-
mannahópi BATE.
50$99(/:+0$
KA – ÍBV 4:3
0:1 José Sito 6.
1:1 Ívar Örn Árnason 12.
2:1 Nökkvi Þeyr Þorisson 18.
2:2 José Sito 21.(v)
2:3 Halldór J. S. Þórðarson 45.
3:3 Daníel Hafsteinsson 56.
4:3 Elfar Árni Aðalsteinsson 76.
M
Ívar Örn Árnason (KA)
Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Andri Fannar Stefánsson (KA)
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV)
José Sito (ÍBV)
Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Dómari: Þorvaldur Árnason – 8.
Áhorfendur: Um 450.
VÍKINGUR R. – ÍA 3:2
1:0 Logi Tómasson 13.
2:0 Viktor Örlygur Andrason 20.
2:1 Ingi Þór Sigurðsson 67.
3:1 Erlingur Agnarsson 71.
3:2 Ingi Þór Sigurðsson 87.
MM
Logi Tómasson (Víkingi)
Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
M
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Ari Sigurpálsson (Víkingi)
Benedikt V. Warén (ÍA)
Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 7.
Áhorfendur: 521.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sex stig skilja að Breiðablik og Vík-
ing á toppi Bestu deildar karla eftir
sigur Víkings á Skagamönnum, 3:2, á
laugardaginn. Eftir tólf umferðir af
27 er það í raun sáralítill munur og
nýja keppnisfyrirkomulagið þýðir að
liðin eiga enn eftir að mætast tvisvar
í deildinni áður en yfir lýkur.
Víkingar hafa nú unnið fimm leiki í
röð í deildinni síðan þeir töpuðu fyrir
Blikum í maí, auk tveggja bikarleikja
og tveggja Evrópuleikja.
Á sama tíma hafa Blikar tapað
fimm stigum og bilið á milli liðanna
því minnkað smám saman. Leikur
liðanna á Kópavogsvelli 15. ágúst
kemur til með að ráða gríðarlega
miklu um framhaldið eftir það.
_ Varamaðurinn Ingi Þór Sigurðs-
son skoraði bæði mörk Skagamanna
sem eru nú án sigurs í 10 leikjum í
röð í deildinni, eða síðan þeir unnu
Víkingana óvænt í 2. umferð 24. apríl.
_ Erlingur Agnarsson skoraði
sögulegt mark fyrir Víkinga þegar
hann kom þeim í 3:1 því það var
þeirra þúsundasta mark í efstu deild
frá upphafi.
_ Logi Tómasson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Víking. Það er
fyrsta mark hans af fjórum í deildinni
sem hann skorar gegn öðru liði en
Val.
_ Pablo Punyed, miðjumaður Vík-
ings, lék sinn 200. leik í deildakeppni
hér á landi.
Án sigurs í 12 leikjum
KA vann sinn fyrsta sigur í sex
leikjum þegar botnlið ÍBV varð að
sætta sig við 4:3 ósigur á Akureyri á
laugardaginn, eftir að hafa verið yfir í
hálfleik, 3:2. KA er því komið í þriðja
sætið á ný þrátt fyrir litla stigasöfnun
að undanförnu.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði
sigurmarkið eftir glæsilega útfærða
skyndisókn og sendingu Hallgríms
Mar Steingrímssonar. Tveir marka-
hæstu menn KA í deildinni frá upp-
hafi sem þar áttu hlut að máli.
_ José Sito skoraði tvö mörk fyrir
ÍBV á fyrstu 20 mínútunum en fór
meiddur af velli í fyrri hálfleik.
_ ÍBV hefur nú ekki unnið neinn af
fyrstu 12 leikjum sínum og útlitið er
orðið dökkt. Samt eru aðeins þrjú
stig í að komast upp fyrir Skagamenn
og úr fallsæti.
_ Jón Ingason varnarmaður ÍBV
lék sinn 100. leik í efstu deild.
Víkingar saxa
á forskot Blika
Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson
Fossvogur Víkingurinn Birnir Snær Ingason á fleygiferð í átt að marki
Skagamanna í fimm marka viðureign liðanna á laugardaginn.
- Erlingur skoraði þúsundasta markið
EM 2022
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hafi einhverjir efast um styrk
franska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu fyrir Evrópumótið á Eng-
landi þá dugði væntanlega fyrri
hálfleikurinn gegn Ítölum í Rother-
ham í gærkvöld til að sannfæra
flesta um að Frakkar væru með eitt
af bestu liðunum í keppninni.
Staðan var 2:0 eftir 12 mínútur
og 5:0 í hálfleik og dagskránni var
þá einfaldlega lokið. Miðjumað-
urinn Grace Geyoro, fyrirliði París
SG sem skoraði gegn Breiðabliki á
Kópavogsvellinum í Meistaradeild-
inni síðasta haust, skoraði þrennu í
fyrri hálfleiknum. Þær Marie-
Antoinette Katoro og Delphine
Cascarino gerðu sitt markið hvor.
Þrennan hjá Geyoro er líka sögu-
leg því hún er sú fyrsta sem er
skoruð í fyrri hálfleik í sögu úr-
slitakeppni EM. Varamaðurinn
Martina Piemonte náði að koma
Ítölum á blað með marki á 76. mín-
útu og lokatölur urðu 5:1.
Hvort þessi úrslit komi Íslandi
að einhverju leyti til góða mun tím-
inn leiða í ljós. Ítalska liðið mun ef-
laust vilja sýna sig og sanna eftir
þessa útreið þegar það mætir Ís-
landi í lykilleik riðilsins í Manchest-
er á fimmtudaginn en markatala í
leikjum Ítala, Belga og Íslendinga
við Frakka gæti ráðið úrslitum í
riðlinum, endi innbyrðis leikir lið-
anna þriggja allir með jafntefli.
Allt jafnt í C-riðlinum
Komist Ísland áfram í átta liða
úrslitin bíður mótherji úr C-
riðlinum, og þar er allt í járnum
eftir tvo jafnteflisleiki á laugardag-
inn.
Holland og Svíþjóð eru þó eftir
sem áður langlíklegust til að enda í
tveimur efstu sætunum en þau
skildu jöfn, 1:1, í Sheffield.
Jonna Andersson kom Svíum yfir
á 36. mínútu en Jill Roord jafnaði
fyrir Hollendinga á 52. mínútu og
nokkuð sanngjarnt jafntefli varð
niðurstaðan.
Portúgal og Sviss gerðu jafntefli,
2:2, á velli kvennaliðs Manchester
United í bænum Leigh.
Sviss var komið í 2:0 eftir fjórar
mínútur með mörkum frá Coumba
Sow og Rachel Kiwic og virtist
stefna í auðveldan sigur. Portúgalir
tóku hins vegar völdin í seinni hálf-
leik, Diana Gomes og Jessica Silva
jöfnuðu metin og portúgalska liðið
var nær sigri.
Frakkar eru ógnarsterkir
- Skoruðu fimm í fyrri hálfleik gegn Ítölum - Söguleg þrenna hjá Geyoro
AFP/Franck Fife
Þrenna Grace Geyoro í þann veginn að skora fjórða mark Frakka í gær.
_ Cecilía Rán Rúnarsdóttir landsliðs-
markvörður í knattspyrnu fingurbrotn-
aði á æfingu íslenska landsliðsins í
Crewe á föstudaginn og verður ekki
með því á EM. Auður Scheving, mark-
vörður úr Val sem hefur verið í láni hjá
Aftureldingu og áður með ÍBV, var köll-
uð út á laugardaginn og kom inn í hóp-
inn í stað Cecilíu.
_ Óttar Magnús Karlsson er á ný orð-
inn markahæsti leikmaður bandarísku
B-deildarinnar í knattspyrnu eftir að
hann skoraði tvö marka Oakland Ro-
ots í 3:3 jafntefli gegn Sacramento
Republic í fyrri-
nótt. Óttar hefur
nú skorað 13 mörk
í 17 leikjum á tíma-
bilinu og fór upp-
fyrir Milan Iloski
sem hefur skoraði
12 mörk fyrir Or-
ange County.
_ Þorleifur Úlfarsson skoraði sitt
þriðja mark í bandarísku MLS-
deildinni í knattspyrnu í fyrrinótt.
Hann kom inn á sem varamaður og
skoraði fyrra mark Houston í 2:2 jafn-
tefli gegn Dallas á heimavelli.
_ Fylkir komst á topp 1. deildar karla í
fótbolta á laugardag með 4:0 sigri á
Þór þar sem mörkin komu öll á síðustu
20 mínútunum. Benedikt Daríus
Garðarsson og Óskar Borgþórsson
skoruðu tvö þau fyrstu og Nikulás Val
Gunnarsson bætti tveimur við undir
lokin.
Selfoss er jafn Fylki að stigum á
toppnum eftir 2:1 útisigur á KV. Gary
Martin skoraði sigurmarkið á 80. mín-
útu en áður hafði Ingvi Rafn Ósk-
arsson skoraði fyrir Selfoss og Einar
Már Þórisson fyrir KV.
Grindavík skaut Gróttu af toppnum
með 3:1 sigri. Tómas Leó Ásgeirsson
og Kenan Turudija skoruðu fyrir
Grindavík, auk sjálfsmarks, en Kjartan
Kári Halldórsson skoraði mark Gróttu.
HK er með fæst töpuð stig í 1. deild-
inni þrátt fyrir 3:3 jafntefli gegn
Vestra á Ísafirði en Kópavogsliðið
missti niður tveggja marka forskot.
Stefán Ingi Sig-
urðarson og Ívar
Örn Jónsson skor-
uðu fyrir HK, auk
sjálfsmarks, en
Nicolaj Madsen,
Daniel Osafo-
Badu og Friðrik
Þórir Hjaltason
skoruðu fyrir
Vestra.
Hákon Ingi Jónsson og Lúkas Logi
Heimisson skoruðu fyrir Fjölni í 2:1
sigri á Aftureldingu í Grafarvogi en
Andi Hoti minnkaði muninn fyrir Mos-
fellinga.
Guðmann Þórisson tryggði Kór-
drengjum 1:0 sigur á botnliði Þróttar
úr Vogum sem er enn aðeins með tvö
stig og tvö mörk í tíu leikjum.
Eitt
ogannað