Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 166. tölublað . 110. árgangur .
HÖSKULDUR
VAR HETJA
BREIÐABLIKS AFMÆLISFÖGNUÐUR
ELSTU SYSTKINI LANDSINS 10 SÆMUNDUR HJÁ EFLU 10BESTA DEILDIN 26
Halldóra Mogen-
sen, formaður
þingflokks Pí-
rata, segir tillögu
heilbrigðisráð-
herra um afnám
refsingar vegna
neysluskammta
fyrir veikasta
hópinn ekki vera
framkvæman-
lega. „Ætla þau
að vera með einhverja fíklaskrá rík-
isins?“ spyr hún.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra hyggst leggja fram frum-
varp um afnám refsingar fyrir „veik-
asta hóp samfélagsins í tilteknum
tilvikum með tiltekið magn og efni
ávana- og fíkniefna“ og hafa áformin
verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Að mati Halldóru dugar ekki að
breyta um stefnu fyrir einhvern lít-
inn, tiltekinn, niðurnjörvaðan hóp.
Það þurfi að gera það fyrir alla.
Halldóra bendir á að áratuga
reynsla af núverandi refsistefnu sýni
okkur að hún sé skaðleg. Hún hafi
ekki þau áhrif að draga úr neyslu og
hún jaðarsetji fólk þar að auki.
„Við vitum að þessi stefna er ekki
að virka og það er ótrúlega furðuleg
nálgun að ætla að afnema skaðlega
stefnu bara fyrir hluta vímuefna-
neytenda. Það bendir til þess að það
sé lítill skilningur á málefninu sem er
verið að kljást við, sem náttúrulega
lofar ekki góðu,“ segir Halldóra og
bætir við:
„Eða þá að þetta sé eitthvert
skítamix í einhverju samráðsferli.“
Hún bendir á að fulltrúar stórs
hluta refsivörslukerfisins séu inni í
þessum starfshópi, svo hún veltir
fyrir sér hvort verið sé að gera ein-
hverjar málamiðlanir þar. »2
Tillagan sé ekki
framkvæmanleg
- Afnám á aðeins við veikasta hóp fíkla
Halldóra
Mogensen
Örlög Íslands í lokakeppni Evrópumóts
kvenna í knattspyrnu ráðast í kvöld þegar
liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-
riðli keppninnar á New York-vellinum í
Rotherham. Með sigri tryggir liðið sér sæti í
8-liða úrslitum keppninnar en jafntefli eða
tap gæti einnig dugað íslenska liðinu til þess
að komast áfram í útsláttarkeppninni, ef hag-
Viggósdóttir voru í góðum gír á æfingu ís-
lenska liðsins í Rotherham í gær en Glódís
Perla, til hægri, var gerð að varafyrirliða ís-
lenska liðsins fyrir mótið á Englandi. »27
stæð úrslit verða í hinum leik riðilsins þar
sem Ítalía og Belgía mætast í Manchester á
sama tíma.
Agla María Albertsdóttir og Glódís Perla
Morgunblaðið/Eggert
Ísland þarf sigur til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Leiða má líkur að því að stærsti
skjálftinn sem varð í skjálftahrin-
unni á Reykjanesskaga, 5,3 að
stærð, 24. febrúar 2021 og fannst
víða, meðal annars á öllu suðvest-
urhorninu og í Vestmannaeyjum,
hafi markað upphaf framrásar
kvikugangsins undir Fagradalsfjalli
sem síðan braust til yfirborðs tæp-
um mánuði síðar, 19. mars.
Þetta eru niðurstöður greinar
sem birtist í vísindaritinu Earth and
Planetary Science Letters og kemur
formlega út 15. september, en höf-
undar hennar skoða skjálftavirknina
sem hlaust af því þegar kvikan braut
sér leið fram að gosinu.
Að greininni, sem er nú þegar að-
gengileg á netinu, standa þrír vís-
indamenn frá Íslenskum orkurann-
sóknum (ÍSOR) og hópur
vísindamanna frá Tékklandi. Grein-
in er hluti af verkefninu NASP-
MON.
„Strax í kjölfar stóra skjálftans er
þetta allt að fara af stað,“ segir Þor-
björg Ágústsdóttir, jarðskjálfta-
fræðingur og ein þeirra sem standa
að greininni, um jarðskjálftann 24.
febrúar 2021 og skjálftavirknina í
tengslum við framrás kvikugangs-
ins. Hún segir að það sé þó ekki
hægt að sanna það en leiddar séu
líkur að því.
Kvika verði að vera til staðar
„Það er spurning hvort það sé
eitthvað byrjað fyrr, en það eru
leiddar líkur að því að þetta sé upp-
haf þessa gangs, að stóri skjálftinn
virki eins og gikkur. Það gætu verið
aðrar skýringar en það er alla vega
niðurstaðan sem við komumst að í
þessari grein,“ segir Þorbjörg.
„Stjóri skjálftinn er líklega valdur
að þessu kvikuhlaupi en hins vegar
getur þessi skjálfti ekki valdið
kvikuhlaupi nema kvika sé til stað-
ar,“ bætir hún við.
Stóri skjálftinn í hrinunni
hafi virkað eins og gikkur
- Skjálfti af stærðinni 5,3 líklega valdur að kvikuhlaupinu
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Bráðin kvika vall
upp úr gígunum í Geldingadölum.
MGikkurinn var ekki … »14
DÝRMÆT ÞEKKING
Í VERKFRÆÐINNI
HÉR Á LANDI