Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 ✝ Þórdís Jósefína Guðjónsdóttir fæddist 22. desem- ber 1942 á Ás- bjarnarstöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu. Dísa ólst þar upp við hefðbundin sveitastörf og varð fljótt dugleg til allra verka, jafnt utan dyra sem inn- an. Hún fór snemma að heiman til að hjálpa öðrum, nýorðin 14 ára fór hún að Illugastöðum í sömu sveit til hjálpar við heim- ilisstörf og barnagæslu. Sextán ára tók Dísa að sér ráðskonu- starf við Sjúkrahúsið á Hvammstanga. Síðar fór hún í vist á Skallabúðir á Snæfells- nesi. Veturinn 1962-1963 var Dísa ásamt Siggu systur sinni við nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi en þar kynntist hún samtímis; Kór Átthagafélags Strandamanna, Húnakórnum og Kirkjukór Árbæjarsóknar. Þórdís var ljóðskáld og komu ljóð hennar út á ólíkum vett- vangi í gegnum tíðina. Í febr- úar síðastliðnum kom út eftir hana ljóðabókin Þytur í haust- skógi. Foreldrar Þórdísar voru Guðjón Daníel Jósefsson og Sig- rún Sigurðardóttir og var hún elst í systkinahópnum. Hin eru Ingibjörg Sigríður, Steinunn Margrét, Loftur Sveinn, Kristín Ragnheiður og Guðrún Oddný. Þórdís giftist Þorgeiri Ingva- syni, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Sigrún Linda og Þórir Viðar. Þórir á dæturnar Rán, hennar móðir er Arna Gunnarsdóttir, og Röskvu og Eir, móðir þeirra er Marte Røed. Seinna giftist Þórdís Sigurði Erni Arasyni. Þau slitu sam- vistir. Eftirlifandi sambýlismaður Dísu er Kristján Grétar Jóns- son. Þórdís verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, 18. júlí 2022, klukkan 13. vinum fyrir lífstíð. Hún vann síðan ýmis störf á lífs- leiðinni, m.a. í Leð- uriðjunni, hjá Póst- inum og síðar ýmis skrifstofustörf. Á fullorðinsárum lauk Dísa námi til stúdentsprófs í öld- ungadeild Mennta- skólans við Hamra- hlíð og síðan einnig BA-námi í íslensku frá Háskóla Íslands, hvoru tveggja með fullri vinnu. Að þessu námi loknu vann hún hjá Orðabók Háskólans og síðar Náms- gagnastofnun. Einnig starfaði Dísa lengi við prófarkalestur. Þórdís var mikil handa- vinnukona og eftir hana liggja margir dýrgripir. Hún hafði ríkan áhuga á söng og tók mik- inn og virkan þátt í kórstarfi og var um tíma í þremur kórum Mamma er dáin og hvað segir maður þá? Ég ætla að nota hennar eigin orð og kveðja hana með ljóði eftir hana sjálfa. Kveðja Á björtu sumarkvöldi horfin kvölin þú farin inn í sólarlagið þar sem blómin drúpa höfði og kyrrðin hvíslar góða nótt. Þökk fyrir allt. (Þórdís Guðjónsdóttir) Farðu í friði mamma mín. Þín verður saknað. Sigrún Linda. Það er ekki ýkja langt síðan, þegar litið er til baka, að við systk- inin á Ásbjarnarstöðum vorum öll þar heima við leik og störf. En nú er komið að kveðjustund, Dísa systir okkar er farin í sína hinstu ferð. Hún varð fljótt hörkudugleg til allra verka, áræðin og ráðagóð, líklega hefur hún snemma fundið til ábyrgðar á okkur þar sem hún var elst í systkinahópnum. Aðeins sextán ára gerðist Dísa um tíma ráðskona á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Sennilega myndu fáir ef nokkrir unglingar á hennar aldri leika það eftir. Dísa hafði yndi af hestum og notaði þá töluvert. Eitt haustið sem oftar fór hún í göngurnar og var á Brún hans pabba. Þegar komið var fram í Hlíðardal sá Dísa að fjárhópur slapp til baka, setti hún þá hestinn á brattann og komst fyrir féð. Var eftir því tekið hvað stelpan á Ásbjarnarstöðum var dugleg, vel ríðandi og með góðan hund. Þegar hugsað er aftur í tímann finnst okkur að Dísa hafi alltaf verið að sýsla eitthvað þarflegt til gagns og gamans, bæði úti og inni. Á unglingsaldri lærði hún á píanó, fyrst hjá séra Sigurði Norland í Hindisvík og í framhaldi af því hjá Sigríði Kolbeins á Melstað. Stöku sinnum spilaði hún við messur í Tjarnarkirkju. Leið Dísu lá snemma suður og stundaði hún þar ýmiss konar vinnu og síðar kom eigið heimili og búskapur. Það var alltaf gam- an í sveitinni þegar hún og Geiri komu með börnin í heimsókn, þá voru þau hjónin liðtæk við ýmis- legt sem var verið að fást við. Þau voru ekki há í loftinu systkinin Linda og Þórir þegar þau urðu eftir í sveitinni hjá afa sínum og ömmu, öllum til gleði og ánægju. Stóra systir var alltaf tilbúin að gefa okkur sem yngri vorum góð ráð og leiðbeiningar, svo sem þeg- ar fyrstu börnin okkar fóru að fæðast. Hún var einkar lagin í höndunum og saumaði og prjón- aði fatnað og margt fleira nýtilegt sem við systkin, meðal annarra, nutum góðs af. „Spyrja Dísu“ var orðið máltæki hjá sumum okkar, því við vissum að hjá henni fengj- um við svör við flestu sem við ekki kunnum. Guðrúnu langar að þakka sér- staklega fyrir umburðarlyndið og þolinmæðina við unglinginn sem fékk húsaskjól og fæði á mennta- skólaárunum. Það var örugglega ekki alltaf auðvelt að hafa „minnstu systur“, sem þóttist allt mega, á heimilinu. En Dísa sýndi aldrei neitt nema umhyggju og hækkaði aldrei róminn. Dísa var einstaklega nákvæm og vandvirk í öllum sínum störf- um og fengu bæði stórfjölskyldan, vinnustaðir og allir kórarnir hennar að njóta þess en hún var mjög virk í kórastarfi alla sína ævi. Auk þeirra kóra sem hún stundaði reglulega kom fyrir á góðum stundum á seinni árum að búinn var til svokallaður Ásbjarn- arstaðakór sem samanstóð af okk- ur systkinunum, mökum og af- komendum. Þá var oft glatt á hjalla. Dísa og Grétar sungu saman bæði í Húnakórnum og Kór Átt- hagafélags Strandamanna árum saman. Þau nutu þess líka að ferðast saman, bæði innanlands og utan. Fóru t.d. í söngferðir til margra landa með kórunum. Grétar studdi Dísu ávallt og reyndist henni afar vel í veikind- um hennar, það gerðu börnin hennar einnig og við þökkum þeim öllum af alhug. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Dísu „stóru systur“ og munum alltaf sakna hennar. Þúsund þakkir fyrir að vera svona góð sál, það vantar fleiri slíkar á þessa jörð. Með ást, virðingu og væntum- þykju frá systkinum. Loftur Sveinn Guðjóns- dóttir, f.h. systkina. Þegar ég hugsa um Dísu frænku sé ég fyrir mér brosandi konu í stuttermabol og gallabux- um. Ævinlega mætt norður að hjálpa mömmu ef þurfti að rigga upp veislu. Hláturmild og rögg- söm. Strax farin að skreyta brauðtertur með ferskri stein- selju að sunnan, sjaldséðri plöntu á þessum slóðum annars. Drífandi kona og nákvæm, framúrskarandi nákvæm reyndar. Ég leyfi mér að efast um að Dísa hafi nokkurn tíma kastað til höndunum við nokkurt verk, nokkuð viss um að hlutirnir hafi verið gerðir rúmlega hundrað prósent á hennar vakt. Dísa var líka bráðskörp, var klár kona og hafði augu sem sam- ræmdust því. Stundum gat augnaráðið verið nokkuð fast án þess að mörg orð fylgdu því sem hún var að hugsa. Hún hafði góð- an húmor og jafnvel aðeins kaldan á köflum eins og oft hjá greindu fólki. Allir þessir kostir Dísu, og fleiri til, endurspeglast vel í síð- asta verkinu sem hún skilur eftir sig; ljóðabókinni hennar Þytur í haustskógi sem hún gaf út síðasta vor og er afskaplega vönduð og vel lukkuð bók í alla staði. Stuttu áður en Dísa dó sagði hún við mig að það væri skrýtið þetta líf. Og það er rétt. Lífið er skrýtið og eftir því sem maður verður eldri því skrýtnara verður það – á margan hátt. Mér þykir ótrúlega leitt að Dísa frænka skyldi ekki fá að njóta efri áranna betur. Það finnst mér rúmlega skrýtið en aðallega bara dapur- legt. Mig langar samt að leyfa gleðinni að hafa yfirhöndina þeg- ar ég hugsa til Dísu frænku um- fram alla depurð því sjúkdómar og dauði eru ekki fólkið sem þeir leggjast á, fólk er gert úr lífi og gleði. Þannig var Dísa frænka. Elsku Grétar, Linda, Þórir og yngri kynslóðir aðstandenda. Innilegar kveðjur til ykkar allra, þið eigið Dísu ennþá í ykkur og minningunum. Mér finnst ekkert betur við hæfi en að leyfa Dísu frænku sjálfri að eiga hér lokaorðin. Vormánuður Í morgunljóma læðist fram nýtt vor. Blómin í garði mínum blá og gul og hvít brosa til mín á sólbrúnni mold fölgræn brum depla augum móti birtunni. Ég lít vongóð til veðurs. (ÞJG) Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir. Elsku Dísa mín er farin á nýjar lendur, þar sem allt er gott og enginn þjáist, veikindin tóku yfir, sem voru meiri en mann grunaði, hún var ekki týpan, sem kvartaði. Þar sem covidið hamlaði heim- sóknum vissi maður ekki hversu langt veikindin voru gengin. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég hef það,“ svaraði hún er ég spurði. Við kynntumst á Varmalandi námsár- ið 62-63. Völdumst þrjár í númer, sem kallað var. Þar hnýttust vin- áttubönd sem hafa haldið í 60 ár, reyndar náði allur hópurinn, 42 stúlkur, afar vel saman og sauma- klúbbur hefur starfað með mikl- um ágætum öll þessi ár. Oft var hlegið og gantast hjá okkur í núm- erinu, sér í lagi í vaskakróknum. Af einhverjum ástæðum byrjuð- um við að kalla okkur Bakka- bræður, sórumst sem sagt í fóst- bræðralag, Dísa var Gísli, Hildur Eiríkur og ég Helgi. Það var eftir njólaævintýrið eftirminnilega sem nafngiftin festist ærlega við okkur. Þannig var að eldhúshópn- um var ætlað að tína njóla sem áttu að fara í salat eða súpu, minn- ir mig. Ekki leist Bakkabræðrum vel á það. Njólasalat gæti alls ekki verið gott fyrir bragðlaukana. Tókum samt við plastpokum sem hver og ein fékk og þrömmuðum af stað. Dáðumst að dugnaði hinna sem voru ansi röskar að fylla pokana, svo var haldið til baka, í leiðinni kipptu bræður upp einum njóla og létu í sína poka. Steinunn skólastýra hristi bara hausinn. „Algjörir Bakkabræð- ur“. Dísu „bró“ var margt til margt lista lagt, hafði fallega söngrödd, enda dugðu ekki minna en tveir kórar reyndar þriðji líka, því hún var í einum fámennum sem söng oft við jarðarfarir. Í kór- starfinu kynntust þau Grétar. Áttu þau góða samleið og stóðu vel hvort með öðru í veikindum beggja, sem og öðru. Dísa dreif sig í stúdentspróf á sínum tíma enda gædd afburðargáfum, fór svo í íslensku í Háskólanum þar sem hún blómstraði, fékk m.a. 1. verðlaun fyrir frumsamið ljóð, „Lindamosi“, sem er einmitt í ljóðabókinni „Þytur í haustskógi“, sem henni tókst að klára þrátt fyrir að vera orðin sárþjáð. „Óska- börnin mín,“ sem hún kallaði ljóð- in sín. Óskabörn átti hún líka fyr- ir, Sigrúnu Lindu og Þóri, sem hún var afar stolt af og elskaði. Ekki var ástin minni gagnvart ömmustelpunum með fallegu nöfnin, Rán, Röskvu og Eir. Góð kona sagði um bókina, „hún er fal- leg bæði að innan og utan“. Þar er ég sammála, kápan fellur svo vel að innihaldinu. Ljóðin hennar Dísu, þau gera mann meyran, því- lík orðasnilld, sem hún bjó yfir. Þau munu halda minningu hennar á lofti, þeim sem njóta. Ég bið góðan Guð að blessa allt hennar fólk og gefa þeim styrk. Sakna þín elsku bró, takk fyrir allt. Guðlaug Guðjónsdóttir (Dulla). Þá hefur enn ein gegnheila, trausta og sanna íslenska konan orðið að játa sig sigraða fyrir því sem allra bíður. Það var vitað að hverju stefndi, en alltaf fylgir þessu högg og tómleikatímabil. Síðan kemur söknuðurinn og eft- irsjáin. Við Þórdís störfuðum á sama vinnustað í tæpa tvo áratugi og einnig vorum við saman í kóra- starfi um enn lengri tíma. Það var sama hvor vettvangurinn var; allt- af var samviskusemin og ná- kvæmnin til staðar og ekki voru hávaðinn og lætin. Ætíð sama yf- irvegaða framkoman. Það var með ólíkindum að fylgjast með hversu nákvæmlega og yfirvegað hún las hverja efnisgrein, hverja setningu og hvert orð og íhugaði hvort eitthvað mætti betur fara. Í söngstarfinu var sama uppi á teningnum. Hún fór yfir sína rödd og texta heimafyrir og mætti vel undirbúin á æfingar og alla við- burði. Þess vegna var hún ávallt leiðtogi sinnar raddar. Það var síðsumars 2019, en þá dvaldi Þórdís á Vífilsstöðum, að hún fékk til sín gríðarmikinn pappírsbunka, en það voru ljóð sem hún hafði samið í gegnum tíð- ina. Þórdís tók strax til við að fara í gegnum bunkann og fljótlega kom upp sú hugmynd að velja úr þessu ljóðasafni og gefa út á bók. Þá hófst hún þegar handa við val- ið og var það ærið verk og tók sinn tíma. Síðan tók hin eiginlega vinna við, yfirfara hvert ljóð frá orði til orðs og velta hverju orði fyrir sér og máta hvort önnur orð pössuðu betur. Þessa vinnu vann Þórdís af aðdáunarverðri nákvæmni og þrautseigju. Hér er dæmi um ljóð í bókinni: Leit Hvers leitum við mannanna börn langt yfir skammt til hvers er endalaus leikur með brothætt gler vitum við ekki eða vitum samt að hamingjan býr hérna rétt hjá þér – og mér Ljóð Þórdísar bera vitni um næma tilfinningu fyrir náttúrunni og náttúruöflunum svo og mann- legum tilfinningum og samskipt- um. Til allrar hamingju kom ljóða- bókin Þytur í haustskógi út í febr- úar 2022 áður en heilsu Þórdísar tók verulega að hraka og ekki leyndi sér gleðin hjá henni að fá þetta barn sitt í hendurnar. Um leið og ég þakka Þórdísi frábært samstarf, samvinnu og vináttu síðustu ára votta ég Grét- ari sambýlismanni hennar og börnum hennarv Þóri Viðari og Sigrúnu Linduv mína innilegustu samúð. Einnig fá systkini Þórdís- ar innilegar samúðarkveðjur. Þessi verða svo mín lokaorð: Þegar dauðinn þjáning tók, úr þrautatilverunni, þá var lífsins ljóðabók lokað hinsta sinni. Eiríkur Grímsson. Þórdís Jósefína Guðjónsdóttir ✝ Þráinn Þor- steinsson hús- gagnasmiður fæddist á Akur- eyri 19. nóvember 1935. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 30. júní 2022. Þráinn var son- ur hjónanna Þor- steins Stef- ánssonar greiðslukona og sjúkraliði, f. 16.10. 1937, d. 9. mars 2008. Seinni sambýliskona Þráins var Rannveig Lovísa Leifs- dóttir, f. 8.8. 1936. Börn Þráins og Huldu eru: 1) Fjalar, f. 25.8. 1960. 2) Svanlaug Ida, f. 1.6. 1966. 3) Berglind Jóna, f. 3.3. 1969. Barnabörnin eru sex tals- ins. Útför Þráins hefur farið fram í kyrrþey. húsasmiðs, f. 4.11. 1902, d. 28.10. 1964, frá Nýjabæ í Kelduhverfi, og Ólu Guðnýjar Sig- ríðar Sveinsdóttur húsmóður, f. 27.8. 1906, d. 9.6. 1994, frá Naustahvammi í Norðfirði. Eiginkona Þrá- ins var Hulda Jónsdóttir, hár- Núna kveð ég góðan vin minn, Þráin Þorsteinsson, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund 30. júní sl. Ég kynntist Þráni árið 2009 og urðum við strax mjög góðir vinir. Alltaf var gaman hjá okkur þegar ég kom og heimsótti þig og mömmu í Gullsmárann og þú sagðir mér margar skemmti- legar sögur. Ég náði að kveðja þig kvöldið fyrir ferðina löngu og er ég þakklát fyrir það. Ég kveð þig með söknuði og með sömu orðum og þú kvaddir mig alltaf - Guð veri með þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín elsku Þráinn minn og sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur til barnanna þinna: Berglindar, Svanlaugar og Fjalars og fjölskyldna þeirra. Hvíl í friði elsku vinur. Þín Jóhanna Helga Haraldsdóttir. Þráinn Þorsteinsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birting- ar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON frá Reyðarfirði, fv. fræðslustjóri á Austurlandi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. júlí klukkan 13. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Parkinsonsamtökin eða Blindrafélagið. Anna Arnbjörg Frímannsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Hermann Hermannsson Magnús Guðmundsson Anna Dóra Árnadóttir Rósa Hrund Guðmundsdóttir Jóhann Guðnason Guðm. Frímann Guðmunds. Anna Heiða Gunnarsdóttir Arnbjörg Guðmundsdóttir Leó Geir Arnarson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.