Morgunblaðið - 18.07.2022, Side 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Kammersveitin Elja heldur sumartónleika sína í Iðnó
annað kvöld kl. 20 og flytur fjölbreytta efnisskrá verka
í klassískum stíl í bland við samtímatónlist og þjóð-
lagaskotið popp. Flutt verða verk eftir íslensk og erlend
tónskáld og sérstakur gestur verður tónlistarkonan
Ásta sem mun flytja eigin lög af væntanlegri breiðskífu
sem hafa verið útsett fyrir Elju. Kammersveitina skipar
ungt, íslenskt tónlistarfólk sem hefur hin síðustu ár
einbeitt sér að hvers kyns tónlistarflutningi. Hljóm-
sveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.
Klassísk verk í bland við samtíma-
tónlist og þjóðlagaskotið popp
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Topplið Breiðabliks vann sætan 3:2-útisigur á Keflavík í
Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Fyrirliðinn
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði jöfnunarmark Blika
skömmu fyrir leikslok og sigurmarkið í uppbótartíma.
Sigurinn þýðir að Breiðablik er áfram með sex stiga
forskot á Víking á toppi deildarinnar. Þá vann ÍBV sinn
fyrsta sigur í sumar er liðið fékk Val í heimsókn. Eftir
hörkuleik hafði ÍBV að lokum betur, 3:2, þar sem Hall-
dór Jón Sigurður Þórðarson skoraði þrennu. Þá vann
KA stórsigur á Leikni á útivelli, 5:0. »26
Breiðablik heldur sex stiga forskoti
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í síðustu viku bættist enn eitt
blómið í flóruna í miðbænum nýja á
Selfossi þegar Miðbarinn var opn-
aður. Barinn góði er í húsinu Frið-
riksgáfu sem er í stíl samnefnds
húss sem forðum daga var á
Möðruvöllum í Hörgárdal. Nafn
hússins er Friðriksgáfa – sam-
komuhús sem á að endurspegla
fjölbreytta starfsemina sem þar er.
Tónleikastaður, sportbar
og þægindastofa
„Hér verður margt spennandi að
gerast,“ segir Þórir Jóhannsson,
fjárfestir og aðaleigandi staðarins.
Húsið er á þremur hæðum, í kjall-
ara er verið að leggja lokahönd á
tónleikastaðinn Sviðið. Hann á að
taka um 200 manns þegar mest er
og stefnt er á opnun í ágúst. Á
aðalhæð hússins er Miðbarinn, sem
verður í mörgum hlutverkum; sem
hefðbundinn bar, sportbar,
skemmti- og dansstaður, lítill tón-
leikastaður og fleira. Á þriðju hæð-
inni í Friðriksgáfu er svo þæginda-
stofa fyrir þá sem vilja rólega
stemningu.
Til að byrja með verður Miðbar-
inn opinn frá fimmtudegi til sunnu-
dags en eftirspurnin ræður fram-
haldinu. Allir staðirnir í
Friðriksgáfu tengjast og hægt er
að halda eina uppákomu á öllum
hæðum í einu ef svo ber undir.
Einnig er hægt að vera með
þrjár sjálfstæðar samkomur á
sama tíma, allt eftir því hvað fólk
vill gera. „Þetta er mjög hentugt
form og útfærsla. Hægt að opna
með færri gestum á Miðbar en svo
er auðvelt að hafa opið upp á þriðju
hæð ef svo stendur á og fólkinu
fjölgar,“ segir Þórir.
Dans og gleði
„Miðbar í Friðriksgáfu – sam-
komuhúsi er með dans og gleði og
er hugsaður fyrir gesti í yngri
kantinum – upp úr tvítugu. Er að
því leyti ákveðið mótvægi við ann-
an stað sem við starfrækjum í nýja
miðbænum, vínbarinn Risið sem er
á 2. hæð í Mathöllinni í Mjólkur-
búinu svonefnda. Þar verður ró-
legri andblær sem ætti að falla bet-
ur að því sem eldra fólk vill,“ segir
Þórir.
Nokkuð er síðan skemmtistaður
sem opinn er oftar en öðru hvoru
um helgar hefur verið starfræktur
á Selfossi. Úr því er bætt nú, segir
Þórir Jóhannsson sem hefur langa
reynslu úr veitinga- og skemmt-
anarekstri. Daglegan rekstur Frið-
riksgáfu hefur með höndum Hlyn-
ur Friðfinnsson, sem sömuleiðis er
öllum hnútum kunnugur í svona
starfsemi og kann að slá taktinn.
Miðbar í miðbænum
- Friðriksgáfa nú í flórunni - Samkomuhús á þremur
hæðum - Bar og tónleikahús - Skemmtanalíf á Selfossi
Morgunblaðiðið/Sigurður Bogi
Selfoss Hlynur Friðfinnsson, til vinstri, sér um daglega starfsemi skemmti-
staðarins nýja á Selfossi. Þórir Jóhannsson er eigandi þessa staðar og fleiri í
skyldri starfsemi. Báðir hafa þeir lengi starfað í veitingageiranum.
Morgunblaðiðið/Sigurður Bogi
Miðbær Friðriksgáfa – samkomuhús er reisuleg bygging. Samkomusalir
eru á öllum hæðum hússins en áherslurnar og stíllinn ólíkur milli þeirra.