Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022
mennskuna á þessum spilakvöld-
um, voru þjóðmálin auðvitað
rædd og höfðum við mjög
ákveðnar skoðanir á gjörðum
stjórnmálamannanna og þær
vegnar og metnar, sérstaklega
þó flokksfélaga okkar. Þegar ein
okkar sigldi á önnur mið í pólitík-
inni, færðist enn meira fjör í um-
ræður og sjónarmiðin urðu fleiri
og skemmtilegri.
Þó að heilsan hennar Önnu
hafi smátt og smátt farið versn-
andi allra síðustu árin og verið til
leiðinda, þá hélt hún reisn sinni
og ekkert var gefið eftir í spila-
mennskunni, rökhugsun og
minni alveg á sínum stað.
Sú vinátta sem við höfum átt í
öll þessi ár er ómetanleg og ekki
sjálfgefin. Við þökkum þessi ár,
þessar góðu og gefandi stundir
og sár söknuður mun fylgja okk-
ur inn í nýjan tíma, án Önnu.
Innilegar samúðarkveðjur til
Kötlu, Hönnu Láru, Kristjáns og
fjölskyldna þeirra.
María E. Ingvadóttir,
Ásdís J. Rafnar og
Ingveldur Fjeldsted.
Fallin er frá kær vinkona og
fyrirmynd, Anna Kristjánsdótt-
ir.
Vináttu okkar má rekja ríf-
lega 30 ár aftur í timann þegar
við sátum saman í stjórn Sjálf-
stæðiskvennafélagsins Hvatar
undir forystu Önnu. Hópurinn
hefur haldið saman allar götur
frá fyrstu kynnum og hist reglu-
lega. Eins og geta má nærri voru
samræður mjög fjörlegar og há-
pólitískar. Jafnframt var hópur-
inn náinn og tók þátt í gleði og
sorg hver annarrar. Anna hafði
mjög sterkar skoðanir á flestum
dægurmálum og nutum við þess
að heyra viðhorf hennar meðal
annars um frammistöðu stjórn-
valda hverju sinni.
Anna var mikill gestgjafi og
ófáar samverustundir áttum við
á fallegu heimili hennar og eig-
inmanns hennar, Hauks Steins-
sonar, sem lést fyrir nokkrum
árum
Um leið og við kveðjum kæra
vinkonu, sendum við hlýjar sam-
úðarkveðjur til Kötlu, Hönnu
Láru, Kristjáns og fjölskyldna
þeirra.
Ellen Ingvadóttir, Helga
Ólafsdóttir, Hrefna Ing-
ólfsdóttir, Ingveldur Fjels-
ted, Kristín Zöega, Oddný
Vilhjálmsdóttir og Ragn-
hildur Pála Ófeigsdóttir.
Í dag kveðjum við Önnu Krist-
jánsdóttur, fyrrum formann
Hvatar, félags sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík og stjórnar-
konu í Landssambandi sjálf-
stæðiskvenna.
Anna var um langan tíma
mjög virk í starfi Sjálfstæðis-
flokksins. Hún var hluti af
stórum hópi atorkusamra
kvenna sem létu mikið til sín
taka í félagsstarfinu með þá
áherslu að greiða götur kvenna í
stjórnmálum. Þessar konur
höfðu ástríðu fyrir samfélags-
málum, héldu fjöldann allan af
vel sóttum fundum og viðburðum
um málefni líðandi stundar
hverju sinni og tóku virkan þátt í
hvers kyns samfélagsstarfi og
má þá sérstaklega nefna Mæðra-
styrksnefnd.
Anna var kjörin í stjórn
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna árið 1987 og sat þar í
stjórn um árabil. Hún tók við
sem formaður Hvatar, félags
sjáfstæðiskvenna í Reykjavík,
sem er jafnframt elsta stjórn-
málafélag kvenna á Íslandi, árið
1991. Í viðtali við Önnu í Morg-
unblaðinu á 55 ára afmæli Hvat-
ar árið 1992 sagði hún: „Við er-
um ekki sáttar við ástandið.
Okkur finnst þáttur kvenna ekki
nógu mikill þegar litið er til þess
að konur eru 50% kjósenda en
hlutur alþingiskvenna ekki nema
20%. Konur hafa ekki þingstyrk
á við það sem atkvæðamagn seg-
ir til um,“ sem er dæmi um þann
baráttuanda sem ríkti í kvenna-
starfinu á hennar vakt.
Við viljum þakka Önnu fyrir
hennar mikilvægu störf í þágu
frelsis og jafnréttis enda hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið
brautryðjandi í jafnréttismálum
og má það meðal annars þakka
liðsheild þessara öflugu kvenna.
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð.
Nanna Kristín Tryggva-
dóttir formaður LS og
Sirrý Hallgrímsdóttir
formaður Hvatar.
Ég minnist Önnu Kristjáns og
eignmanns hennar Hauks Steins-
sonar með miklu þakklæti og
hlýju. Ég tel að það hafi verið mér
mjög gæfuríkt spor að hafa feng-
ið kynnst þeim þegar ég var 11
ára gömul, þegar þau réðu mig
sem barnapíu að passa dóttur
þeirra Kötlu, þá tveggja ára ynd-
islega stúlku. Hefur mér auðnast
sú gæfa að verða samferða þeim í
lífinu.
Þegar ég lít yfir þessi 60 ár
hrannast upp minningar hversu
gjafmild, rausnarleg og tillitssöm
þau voru við mig. Það var aðdá-
unarvert hversu mikið þau
kenndu mér og tóku mig inn í fjöl-
skyldu sína. Ég var velkomin í
allar veislur hjá fjölskyldunni.
Sem dæmi um rausnarskap
þeirra var þegar ég átti mitt
fyrsta barn, gáfu þau mér útigalla
á barnið í þrjú ár. Þegar ég var að
halda upp á eitt stórafmæli mitt
þá hringdi Anna og bauð fram
hjálparhönd, sem er mér ógleym-
anlegt.
Anna og Haukur voru miklir
heimsborgarar og vinamörg.
Anna stóð með lítilmagnanum,
sbr. hún vann mikið með Mæðra-
styrksnefnd og m.a. pakkaði inn
gjöfum í desember til fanga.
Anna og Haukur voru fáguð í alla
staði og töluðu aldrei illa um fólk.
Mikill kærleikur var milli Önnu
og bróðir hennar Grétars og hans
fjölskyldu. Ég kynntist einnig
Kristjáni og Bergþóru foreldra
Önnu og Grétars en þau reyndust
mér einnig mjög vel þegar ég var
að passa Kötlu. Þau sendu mér
einnig gjafir við mikilvæg tíma-
mót í mínu lífi.
Ég mun ávallt minnast Önnu,
Hauks, fjölskyldum og vinum
þeirra með ljúfu þakklæti og
hlýju í huga.
Ég votta Kötlu, Hönnu Láru,
Kristjáni, Grétari og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð. Megi
Guð umvefja þau kærleika.
Vil enda á erindi úr ljóðinu
Kvæðið um fuglana
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Höf: Atli Heimir Sveinsson /
Davíð Stefánsson)
Erla Friðriksdóttir.
Anna Kristjánsdóttir starfaði
til margra ára sem sjálfboðaliði
Mæðrastyrksnefndar Reykjavík-
ur. Hún var bæði ljúf og góð
manneskja og var mjög vel liðin
af öðrum sjálfboðaliðum og þiggj-
endum aðstoðar nefndarinnar.
Ég kynntist Önnu þegar ég hóf
störf sem sjálboðaliði hjá Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur árið
2005. Við náðum vel saman og
áttum sameiginleg áhugamál svo
sem bókmenntir og gat hún oft
bent mér á góðar og fræðilegar
bækur sem vert var að lesa.
Nú er fallin frá yndisleg og
dugleg kona, blessuð sé minning
hennar.
Fyrir hönd Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur sendi ég að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Anna H. Pétursdóttir,
formaður Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur.
✝
Reynir Rík-
arðsson, fædd-
ist í Reykjavík 5.
júní 1964. Hann lést
á Landspítalanum
2. júlí 2022.
Foreldrar Reyn-
is voru Ríkarður
Reynir Steinbergs-
son, byggingar-
verkfræðingur og
framkvæmdastjóri
Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar,
síðar Verkamannabústaða og
Húsnæðisnefndar Reykjavíkur
1969-1996, f. 13. apríl 1930, d.
25. maí 1996 og Gróa Valgerður
Ingimundardóttir, klæðskeri og
saumakona,f. 13. júlí 1931, d. 23.
október 1978.
Alsystkin Reynis eru: 1)
Steinberg, f. 20. desember 1954,
kennari. Dætur hans eru Val-
gerður Ósk og Sigurlín Rós. 2)
Hildur, f. 31. mars 1957, bygg-
ingarverkfræðingur, gift Ellerti
Má Jónssyni verkfræðingi.
Þeirra börn eru Sara Rós og
Ríkarður Már. 3) Heimir, f. 15.
maí 1962, lögreglu-
fulltrúi.
Sammæðra bróð-
ir Reynis er Ingi-
mundur Bergmann
Garðarsson, f. 29.
mars 1949, bóndi,
giftur Þórunni
Kristjánsdóttur.
Þeirra börn eru
Indriði, Þórey,
Gróa Valgerður og
Ingvar Guðni.
Reynir lauk gagnfræðaprófi
frá Breiðholtsskóla 1979 og
stundaði grunnnám í múraraiðn
í Iðnskólanum 1980-1981.
Reynir vann við byggingar-
vinnu hjá Verkamannabústöð-
um í Reykjavík, síðar Húsnæð-
isnefnd Reykjavíkur, frá 1979
þar til verklegum fram-
kvæmdum lauk hjá þeim árið
1998 og hjá Olíudreifingu frá
1998-2002. Síðar starfsmaður
hjá Ás styrktarfélagi þar sem
hann vann til dauðadags.
Útför Reynis fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 18. júlí
2022, kl. 13.
Þrátt fyrir að hafa óttast það
um nokkuð skeið var það mikið
áfall þegar ég fékk símtal, þar
sem ég var staddur erlendis
þess efnis að bróðir minn Reyn-
ir hefði látist um kvöldið á
Landspítalanum eftir erfið veik-
indi.
Reynir var ekki bara bróðir
minn heldur einnig minn besti
vinur og bar aldrei skugga á þá
vináttu. Við ólumst upp saman
en tvö ár skildu okkur að í aldri
og má því með sanni segja að
vináttan hafi staðið ævilangt.
Reynir minn var einstök per-
sóna, drengur góður, glaðvær,
barngóður, trúr, einlægur og
með góða nærveru. Hann var
rólyndur, skapgóður og með
gott lundafar en aldrei sá ég
hann skipta skapi eða kvarta yf-
ir veikindum sínum. Hægt væri
að halda endalaust áfram og
telja upp mannkosti Reynis en
kærleikurinn var honum eðlis-
lægur og gerði hann alla betri
með nærveru sinni.
Engan þekki ég sem var
minnugri á afmælisdaga og var
fátt notalegra en að vakna upp
á afmælisdeginum við að Reynir
hringdi og hóf samtalið á að
syngja afmælissönginn og óska
manni til hamingju með daginn.
Reynir var gamansamur og
sá hann oftast spaugilegu hlið-
ina á málunum. Orðatiltæki sem
honum voru töm eins og „Jesús
minn“, „Guð minn góður“,
„Blessaður kallinn“, „Aumingja
kallinn“ og fleiri eiga eftir að
lifa með fjölskyldunni um langt
skeið.
Við bræður tókum oft bíltúra
í nágrenni Reykjavíkur þar sem
mikið var spjallað og þá voru
ferðir okkar saman til Akureyr-
ar ógleymanlegar. Hugur Reyn-
is leitaði oft norður í land en á
Akureyri átti hann sínar bestu
stundir með ömmu Sumarrós og
Diddu frænku en þær og vina-
fólk þeirra, Helga, Svan, Erla
og Guðjón reyndust honum vel
alla tíð. Þá átti Reynir líka góð-
ar minningar úr Hrísey þar sem
hann dvaldi oft á sumrin. Það
var því ekki skrítið að við bræð-
ur færum saman nokkrar ferðir
árlega til Akureyrar og
skemmtum okkur vel saman.
Tekið var í spil, farið í stutta
eða langa bíltúra, vinir heim-
sóttir eða slappað af í Hríseyj-
argötunni.
Reynir naut þess að fara er-
lendis en fyrstu ferðina fórum
við til Danmerkur með foreldr-
um okkar 1977, ári áður en
móðir okkar dó. Næsta fjöl-
skylduferð var farin til Spánar
2008 og síðustu ferðina fór hann
til Danmerkur í tilefni 50 ára af-
mælis síns. Minningar um þess-
ar ferðir eiga eftir að ylja fjöl-
skyldunni um ókomna tíð.
Við fráfall Reynis myndast
stórt skarð í lífi mínu enda átti
Reynir stóran þátt í því. Við
vorum í daglegu símasambandi,
oftast mörgun sinnum á dag en
Reynir var minn trúnaðarvinur
sem hægt var að spjalla við um
allt milli himins og jarðar. Hann
var duglegur að hafa samband
við okkur systkinin og vissi hann
því manna best hvað var að ger-
ast í fjölskyldunni hverju sinni.
Má því með sanni segja að
Reynir hafi verið sá sem sinnti
fjölskyldumálunum best allra
með því að færa okkur fréttir af
hvort öðru, sem við hin gáfum
okkur ekki nægilegan tíma til að
gera í daglegu amstri.
Ég trúi því og treysti að vel
hafi verið tekið vel á móti Reyni
í sumarlandinu, hann njóti sín
vel núna heill heilsu með horfn-
um ástvinum.
Takk elsku Reynir fyrir sam-
veruna, trausta og einlæga vin-
áttu alla tíð.
Heimir.
Í dag kveð ég kæran bróður
minn, Reyni Ríkarðsson.
Ég man svo vel tilhlökkunina
að eignast nýtt systkini. Ég var
sjö ára, átti þrjá bræður og
dreymdi um að eignast litla
systur. Þegar ég svo frétti að lít-
ill bróðir væri fæddur gleymdi
ég því strax og var alsæl og að
rifna úr stolti þegar ég sá hann,
svo lítinn og fallegan. Það var
gaman að fylgjast með honum
stækka og þroskast, fá frá hon-
um bros og hlátur og ærslast
með honum. Hann var blíður og
góður en líka ótrúlega stríðinn
en því miður líka oft veikur. Or-
sök veikindanna fannst ekki fyrr
en Reynir var þrítugur. Ekkert
var hægt að gera og Reynir hélt
ótrauður áfram, haggaðist ekki.
Hann hlífði sér hvergi og lét
þetta ekki hafa áhrif á hvernig
hann hagaði sínu lífi, að öðru
leyti en því að hann hlýddi
læknisráði um að skipta um
vinnu.
Fyrstu ár Reynis bjuggum
við í blokk. Fullt af börnum og
líf og fjör. Reynir tilheyrði yngri
barnahópnum og naut sín vel og
var oft fenginn til að líta eftir
minnstu börnunum. Foreldrar
okkar byggðu síðan hús í Geita-
stekk og þar eignaðist Reynir
sérlega góða félaga. Oft mátti
heyra hlátrasköllin frá þeim úr
kjallaranum. Vinskapurinn hélst
vel fram yfir tvítugsaldurinn en
þá fór hver sína leið, eins og
verða vill. Reynir fór að vinna,
eignaðist félaga sem fóru á
djammið og á þessum tíma var
Reynir mikill gleðipinni. Hann
elskaði að ferðast og fór með
okkur fjölskyldunni og félögum
sínum í utanlandsferðir sem
hann hafði sérlega gaman af.
Síðar leyfði heilsan ekki flug-
ferðir og þar með lögðust utan-
landsferðir af. Hann lét það ekki
á sig fá, frekar en annað, og
ferðaðist því meira innanlands.
Reynir var ótrúlega flottur
karakter og með mikið jafnaðar-
geð, gott minni, góðan húmor og
tengdi á skemmtilegan hátt fólk,
hluti og atvik og kom oft með
stutt innskot með bros á vör og
kímni í augum sem vakti hlátur.
Ég áttaði mig fyrst á þessu þeg-
ar fjölskyldan var í sinni árlegu
dvöl hjá ömmu og Diddu föð-
ursystur okkar en við vorum öll
mjög náin og við elskuðum öll að
hittast. Þá var sko glatt á hjalla-
,farið í ferðalög og þá á tveimur
bílum. Á þeim tímum voru flestir
vegir malarvegir og í eitt skipti
þegar Didda keyrði fremri bílinn
nokkuð greitt, fór hún í lausa-
mölina og bíllinn byrjaði að
dansa til og frá á veginum. Við í
seinni bílnum supum hveljur.
Þegar hættan var liðin frá
heyrðist frá Reyni, líklega 5 ára:
„Vá, Didda keyrir alveg eins og
Manix,“ en Manix var lögreglu-
maður í þáttaröð sem þá var í
sjónvarpinu. Þetta var alltaf ein-
kennandi fyrir Reyni og þau eru
ófá hnitmiðuðu gullkornin sem
frá honum komu og gerðu
augnablikin bæði eftirminnilegri
og skemmtilegri.
Yndislegri og dagfarsprúðari
mann en Reyni er vart hægt að
hugsa sér. Hann hafði sérlega
góða nærveru og við systkinin
vorum svo heppin að hann naut
þess jafnmikið að koma til okk-
ar, og við nutum þess að fá
hann. Síðustu ár má segja að við
höfum verið í daglegum sam-
skiptum og á heimilum okkar
var hann ekki gestur heldur
heimilismeðlimur. Hann var í
raun „límið“ í systkinahópnum
og fyrir það og svo ótalmargt
annað er ég honum eilíflega
þakklát. Við systkinin værum án
efa ekki eins náin og miklir fé-
lagar ef Reynis hefði ekki notið
við. Hann fylgdist vel með sínu
fólki og var umhugað um að allir
hefðu það gott og að allt gengi
vel hjá öllum í kringum hann.
Ég kveð þið með söknuði
elsku Reynir minn.
Þín systir
Hildur.
Nú er komið að því að við
kveðjum Reyni sem við kynnt-
umst fyrir níu árum, þegar hann
flutti í Viðarrima 42. Okkur þótti
Reynir strax við fyrstu kynni
ákaflega skemmtilegur maður,
hann var ræðinn og hafði gaman
af að spjalla en eftir því sem við
kynntumst honum betur varð
okkur ljósara hvað hann hafði
sterkan og fallegan persónuleika
að geyma. Reyni var umhugað
um fólk og sem dæmi má nefna
að hann mundi afmælisdaga
flestra í Viðarrimanum, bæði
íbúa og starfsfólks, og var ávallt
fyrstur til að óska viðkomandi til
hamingju með daginn. Hann var
mikill aðdáandi vínarbrauða og
kom ekki ósjaldan með þá tillögu
að eitt slíkt væri keypt á föstu-
dögum en stundum fór hann og
keypti sjálfur vínarbrauð og vildi
þá gjarnan bjóða öllum með sér.
Reynir var stoltur maður og
vildi að komið væri fram við sig
af virðingu en hann sýndi einnig
virðingu á móti, var úrræðagóð-
ur (sérstaklega ef hann taldi sig
vera komin í hugsanlegan Pepsi
Max-skort), hafði skemmtilegan
húmor og var mjög trúr sínum
nánustu. Við dáðumst að því
hvað hann átti einstaklega náið
og fallegt samband við systkini
sín, sem stóðu alltaf þétt við
bakið á honum og hann var sér
líka alveg meðvitaður um að þar
stæði hann vel að vígi.
Fyrir um þremur árum fórum
við úr Viðarrimanum saman í
sumarbústað. Þetta var ákaflega
skemmtileg ferð og þar lék
Reynir við hvern sinn fingur.
Hann hafði oft orð á því eftir
ferðina að gaman væri að fara
aftur og alltaf stóð nú til að end-
urtaka leikinn. Svo fór að ekkert
varð úr því en minninguna um
þessa ferð munum við geyma.
Tveir staðir á landinu voru
Reyni mjög hjartfólgnir en það
var Hríseyjargatan á Akureyri
og Hrísey. Þangað fór hann á
hverju sumri og dvaldi þar
ávallt í nokkrar vikur og var til-
hlökkunin mikil áður en lagt var
af stað. Einungis tveimur dög-
um áður en hann lést hafði hann
orð á því að hann stefndi á að
komast til Akureyrar núna í júlí.
Á þessum níu árum sem við
þekktum Reyni náði hann að
eigna sér stað í hjörtum okkar,
við geymum með okkur öll sam-
tölin, ólsen-spilastundirnar, bíó-
ferðirnar og bíltúrana. Sjáum
fyrir okkur brosið og í eyrum
okkar hljómar hláturinn.
Hvíl í friði elsku Reynir, það
voru forréttindi að fá að kynnast
þér.
Árdís, Birna
og Hrönn.
Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl,
svo hátt til lofts og mjúkur barmur
jarðar,
að víst er engin veröld fegri til
en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar.
(Davíð Stefánsson)
Þessar ljóðlínur eiga vel við
hann Reyni sem við kveðjum nú.
En að vera hér fyrir norðan og
búa í Hríseyjargötunni var hans
draumaveröld. Þar átti hann
yndislegar minningar og margar
góðar stundir með ömmu sinni
og Diddu frænku. Hvergi í ver-
öldinni fannst honum betra að
dvelja. En við hér í Þingó sökn-
um kærs vinar, sem aldrei
kvartaði þótt lífið léki ekki við
hann eins og okkur hin. Frá
fæðingu átti hann við erfið veik-
indi að stríða, sem að lokum
urðu hans ofjarl. Reynir hafði
ríka kímnigáfu og þær voru ófá-
ar perlurnar sem frá honum
komu. En nú er þessari jarðvist
lokið og í nýjum heimkynnum
bíður hans björt og fögur veröld,
þar sem honum mun líða vel
með öllum hinum englunum.
Við biðjum Guð að blessa
burtför góðs drengs.
Elsku Steinberg, Hildur,
Heimir og fjölskyldur. Innilegar
samúðarkveðjur.
Erla og Guðjón.
Reynir Ríkarðsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar