Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022
✝
Steinunn
Guðný Sveins-
dóttir fæddist í
Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri
17. maí 1931. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunar-
heimilinu Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli 1.
júlí sl. Foreldrar
hennar voru Hildur
Jónsdóttir, ljós-
móðir í Álftaveri, f. 10.8. 1890,
d. 13.7. 1981 og Sveinn Jónsson
bóndi, f. 5.4. 1880, d. 23.12.
1959. Steinunn var yngst sjö
systkina sem voru Sigríður Sól-
ey, f. 26.5. 1913, d. 7.5. 2003,
Signý Sveinsdóttir, f. 14.2. 1918,
d. 29.1. 2005, Jörundur Sveins-
son, f. 2.9. 1919, d. 29.9. 1968,
Sigurður Sveinsson, f. 11.2.
1922, d. 4.9. 1994, Jón Sveins-
son, f. 17.9. 1925, d. 17.11. 2018,
Einar Sverrir Magnús Sveins-
son, f. 27.12. 1928, d. 4.5. 2012.
Steinunn giftist 3. desember
1949 Sigurði Jónssyni frá Norð-
urhjáleigu, f. 4.11. 1926, d. 9.11.
2009. Foreldrar hans voru Þór-
unn Pálsdóttir, húsfreyja í
Norðurhjáleigu, f. 5.9. 1896, d.
27.10.1989 og Jón Gíslason,
bóndi í Norðurhjáleigu og al-
þingismaður, f. 11.1. 1896, d.
og Steinunn. g) Hjördís, f. 13.6.
1969, áður gift Aðalsteini
Bjarnasyni, f. 8.7.1969. Börn
þeirra eru Sóley Birna, Sig-
urður Nökkvi, Svanhildur
Guðný og Arnbjörn Óskar. h)
Jóna, f. 13.9. 1970, gift S. Kol-
beini Gunnarssyni, f. 27.2. 1964.
Synir þeirra eru Ólafur Helgi,
Steinar Guðni og Kolbeinn Þór.
Steinunn flutti 14 ára með
foreldrum sínum að Skeggja-
stöðum í Mosfellssveit þar sem
foreldrar hennar urðu ráðsfólk.
Hún lauk skólagöngu í Mosfells-
sveit og vann eftir það á sauma-
stofu í Reykjavík. Sigurður og
Steinunn byrjuðu sinn búskap í
Reykjavík, voru svo ráðshjú á
Geldingalæk á Rangárvöllum
1950-1951 en lengst af bjuggu
þau búi á Kastalabrekku í Ása-
hreppi 1951-2001 er þau fluttu í
Króktún 14 á Hvolsvelli. Stein-
unn dvaldi síðustu tvö árin á
Kirkjuhvoli.
Steinunn var alla tíð mjög
virk í félagsstarfi sinnar sveit-
ar, kvenfélagi, saumaklúbbi,
ungmennafélagi, slysavarna-
deild og síðast í félagsstarfi
eldri borgara og stóð m.a. að
stofnun Hrings, kórs eldri borg-
ara. Söngur var alla tíð hennar
mesta yndi. Þá var hún mikil
handverkskona og liggja eftir
hana óteljandi handverk.
Útför Steinunnar fer fram
frá Oddakirkju í dag, 18. júlí
2022, kl. 11. Jarðsett verður í
Lágafellskirkjugarði eftir bál-
för, auglýst síðar.
Streymi: tinyurl.com/4usjvnwd
2.4. 1975.
Steinunn og
Sigurður eign-
uðust átta börn: a)
Sveinn, f. 5.4.
1951, d. 12.6.
2017, kvæntur
Gróu Ingólfs-
dóttur, f. 9.2.
1953. Börn þeirra
eru Sveinn Ægir,
Steinunn Guðný,
Hildur Kristín og
Sigurður Bjarni. b) Þórunn, f.
31.10. 1954, áður gift Guð-
mundi Ágústssyni, f. 19.4.
1950. Börn þeirra eru Ingi-
björg, Ágúst, Sigríður Stein-
unn, Bjarni og Einar Þór. c)
Sigurveig Þóra, f. 4.2. 1957,
gift Lárusi S. Ásgeirssyni, f.
3.6. 1957. Synir þeirra eru Ás-
geir Bjarni og Sigurður Þór. d)
Hildur, f. 16.3. 1958 , áður gift
Árna Sigurðssyni, f. 2.12. 1956.
Börn þeirra eru Sigurður Jós-
ef, Bjarni, Jón Þór, Unnsteinn,
Svavar (d. 13.8. 1997) og Svava
Ósk. e) Bjarni, f. 4.3. 1961, d.
18.4. 1985, sambýliskona Hulda
Hansen, f. 26.4. 1958. Börn
hennar eru Berglind, Kristófer
(d. 26.12. 2016) og Emanuel. f)
Guðlaug, f. 12.2. 1965, gift
Agnari R. Agnarssyni, f. 7.1.
1965. Börn þeirra eru Erlingur
Á sólríkum og hlýjum degi
mátti heimurinn við því að missa
sólina, hana mömmu. Hún var
svo mikilvæg mörgum og mátt-
arstólpi fjölskyldu sinnar og
vina. Ég og mín börn getum tal-
ist afar lánsöm að hafa átt ótelj-
andi ánægjustundir með henni,
bæði hér heima og á erlendri
grundu.
Hún var stuðningsaðili númer
eitt í öllu því sem maður ákvað
að taka sér fyrir hendur. Alltaf
var hún tilbúin að ræða málin og
sjá jákvæðar hliðar málanna,
sýna skilning og hlusta. Ætíð
vonaðist hún eftir góðri lausn í
öllum málum og lét sig varða líð-
an og velferð allra.
Mamma var einstök og fjöl-
hæf á svo marga vegu. Hún víl-
aði ekki fyrir sér að læra á nýja
hluti, gera við heimilistæki, læra
á tölvuforrit, prófa nýjar upp-
skriftir, rækta upp af fræjum,
vinna fram á nætur við að skapa,
mála prjóna eða skera út. Svona
man ég mömmu frá unga aldri.
Hún fór síðust í rúmið, og vakn-
aði fyrst. Flík sem var í sauma-
vélinni að kveldi þegar maður
lagðist á koddann, beið tilbúin á
eldhúsborðinu þegar maður
vaknaði. Og allt eftir nýjust tísku
enda í þá daga oft keypt upp-
skriftarblöð á útlensku. Löngu
seinna er ég bjó í Hollandi komst
ég að því að þessi blöð höfðu öll
verið á hollensku. Krafturinn,
seiglan og bjartsýni mömmu var
og verður minn innblástur.
Mamma var oft og tíðum í for-
ystu í hinu og þessu í sveitinni.
Henni rann blóðið til skyldunnar
að taka ábyrgð og láta gott af sér
leiða. Hún gerði aldrei manna-
mun, alltaf var tekið vel á móti
gestum og skipti ekki máli hver
átti í hlut eða hver bakgrunnur
viðkomandi var.
Löngu áður en hugtökin sjálf-
bærni og samfélagsábyrgð voru
fundin upp speglaði mamma þau í
sínum verkum og lífi.
Ég og börnin mín fjögur feng-
um að njóta þess að mamma
heimsótti okkur þrisvar sinnum
til Hollands, er við bjuggum þar
vegna náms. Hún kunni að njóta
þess að vera í fríi, sýndi áhuga á
sögu og menningu annars staðar,
las bækur og fylgdist með. En
sjaldan féll henni verk úr hendi.
Sokkar voru prjónaðir, kleinur
bakaðar, spiluð vist við krakkana
eða farið á markaðinn. Hún var
hjálparhella og vinur með heil-
andi nærveru sem börnin sóttu í.
Mamma gat verið prakkari og
svolítið stríðin. Hún hafði gaman
af því að taka þátt í hvers kyns
sprelli og leik. Söngur var
mömmu einnig mikilvægur og á
ég margar góðar minningar með
henni tengdum söng. Ekki var
farið milli bæja hér áður fyrr,
jafnvel ekki út fyrir bæjartúnið
öðruvísi en að taka lagið. Mamma
hafði yndislega fallega sópran-
rödd og kunni endalaust marga
texta. Þessi eiginleiki hefur erfst
til margra hennar afkomenda.
Í kringum mömmu stóð fjöldi
fólks, sem dáði hana og horfði á
sem fyrirmynd. En þótt hún væri
sterk og öflug persóna þá gat hún
sýnt öðrum skilning og samúð.
Hún horfði á hvern og einn sem
sérstakan einstakling, þrátt fyrir
fjöldann sem stóð henni næst.
Elsku mamma mín, yndislega
amma, vinur og fyrirmynd
barnanna minna!
Megi ljósið, sem þú umvafðir
allt og alla með, umvefja þig til
baka.
Hjördís Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Elsku yndislega mamma,
amma og langamma. Hugurinn
leitar stöðugt til þín og söknuður-
inn er mikill. Ótal dýrmætar
minningar koma upp í hugann
sem ylja og kalla fram innilegt
þakklæti fyrir allt það yndislega
sem þú hefur gefið okkur í gegn-
um tíðina með ómetanlegum
stuðningi á gleði- og sorgarstund-
um. Allir tengdust þér sterkum
tilfinningaböndum og þú varst
svo innilega styðjandi og áhuga-
söm um líf og störf okkar allra.
Þú elskaðir að fylgjast með litlu
langömmubörnunum vaxa og
dafna og það var fátt skemmti-
legra en að tilkynna þér um
væntanlega fjölgun. Þú sam-
gladdist af öllu hjarta.
Við eigum yndislegar minning-
ar frá Kastalabrekku enda voru
ferðirnar í sveitina fjölmargar,
sérstaklega á vorin, þegar lömbin
voru að fæðast, kúm og kálfum
var hleypt út. Einnig eru dásam-
legar minningar um heyskap á
sumrin. Þú gafst ömmugullum
þínum svo mörg skemmtileg
tækifæri á að læra á lífið í sveit-
inni og litlar hendur fengu að
hjálpa til við sveitastörfin sem
gaf dýrmæta reynslu og ógleym-
anlegar minningar.
Ef einhver hefur kennt okkur
hvað sjálfbærni er þá ert það þú.
Þú nýttir sólarhringinn vel enda
hvergi slegið af kröfum og metn-
aðurinn alger þegar kom að því
að sinna heimili, búi og stórum
barnahópi. Þú vaktir ansi margar
nætur við að sauma föt á okkur
krakkana, við skyldum fá ný föt
fyrir skólann og allar hátíðir.
Hvað bakstur og matargerð varð-
aði þá var allt unnið frá grunni og
alltaf nægar birgðir til þegar
gesti bar að garði. Við krakkarnir
vorum aldrei sviknir af sunnu-
dagssteikinni. Við vöknuðum við
ilminn úr eldhúsinu af lambalæri,
brúnni sósu og brúnuðum kart-
öflum. Þú hafðir að sjálfsögðu
lokið við morgunverkin, vaknað
kl. 6 en á sama tíma eldað dýr-
indismat fyrir okkur. Þú kenndir
okkur að að sjá tækifærin í ýms-
um áskorunum og að nýta hrá-
efnin sem náttúran og sveitin
gáfu. Í þínum huga voru engin
vandamál bara lausnir og þér
var fátt óyfirstíganlegt. Þegar
heimilistækin eða Land Rover-
inn biluðu og jafnvel fagmenn
gáfust upp við viðgerðir þá
sýndir þú með þinni þrjósku og
metnaði að þú gast allt, þér
tókst sjálfri að gera við.
Þú varst listakona á svo
mörgum sviðum. Handverkin
þín sem við eigum eftir þig eru
dýrmætar perlur í minninga-
bankanum. Sönglistin lá líka vel
fyrir þér og samverustundirnar
með þér í söng og gleði eru
ómetanlegar í minningunni.
Hjartans þakkir fyrir að ala upp
í okkur sönggleðina sem er svo
gefandi og dýrmæt og eins og
þú sagðir, hefur sterkan heilsu-
bætandi töframátt. Takk fyrir
allar notalegu stundirnar í
Króktúninu og á Kirkjuhvoli,
sameignlegan áhuga á blóma-
rækt, alla spilamennskuna, sam-
verustundir með fjölskyldunni,
dillandi hláturinn þinn og enda-
lausa jákvæðni, bjartsýni, lífs-
gleði og stuðning.
Þú ert besta fyrirmynd sem
hægt er að hugsa sér. Þú munt
ávallt vera með okkur í huga og
hjarta. Tómarúmið er stórt en
dásamlegu minningarnar um
skemmtilega og í alla staði ynd-
islega mömmu, ömmu, lang-
ömmu og vinkonu hjálpa til að
fylla upp í það. Hjartans þakkir
fyrir allt og allt.
Þín dóttir Hildur, ömmu- og
langömmugullin.
Hildur Sigurðardóttir.
Steinunn tengdamóðir mín er
fallin frá, kona sem hefði verið
lýst í Íslendingasögum sem
kvenskörungi miklum og prýdd
mörgum dýrmætum kostum.
Fyrstu kynni mín af Stein-
unni var heimsókn fyrir 47 ár-
um, hún önnum kafin að und-
irbúa mat, gleði og orka geislaði
af henni, allir úti að vinna, smá-
börn í pössun og nóg að snúast.
Hún tók á móti mér með hlýju
og ástúð. Þetta var upphaf af
ánægjulegum kynnum þar sem
ég áttaði mig æ betur á því
hversu einstök hún var.
Aldrei sat hún tómhent, næt-
ursvefn látinn mæta afgangi.
Fjölskyldan var í öndvegi ásamt
rekstri á stóru og myndarlegu
búi að Kastalabrekku. Þegar
tími gafst var tekið í handavinnu
og saumaskap. Einnig sá hún
um viðhald á rafmagnsbúnaði
innanhús og gaf raftækjum nýtt
líf. Til viðbótar bætti hún við sig
félagsmálum, studdi með bein-
um eða óbeinum hætti allt fé-
lagslíf sveitarinnar.
Ræktun blóma og grænmetis
var Steinunni mikið metnaðar-
og áhugamál. Eitt árið ákvað
hún að koma upp skrúðgarði við
Kastalabrekku sem var sértak-
lega verðlaunaður af sveitarfé-
laginu með fánastöng.
Eftir búskap og flutning til
Hvolsvallar þá breytist líf henn-
ar, Króktúnið varð miðpunktur
ættarinnar alls 130 afkomendur
með mökum. Hún hellti sér í fé-
lagslíf eldri borgara og hafði
frumkvæði að stofnun Hrings,
kórs eldri borgara. Hún var
gerð heiðursfélagi kórsins, sem
hún afþakkaði, taldi hún að með
því ætti hún að draga sig í hlé.
Síðar fékk hún viðurkenningu
frá Hring og þótti vænt um
hana.
Handavinna varð hennar
yndi. Eftir hana eru ýmsir hlutir
sem bera vott um einstaka list-
hæfileika sem hefðu borið hana
langt ef hún hefði getað helgað
sig slíku. Ótrúlegt að sjá vinnu-
lúnu og slitnu hendur hennar
skapa fagurlega skreytt postu-
lín, málverk og útskorna hluti úr
tré.
Steinunn gekk óhikað til allra
verka, berja gömludansataktinn
í mig á sveitaböllunum að Ási
eða reka seiðaeldi í bakgarðin-
um í Króktúninu. Um árabil
klakti hún urriðahrogn og ól upp
seiði sem var sleppt í vötn á
Holtamannaafrétti. Hún fylgdi
ræktuninni eftir, þrátt fyrir há-
an aldur, með veiði í sælureit
fjölskyldunnar við Þúfuvatn,
klæddi sig í vöðlur, tók fram
göngustafinn og veiðistöng og óð
út í vatnið. Að vetri til sást til
hennar á gönguskíðum.
Steinunn breiddi út sinn stóra
faðm fyrir afkomendur sína og
var sannkölluð ættmóðir. Flestir
afkomendur höfðu dvalið um
tíma hjá henni í sveitinni eða
heimsótt hana oft í Króktúnið og
notið umhyggju og einstakrar
gestrisni. Öll eiga þau ánægju-
legar og hlýjar minningar um
hana sem stórkostleg fyrir-
mynd.
Steinunn eignaðist 8 börn og
eru synirnir tveir fallnir frá.
Börnin öll hafa erft marga af
hennar eðalkostum og þróað
einstakt samband við móður
sína. Stuðningur dætranna og
tengdadóttur í veikindum Stein-
unnar var einstakur þar sem
þær umvöfðu hana með ást og
umhyggju með sama hætti og
hún hafði gert alla sína ævi.
Steinunn var södd lífdaga og
tilbúin að takast á við enn eitt
ferðalagið, til eiginmanns og
tveggja sona. Við vonum svo
sannarlega að þar sé gleði og
söngur sem ávallt fylgdi henni.
Hvíl í friði.
Lárus Ásgeirsson.
Ég fékk þann heiður að alast
upp með annan fótinn hjá ömmu
og afa á bernskuárum mínum. Í
sveitinni voru allir jafnir, allir
unnu hörðum höndum hvort sem
það var að smíða, gera við, sinna
almennum bústörfum eða hús-
verkum. Verkum var skipt á
okkur krakkana óháð aldri eða
kyni og okkur kennt til verka frá
unga aldri. Amma og afi áttu
það sameiginlegt að vera hörku-
verkamenn, dugleg til vinnu,
ósérhlífin, þrautseig, framtak-
söm bæði í sveitinni og í fé-
lagslífi. Þau víluðu ekkert fyrir
sér og leystu öll mál í samein-
ingu.
Amma var ótrúlega hæfileika-
rík, hún smíðaði, gerði við heim-
ilistæki og farartæki, skar í við,
vann erfið og þung bústörf,
prjónaði ótrúlega fallegar flíkur,
bakaði þvílíkar kræsingar, þæfði
ull og með grófgerðu vinnuhönd-
unum málaði hún og teiknaði
fíngerðustu myndir á postulín
og fleira.
Amma var ekki alveg á því að
fá nei sem svar svo fyrir þá sem
þekktu hana lítið gat hún virkað
mjög ákveðin. Þetta gat átti við
þegar hún vildi skýrari svör frá
læknum eða bara að fá mann til
að borða meira og allt þar á
milli. Hún þoldi illa þegar henni
var sagt að slaka á og fara var-
lega eða þegar henni var bannað
að gera einhver verk sem voru
henni hættuleg. Þess vegna fór
hún að stunda þá iðju að læðast í
þessi verk að nóttu til þegar
enginn sá til. Höfum við staðið
hana meðal annars að því að
vera uppi á Robba gamla (Land
Roverinn), yfir áttatíu ára að
þrífa þakið á honum til að hafa
hann hreinan í skoðun hjá
Frumherja. Eitt sinn dró pabbi
hana undan Robba á svipuðum
aldri en þá var gamla að slípa
púströrið liggjandi á hjólabretti
frá einu barnabarninu.
Þótt amma hafi verið ákveðin
og mikill vinnuþjarkur þá var
alltaf stutt í gleðina og sönginn.
Alls staðar þar sem fjölskyldan
var komin saman þá skyldi spil-
að og sungið.
Hún kenndi mér að það var
ekkert óyfirstíganlegt, það var
alltaf lausn á öllu. Hún kenndi
mér að hika aldrei með það sem
mann langar að gera, leita eftir
svörum ef maður hafði þau ekki
og aldrei að gefast upp. Hún
hafði óbilandi trú á mér, sama
hvað það var sem ég tók mér
fyrir hendur. Það veitti manni
innblástur og þrautseigju í erf-
iðum verkefnum.
Takk fyrir að vera dyggur
stuðningsmaður, frábær uppal-
andi, fyrirmynd og vinur. Þín
verður sárt saknað en minning
um ótrúlega magnaða konu mun
lifa. Takk fyrir allt og allt
Þín
Hildur Kristín.
Elsku amma okkar.
Þú varst mikil fyrirmynd.
Alltaf svo jákvæð og hress. Þú
kenndir okkur að taka hlutunum
ekki of alvarlega, hafa gaman af
lífinu, gefast aldrei upp, leysa
verkefni af okkar bestu getu og
svo margt fleira sem við munum
nýta okkur alla tíð.
Við eigum margar góðar
minningar með þér. Gleymum
aldrei þegar þú passaðir okkur
sem börn og horfðir á íþróttir
með mikilli innlifun. Okkur
fannst alltaf veiðiferðirnar með
þér upp í Þúfu mjög skemmti-
legar og eftirminnilegar ásamt
öllum veislunum og stundunum
sem við áttum með þér í Krók-
túninu. Fáir geta gert eins góðan
mat og kræsingar eins og þú.
Okkur þótti alltaf jafn vænt um
þegar þú stóðst í útidyrunum og
veifaðir til okkar þangað til bíll-
inn var farinn af bílaplaninu.
Maður fór alltaf glaður og hress
með hlýju í hjarta eftir heim-
sóknir til þín.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur og kennt okkur.
Við erum ævinlega þakklát fyrir
allan tímann sem þú varst með
okkur og þær stundir sem við
áttum saman og munum ávallt
hugsa til þín í öllu sem við tökum
okkur fyrir hendur. Takk fyrir
allt!
Hvíldu í friði elsku amma okk-
ar. Þín verður svo sannarlega
saknað.
Elskum þig að eilífu.
Erlingur og Steinunn.
Elsku amma
Þegar kvöldið er fagurt
og sól er sest
hugsa ég til þín allra mest,
um fiskibollur í brúnni sósu,
litríkan garð af blómum og rósum,
lopapeysuna sem þú gafst mér
og þinn töfrandi söng
Ég dáist að þér.
Svava Ósk Árnadóttir.
Elsku besta frænka mín, nú
ert þú búin að fá hvíldina og
komin í sumarlandið umvafin
blómum. Við kynntumst vel eftir
að þú komst í Hvolsvöll og kom
ég gjarnan í morgunkaffi einu
sinni til tvisvar í viku. Hún var
mikil kjarnakona hún frænka
mín og hafði orðið fyrir miklu
mótlæti í lífinu. Hún kannski
bognaði en brotnaði aldrei. Hún
þurfti nú að sjá á eftir tveimur
sonum sínum í sumarlandið en
sem betur fór átti hún margar
stelpur og yndislega tengdadótt-
ur sem héldu þétt utan um hana.
Hún var yngst af systkinum
pabba og þá eru þau öll farin.
Engan hægt að spyrja um gamla
tíð lengur. Þau Siggi og Steina
bjuggu stórbúi í Kastalabrekku í
mörg ár, byggðu allt frá grunni,
byrjuðu í torfhúsi en svo var
þetta orðið svo reisulegt bú. Þau
voru bæði mjög félagslynd og
ættrækin. Ég man þegar þau
voru að koma suður í afmæli eða
af öðru tilefni þá var allur barna-
skarinn, 8 stykki, settur inn í
gamla landroverinn, allir hvít-
þvegnir og fínir og lagt af stað til
Reykjavíkur. Fóru á milli mjalta
og messu eins og sagt er. Þá
voru ekki steyptir vegir eða mal-
bikuð heiðin svo milliferðirnar
tóku lengri tíma. En elsku
frænka mín, mikið á ég eftir að
sakana þín, sem betur fór gat ég
kvatt þig um morguninn daginn
sem þú fórst. Góða ferð í sum-
arlandið.
Þín frænka,
Helga Jör.
Steinunn Guðný
Sveinsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar