Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Sádi-Arabía hygðist fjárfesta í auk- inni framleiðslugetu á komandi árum svo að landið geti árið 2027 nýtt allt að 13 milljónir fata úr olíulindum sín- um dag hvern, en í dag er fram- leiðslugetan að hámarki 12 milljónir fata. „En þegar þessu marki er náð mun konungsríkið ekki geta aukið framleiðslu sína frekar,“ sagði prins- inn. Sádi-Arabía framleiðir alla jafna á bilinu 9 til 11 milljónir fata af olíu daglega eða um 11% af allri olíu sem framleidd er á heimsvísu. Biden biður Arabaríkin um að skrúfa frá Athygli vakti að Joe Biden Banda- ríkjaforseti sótti ráðstefnuna í Jeddah en hann hefur nýlokið fjög- urra daga ferð um um Mið-Austur- lönd með viðkomu í Ísrael, Palestínu og Sádi-Arabíu. Miðaði þátttaka Bi- dens m.a. að því að hvetja olíufram- leiðsluríkin í hópnum til að auka olíu- framboð og þannig stemma stigu við þeirri miklu hækkun sem hefur orðið á heimsmarkaðsverði olíu. Einnig vakti fyrir Bandaríkjaforseta að styrkja tengslin við Arabaríkin og forða því að önnur valdamikil ríki reyni að gera sig gildandi á svæðinu: „Við ætlum ekki að kveðja si svona og skilja eftir okkur tómarúm sem Kína, Rússland eða Íran munu reyna að fylla upp í,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden tókst ekki að fá fundargesti til að fallast á að setja strax meiri olíu á markað en hann kvaðst bjartsýnn á að fundur OPEC-landanna og sam- starfsríkja þeirra í ágústbyrjun myndi leiða til aukinnar framleiðslu. Segir óraunhæfa orku- stefnu stuðla að verðbólgu AFP / Bandar al-Jaloud Meðalvegur Mohammed bin Salman krónprins ræðir við Joe Biden Bandaríkjaforseta á fundinum í Jeddah. Hann varar við því að þjóðir heims fari of geyst þegar skipt er úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. - Krónprins Sádi-Arabíu telur óráðlegt að ætla að útiloka jarðefnaeldsneyti - Neikvæðni í garð olíu og gass dregur úr áhuga á að fjárfesta í framleiðslu Framboð og eftirspurn » Heimsmarkaðsverð hráolíu fór yfir 120 dala markið í júní. » Verðið hefur leitað niður á við og er nú í kringum 100 dali. » Sádi-Arabía hyggst auka framleiðslugetu sína á kom- andi árum úr 12 í 13 milljónir fata. » Krónprinsinn segir útblást- ursmarkmið óraunhæf og að þeim fylgi margir ókostir. » Joe Biden þrýstir á ríkin við Persaflóa að auka framboð til að ná olíuverði niður. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og eiginlegur leiðtogi landsins, sagði á sunnudag að brýnt væri að fjárfesta bæði í jarðefnaelds- neyti og grænni orku til að mæta eft- irspurn á heimsvísu. Lét hann um- mælin falla á fundi leiðtoga Bandaríkjanna, Sádi-Arabíu, Kúveit, Barein, Katar, Óman, Sameinuðu ar- abísku furstadæmanna, Jórdaníu, Egyptalands og Íraks en þeir komu saman í Jeddah um helgina. Varaði krónprinsinn við því sem hann kallaði óraunhæf útblásturs- markmið og sagði þau bjóða heim hættunni á mikilli verðbólgu. „Að innleiða óraunhæfar reglur sem miða að því að draga úr útblæstri með því að útiloka helstu orkugjafa mun, á komandi árum, leiða til meiri verð- bólgu en áður hefur sést, stuðla að hærra orkuverði, vaxandi atvinnu- leysi og magna upp alvarleg sam- félags- og öryggisvandamál.“ Bætti hann við að í ljósi kórónu- veirufaraldursins og þess ástands sem heimsbyggðin stendur núna frammi fyrir þyrftu ríki heims að sameinast um að efla alþjóðahagkerf- ið og um leið búa þannig um hnútana að skipt verði yfir í endurnýjanlega orkugjafa með raunhæfum og ábyrg- um hætti. Tregir til að fjárfesta í nýjum lindum vegna pólitískrar óvissu Innrás Rússlands í Úkraínu og kórónuveirufaraldurinn hafa raskað framboði og eftirspurn jarðefnaelds- neytis en marga framleiðendur skortir getuna til að auka framboðið eða koma nægu magni af olíu og gasi þangað sem þörfin er mest. Hafa markaðsgreinendur bent á að ör verðhækkun olíu og annars jarðefna- eldsneytis stafi m.a. af því að orku- fyrirtæki hafi verið treg til að fjár- festa í aukinni framleiðslugetu vegna þeirrar stefnu stjórnvalda víða um heim að draga úr notkun jarðefna- eldsneytis eins hratt og eins mikið og kostur er. Mohammed bin Salman sagði gestum ráðstefnunnar í Jeddah að Bandaríski flug- vélaframleiðand- inn Boeing hefur lækkað langtíma- spár sínar og væntir þess nú að öll flugfélög á heimsvísu muni þurfa um 41.170 nýjar flugvélar á komandi 20 ár- um. Fyrri spá hljóðaði upp á 43.610 nýjar flugvélar á sama tímabili. Um helmingur þeirra flugvéla sem Boeing áætlar að framleiðendur muni afhenda á næstu tveimur ára- tugum verða viðbót við flota flug- félaganna en hinn helmingurinn mun koma í stað eldri véla sem teknar verða úr notkun. Verða flotar flug- félaga heims orðnir tvöfalt stærri ár- ið 2041 en þeir eru í dag. Af þeim nýju þotum sem afhentar verða næstu tuttugu árin áætlar Bo- eing að 7.230 verði breiðþotur en fyrri spá hljóðaði upp á 7.670 slíkar, að því er Reuters greinir frá. Spá Boeing undanskilur Rúss- landsmarkað, sem annars myndi þurfa um 1.540 nýjar flugvélar, en þær refsiaðgerðir sem lagðar hafa verið á Rússland vegna Úkraínu- stríðsins skapa algjöra óvissu um hvort og hvenær framleiðendur munu selja Rússlandi flugvélar á ný. Þrátt fyrir lækkaða langtímaspá hækkaði Boeing eftirspurnarspá sína fyrir næstu tíu ár og áætlar að 19.575 flugvélar verði afhentar á tímabilinu. Farþegaspá Boeing lækkar lítils- háttar, úr 4% vexti árlega niður í 3,8%, en hins vegar væntir fyrirtækið þess að vöruflutningaflug muni vaxa um 4,1% árlega en hafði áður spáð 4% vexti. ai@mbl.is Boeing lækkar lang- tímaspár - Tvöfalt fleiri flug- vélar eftir 20 ár Horfur Spáð er 4,1% vexti vöruflutninga með flugi. 18. júlí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.09 Sterlingspund 163.43 Kanadadalur 105.65 Dönsk króna 18.662 Norsk króna 13.517 Sænsk króna 13.111 Svissn. franki 141.03 Japanskt jen 0.9958 SDR 180.85 Evra 138.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.6762

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.