Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Side 19

Morgunblaðið - 18.07.2022, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 ✝ Heiða Þórðar- dóttir fæddist á Akureyri 3. sept- ember 1935. Hún lést 3. júlí. Foreldrar henn- ar voru Signý Stefánsdóttir og Þórður A. Jó- hannsson. Hún giftist Jóni Geir Ágústssyni og eignuðust þau sex börn. Foreldrar Jóns Geirs voru Margrét Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson. Börn þeirra Heiðu og Jóns Geirs eru sex: 1) Signý, hennar börn eru Júlía Heiða, Victor og fóstur- börnin Björn Þór og Birta Líf. Barnabörn Signýjar eru fjögur. 2) Þórður, kvæntur Árdísi Fanneyju Jónsdóttur og þeirra sonur er Máni. 3) Margrét, gift Guðmundi Árnasyni og þeirra dóttir er Móheiður. 4) Þórdís, gift Sigurði U. Sig- urðssyni og börn þeirra eru Geir, María og Jón Heiðar. Barnabörn Þórdísar og Sig- urðar eru fimm. 5) María Sigríð- ur og hennar son- ur er Daníel. 6) Jóhann Heið- ar, kvæntur Val- dísi Rut Jósavinsdóttur og þeirra börn eru Fannar Már, Emilía Björk og Sara Mjöll. Heiða lauk gagnfræðaprófi, fór síðan í ritaraskóla til Eng- lands og síðan í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Hún helg- aði sig móðurhlutverkinu og uppeldi barna sinna en þegar yngsta barnið byrjaði í skóla fór hún að vinna utan heimilis, lengstan tíma á SAK og þar lauk hún starfsferli sínum. Útför hennar fer fram í dag, 18. júlí 2022, í Akureyrar- kirkju kl. 13. Hve mjúklát er nóttin mildum höndum fer hún um hörpunnar strengi og kveður þig í svefn. (V.D.) Nú hefur mamma okkar lagt fallegu augu sín aftur í hinsta sinn og harpa hennar hljóðnað. Við andlát móður verða bernskuminn- ingar ljóslifandi og maður finnur sterkt hvað kærleikurinn og um- hyggjan sem mamma gaf okkur hefur reynst okkur gott veganesti á lífsins göngu. Að stýra stóru og barnmörgu heimili er ærinn starfi og það leysti hún af alúð og mikl- um myndarskap. Hún helgaði sig fjölskyldunni og heimilishaldinu og með árunum höfum við skilið hversu oft hún setti þarfir okkar systkina í forgang fram yfir sínar eigin. Alla tíð var mikið líf og fjör á heimilinu og var mamma ákaflega stolt að eiga stóra og samheldna fjölskyldu. Mamma bar umhyggju fyrir öllum heimsins börnum og lagði sig fram við að styðja við ýmis hjálparsamtök því tengd. Við er- um afar þakklát fyrir að barna- börnin og langömmubörnin fengu að kynnast allri þeirri hlýju og væntumþykju sem mamma bjó yf- ir. Henni þótti svo vænt um fólkið sitt og gaf sér alltaf tíma fyrir alla – dýrmætari gjöf er ekki hægt að gefa. Mamma og pabbi bjuggu á okk- ar bernskuheimili til ársins 2020 en þá þurfti mamma á aukinni umönnun að halda vegna alzheim- er-sjúkdómsins. Síðustu æviárin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð við gott atlæti og það gladdi okkur ætíð að finna ást hennar og gleði þegar við komum og hún þekkti okkur systkinin með nafni fram á síðustu stundu þrátt fyrir alvarleika veikinda hennar. Guð geymi þig, elsku mamma. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar. Mín elskulega tengdamóðir og góð vinkona, Heiða Þórðardóttir, lagði aftur augun í hinsta sinn að morgni sunnudagsins 3. júlí sl. á 87. aldursári sínu. Samleið okkar er búin að vera löng og góð og ég þakka þér, elsku Heiða, öll árin, þau eru rík af góð- um minningum af samverustund- um Háalundarfjölskyldunnar með ykkur hjónum. Þær minningar eru okkur dýr- mætar og munu lifa. Þú varst einstök kona, um- hyggjusöm, hjartahlý og traust. Það var fallegt að sjá hve vel þú fylgdist með þínum afkomendum og hve umhugað þér var um vel- ferð þeirra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Hvíl í friði, elsku Heiða, og takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Sigurður (Siddi). Elsku amma Heiða, nú er kom- ið að kveðjustund. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig í lífi okkar. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og um- vafðir okkur ást og hlýju. Þú varst stolt af öllu þínu fólki. Við munum sakna þín en við vitum að þú vakir yfir okkur og fjölskyldunni allri. Við söknum þín, elsku amma, en ljúfar minningar munu lifa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Geir, María og Jón Heiðar. Í ágúst 1994 kom ég í fyrsta skipti í Hamragerðið til Heiðu og Jóns og eiginlega ömmu Signýjar líka þar sem hún bjó í húsinu við hliðina og mikill samgangur þar á milli. Við Jói bjuggum síðan okkar fyrstu ár saman hjá ömmu Signýju í Hamragerðinu. Heiða tók mér opnum örmum eins og hún tók reyndar öllum sem komu inn á heimilið því Heiða var mjög hjartahlý og umhyggjusöm og sýndi fólki einlægan áhuga. Hún kynnti mig lengi vel sem „vinkonu“ Jóhanns sem mér þótti mjög skrítið þá en þykir vænt um í dag. Ég sá fljótt hvað fjölskyldan skipti hana miklu máli og hún hlúði alla tíð vel að sínum. Að ala upp sex börn hefur nú ekki alltaf verið auð- velt en hún sagði alltaf þegar ég var að spjalla við hana um gamla tíma að þetta hefði allt gengið vel og að allir hefðu hjálpast að og verið vin- ir. Eftir að við Jói eignuðumst börn- in okkar var Heiða tíður gestur á okkar heimili og við ávallt velkomin í Hamragerðið með barnaskarann okkar og þar var heldur betur mik- ið líf og fjör og mikið hlegið og sleg- ið á létta strengi. Hamragerðið var stundum eins og brautarstöð, ef kíkt var við þá hitti maður mjög lík- lega einhverja fleiri úr fjölskyld- unni og oftar en ekki var húsið orðið fullt af fólki og ekki skemmdi fyrir að oft var til brún súkkulaðikaka í búrinu sem liðið hennar gæddi sér á yfir kaffibolla eða mjólkurglasi. Heiða gaf sér alltaf tíma til að setjast niður og spjalla, tíma til að gefa okkur ráð og leiðbeiningar með allt milli himins og jarðar og hún gerði það svo fallega og af svo mikilli umhyggju. Hún gaf sér tíma til að taka í spil, tíma til að skoða með þeim bækur og lesa, tíma til að finna ilminn af blóm- unum í garðinum á sumrin, tíma til að baka og skella í nokkrar pönnsur en pönnukökudeig var jafn sjálfsagt í ísskápnum hjá Heiðu og mjólkin. Heiða var bóngóð og hjálpsöm og þegar ég lít til baka þykir mér vænt um hvað hún lét brasið í fólk- inu sínu iðulega líta út fyrir að vera ekkert mál og tók alltaf svo jákvætt á öllu og lét mann aldrei finna fyrir því að hlutirnir væru neitt mál – það gekk bara alltaf allt vel. Bakstur og eldamennsku fannst okkur Heiðu gaman að spjalla um og voru ófá símtölin sem ég hringdi í hana til að fá ráð og aðstoð í þeim efnum, minnis- stæðast er samtal við hana þegar við Jói vorum nýbyrjuð að búa, þá hringdi ég í hana til að fá að vita hjá henni hvernig ég ætti að sjóða ýsu í potti – hún sagðist ætla að kíkja í uppskriftabókina sína og lét eins og það lægju mikil vísindi að baki þess að sjóða ýsu. Erfitt þótti mér að fylgja Heiðu eftir í veikindum hennar undan- farin ár og helltist yfir mig mikil sorg í hvert sinn er ég kvaddi hana en núna hefur hún kvatt okkur. Þú ert góð kona, voru síðustu orðin hennar til mín nokkrum dögum áður en hún lést og strauk mér um vangann. Takk fyrir allt, elsku Heiða mín. Þín Valdís. Heiða Þórðardóttir ✝ Gyða Þórarins- dóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1935 og ólst upp á Stóra-Hrauni í Kol- beinsstaðahreppi. Hún lést 1. júlí 2022 á Hjúkr- unarheimilinu Mörk. Gyða er dóttir Rósu Lárusdóttur frá Breiðabólsstað á Skógarströnd, f. 3. febrúar 1904, d. 17. mars 1987, og Þór- arins Árnasonar frá Stóra- Hrauni, f. 8. ágúst 1898, d. 8. ágúst 1990. Systur Gyðu eru: Kristín Guðríður, f. 1922, látin. Lára Arnbjörg, f. 1924, látin. Anna María Elísabet, f. 1925, dó ung. Anna María Elísabet, f. 1927, látin, Elín, f. 1929, dó ung. Inga Erna, f. 1930, dó ung. Elín, f. 1932, látin og Inga Erna, f. 8.11. 1933. Þann 30. júní 1956 giftist Gyða Hafliða Guðjónssyni, f. 21. apríl 1936. Foreldrar Hafliða Reykjavík, þó með stuttu stoppi í Vestmannaeyjum og Stórholti í Dalasýslu. Þar ráku þau bú með systur Hafliða, Ester, og Benedikt Frímannssyni. Gyða vann ýmis stöf en þó lengst af, eða í 24 ár, sem aðstoðarkona tannlæknisins Guðmundar Haf- liðasonar. Gyða og Hafliði störfuðu einnig í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu til margra ára, þar sem þau lögðu fram krafta sína, meðal annars með söng og hljóðfæraleik. Gyða spilaði á gítar og söng af mikilli innlifun. Gyða var mikil handverks- kona og voru ófáar lopapeys- urnar, rúmföt, fatnaður og út- saumur sett saman í höndum hennar. Heimilið var henni hugleikið og prýddi hún það með mikilli natni og rækt- arsemi. Börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin voru Gyðu allt og voru ófá matarboðin þar sem hún settist sjaldan niður á meðan hún lagði mat og heima- bakað á borðið. Gyðu leið best þegar fjölskyldan var saman komin. Útför Gyðu fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2 Reykjavík, í dag, 18. júlí 2022, kl. 13.00. Streymi: https:// tinyurl.com/4xfby44f. eru Guðjón Haf- liðason og Halldóra Þórólfsdóttir frá Skaftafelli í Vest- mannaeyjum. Börn Gyðu og Hafliða eru: Guð- jón, kvæntur Lín- eyju Kristins- dóttur, börn þeirra eru Hafliði og Haf- steinn. Ómar Haf- liðason, áður giftur Signýju Guðbjartsdóttur, börn þeirra eru Andri og Tinna. Áð- ur kvæntur Elísabetu B. Ólafs- dóttur, börn þeirra eru Nanna, Ómar Óli og Gyða Ósk. Trúlof- aður Frieda Roolf Michisdóttur, og Arnbjörg Hafliðadóttir trú- lofuð Sævari Jóhannessyni, börn hans eru Sigrún Nanna og Úlfur. Gyða ólst upp á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi en flutti ung með foreldrum sínum og systrum á Drangsnes. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur. Eftir að Hafliði kom til sögunnar og þau giftu sig bjuggu þau lengst af í Nú hefur Gyða Þórarinsdóttir frá Stórahrauni, kletturinn okk- ar og límið í fjölskyldunni, kvatt þennan heim. Það gerði hún hljótt og milt í faðmi fjölskyld- unnar. Við vissum hvert stefndi og fengum þá gjöf að vera hjá henni þann 1. júlí á fallegum degi, þegar hennar jarðneska líf slokknaði. Í söknuði verður minningin um þennan dag okkur huggun, því stundin var auðvitað erfið en um leið einstök og falleg fyrir okkur sem fengum að vera með henni. Mamma var merk kona. Hún var sterk þegar á reyndi en rík af kærleik og djúpum skilningi þegar við vorum aum eða ver- öldin var okkur grimm. Hún var lítillát og stærði sig ekki af neinu nema þá helst af trú sinni á Jesú Krist og af manninum sínum og afkomendum. Mamma var yngst níu dætra Rósu Lárusdóttur og Þórarins Árnasonar frá Stórahrauni á Snæfellsnesi, en þrjár dóu ung- ar. Systurnar sex sem eftir lifðu voru glæsilegar og auðvitað fannst okkur börnum og eigin- manni Gyðu hún vera þeirra fal- legust, þótt hún sjálf mótmælti því. Fegurð hennar kom þó skýrast fram í eiginkonu- og móðurhlutverkinu, ásamt þeim dugnaði og trúfesti sem hún sýndi í þjónustu við kirkjuna sína. Hún kenndi börnum sínum að besta leiðin í gegnum lífið er að fylgja Jesú. Einlæg trúfesti Gyðu var okkur og öðrum fyr- irmynd og til eftirbreytni. En þessi lávaxnasti meðlimur í okk- ar annars hávöxnu fimm manna kjarnafjölskyldu, bar þó þyngstu byrðarnar. Það voru stöðugar áhyggjur af velferð og öryggi okkar, því ekki hafði hún áhyggjur af sjálfri sér. Bænir mömmu voru hennar besta bjargráð og grundvöllur sem við öll í fjölskyldunni stöndum á. Við höfum svo sannarlega fundið vernd Guðs í lífi okkar og bænir mömmu og pabba fyrir fjöl- skyldunni, vinum, ættingjum, kirkjunni og öllum sem Guð lagði þeim á hjarta, ómuðu dag- lega við morgunverðarborðið á heimili þeirra. Pabbi heldur áfram að biðja en þótt mamma sé farin þá lifa bænir hennar áfram því Guð heyrir bænir og svarar þeim. Heimili mömmu og pabba var alltaf glæsilegt, hvort sem þau bjuggu í bæ, borg eða sveit. Ekki aðeins var mömmu lagið að fegra í kringum sig, því þegar fátæktin var mest á yngri árum þá saumaði hún á sig kjóla sem báru af og flíkur á börnin sem tóku fram þeim sem hún hafði ekki ráð á að kaupa. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en mamma gat með hæfileikum og útsjónarsemi breitt yfir, bætt og fegrað. Með mömmu í liði unn- ust sigrar. Mamma var hláturmild og glaðlynd og þótt hennar síðustu mánuðir hafi oft verið þungbær- ir og erfiðir þá átti hún bros og glettni ásamt von í hjarta um ei- líft líf hjá frelsara sínum. Gyða undirbjó útför sína með lista af fyrirmælum og þar á meðal var setningin „…og ekkert hrós! Ég á það ekki skilið.“ Við erum þessu hjartanlega ósammála en virðum óskir hennar og því eru þessi orð okkar fátæklegri og lágstemmdari en hún átti skilið. Með okkur lifir minningin um konu sem sameinaði og sætti, eiginkonu og móður sem var sælust þegar við vorum öll sam- an. Guð blessi minningu Gyðu, eiginkonu, móður, ömmu og langömmu sem var elskuð og dáð. Hafliði Guðjónsson, Guðjón Hafliðason, Ómar Hafliðason og Arnbjörg Hafliðadóttir. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fangar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himninum á, er sofnum við síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Gyða! Hafðu þökk fyrir samfylgdina og allan stuðning við mig og mína. Í þér átti ég alltaf bandamann og félaga. Takk fyrir allar góðar stundir við kaffibollann. Þín tengdadóttir, Líney Kristinsdóttir. Gyða Þórarinsdótt- ir frá Stóra-Hrauni Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA EINARSDÓTTIR, Aðalstræti 46, Þingeyri, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 23. júlí klukkan 14. Ólöf Gunnarsdóttir Magnús Þorkelsson Reynir Gunnarsson Sólborg Þorláksdóttir Þór Gunnarsson Hanna Ástvaldsdóttir Brynjar Gunnarsson Kristín Helgadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BERNHÖFT, Lundi 3, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum fimmtudaginn 7. júlí. Útför fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13. Birgir Bernhöft Gotti Bernhöft María G. Sveinsdóttir Árni Valdimar Bernhöft Kristrún Helga Bernhöft Kristófer Þór Pálsson og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, ÁRNI SIGURBJÖRNSSON, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lést á Landspítalanum laugardaginn 9. júlí. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13. Andrea J. Ísólfsdóttir Sigurbjörn Árnason Erla B. Antonsdóttir Jóhann Ingi Árnason Kristjana H. Árnadóttir Friðrik P. Ólafsson Margrét J. Árnadóttir Steinar H. Ásgeirsson Hafdís E. Árnadóttir Ingólfur H. Héðinsson Ísólfur Þ. Pálmarsson Hrönn I. Hafliðadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.