Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 27
_ Bjarki Pétursson átti góðan loka-
hring á Euram Bank Open-mótinu á
Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í
gær en leikið var í Ramsau í Austurríki.
Bjarki lék hringinn á 67 höggum,
þremur höggum undir pari, og fór upp
um 25 sæti fyrir vikið. Hann lék sam-
anlagt á tveimur höggum undir pari og
endaði í 24. sæti ásamt þremur öðrum
kylfingum. Haraldur Franklín Magnús
átti hinsvegar sinn versta dag á
mótinu í gær en hann lék lokahringinn
á 73 höggum, þremur höggum yfir
pari. Hann lauk leik á einu höggi yfir
pari og í 44. sæti.
_ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafn-
aði í 29. sæti á Big Green Egg Open-
mótinu í Arnhem í Hollandi í gær. Mót-
ið er hluti af Evrópumótaröðinni í
golfi. Ólafía lék
fjórða og síðasta
hringinn í gær á 72
höggum eða á pari
og lauk leik á sam-
anlagt þremur
höggum yfir pari.
Hún lék best á
fyrsta hring eða á
70 höggum en
slakur annar hringur skemmdi fyrir
þar sem hún lék á 78 höggum. Árang-
urinn er sá besti á þeim fjórum mótum
sem Ólafía hefur keppt á síðan hún
sneri aftur eftir barnsburð.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson og
Ragnhildur Kristinsdóttir unnu Hval-
eyrarbikarinn í golfi með yfirburðum í
gær. Guðmundur fór hringina þrjá á
67, 66, og 67 höggum og endaði mótið
á heilum 13 höggum undir pari. Axel
Bóasson og Rúnar Arnórsson voru
jafnir í öðru sæti á sex höggum undir
pari. Ragnhildur fór hringina á 68, 69
og 74 höggum og endaði á tveimur
höggum undir pari. Jóhanna Lea Lúð-
víksdóttir var í öðru sæti á 14 höggum
yfir pari og Anna Júlía Ólafsdóttir var
í þriðja sæti á 18 höggum yfir pari.
_ Erna Sóley Gunnarsdóttir bar sigur
úr býtum í kúluvarpi á Nordic-Baltic
U23 meistaramótinu í frjálsíþróttum í
Malmö en mótið fór fram um helgina.
Erna kastaði lengst 16,52 metra, hálf-
um metra lengra en næstu keppendur.
Hún var þó nokkuð frá Íslandsmeti
sínu sem er 17,29 metrar. Tiana Ósk
Whitworth varð í sjötta sæti í 200
metra hlaupi er
hún hljóp á 24,60
sekúndum, nokk-
uð frá hennar
besta árangri, en
Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir klár-
aði ekki hlaupið
vegna meiðsla
framan í læri. Guð-
björg keppir ekki meira í sumar vegna
meiðslanna sem hafa hrjáð hana í
nokkurn tíma.
_ Daníel Ingi Egilsson átti besta þrí-
stökk Íslendings í 60 ár er hann stökk
15,31 metra á mótinu. Einungis Ís-
landsmethafinn Vilhjálmur Einarsson
hefur stokkið lengra en met hans er
16,70 metrar.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022
Svíþjóð og Holland tryggðu sér í gær
efstu tvö sæti C-riðils á EM kvenna í
fótbolta með stórsigrum. Svíþjóð
vann Portúgal 5:0 og Holland vann
Sviss 4:1. Filippa Angeldahl skoraði
tvö mörk fyrir Svíþjóð og þær Kosov-
are Asllani og Stina Blackstenius eitt
hvor. Eitt markanna var sjálfsmark.
Romee Leuchter gerði tvö fyrir Hol-
land og Victoria Pelova eitt. Eitt
marka Hollands var sjálfsmark. Sví-
þjóð tryggði sér efsta sætið með sigr-
inum og mætir liðinu sem endar í
öðru sæti í D-riðli Íslands í átta liða
úrslitum. Holland mætir Frökkum.
Holland og Sví-
þjóð fóru áfram
AFP
Fagn Kosovare Asllani fagnar
marki sínu fyrir Svíþjóð í gær.
Ástralinn Cameron Smith fagnaði
sínum fyrsta sigri á risamóti í golfi er
hann bar sigur úr býtum á Opna
mótinu á Gamla vellinum í St And-
rews í Skotlandi í gær. Mótið var
fjórða og síðasta risamót ársins.
Smith vann eftir harða baráttu við
Bandaríkjamanninn Cameron Young
og Norður-Írann Rory McIlroy en
hann lék hringina fjóra á samanlagt
20 höggum undir pari, einu höggi
betur en Young og tveimur betur en
McIlroy. Smith átti gríðarlega góðan
lokahring því hann lék á 64 höggum,
átta höggum undir pari.
Smith fagnaði
fyrsta sigrinum
AFP
Sigur Cameron Smith fagnar fyrsta
sigrinum á risamóti í gærkvöldi.
Í ROTHERHAM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Örlög Íslands í lokakeppni Evrópu-
móts kvenna í knattspyrnu ráðast í
kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í
lokaleik sínum í D-riðli keppninnar
á New York-vellinum í Rotherham.
Þrátt fyrir tvö jafntefli í fyrstu
tveimur leikjunum gegn Belgíu og
Ítalíu er Ísland í öðru sæti riðilsins
með 2 stig en Frakkar eru í efsta
sætinu með 6 stig og hafa fyrir leik
kvöldsins tryggt sér efsta sæti rið-
ilsins.
Belgía og Ítalía koma svo þar á
eftir með eitt stig hvort en þau
mætast einmitt á akademíuvelli
Manchester City í Manchester á
sama tíma og leikur Íslands og
Frakklands fer fram.
Íslenska liðið tryggir sér sæti í 8-
liða úrslitum keppninnar með sigri
en jafntefli gæti einnig dugað til
þess að komast áfram, gegn því að
Ítalía og Belgía geri jafntefli í Man-
chester.
Þegar úrslit riðilsins eru reiknuð
út er fyrst horft til stigafjölda, svo
til markatölu og svo innbyrðis
markatölu. Ef allt er enn jafnt eftir
það er horft á mörk skoruð og það-
an er horft á gul spjöld.
Ef Ítalía og Belgía gera marka-
laust jafntefli fer Ísland áfram, óháð
úrslitum gegn Frakklandi,
Ef Ítalía og Belgía gera 1:1-
jafntefli þarf Ísland að skora en þá
má liðið tapa 1:2. Ef Ítalía og Belgía
gera 2:2-jafntefli þá er Ísland úr
leik ef liðið tapar gegn Frökkum
þar sem Belgar eru með betri
markatölu en Ísland í innbyrðisvið-
ureignum.
Ef Ítalía eða Belgía vinnur leik-
inn þeirra á milli verður Ísland að
vinna Frakkland til þess að komast
áfram í 8-liða úrslitin.
Ýmsir möguleikar í boði
„Allir leikmenn liðsins eru heilir
og klárir í slaginn,“ sagði Þorsteinn
Halldórsson, þjálfari íslenska liðs-
ins, á blaðamannafundi á New
York-vellinum í Rotherham í gær.
„Ég er mjög ánægður með stand-
ið á leikmönnunum eftir fyrstu tvo
leikina. Það hefur enginn útispilari
orðið fyrir hnjaski og það eru allir í
toppstandi. Ég trúi því að við getum
gert eitthvað frábært á móti Frökk-
unum. Við erum búin að fara vel yfir
leik þeirra og það eru ýmsir mögu-
leikar fyrir okkur, bæði sóknar- og
varnarlega, gegn þeim,“ sagði Þor-
steinn.
Frakkar eru eins og áður sagði
komnir áfram í 8-liða úrslitin og
geta því leyft sér að hvíla lykilmenn
gegn Íslandi á morgun.
„Mesta óvissan í kringum leikinn
er hvaða ellefu leikmenn muni mæta
til liðs hjá franska liðinu. Corinne
Diacre, þjálfari franska liðsins, hef-
ur ekki verið að breyta miklu þegar
kemur að byrjunarliðinu, sama á
móti hverjum þeir eru að spila og í
hvaða móti eða vináttuleik.
Þetta eru meira og minna sömu
sjö til átta leikmennirnir sem spila
alla leiki hjá þeim og því erfitt að
rýna í það hvernig þeir muni stilla
upp sínu liði.“
Frakkar hafa á að skipa einu
sterkasta landsliði heims en liðið er
í þriðja sæti heimslista FIFA eins
og sakir standa.
„Frakkarnir sækja mikið í sömu
svæðin og við þurfum fyrst og
fremst að reyna að loka á þau og
verjast því eins vel og við getum.
Við þurfum líka að vera tilbúin að
mæta þeim í allri baráttu. Frakk-
arnir eru mjög sterkir í einn á einn-
stöðum enda eru þær gríðarlega
fljótar og það getur verið erfitt að
eiga við þær þegar þær komast á
ferðina.
Sóknarlega þurfum við að vera
hugrakkar og þora að vera með
boltann. Það eru ákveðin svæði sem
við ætlum okkur að sækja í og við
þurfum að reyna að koma boltanum
inn í þessi tilteknu svæði. Það er
ýmislegt sem við getum gert til þess
að refsa þeim og við ætlum okkur að
gera það.“
Þá gaf þjálfarinn það sterklega til
kynna að hann gæti gert breytingar
á byrjunarliði sínu á morgun.
„Það kemur í ljós hvort ég muni
ráðast í einhverjar breytingar en ég
mun koma ykkur á óvart,“ bætti
Þorsteinn við í léttum tón á blaða-
mannafundi íslenska liðsins.
Allt undir gegn Frökkum
- Íslenska liðið þarf sigur til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumótsins
- Jafntefli eða tap gæti dugað ef úrslit í leik Ítalíu og Belgíu verða hagstæð
Morgunblaðið/Eggert
Mark Ísland þarf á marki að halda gegn Frakklandi til þess að auka möguleika sína á sæti í útsláttarkeppninni.
B-RIÐILL:
Danmörk – Spánn..................................... 0:1
Finnland – Þýskaland .............................. 0:3
Lokastaðan:
Þýskaland 3 3 0 0 9:0 9
Spánn 3 2 0 1 5:3 6
Danmörk 3 1 0 2 1:5 3
Finnland 3 0 0 3 1:8 0
_ Þýskaland mætir Austurríki og Spánn
mætir Englandi í 8-liða úrslitum.
C-RIÐILL:
Svíþjóð – Portúgal.................................... 5:0
Sviss – Holland ......................................... 1:4
Lokastaðan:
Svíþjóð 3 2 1 0 8:2 7
Holland 3 2 1 0 8:4 7
Sviss 3 0 1 2 4:8 1
Portúgal 3 0 1 2 4:10 1
_ Svíþjóð mætir Íslandi, Belgíu eða Ítalíu í
8-liða úrslitum og Holland mætir Frakk-
landi.
Leikir í kvöld:
D: Ísland – Frakkland............................... 19
D: Ítalía – Belgía........................................ 19
EM KVENNA 2022
Noregur
HamKam – Bodö/Glimt .......................... 0:2
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Odd – Lilleström...................................... 1:2
- Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á
hjá Lilleström á 73. mínútu.
Molde – Haugesund................................. 1:0
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
Sarpsborg – Vålerenga........................... 0:1
- Brynjar Ingi Bjarnason var allan tímann
á bekknum hjá Vålerenga.
Viking – Kristiansund............................. 2:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking allan leikinn. Samúel Kári Friðjóns-
son kom inn á 64. mínútu.
- Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 86
mínúturnar með Kristiansund og lagði upp
mark.
B-deild:
Ranheim – Sogndal ................................. 3:3
- Jónatan Ingi Jónsson lék allan leikinn
með Sogndal, skoraði eitt mark og lagði
upp annað. Valdimar Þór Ingimunarson lék
fyrstu 89 mínúturnar og skoraði og Hörður
Ingi Gunnarsson lék allan leikinn.
Danmörk
Köbenhavn – Horsens ............................. 0:1
- Hákon Arnar Haraldsson lék allan leik-
inn með Köbenhavn og Ísak B. Jóhannes-
son fyrstu 66 mínúturnar. Orri Steinn Ósk-
arsson var ekki í hópnum.
- Aron Sigurðarson lék fyrstu 77 mínút-
urnar með Horsens.
Bröndby – AGF ........................................ 1:0
- Mikael Anderson lék fyrstu 68 mínút-
urnar með AGF.
Lyngby – Silkeborg................................. 2:2
- Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá
Lyngby á 68. mínútu. Freyr Alexandersson
þjálfar liðið.
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 72
mínúturnar með Silkeborg.
Bandaríkin
Philadelphia – New England ................ 2:1
- Arnór Ingvi Traustason lék seinni hálf-
leikinn með New England.
KNATTSPYRNA
EM U20 karla
B-deild í Georgíu, A-riðill:
Holland – Ísland ................................... 76:78
Rúmenía – Ísland ................................. 67:93
_ Ísland er á toppi riðilsins og mætir Lúx-
emborg á morgun.
EM U20 kvenna
B-deild í N-Makdóníu, sæti 9-18:
Rúmenía – Ísland ................................. 79:60
Leikur um 11. sæti:
Ísland – Úkraína................................... 55:72
Ástralía
South Adelaide – North Adelaide ..... 71:55
- Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 6
stig, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á
23 mínútum með South Adelaide.
57+36!)49,
EM U20 karla
Leikið í Portúgal:
Leikur um 11. sætið:
Ísland – Ítalía........................................ 45:34
Úrslitaleikur:
Portúgal – Spánn.................................. 35:37
Leikur um bronsverðlaun:
Serbía – Svíþjóð.................................... 30:26
Aðrir leikir um sæti:
5-6: Ungverjaland – Frakkland .......... 35:29
7-8: Þýskaland – Danmörk .................. 32:27
9-10: Færeyjar – Slóvenía ................... 25:28
13-14: Króatía – Pólland ...................... 31:33
15-16: Noregur – Svartfjallaland ........ 30:22
E(;R&:=/D