Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022
Sumarsmellur
Stiga Combi 748 S
• Heimilissláttuvél með 140cc mótor
• Notendavæn drifvél
• Einstök vél
Verð kr.125.000 m/vsk.
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
40 ár á Íslandi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Með árunum safnast í reynslu-
bankann sem skilar okkur dýr-
mætri þekkingu,“ segir Sæmundur
Sæmundsson, framkvæmdastjóri
EFLU verkfræðistofu og þekking-
arfyrirtækis. Fyrirtækið fékk á
dögunum Útflutningsverðlaun for-
seta Íslands fyrir lausnir sínar og
verkefni sem vakið hafa athygli og
skapað viðskipti víða erlendis.
Ekki síst eru það lausnir í orku-
flutningskerfum, það er háspennu-
línum og tengivirkjum og svo ýmis
stjórnbúnaður fyrir orkufrekan
iðnað. Sömuleiðis hefur EFLA
komið að þróun og tæknivinnu við
jarðvarmavirkjanir víða um heim.
Fyritækið hefur einnig sérþekk-
ingu á hönnun samgöngu-
mannvirkja og má þar nefna mörg
verkefni við brúa- og vegahönnun í
Noregi.
Úthald og framsýni
„Verðlaunin eru viðurkenning
fyrir úthald og framsýni því mark-
aðssetning á erlendri grundu tekur
langan tíma. Við erum líka stolt af
því að eftir því sé tekið að verk-
fræðin er hluti af fjórðu stoðinni í
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar; það er
hugviti sem skilar samfélaginu æ
meiri tekjum,“ segir Sæmundur
Sæmundsson.
EFLA í núverandi mynd varð
til árið 2008 með sameiningu fjög-
urra verkfræðistofa, Línuhönn-
unar, RTS, Afls og Verkfræðistofu
Suðurlands. Útkoman varð sterk
eining sem hefur stækkað með
samrunum og kaupum á fleiri fyr-
irtækjum og í dag er EFLA þekk-
ingarfyrirtæki á heimsvísu, segir
framkvæmdastjórinn. Höfuð-
stöðvar eru á Íslandi og umsvifin
sannarlega mest hér heima. Útlönd
vega þó æ þyngra og í dag er
EFLA með starfsemi í sjö löndum,
Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Frakk-
landi, Þýskalandi, Skotlandi og
Tyrklandi. Þar að auki hafa síðastu
áratugina verið unnin verkefni á
fjölmörgum sviðum í meira en 40
löndum. Yfir tímabilið 2009-2021
er núvirt heildarvelta í erlendri
starfsemi og verkefnum EFLU um
20 milljarðar króna en heildarvelta
samstæðunnar á síðasta ári var 7,2
milljarðar króna.
Í dag eru starfsmenn EFLU
hér heima rúmlega 300. Um 80
starfa erlendis; helmingurinn í
Osló. „Hér heima erum við í aukn-
um mæli að ráða erlent starfsfólk
sem býr á Íslandi, enda búa tugir
þúsunda útlendinga hérlendis,
margir vel menntaðir og koma inn
með nýja þekkingu. Áherslan
næstu misseri verður að þjálfa okk-
ar starfsfólk enn frekar í að vinna
saman í hópum sem ná yfir svið,
svæði og lönd. Þannig dreifist
þekking víðar.“
Leiða hringrásarhugsun
Að sögn Sæmundar hefur sér-
þekking starfsfólks EFLU við
hönnun orkuflutningsmannvirkja
skapast á síðustu áratugum í verk-
efnum fyrir Landsnet og önnur
fyrirtæki á sama sviði. Finna hafi
þurft lausnir sem duga í harðbýlu
landi. Þó að gengið hafi á með
óvissu og efnahagssveiflum í sí-
breytilegu viðskiptaumhverfi og
tækniþróun verið ör hafi EFLA
alltaf haldið kúrs, ekki misst sjónar
á langtímamarkmiðum né gefið
eftir í gæðum. Í dag sé fyrirtækið
að skáka stærstu verkfræðistofum
í Evrópu í gæðaþætti tilboða við
hönnun mannvirkja til raforku-
flutninga. Hjá EFLU sé einnig til
staðar mikil þekking á jarðvarma
og virkjun hans. Mikil eftirspurn sé
eftir slíkum lausnum nú á tímum
grænna áherslna og orkuskipta.
„EFLA er leiðandi í umhverf-
ismálum og hringrásarhugsun. Nú
tvinnum við saman reynslu okkar
og þekkingu á þessum mikilvægu
þáttum inn í sem flest verkefni.
Umhverfisþátturinn vegur þungt í
þróun og uppbyggingu í dag, bæði
í hönnun, á framkvæmdatíma og
við rekstur mannvirkja á líftíma
þeirra. Verkfræði nútímans er afar
spennandi, enda kallar samtíminn
eftir nýjum lausnum á mörgum
sviðum, samanber kröfurnar sem
nú gilda í umhverfismálum. Ein
stærsta áskorunin er að fá fólk til
að manna allar stöður. Báðir stóru
háskólanir hér heima skila vel
menntuðu fólki, en ég tel mikil-
mannvirki séu í betri sátt við um-
hverfið?
Sjálfstæði og
grænt eldsneyti
„Hönnun virkjana og orku-
flutningsmannvirkja eru í stöðugri
þróun og umhverfismál hafa þar sí-
aukið vægi. Hér þarf að finna leiðir
milli þeirra sem ekkert vilja virkja
og þeirra sem vilja virkja sem
mest,“ segir Sæmundur. „Virkja
þarf meira ef Íslendingar ætla að
ná settum markmiðum um orku-
skipti og kolefnishlutleysi. Þar er
Ísland í einstakri aðstöðu til að
vera leiðandi í heimunum. Hér
blandast líka inn í ýmis önnur sjón-
armið eins og sjálfstæði landsins
varðandi grænt eldsneyti til fram-
tíðar. Ég er þess fullviss að verk-
fræðin getur lagt þung lóð á vogar-
skálarnar við hönnun lausna sem
verða enn meira í sátt við umhverf-
ið en þær sem fyrir eru. En við get-
um samt ekki horft fram hjá því að
við þurfum meiri orku til að ljúka
orkuskiptunum, að öðrum kosti
stefnir í óefni varðandi hnattræna
hlýnun.“
vægt að strax í grunnskóla séu
ungu fólki kynntir þeir möguleikar
sem raungreinamenntun opnar.
Möguleikarnir eru miklir og við Ís-
lendingar eigum að undirbyggja
fjórðu stoðina meira.“
Meira þarf að virkja, er sú
stefna sem stjórnvöld boða í dag.
Eru verkfræðingar þar með í poka-
horninu einhverjar þær lausnir
þannig að virkjanir og flutnings-
Verkfræðin hluti af fjórðu stoðinni í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, segir Sæmundur Sæmundsson hjá Eflu
Morgunblaðið/Eggert
Framtíð Ég er þess fullviss að verkfræðin getur í orkumálum lagt þung lóð á vogarskálar við hönnun lausna sem
verða enn meira í sátt við umhverfið en þær sem fyrir eru, segir Sæmundur Sæmundsson hér í viðtalinu.
Nýjar lausnir
og meiri orka
- Sæmundur Sæmundsson er
fæddur 1962 og var ráðinn
framkvæmdastjóri EFLU á sl.
ári. Hann er tölvunarfræðingur,
menntaður í Texas í Bandaríkj-
unum og hefur einnig numið
stjórnunarfræði vestanhafs.
- Áður var Sæmundur for-
stjóri Borgunar, framkvæmda-
stjóri hjá Sjóvá og forstjóri Ter-
is, sem var fyrirtæki í
upplýsingatækni í eigu spari-
sjóða. Hann hefur setið í stjórn
Festu – miðstöðvar um sam-
félagsábyrgð fyrirtækja. Nú
stjórnarformaður Hringrásar
og er í stjórn Viðskiptaráðs.
Hver er hann?
Verkefni Hjá EFLU er unnið að mörgu spennandi og mörg járn eru í eldinum. Frá vinstri talið sjást hér fyrir-
huguð brú yfir Fossvog í Reykjavík á tölvugerðri mynd, stöðvarhús Glerárvirkjunar á Akureyri og lengst til
hægri háspennumastur í Noregi, en fyrirtækið er með umsvif þar í landi og sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum.
Myndir/EFLA
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísland Eitt af því sem Eflufólk hefur tekið sér fyrir hendur á síðustu árum
var að telja Vatnsdalshólana fyrir norðan, sem reyndust vera 1.836 alls.
Frönskum fána hefur ekki verið
flaggað fyrir utan frönsku kapelluna
í Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð á
Frönskum dögum síðustu tvö ár en
það er sökum þess að fánastöngin
sem hefur legið hjá kapellunni í
lengri tíma hefur ekki verið endur-
reist. Fánastöngin féll fyrir tveimur
og hálfu ári þegar maður ók bifreið
sinni út af Hamarsgötu í bænum og
á flaggstöngina. Síðan þá hefur hún
legið við hlið kapellunnar og fúnað.
Hún liggur þar enn þegar minna en
vika er til Franskra daga.
Jón Björn Hákonarson, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali
við Morgunblaðið að enn sé ekki öll
von úti fyrir fánastöngina og að hún
gæti verið reist í vikunni. Jón bendir
þó á að Fosshótel eigi fánastöngina
og hann segir það vera þeirra að
endurreisa hana. Segist hann
ómögulega vilja grípa fram fyrir
hendurnar á hótelinu en segir að ef
hótelið óski eftir aðstoð þá séu bæj-
aryfirvöld tilbúin að leggja hönd á
plóg til að endurreisa fánastöngina.
„Ég mun fylgja því eftir fyrir kom-
andi Franska daga og athuga hvort
það sé ekki búið að laga þetta.“
Hótelstjóri Fosshótels kom hins
vegar af fjöllum þegar Morgun-
blaðið sló á þráðinn til hans.
Óvíst hver skuli endurreisa
- Enn von fyrir
Franska daga á
Fáskrúðsfirði
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fúin Fánastöngin hefur legið stutt
frá kapellunni síðan hún féll.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Slys Maður keyrði fánastöngina
niður fyrir tveimur og hálfu ári.