Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Hjelle www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Vönduð norsk hönnunartákn sem standast tímans tönn. Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is „Enn og aftur á að afvegaleiða um- ræðu um bætta bráðaþjónustu úti á landi, vegna hagsmunapots ríkis- stofnunar sem ræðst með að- finnslum sínum og gagnrýni gegn til- lögum sérfræðinga á heilbrigðissviði til þess að tryggja sér frekara fjár- magn til reksturs og leita með því út fyrir sitt lögbundna starfssvið,“ seg- ir Sveinn Hjalti Guðmundsson, þjálf- unarflugstjóri hjá Air Atlanta Ice- landic og fyrrverandi flugstjóri í sjúkraflugi, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sakar Landhelgisgæsl- una um það að afvegaleiða um- ræðuna um sjúkraflutninga með afstöðu sinni gagnvart því að fá nýj- ar Airbus H145-sjúkraþyrlur til landsins. Airbus H145-þyrlurnar eru minni og ódýrari í rekstri en þyrlur Landhelgisgæslunnar. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá telur Landhelgisgæslan ekki þörf á nýjum þyrlum á Íslandi. Að mati hennar er hægt að stytta viðbragðstíma og auka hagkvæmni heilbrigðiskerfisins með því að nýta þyrlur Landhelgisgæslunnar betur. Að sögn Auðuns F. Kristinssonar, verkefnisstjóra aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, er best að fullnýta núverandi þyrlukost. Gagnrýnir afstöðuna harðlega Sveinn segist þurfa að gera alvar- legar athugasemdir við þessar full- yrðingar Auðuns og telur þær á skjön við tillögur Fagráðs sjúkra- flutninga, Félags bráðalækna og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands. Hann segir björgunarþyrlurnar sem Landhelgisgæslan heldur úti vera svo ólíkar nýju sjúkraþyrlunum að erfitt sé að bera þær saman. „Það er vandséð hvernig blanda eigi þeirra hlutverkum saman svo að skynsamlegt verði, hvað þá hag- kvæmt,“ segir Sveinn. Hann nefnir að það kosti fimmfalt meira að reka þyrlur Landhelgisgæslunnar á hverja klukkustund miðað við nýrri og smærri H145-þyrlurnar. Auðunn hélt því fram í samtali við Morgunblaðið að þyrlur án afísing- arbúnaðar kæmu að takmörkuðu gagni á Íslandi en Sveinn vísar þessu á bug og segir afísingarbúnað ekki nauðsynlegan fyrir fyrirhugað hlut- verk nýju þyrlnanna. Ítrekar hann að þessar þyrlur yrðu aðeins nýttar yfir landi í sjónflugi. Sveinn tekur að auki fram að hann sé ekki að mæla með að sjúkraflutn- ingar verði með öllu teknir úr hönd- um Landhelgisgæslunnar og segir mikilvægt að Landhelgisgæslan verði enn þá til taks við erfiðar að- stæður eða í slæmu veðri. Hann undirstrikar að ekki ætti að vera nauðsynlegt að nota þyrlur Gæsl- unnar í allt sjúkraflug á Íslandi. „Að notast við núverandi flota Landhelgisgæslunnar í hvert einasta bráðaútkall er eins og ef leigubíl- stjórar myndu eingöngu notast við langferðabifreiðar fyrir hvern og einn farþega.“ Biðlar til Willums að breyta til Hann segir að með nýjum sjúkra- þyrlum sé einnig hægt að bæta að- stoð á slysstað og færa þannig gjör- gæsluna þangað. Hann bætir við að best væri ef þyrlurnar væru stað- settar á þremur til fjórum stöðum á landinu með áhöfn sem er samsett af lækni, hjúkrunarfræðingi eða bráða- tækni og flugmanni. Sveinn ítrekar að starfsstöðvar á nokkrum stöðum um landið séu lykilatriði þegar kemur að öryggi íbúa á landsbyggðinni. „Ekki nægir eingöngu að stytta viðbragðstíma frá Reykjavík, það hjálpar lítið slösuðum eða veikum einstaklingum úti á landi sem þurfa að bíða jafnvel klukkustundum sam- an til að fá tilhlýðilega meðferð.“ Hann biðlar því til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða og stuðla að betri sjúkraflutningum. „Ekki er þörf á að fjárfesta í þyrlum fyrir verkefnið, hagkvæmara og skynsamlegra er að leita til reyndra aðila sem þegar hafa lýst yfir áhuga á að aðstoða Íslend- inga til að bæta úr hættulegri stöðu bráðaþjónustu úti á landi,“ segir Sveinn og vísar til skýrslu eftir Viðar Magnússon, yfirmann bráðaþjón- ustu utan sjúkrahúsa á Íslandi og formann Fagráðs sjúkraflutninga, sem er á vefsíðu stjórnarráðsins. Í lok samtalsins tekur Sveinn fram að allar þessar tillögur séu lagðar fram að Landhelgisgæslunni ólast- aðri og segist hann bera mikla virð- ingu fyrir störfum hennar. „Mér þykir mikið til starfsfólks Landhelg- isgæslunnar koma og vil ég veg hennar sem mestan og bestan. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af fjársvelti stofnunar- innar sem hefur reynst þjóðinni jafn vel og raun ber vitni.“ „Hagsmunapot ríkisstofnunar“ - Segir Landhelgisgæsluna afvegaleiða umræðuna um sjúkraflutninga og fullyrðingar hennar vera á skjön við tilmæli sérfræðinga - Biðlar til heilbrigðisráðherra að gera eitthvað vegna hættulegrar stöðu Ljósmynd/Gísli Matthías Gíslason Sjúkraþyrla Airbus H145-þyrlur eru notaðar í flestöllum nágrannalöndum. Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Bókin Úti eftir Ragnar Jónasson var mest selda skáldverkið í Winni- peg í Kanada í liðinni viku, en hún hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var gefin út í enskri þýðingu. Ragnar segir við- tökur við bókinni hafa verið vonum framar og að þýðing hennar á ensku hafi verið framúrskarandi. Bókin var þýdd af Vicky Cribb, en gagn- rýnendur hafa hrósað hennar starfi, ásamt því að Ragnar segir hana einstaklega góð- an þýðanda. „Enska þýðingin er oft notuð sem grunnur til annarra landa og þess vegna mikilvægt að hafa öflugan þýðanda,“ bætir hann við í samtali við Morgunblaðið. Bækur Ragnars hafa verið gefn- ar út í fleiri en þrjátíu löndum, en í flestum tilvikum eru bækurnar þýddar úr ensku á önnur tungumál. Þær hafa notið mikilla vinsælda og hafa nú selst í yfir tveimur og hálfri milljón eintaka. Einnig hafa gagn- rýnendur virtra erlendra blaða og tímarita farið afar lofsamlegum orðum um rithöfundinn Ragnar. Sögurnar fara á hvíta tjaldið Breski kvikmyndaframleiðand- inn og leikstjórinn Ridley Scott tryggði sér á árinu réttinn á Úti og greinir Ragnar frá því að ferlið við að gera bókina að kvikmynd sé komið af stað. „Við höfum fundað reglulega og það er gaman að sjá að framleiðendurnir virkilega vilja ná myndinni á hvíta tjaldið, ég er alltaf að pæla í bókinni einmitt vegna þess.“ Ragnar greinir frá því að hann vinni nú einnig að tveimur öðrum verkefnum í tengslum við kvik- myndir eða sjónvarpsefni. Annars vegar hefur kvikmyndaframleið- andinn Warner Bros tryggt sér réttinn að bókaseríu hans, sex bóka röð sem kennd er við Siglufjörð, en hún verður útfærð fyrir sjónvarp í samstarfi við Herbert L. Kloiber og fyrirtæki hans, Night Train Media. Hins vegar á fjölmiðlasamsteypan CBS réttinn að bókinni Dimmu, sem fékk meðal annars frábæra dóma hjá dönskum gagnrýnendum. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North vinnur að sjónvarps- seríu upp úr síðarnefndu bókinni ásamt CBS. „Ég bíð bara spenntur að sjá hvað af þessu gerist fyrst, en það eru góðir hópar að baki öllum verkefnunum og mér finnast það mikil forréttindi að fá að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með ferl- inu.“ Fleiri bækur á leiðinni Ragnar segir að ásamt því að fylgja eftir ferlinu í sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum gefi hann sér nægan tíma til að skrifa. „Það eru alltaf bækur á leiðinni, en ég er með nokkur verkefni í tölvunni núna.“ Hann segist hafa þrjú verkefni í deiglunni, en meðal þeirra er bók sem hann vinnur að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hin verkefnin eru annars vegar samstarfsverkefni og hins vegar framhald af fyrri bókum hans, en Ragnar kveðst ekki vilja fara neitt nánar út í þá sálma. Íbúar Winnipeg hafa sýnt bók- inni mikinn áhuga, en þess mætti ef til vill vænta þar sem margir þar eiga ættir að rekja til Íslands. Ragnar hefur heimsótt borgina og segir ferðina hafa gefið sér mikið innsæi. „Ég fór til Winnipeg í bóka- túr fyrir fjórum árum og það er mjög gaman að sjá að þar sé fólk af íslenskum ættum að lesa bækurnar, ég hitti til dæmis konu þar sem hef- ur aldrei komið til Íslands en talaði lýtalausa íslensku.“ Ragnar kveðst ekki hafa búist við svo góðum viðtökum og það sé ómögulegt að spá um velgengni: „Maður fer alltaf út með hverja bók og gerir sér engar væntingar í rauninni, því er það alltaf ánægju- legt þegar gengur vel.“ Trónir efstur á slóðum Vestur-Íslendinga - Úti eftir Ragnar Jónasson fær góð- ar viðtökur Bækur Velgengni spennusagnahöfundarins Ragnars Jónassonar bæði er- lendis sem og á Íslandi heldur áfram, en bókin Úti var nýlega þýdd á ensku. Ragnar Jónasson Æskuvinirnir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun, og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands, eru nú meira en hálfnaðir með Vestfjarða- hringinn sem þeir fara á tveimur Massey Ferguson-traktorum. Karl segir Vestfirðinga hafa tekið vel á móti þeim félögunum, en þeir hafi þurft að lengja ferðina um einn dag. „Í dag [í gær] sprakk fremra hjólið á öðrum traktornum og kom þá bifvélavirki á Súðavík okkur til hjálpar, en þetta mun tefja okkur aðeins.“ Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á og safna styrkjum fyrir Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. „Flestir sem við hittum vilja styrkja og við vonum að með þessu átaki náum við að vekja meiri athygli, en við höfum líka einstaka sinnum lent í því að fólk gefi okkur nokkra seðla sem fara auðvitað til Barnaheilla.“ Verkefnið er hægt að styrkja á vefsíðu Barnaheilla eða með því að senda SMS-skilaboðin Barnaheill í síma 1900. Meira en hálfnaðir með Vestfirðina - Fara Vestfirð- ina á traktorum Ljósmynd/Aðsend Keyrsla Karl og Grétar fóru hring- inn árið 2015, en ekki Vestfirðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.