Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Náttúra í höfuðborginni Mannlíf er gjarnan í Gróttu, yst á Seltjarnarnesi, þar sem þessir ungu foreldrar gátu notið veðursins og náttúrunnar í gönguferð ásamt barni sínu í liðinni viku. Arnþór Birkisson „Þú átt að vita, ekki halda,“ sagði hinn 24 ára stórmeistari Aleksander Donc- henko við mig á með- an ég rembdist eins og rjúpan við staurinn að leysa skákþraut sem hann sýndi mér við verðlaunaafhendingu skákhátíðarinnar í Céske Budjeovice sem lauk í Tékklandi laug- ardaginn 9. júlí. Ég gat nokkra leiki en stóð svo á gati. Þegar Aleks- ander fór upp á verðlaunapallinn sá ég besta leikinn í stöðunni, lét mig hverfa úr salnum og vatt mér í önn- ur verkefni, úff hvað skák getur verið erfið. Ég var þó ekki al- veg sloppinn. Við Aleksander urðum samferða á næsta skákmót, í Piestany í Slóvakíu, og í bílnum, þar sem við sátum eins og sardínur í sard- ínudós, fór ég aftur að hugsa um stöðuna. Kom með eina eða tvær tillögur en þær voru skotnar niður umsvifalaust af Aleks- ander. Þegar komið var á leiðarenda hélt ég áfram að hugsa um stöðuna sem og um nóttina, eftir að hafa vaknað. Sá ekki neitt. Sólarhring eftir að ég sá upphafsstöðuna gafst ég upp. Aleksander kom þá með lausnina, hvílíkur snilldarleikur, ekki skrýtið að ég missti af honum. Lifandi goðsögn á stórafmæli í dag Þótt áðurnefndur Aleksander sé á meðal bestu skákmanna Evrópu þá laut hann í lægra haldi fyrir landa mínum, stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánssyni, á skákhátíðinni í Tékklandi. Hannes hefur margan fiskinn dregið að landi við skákborðið, suma stærri en aðra, t.d. vann hann FIDE- heimsmeistarann Ruslan Ponom- ariov árið 2001 og verðandi heims- meistara Magnus Carlsen árið 2004. Hannes er þrettánfaldur Íslands- meistari í skák í opnum flokki, met sem sjálfsagt verður aldrei slegið, nema Hannes haldi áfram að bæta það sjálfur. Fáir ef nokkrir íslensk- ir skákmenn hafa unnið jafn mörg alþjóðleg skákmót á erlendri grundu og Hannes, síðasti móta- sigur hans var í Póllandi í byrjun júní síðastliðins. Enginn íslenskur skákmaður hefur jafnoft deilt efsta sætinu á opna Reykjavíkurskák- mótinu en árið 2000 vann hann mótið einn. Þessi lifandi goðsögn íslensks skáklífs er fimmtugur í dag. Hann er ekki mikið fyrir það að flagga eigin afrekum. Oft gleymist því hversu mikill fengur það er fyrir ís- lenskt skáklíf að eiga hetju sem þessa. Fyrir mig, gamlan keppinaut Hannesar, var gaman að eyða kvöldverðarstundum með honum á áðurnefndri skákhátíð í Tékklandi. Á heildina litið gekk honum ekki ýkja vel á mótinu en ástríðan fyrir skáklistinni er enn ósvikin. Um- ræðuefni eins og að hann yrði bráð- lega fimmtugur voru honum fjarri, það var staðan sem kom upp í skákinni fyrr um daginn sem var áhugaverðara að tala um. Maður verður víst að vita, ekki halda. Það er og eitt einkenni skák- stíls Hannesar, að vita hvar setja á mennina. Til hamingju með fimmtugs- afmælið, kæri félagi og vinur! Eftir Helga Áss Grétarsson »Hannes Hlífar Stef- ánsson stórmeistari er fimmtugur í dag og því ber að fagna. Meiri lifandi goðsögn en hann er vandfundin í íslensku skáklífi. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er stórmeistari í skák. helgigretarsson@gmail.com Skákjöfur verður fimmtugur Í Grikklandi til forna tóku borgararnir virkan þátt í stjórn ríkisins. Þeir sem sýndu þjóðmálum við- felldnislegt áhugaleysi voru kallaðir idiotes, þ.e. flón. Margt í sam- tíma okkar kallar at- hyglina frá því dýr- mæta til hins fánýta, frá því mikilvæga til hins hégómlega. Nú sem oft áður er félagsþrýstingur í tiltekna átt, sem jafnvel krefst þess að við látumst ekki sjá hið augljósa, sýnum áhuga- leysi, séum í reynd flón. Þetta er umfjöllunarefnið í því sem hér fer á eftir. Flestir leitast við að njóta vel- þóknunar samferðamanna sinna, en hversu langt má ganga í þeim til- gangi að vera „viðfelldinn“? Getum við t.d. sýnt heilsu og öryggi okkar áhugaleysi án þess að vera … flón? Mörg samfélög hafa lagt hvimleiða einstaklinga á höggstokkinn í nafni félagslegrar samheldni. Í nafni samstöðu hefur sannleikanum oft verið fórnað. Sagan sýnir að hætta er búin þeim sem í slíku and- rúmslofti voga sér að halda spegli að ásjónu samfélagsins til að sýna ljótleikann. Við þær aðstæður verða hugrakkir menn að bleyðum og kjósa að þegja fremur en að verða úthrópaðir fyrir hroka, sviksemi o.s.frv. Hvar liggja þolmörk réttlætiskenndarinnar þegar almenningsálitið krefst skammarlegrar undirgefni? Hvað segir rödd samviskunnar þegar stjórnvöld taka að hagnýta sér ástandið, leyna upplýsingum og af- baka þekktar staðreyndir? Fylgjum við þá meirihlutanum til illra verka? Hvers virði er allt okkar tal um frelsi ef allir eiga að ganga í takt, ef enginn má rjúfa samstöðuna, ef efa- semdir eru fordæmdar, ef fólk má ekki orða hugsanir sínar? Sagan sýnir að ofstæki og þöggunartil- burðir fara hönd í hönd. Alræðisríki verða til þegar öfgamenn reyna að skapa hið fullkomna samfélag. Í framkvæmd er þöggun, frelsissvipt- ingu og margþættu ofbeldi beitt til að framkalla fylgispekt við mæli- kvarða fyrirmyndarríkisins. Í slíku andrúmslofti er sjálfstæð hugsun talin merki um andfélagslega hegð- un. Í nafni samstöðu hefur verið þrýst á að fólk láti sprauta sig með lyfjablöndu gegn kórónuveiru (C19), þótt áratugatilraunir til að þróa bóluefni gegn slíkum veirum hafi aldrei skilað nothæfu bóluefni. Til að dreifa athyglinni frá þessu hefur skilgreiningu bóluefna verið breytt í því skyni að fella umrædd- ar lyfjablöndur í þann flokk; horft hefur verið fram hjá því að fram- leiðsla lyfjanna byggist á nýrri tækni; lítið hefur verið gert úr þekktum fylgikvillum; litið hefur verið fram hjá vísbendingum um al- varlegar aukaverkanir og fáir treysta sér til að kvarta; samnings- ákvæði um friðhelgi lyfjafyrirtækj- anna hafa ekki þótt réttlæta spurn- ingar um öryggi lyfjanna; sílækkandi tölur um dánartíðni smitaðra hafa enn ekki framkallað yfirvegað áhættumat gagnvart aukaverkunum lyfjanna. Ef framangreindar athugasemdir um öryggi lyfjanna duga ekki til að slíkt áhættumat sé framkvæmt, ættu efasemdir um árangur þeirra að framkalla slíkt mat: Lyfin hindra ekki smit; óvissa ríkir um endingar- tíma þeirra, auk þess sem vísbend- ingar eru nú komnar fram í Kanada og Hollandi um að tvísprautaðir séu líklegri til að leggjast inn á sjúkra- hús vegna C19 en ósprautaðir og auk þess líklegri til að deyja úr C19. Sama tölfræði bendir til að þrísprautaðir séu álíka líklegir til að leggjast inn á sjúkrahús og ósprautaðir, en auk þess jafn líkleg- ir til að deyja vegna C19. Þessar tölur eru aldursleiðréttar hlutfalls- tölur, þ.e. fjöldi í hverjum hópi skiptir hér ekki máli. Á sama tíma og sífellt fleiri læknar erlendis kalla eftir gögnum sem réttlæta notkun umræddra lyfja út frá sjónarmiðum um öryggi og árangur, hafa læknar og ráða- menn hérlendis jaðarsett sjónarmið um yfirráðarétt fólks yfir eigin lík- ama og hvatt fólk til að fara í fjórðu sprautuna. Undirritaður hefur ítrekað kallað eftir því að íslenskir læknar svari því opinberlega hvort svonefnd bóluefni gegn C19 séu örugg og árangursrík. Þeim áskor- unum hefur verið svarað með ær- andi þögn. Áður en lengra verður haldið með félagsþrýstingi og tali um „rangsnúinn rétt“, er hér enn kallað eftir slíkri yfirlýsingu frá þeim sem harðast hafa gengið fram í að auglýsa umrædd lyf. Skýra þarf hvort menn hafa mælt slíkt fram sem læknar eða dulbúnir lyf- salar. Í framhaldi þarf að ræða heiðarlega um bein og óbein áhrif lyfjafyrirtækja, eigenda samfélags- miðla og annarra hagsmunaaðila á það sem á að heita lýðræðisleg og ábyrg stefnumörkun íslenskra yfir- valda í þágu lýðheilsu og almanna- heilla. Eftir Arnar Þór Jónsson »Hvar liggja þolmörk réttlætiskennd- arinnar þegar almenn- ingsálitið krefst skamm- arlegrar undirgefni? Fylgjum við þá meiri- hlutanum til illra verka? Arnar Þór Jónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður. Opið bréf til lækna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.