Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 TENERIFE 8 DAGAR SAMAN Í SÓL 27. JÚLÍ - 02. ÁGÚST BEVERLY HILLS 4* STUDIO GISTING, FLUG OG INNRITAÐUR FARANGUR VERÐ FRÁ 139.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN VERÐ FRÁ 177.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, VALIN GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS V IN S Æ LT Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp. Runólf- ur Viðar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur og eigandi frystitogar- ans, staðfestir þetta og segir að ástæða uppsagnanna sé sú að félagið íhugi að kaupa nýjan togara. Ráðningarsamband í lausu lofti Runólfur segir það eiga eftir að koma í ljós hvort áhöfnin verði ráðin áfram og bætir við að menn séu ekki ráðnir hjá útgerðinni heldur á ein- stök skip. „Þannig að þegar þú skipt- ir um skip þá þarftu að segja fólki upp og skrifa undir nýjan ráðningar- samning hjá hverjum og einum,“ segir hann. Spurður hvort starfs- fólkið sé þá í lausu lofti um áfram- haldandi ráðningu, svarar Runólfur því játandi. Ekki liggja þó fyrir frek- ari upplýsingar um nýtt skip. Skipið smíðað árið 1988 Sólborg RE-27 kom inn á íslenska skipaskrá í júlí 2019 og var áður í eigu Arctic Prime Fisheries á Græn- landi. Hún er 75,9 metrar að lengd og um 2.550 brúttótonn. Skipið var smíðað í Noregi árið 1987 fyrir Grænlandsmarkað. Allri áhöfn Sól- borgar sagt upp - ÚR kveðst íhuga kaup á nýju skipi Morgunblaðið/Unnur Karen Sólborg Runólfur Viðar segir að ástæða uppsagnanna sé sú að ÚR íhugi að kaupa nýjan togara. Í ljós eigi eftir að koma hvort áhöfnin verði endurráðin. Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Júlía Birgisdóttir, formaður Snar- rótarinnar, samtaka um skaða- minnkun og mannréttindi, segir til- lögu heilbrigðisráðherra um afnám refsingar vegna neysluskammta fyr- ir veikasta hópinn fráleita í alla staði. Hún ýti undir jaðarsetningu hóps sem sé nú þegar mjög jaðarsettur. Hún sé þar að auki óframkvæman- leg. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra hyggst leggja fram frum- varp um afnám refsingar fyrir „veik- asta hóp samfélagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna“ og hafa áformin verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. „Ef ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvarp til þess að þessi hóp- ur verði merktur einhvern veginn inni í kerfinu er það líka ólöglegt. Við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum,“ segir Júlía við Morgunblaðið. Verra en ekkert „Það er bara augljóst að það er verið að slaufa þessu og þetta er ein- hver fyrirsláttur að skipa starfshóp,“ segir hún og bætir við að ráðherra hljóti að vita að þetta sé bæði ólög- legt og óframkvæmanlegt. „Þetta er verra en ekkert,“ segir Júlía. Eitt þurfi yfir alla að ganga og afnám refsingar sé skaðaminnkun hvort sem fólk sé með fíknivanda eða ekki, „því það byrja ekki allir með mikinn vanda. Það er eitthvert ferðalag og það sem skaða- minnkunarstefna gengur út á er að koma í veg fyrir að það verði einhver umframskaði.“ Þá segir Júlía að það sé dapurlegt að fylgjast með þessu. Tillagan sé mikil afturför og þau hjá Snarrótinni séu mjög vonsvikin. „Það er augljóst að þetta á ekki eftir að ganga fram með þessari ríkisstjórn. Þegar mað- ur las stjórnarsáttmálann og þetta var ekki í honum, þá var augljóst að þetta yrði ekki að veruleika.“ Furðulegt útspil Frumvarpið um afnám refsingar- innar á að byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í febrúar. Kristín Davíðsdóttir, teymisstýra og hjúkr- unarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, situr í starfshópnum og bendir á að hann hafi ekki lokið störfum og ekki skilað af sér neinum tillögum. Hún segir tillögu ráðherra um veikasta hópinn algjörlega óraunhæfa. „Þetta var hugmynd sem kom upp í nefndinni og ég veit ekki til þess að hafi verið ákveðin svona. Svo mér finnst þetta furðulegt útspil því þetta er ekki fullmótað og örugglega ekki framkvæmanlegt.“ Hún segist ekki vita hvernig eigi að velja þá sem eru veikastir og við hvað eigi að miða. Hún spyr hvort brennimerkja eigi þá aðila sem eru veikastir. „Ég get ekki betur séð en að loka- afurðin eigi að byggjast á því sem nefndin skilar af sér, en nefndin hef- ur ekki lokið störfum.“ Hún segist viss um að heilbrigðis- ráðherra hafi meinað vel en að þetta hafi þurft að hugsa betur áður en það var sett fram. Þá segir hún útgangspunktinn vera að tillagan sé til þess fallin að auka enn á jaðarsetninguna sem sé akkúrat öfugt við það sem hugmynd- in er að gera. „Þetta er furðulegt og vanhugsað myndi ég segja.“ Ekki náðist í Willum í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýti undir jaðarsetn- ingu jaðarsettra - Frumvarp ráðherra gagnrýnt - Dapurlegt og afturför Morgunblaðið/Hari Sprautur Frú Ragnheiður, sem er skaðaminnkandi verkefni Rauða kross- ins, hefur komið hreinum sprautunálum til fólks sem glímir við fíknivanda. Franski fjárfestingarsjóðurinn Ardi- an er ekki reiðubúinn að ljúka við- skiptum um kaup á Mílu ehf. af Sím- anum hf., á grundvelli óbreytts kaupsamnings. Kaupsamningurinn hljóðaði í október upp á rúma 78 milljarða íslenskra króna, eða 519 milljónir evra samkvæmt genginu þá. Tillögurnar íþyngjandi og þess eðlis að fela í sér neikvæð áhrif Fram hefur komið að samkvæmt frumniðurstöðu Samkeppniseftirlits- ins raskar samruni Mílu og Ardian samkeppni og verður því ekki sam- þykktur án skilyrða eða frekari út- skýringa af hálfu samrunaaðila. Ardi- an upplýsti Símann í gær, sunnudag, um að það væri mat sjóðsins að tillög- urnar sem hann hefði lagt fyrir Sam- keppniseftirlitið varðandi breytingar á fyrirhuguðum samningi væru íþyngjandi og þess eðlis að fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamn- ings aðila. Það sé þá mat Ardian að ef sam- runinn verði samþykktur af hálfu samkeppnisyfirvalda með fyrirliggj- andi skilyrðum, feli það í sér að eitt af skilyrðum þess að viðskiptin gangi í gegn samkvæmt kaupsamningnum teljist ekki uppfyllt. Hefur Ardian því upplýst að félagið muni ekki ljúka viðskiptunum á grundvelli óbreytts kaupsamnings. Af þessu er ljóst að Síminn mun þurfa að ræða við Ardian um atriði er varða kaupsamning aðila, samhliða viðræðum Ardian við Samkeppniseft- irlitið, að því er sagði í tilkynningu í gærkvöldi. Kaupsamningurinn var gerður á síðari hluta síðasta árs, en salan hefur verið umdeild. Morgunblaðið/Eggert Fjárfesting Síminn mun þurfa að ræða við Ardian um atriði er varða kaup- samning aðila, samhliða viðræðum Ardian við Samkeppniseftirlitið. Ekki tilbúinn að ljúka viðskiptum Langstærstu viðskipti síðustu þrettán ára » Kaup Ardian á Mílu eru lang- stærstu viðskipti á Íslandi á síðustu þrettán árum. » Samkeppniseftirlitið hefur verið með yfirtöku Ardian til rannsóknar frá 8. febrúar. » Salan á Mílu hefur meðal annars verið gagnrýnd af al- þingismönnum á borð við Ást- hildi Lóu Þórsdóttur og Odd- nýju Harðardóttur. - Síminn þarf að ræða við Ardian

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.