Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík KARÍBAHAF 17.-29. nóvember Verð frá kr. 495.000 á mann í 2ja manna inniklefa með PREMIUM ALLT INNIFALIÐ ORLANDO - COZUMEL - COSTA MAYA - ROATÁN - HARVEST CAYE ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT 8 sæti laus Free at Sea Stuðningsmenn íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega áberandi og vakið verð- skuldaða athygli á Englandi síðan lokakeppni Evrópumótsins hófst hinn 6. júlí. Stuðningsmenn Íslands hafa verið í miklum meirihluta á fyrstu tveimur leikjunum, gegn Belgíu annarsvegar og Ítalíu hins vegar, en þeir hafa báðir farið fram á akademíuvelli Manchester City í Manchester. Á leiknum gegn Belgíu hinn 10. júlí voru 2.000 Íslendingar í stúkunni en 500 frá Belgíu. Hinn 14. júlí, gegn Ítalíu, voru svo aftur rúmlega 2.000 Íslendingar í stúkunni en tæplega 150 manns voru frá Ítalíu. Þá hafa stuðningsmenn Íslands verið duglegir að hita sig upp á svo- kölluðum stuðningsmannasvæðum, eða Fanzone, en skipulag þeirra hef- ur verið í höndum Þurýjar Bjarkar Björgvinsdóttur, sendiráðunautar í sendiráði Íslands í London. „Þetta er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt starf en þessi verkefni sem eru í gangi núna í kringum Evr- ópumótið eru sérstaklega skemmti- leg,“ sagði Þurý í samtali við Morg- unblaðið í Manchester. „Það eru margir þræðir sem þarf að halda utan um sem snúa að stuðn- ingsmannasvæðunum, ferðalög- unum á leikina og svo auðvitað mið- unum sjálfum á leikina. Það er líka hitabylgja í gangi núna sem er ekki beint að einfalda hlutina fyrir okkur og það þarf að undirbúa Íslendinga sérstaklega fyrir hana líka. Vatn, sólarvörn og hattar eru ein- staklega mikilvægir þegar það er svona heitt úti og fólk þarf að vera duglegt að drekka.“ Mikil ánægja ríkir hjá mótshöld- urum með Íslendinga í Manchester. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og verið algjörlega til fyrirmyndar. Fulltrúar Manchesterborgar, sem halda utan um alla framkvæmd í kringum mótið, sem og forsvars- menn enska knattspyrnusambands- ins höfðu orð á því að stemningin á stuðningsmannasvæðum Íslands hefði verið sú besta á mótinu hingað til. Þeir voru líka sérstaklega ánægðir með það hversu vel allt hefur farið fram og það er ekkert vesen á okkur Íslendingum, bara gleði og gaman. Það er mikil samheldni og fjölskyldu- stemning hérna og það er ótrúlega gaman að upplifa þetta. Íslendingar leggja mikið í það að styðja sín lið, það eru ráðherrar hérna og forset- inn til dæmis. Við berum mikla virð- ingu fyrir þessu afreki stelpnanna og við erum að sýna þeim algjörlega þá virðingu sem þær eiga skilið,“ bætti Þurý við. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ánægð Þurý Björk Björgvinsdóttir hefur séð um allt skipulag í kringum stuðningsmannasvæði Íslendinga í Manchester. Skrúðganga Íslenskir stuðningsmenn marsera. Stemning Mikið stuð á stuðningsmannasvæði Íslands. Stelpur Ungir knattspyrnuiðkendur í Manchester.Trommur Tólfan hefur ekki látið sitt eftir liggja. Íslenska stemningin sú besta á mótinu til þessa Stúka Íslendingar hafa verið í miklum meirihluta í stúkunni á EM. EM KVENNA 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.