Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ýmis félög og félagsstarf Árið 1949 lýsti Guðni Magnússon málarameistari félagslífi Keflvík- inga í grein. Keflvíkingar hefðu ekki verið sérstaklega þekktir fyrir góðan félagsanda. Félagslíf hefði reyndar verið mikið um aldamótin 1900 með öflugri templarahreyf- ingu, en á öðrum áratugnum hefði farið að dofna yfir félagslífi. Árið 1929 varð breyting þegar Ung- mennafélag Keflavíkur var stofnað. Það varð fljótlega mjög fjöl- mennt og lét til sín taka á ýmsum sviðum. Einkum vann það mikið starf á sviði íþróttamála. Síð- an hafði félagslíf vaxið og dafnað, en þó skorti félagsanda og góða fundarsókn, að sögn Guðna. Hann telur síðan upp þau félög sem þá voru starfandi í Keflavík. Það voru Ungmennafélagið, stúka, barna- stúka, skátafélag, kvenfélag, slysa- varnafélag, tvö eða þrjú málfunda- félög, Rótarýklúbbur og Rauðakrossdeild. Þá voru stéttar- félögin: Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur — með undir- deildum, svo sem verkakvennadeild, bifreiðastjóradeild og vélstjóradeild – útvegsbændafélag, iðnaðarmanna- félag og iðnsveinafélag. Þá var Fiskifélagsdeildin og jafnvel bún- aðarfélag ef vel var leitað. Síðan voru stjórnmálafélög fyrir unga og gamla, konur og karla. Samvinnu- félögin voru tvö: kaupfélag og olíu- samlag. Hlutafélög telur Guðni ekki og ekki heldur saumaklúbbana. Guðni telur að ennþá séu íþrótta- iðkanir of litlar. Með auknu þéttbýli missi heimilin tök á uppeldi barnanna. Þessu megi ráða bót á með því að hlúa að félagslífinu. Ekki sé síður mannval í Keflavík en í öðrum byggðum landsins. Á 25 ára afmæli Ungmenna- félagsins fjallaði Margeir Jónsson um félagið og lýsti helstu þáttum í margvíslegri starfsemi þess. Það hafði forgöngu um byggingu sund- laugar, einnig um að vekja íþróttalíf í bænum. Þá hafði félagið stundað leikstarfsemi og sett á svið marga sjónleiki. Þá starfrækti félagið bókasafn Keflavíkur um nokkurra ára skeið. Félagið hélt líka jólatrés- skemmtanir, ýmsar útisamkomur og sá um hátíðahöld eins og á 17. júní, sjómannadegi, 1. desember o.s.frv. Félagið átti, þegar hér var komið sögu, eina starfandi sam- komuhús bæjarins. Þá var fjallað um skátafélagið Heiðarbúa á 20 ára afmæli þess í september 1957.%! Haldin var skátamessa þar sem fimm börn skátamæðra voru skírð, en mæð- urnar voru allar í skátabúningum sínum og héldu börnum sínum und- ir skírn. Þetta voru þær Jóhanna Kristinsdóttir, Ingibjörg Elíasdótt- ir, Sigurveig Hauksdóttir, Helga Atladóttir og Guðlaug Bergmann. Síðdegis var sýnd í Bíóhöllinni kvik- mynd frá skátamótinu á Þingvöllum 1948, og um kvöldið var afmælishóf í Krossinum. Þar komu saman 330 manns, meðal annars ýmsir boðs- gestir frá höfuðborgarsvæðinu. Inga Árnadóttir stýrði varðelds- söng á sviðinu, og skiptust þá á leikir og söngur í meira en þrjá klukkutíma. Helgi S. Jónsson stofn- aði félagið og hafði verið foringi þess allan starfstímann. Höskuldur Goði Karlsson var sveitarforingi. Jón Tómasson fékk heiðursmerki Bandalags íslenskra skáta. Þá fengu Jóhanna Kristinsdóttir, Inga Árnadóttir, Jana Erla Ólafsdóttir og Jóna Margeirsdóttir heið- ursmerki. Árið 1964 átti Iðn- aðarmannafélag Keflavíkur 30 ára afmæli. Það hélt afmælishátíð í Ungmennafélagshúsinu þann 14. nóvember 1964. Rætt var við for- mann félagsins, Þorberg Frið- riksson, í Faxa af því tilefni. Félag- ið lét til sín taka í kjaramálum félagsmanna þegar frá upphafi. Það stóð einnig að stofnun iðnskóla í Keflavík, sem tók til starfa veturinn 1935. Með nýjum lögum frá Alþingi 1955 voru iðnskólar landsins teknir inn í opinbera skólakerfið og hætti félagið þá afskiptum af skólanum. Helstu mál félagsins vörðuðu kjör félagsmanna og menntun þeirra. Lífeyrissjóður iðnaðarmanna hafði verið stofnaður árið 1963 og vann félagið nú að því að allir iðnaðar- menn yrðu sjóðfélagar. Einnig vann félagið að því að fá fleiri iðnaðar- menn til að ganga í félagið. Félags- menn voru þegar hér var komið sögu rúmlega hundrað. Til stóð að stofna sérstaka deild fyrir hverja faggrein. Þá var markmiðið að opna skrifstofu sem hefði á hendi ýmsa þjónustu fyrir félagsmenn, svo sem að taka á móti framlögum í lífeyr- issjóð, annast uppmælingu og verk- áætlanir og jafnvel innheimtu fyrir félagsmenn. Bindindisfélög Bindindismenn héldu uppi starfi í Keflavík. Árið 1968 var starfandi í bænum Ungtemplarafélagið Árvak- ur. Þetta félag stóð með blóma um þetta leyti. Sumarstarfið var öflugt, sex ferðir voru farnar sumarið 1968, og heildarþátttaka í þeim um 600 manns. Ungtemplarar hittust m.a. að Reykjum í Hrútafirði og héldu mót. UTF Árvakur fór ásamt með félögum úr UTF Hrönn í Reykjavík á Laugarvatn og dvaldi þar eina helgi. Ungtemplarar og æskufólk af Suðurnesjum setti svip á bindindismótið í Galtalækjarskógi með mikilli þátttöku, góðri um- gengni og fagurri framkomu. Stjórnarmenn Árvakurs unnu mikið og fórnfúst starf við undirbúning- inn. Einn af stjórnarmönnum fé- lagsins, Sigþór Karlsson, fór til Noregs um sumarið og tók þátt í æskulýðsleiðtoganámskeiði í Kable- vag í Noregi. Árvakur hélt dans- leiki af og til í Æskulýðsheimilinu og einnig opið hús í miðri viku. Umræður um bindindismál bloss- uðu öðru hvoru upp í Keflavík. Á þingi Íþróttabandalags Keflavíkur, sem hófst 1. apríl 1969, bar Guð- mundur Sigurðsson lögregluþjónn upp eftirfarandi tillögu: 13. þing Í.B.K. harmar það ófremdar- ástand, sem er á almennum dans- leikjum í samkomuhúsum Keflavíkur og nágrennis. Virðist drykkjuskapur fara mjög vaxandi. Er algengt að sjá þarna varnarliðsmenn innan um dauðadrukkna unglinga, sérstaklega á þessi lýsing við um Ungmenna- félagshúsið í Keflavík. Skorar þingið á barnaverndarnefnd Keflavíkur og við- komandi lögreglustjóra að láta loka nú begar þeim samkomuhúsum, sem fara ekki eftir tilsettum reglum um skemmtanahald. Laugardaginn áður hafði Guð- mundur átt leið framhjá Ung- mennafélagshúsinu í Keflavík um miðnættið. Þá var húsið opið öllum og troðfullt út úr dyrum. Guðmund- ur sá þá Ameríkana í anddyrinu og handtók hann. Sr. Björn Jónsson, formaður barnaverndarnefndar, var þá á lögreglustöðinni. Hann stað- festi að fleiri Ameríkanar hefðu verið þarna, mikill drykkjuskapur og nokkrir unglingar undir lögaldri. Formaður Ungmennafélagsins kvaddi sér hljóðs á þinginu og flutti dagskrártillögu um að tillögunni yrði vísað frá og næsta mál tekið fyrir. Rökstuðningurinn var að mál- ið snerti aðeins Ungmennafélagið og ekki ÍBK Hilmar Jónsson kom þá í pontu og lagði til breytingu á tillögunni þannig að Ungmenna- félagshúsið væri ekki sérstaklega bendlað við þetta ástand. Því var ástæðan fyrir frávísuninni ekki fyr- ir hendi, en engu að síður sam- þykkti fundurinn að vísa tillögunni frá með átta atkvæðum gegn þrem- ur. Enn versnaði málið þegar farið var að skipa í nefndir. Stungið var upp á Guðmundi og Hilmari í alls- herjarnefnd, en þá stakk einn af stjórnarmeðlimum Ungmenna- félagsins upp á fjórða manni, að því er þeir Guðmundur og Hilmar töldu til að koma í veg fyrir að annarhvor þeirra fengi setu í allsherjarnefnd. Því ákváðu þeir Hilmar og Guð- mundur að taka ekki frekari þátt í starfi ÍBK. Þeim virtist sem ekki væri óskað ettir bindindismönnum í raðir bandalagsins. Málið átti sér aðdraganda og höfðu þeir bindindismenn áður gert athugasemd við ástandið í sam- komuhúsum bæjarins. Lokaorð greinarinnar voru: „Hér þarf sterkt almenningsálit að koma afvega- leiddum forystumönnum til bjargar. Íþrótta- og ungmennafélög eiga aldrei að vera móralslaus í öflun fjár fyrir starfsemi sína.“ Í sama tölublaði Faxa svaraði Þórhallur Guðjónsson þeim Hilmari og Guð- mundi og benti á að ein af mörgum ályktunum sem nýafstaðið ársþing ÍBK hefði samþykkt hefði verið svona: „13. ársþing ÍBK skorar á alla bæjarbúa að taka höndum sam- an í baráttunni við útrýmingu drykkjuskapar í skemmtanahaldi hér í Keflavík og nágrenni, jafn- framt skorar þingið á löggæzluna, að fylgjast vel með öllu skemmt- anahaldi.“ Síðan sagði Þórhallur í svargrein- inni: „Þetta sýnir hvers eðlis inni- hald greinar Hilmars er, og allir þekkja blaðaskrif hans og málflutn- ing.“ Þórhallur hafði boðið tvímenn- ingunum að ræða við stjórn Ung- mennafélagsins en það hefðu þeir ekki þegið. Þórhallur viðurkenndi að drykkjuskapur hefði oft verið mikill í samkomuhúsi Ungmenna- félagsins, en taldi það ekki eiga sér- staklega við um hús Ungmenna- félagsins, þannig væri ástandið í flestum samkomuhúsum. Þá sagði Þórhallur að Ameríkanar hefðu komið í Ungmennafélagshúsið í þetta eina skipti, „vegna þess, að þann dag féll allt samkomuhald nið- ur á flugvellinum vegna fráfalls fyrrv. Bandaríkjaforseta“. Íslenska bindindishreyfingin varð 90 ára árið 1974. Góðtempl- arahreyfingin hafði ott starfað af miklum krafti gegn áfengisneyslu og starfaði enn á Suðurnesjum. Þar störfuðu að minnsta kosti tvær stúkur, þótt fámennar væru, og héldu fundi. Önnur þeirra var stúk- an Vík í Keflavík. Æðstitemplar Víkur var Jón Tómasson símstöðv- arstjóri. Sameiginlegur fundur Vík- ur og stúkunnar Framfarar í Garði var haldinn 1974. Þar var leiksýn- ing, söngur og Hilmar Jónsson flutti frumorta drápu. Þá stóð félag- ið fyrir íþróttamóti og fyrirhuguð var skíðaferð. Þá hafði deild verið stofnuð í Sandgerði og starfaði hún með talsverðum blóma. ... ekki sérstak- lega þekktir fyrir góðan félagsanda Bókarkafli | Í bókinni Saga Keflavíkur 1949-1994 rekur sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson sögu bæjar á breytingaskeiði. Ljósmynd/Byggðasafn Reykjanesbæjar Afmæli Embættismenn á 60 ára afmæli stúkunnar árið 1964. Efri röð frá vinstri: Þorsteinn Ólafsson, Stefán Ein- arsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurfríð Rögnvaldsdóttir, Arnheiður Guðnadóttir, Stefán Ólafsson, Ingi Valur Jóhannsson og Ingólfur Þorsteinsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Ragnarsson, Eiríkur Hermannsson, Jóna Guðjónsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Magnús Kjartansson og Erna Björnsdóttir. Ljósmynd/Jón Tómasson/Byggðasafn Reykjanesbæjar Ungmenni Leiksýning á vegum stúkunnar með börnum fæddum 1944. Í efri röð frá vinstri eru Sigríður Þórólfsdóttir, Eirika Haraldsdóttir, Rut Lárus- dóttir, Sigríður Sæmundsdóttir og Guðlaug Jónína Sigtryggsdóttir. Í neðri röð eru Guðrún Eyjólfsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Guðfinna Arngríms- dóttir, Júlíana Ólafsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Kjartan Sigtryggsson, Þórir Baldursson og Gunnar Guðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.